Dagur - 05.03.1984, Síða 11
5. mars 1984 - DAGUR -11
Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar:
Vill herferð
gegn vímugiöfum
63. ársþing Ungmennasambands
Eyjafjarðar var haldið í Þela-
merkurskóla 25. og 26. febrúar
sl.
Formaður sambandsins Gísli
Pálsson setti þingið. Pingforsetar
voru kjörnir Þóroddur Jóhanns-
son og Jóhann Ólafsson.
Formaður flutti skýrslu
stjórnar. í henni kom fram að
starfsemi Ungmennasambands-
ins hefði verið nokkuð þróttmikil
á sl. ári. Að venju ber þar íþrótt-
irnar hæst. Mörg mót voru haldin
innanhéraðs í hinum ýmsu
íþróttagreinum. Einnig stóð sam-
bandið fyrir mótum með kepp-
endum úr öðrum héruðum. Bar
þar hæst Norðurlandsmót í frjáls-
um íþróttum sem haldið var á
Árskógsvelli með yfir 80 kepp-
endum. íþróttafólk frá UMSE
tók þátt í mörgum mótum utan
héraðs og vann það oft á tíðum
góð afrek. Nægir þar að nefna ís-
landsmet Sigurðar Matthíassonar
í hástökki án atrennu og Krist-
jáns Hreinssonar í hástökki með
atrennu.
Eins og áður hefur komið fram
í fjölmiðlum, varð UMSÉ að
hætta þátttöku í 1. deild íslands-
mótsins í blaki sökum aðstöðu-
leysis til æfinga í héraðh Þrátt
fyrir það hafði liðið staðið sig
með sóma og hafnaði í þriðja sæti
í deildinni á sl. vori.
Knattspyrnulið UMSE tók þátt
í undankeppni 18. Landsmóts
UMFÍ og tapaði þar fyrir liði
HSP, en á eftir leik við ÚÍA
vegna kærumála.
Þátttaka í skíðaíþróttum er
fremur lítil hjá sambandsfé-
lögum, öðrum en Skíðafélagi
Dalvíkur sem starfar af miklum
þrótti og hefur á að skipa mörg-
um góðum skíðamönnum.
Áhugi á bridge fer stöðugt vax-
andi og tóku 14 sveitir þátt í hér-
aðsmóti á sl. ári. Keppt var við
HSÞ og sigraði UMSE í þeirri
keppni.
Skákdeild UMSE starfaði mik-
ið og vel á árinu og hélt nokkur
mót. Einnig sendi skákdeildin lið
til keppni í 2. deild Skáksam-
bands íslands.
Á haustdögum fór fram spurn-
ingakeppni á vegum sambands-
ins, með þátttöku liða frá sveitar-
félögum á sambandssvæðinu.
Sigurvegari í þeirri keppni varð
lið Öngulsstaðahrepps.
Guðmundur Steindórsson
gjaldkeri sambandsins las reikn-
inga þess og skýrði þá. Kom fram
í máli hans að rekstur sambands-
ins gekk allvel á árinu og munaði
þar mikið um höfðinglega styrk-
veitingu Laxárvirkjunar. Árlegur
styrkur er frá Eyjafjarðarsýslu og
einnig frá mörgum sveitarfé-
lögum á sambandssvæðinu.
Vegna þröngrar fjárhagsstöðu
flestra þeirra urðu styrkveitingar
þó minni en undanfarin ár, en
stjórn sambandsins vonast til, að
með batnandi hag sjái þau sér
fært að styðja vel við bakið á
sambandinu, enda Landsmót
UMFÍ framundan á þessu ári.
Þá nýtur Ungmennasambandið
styrks frá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar sem felst í fríu skrif-
stofuhúsnæði, auk mjög góðrar
aðstöðu til fundarhalda.
Ungmennafélag Möðruvalla-
sóknar, sem sá um þingið að
þessu sinni, hélt þingfulltrúum
veislu í þinglok. Þar veitti for-
maður sambandsins Umf. Reyni
á Árskógsströnd Sjóvábikarinn
fyrir sigur í stigakeppni á íþrótta-
mótum sambandsins. Þá veitti
hann Umf. Árroðanum í Önguls-
staðahreppi Félagsmálabikarinn
fyrir þróttmikið starf á árinu.
Éinnig afhenti hann Kristjáni
Hreinssyni bikar, en hann var
kjörinn íþróttamaður UMSE
1983.
Þingