Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-5. mars 1984 Björn S. Stefánsson: Horfur í orku- frekum iðnaði I Ekki er ágreiningur um það, að orkan í fallvötnum landsins og í iðrum jarðar er mikil auðlind. Um hitt hefur menn greint, hvernig hyggilegt sé að nýta hana. Þeir, sem vilja nota hana til stóriðju, hafa lagt málið þannig fyrir, að fslendingar nýti nú þeg- ar að fullu auðlindir hafsins, sem aflað hafi þeim gjaldeyris undan- farna áratugi, og verði nú að skapa verðmæti úr orkunni til að efla hagsæld landsmanna og veita ungu fólki lífskjör á borð við það, sem því bjóðist best í öðrum löndum. Þeir, sem mælt hafa gegn þess- ari stefnu, hafa fæstir dregið í efa, að hér á landi væri mikil orka seljanleg á verði umfram fram- leiðslukostnað. Andmælin hafa verið fólgin í öðru. Stóriðja hefur verið talin hættuleg umhverfi manna og náttúru landsins og efnahagsleg tengsl við erlent vald, sem af henni hljótast, vara- söm. II Það eru því nokkur tíðindi, að forystumenn iðnaðarmála hafa undanfarið látið í ljós efasemdir um, að virkjun fallvatna til stór- iðju svari kostnaði. Ég nefni til að byrja með Sverri Hermanns- son iðnaðarráðherra, Sigurð Kristinsson formann Landssam- bands iðnaðarmanna og Helga M. Bergs bæjarstjóra, formann Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Eftir Helga er haft í viðtali í Degi 13. janúar: „Raforkan er ein af þeim auðlindum, sem við eigum eftir í landinu, en höfum lítið sinnt. En ef til vill er raforkan engin auðlind. Ef til vill er hún svo dýr í framleiðslu, að hún stenst ekki samkeppni við þá raf- orku, sem í boði er í öðrum löndum.“ III í fyrravetur tók ég að mér fyrir rannsóknastofnun Norðurlanda í byggðamálum (NordREFO) að gera grein fyrir byggðastéfnu fs- lendinga. í því sambandi þurfti ég að átta mig á því, hvers mætti Vð undanförnu hefnr staðið yflr á vegum Hvítasunnusafn- aðarins, söfnun vegna neyðar- ástandsins í Póllandi. Það er safnaðardeildin á Siglufirði sem hratt þessari söfnun af stað en auk þess hafa Hvíta- sunnumenn á Akureyri tekið á móti framlögum. Það sem fólk er einkum beðið Lionsklúbburinn Huginn heldur kútmagakvöld í Sjallanum nk. föstudag 9. mars. Samkomur þessar hafa verið árviss viðburð- ur í skemmtanalífi bæjarins. Karlmenn einir fá aðgang og til vitnis um þann sess, sem kút- magakvöldið skipar í hugum fólks er sú staðreynd, að konum bæjarins þótti sjálfsagður þáttur í jafnréttisbaráttunni að efna til hliðstæðrar samkomu sl. vetur, vænta af orkufrekum iðnaði í hinum ýmsu byggðum landsins. Bjarni Einarsson, framkvæmda- stjóri byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, fjall- aði um endurskoðun byggða- stefnu í ársskýrslu stofnunarinnar 1982 með þessum orðum m.a.: „Nú er þetta þróunarskeið (fisk- veiða og vinnslu, innskot BSt.) að mestu á enda runnið, og nú horfum við fram á þróun, þar sem undirstöður hagvaxtar verða virkjunarframkvæmdir, upp- bygging og rekstur stóriðjufyrir- tækja og almennur iðnaður. Staðarvalstilhneigingar þessara atvinnugreina eru aðrar en fisk- veiða, fiskvinnslu og landbúnað- ar.“ Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni, að sanngjarnt væri við þær takmarkanir, sem ákveðnar verða á fiskveiðum, að þau byggðarlög, sem njóta muni aukinnar atvinnu af stóriðju, sæti frekari takmörkunum en byggð- arlög, sem ekki eiga annarra kosta völ en sjávarútvegs. Ég byrjaði á því að kanna, hvaða horfur væru á stóriðju og hvar hún væri líklegust. Kísil- málmverksmiðja í Reyðarfirði var þá á döfinni og virtist álitleg þannig séð, að ekki sýndist hætta á, að hún tröllriði þeim atvinnu- rekstri, sem fyrir er í Reyðarfirði og Eskifirði, heldur mundi koma þar sem hóflegur viðbætir. IV Stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf. um er gamall fatnaður og annað fatakyns sem fólk er hætt að nota eða getur verið án. Skór eru einnig vel þegnir en til marks um það hve þörfin er brýn má nefna eftirfarandi sögu: Hvítasunnusöfnuðurinn sendi stigvél tii bónda nokkurs í Pól- landi og skömmu síðar kom þakkarbréf frá bóndanum þar „krúttmagakvölds". Herma fregnir að sú samkoma hafi verið með álíka miklum glæsibrag og fyrirmyndin, nýafstaðið kút- magakvöld Hugins, þar sem Bryndís Schram var ræðumaður. Föstudagskvöldið næsta verður ræðumaður Helgi Sæmundsson og veislustjóri Árni Johnsen. Ættu nöfn þeirra að vera trygging fyrir því, að leiðindi verði með öllu útlæg ger úr hugum veislu- gesta. mat þannig samkeppnishæfni kís- ilmálmverksmiöju í Reyðarfirði í janúar 1983, að á því verði, sem þá var á kísilmálmi, stæði hún ekki undir sér, en úr því mundi rætast. Var það rökstutt sem hér segir: „Samkvæmt markaðsspám vex markaður fyrir kísilmálm um nálægt 5% árlega. Gert er ráð fyrir því, að verð kísilmálms mót- ist af vaxandi markaði og taki fyrst og fremst mið af fram- leiðslukostnaði nýrra verk- smiðja, þegar eðlilegri nýtingu núverandi verksmiðja er náð. Samkeppnishæfni kísilmálmverk- smiðja á íslandi ber því að meta með tilliti til framleiðslukostnað- ar annarra nýrra verksmiðja. Framleiðslukostnaður í flestum eldri verksmiðjum er lægri en í nýjum vegna minni fjármagns- kostnaðar." Hugsum okkur, að ekki aðeins í Reyðarfirði verði stofnað til kís- ilmálmverksmiðju með þeim rökum, að innan tíðar verði verð á kísilmálmi eins hátt og fram- leiðslukostnaður nýrra verk- smiðja, heldur víðar og með sömu rökum. Þá yrði í nokkur ár svo mikið framboð, að það héldi niðri verði án tillits til fram- leiðslukostnaðar hinna nýju verksmiðja. Á þeim erfiðleikaár- um sem þá yrðu, kynnu enn aðrir að álykta eins, nefnilega að verð á kísilmálmi verði innan tíðar eins hátt og framleiðslukostnaður nýrra verksmiðja og stofna með þeim rökum til nýrra verksmiðja. Þannig getur spáin um aukna sölu ræst, en verðið haldist stöð- ugt lægra en framleiðslukostnað- sem hann segir að nú komi hann í fyrsta skipti í mörg ár þurr heim úr fjósinu. Þeir sem eru aflögufærir geta komið fötum eða öðrum fram- lögum til Fíladelfíu á Akureyri milli kl. 20 og 22 á þriðjudögum og til Ásgríms Stefánssonar á Siglufirði, sími 71298. - ESE. Þrátt fyrir nýsettan kvóta og örðug aflabrögð mega menn treysta því, að á borðum verði að venju hið fjölbreyttasta úrval sjávarrétta. Þeir sem vilja eiga skemmtilega og eftirminnilega helgi láta sig því ekki vanta í Sjallann nk. föstudagskvöld og þeim mun frekar sem væntan- íegur hagnaður rennur allur til líknarmála á vegum Hugins. ur nýrra verksmiðja, og íslend- ingar setið uppi með verksmiðju, sem aldrei stendur undir sér. Horfurnar í áliðnaði eru hins vegar þær, að ekki sé þörf fyrir verulega aukna framleiðslu í heiminum, enda hefur endur- vinnsla á áli aukist. í Afríku og Suður-Ameríku eru óbeisluð óhemjumikil vatnsföll, þar sem virkjun eins þeirra nægði tugum álvera af þeirri stærð, sem hér er. Ráðamenn álfyrirtækja hafa talið ástandið í viðkomandi ríkjum (t.a.m. Zaire) ótryggt og hikað við að ráðast í framleiðslu þar, þótt orkan ætti að verða miklu ódýrari en hér á landi, ef stjórn- arfar þar teldist tryggt og verk- menning væri betri en hún er. Ef þessi miklu vatnsföll yrðu samt sem áður virkjuð til álfram- leiðslu, mundi það þrengja hag álframleiðenda í Norður- Evrópu. Þessar horfur verða ál- framleiðendur að meta, en ís- lendingar, sem ekki ætla að fram- leiða ál fyrir eiginn reikning, þurfa ekki að meta þessar horfur beinlínis, heldur þurfa þeir að- eins að meta það orkuverð, sem álframleiðendur bjóðast til að greiða þeim. Framleiðslukostnaður á kís- ilmálmi hér á landi var áætlaður minni en framleiðslukostnaður nýrra verksmiðja í ýmsum öðrum álitlegum löndum eða á borð við hann. Orkukostnaður framleiðsl- unnar var talinn hvað minnstur hér á landi og eins og Landsvirkj- un hafði áætlað hann minnstan. Landsvirkjun taldi rétt „að grundvalla orkuverð til nýrrar stóriðju á kostnaðarverði frá nýj- um orkuverum", en stjórn Kís- ilmálmvinnslunnar taldi grund- völlinn eiga að vera þann, „að öll stóriðja standi sameiginlega und- ir eðlilegri hlutdeild sinni af kostnaði við uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins og að verðið til fyrirtækjanna eigi að vera sambærilegt.“ Að sjálfsögðu ber að færa allan kostnað við virkun vegna nýrrar framleiðslu á reikning hennar til ,að ganga úr skugga um, að hún borgi sig. Um leið ber að færa henni til tekna, að ný virkjun leiðir til aukins öryggis og nýting- ar í öllu raforkukerfinu og flýtir fyrir fullri nýtingu á nýrri stór- virkjun, en stórar virkjanir verða hagkvæmari en minni virkjanir, ef þær verða fullnýttar fljótt. Vextir hafa mikil áhrif á fram- leiðslukostnað orkunnar. Raun- vextir af erlendum lánum hafa hækkað undanfarin ár og kann það að hafa úrslitaáhrif á arðsemi nýrra virkjana hér á landi til framleiðslu fyrir orkufrekan iðnað. V Stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf. gerði ráð fyrir því, að fyrirtækið yrði í eigu íslendinga. Orkuverð- ið yrði þá samningsatriði hér á landi, sbr. fyrrnefndan ágreining Landsvirkjunar og stjórnar Kís- ilmálmvinnslunnar. Það mundi ekki breyta öllu, þótt fyrirtækið ætti að vera í eigu útlendinga. Þá mætti búast við sams konar álita- málum og ágreiningi. Öðru máli gegnir, ef um er að ræða orkusölusamning við fyrir- tæki, sem þegar kaupir orku hér, eins og íslenska álfélagið. ÍSAL sækir það að stækka verksmiðju sína og kaupa orku til þess, en er tregt til að hækka verð fyrir þá orku, sem þegar hefur verið sam- ið um sölu á. Hugsum okkur, að samningur tækist um viðbótar- sölu. Hvers virði sá samningur mætti teljast og hvort hann stæði undir virkjunarkostnaði, er háð því hvaða verð hefði fengist án viðbótarsölu. Erfitt yrði að full- yrða um það, en það er nauðsyn- legt að vita til að reikna út, hvort viðbótin stæði undir auknum raf- orkuframleiðslukostnaði. VI Hvers mega íslendingar vænta, fyrst sá vaxtarbroddur, sem þeir hafa margir horft vonaraugum til, er ekki eins lífvænlegur og tal- ið var til skamms tíma? Rök- semdafærslan hefur verið sú, að efnilegasta fólkið, það fólk, sem er fullfært um að bjarga sér vel í öðrum löndum, muni setjast að erlendis, ef því bjóðast ekki slíkir kostir hér, sem orkufrek stóriðja býður í störfum og lífskjörum. Ljóst er, að orkufrek stóriðja, sem ekki greiðir kostnað við þær nývirkjanir, sem hún þarfnast, bætir ekki kosti landsmanna, hvorki þeirra, sem best tækifæri hafa erlendis, né hinna, heldur þrengir hag þjóðarinnar. Orkufrek stóriðja hefur þá sér- stöðu meðal þeirra úrræða, sem þjóðin á, að hún er meðfærileg á borði stjórnvalda, þau geta fjall- að um hana og ráðið málinu til lykta, svo eftir verði tekið. Hönd stjórnvalda er sýnileg í slíku máli. Öðru máli gegnir um margt annað, sem til hagsældar horfir, að hönd stjórnvalda er þar ekki eins sýnileg og jafnvel ósýnileg. Slík mál verða eðlilega ekki eins í sviðsljósinu og ráðagerðir um stórvirkjanir og stóriðjuver. Dæmi um það eru ýmis úrræði sem andstæðingar álvers við Eyja- fjörð hafa haldið fram. Þau hafa verið mjög almenns eðlis og þannig að flestir geta tekið undir þau, en þau hafa ekki verið bráð og örugg hagsbót, eins og t.a.m. ákvörðun um Blönduvirkjun sýndist. Orka landsins er auðlind í al- mannaþágu, þótt vonir manna um arðbæra stóriðju hafi mjög dvínað. Enginn áhugamanna um orkufrekan iðnað hefur rökstutt hinar dvínandi vonir eins vel og formaður stóriðjunefndar, Birgir í. Gunnarsson, í Morgunblaðinu nýverið (Stóriðjumöguleikar á íslandi, 10. febrúar). Samt væri ábyrgðarlaust að ganga ekki frek- ar úr skugga um verðmæti orku- lindanna, eins og stóriðjunefnd gerir. Þó að mál séu könnuð og til landsins komi menn sem hafa það verkefni að gera á tæmandi hátt grein fyrir stóriðjuskilyrðum um víða veröld, er óþarfi og dreifir kröftunum að setja á svið ágreining um eins fjarlæg úrræði og hér er um að ræða. Flest ann- að er brýnna. Björn S. Stefánsson. Neyðarkall frá Póllandi! Kútmagakvöld Lions- klúbbsins Hugins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.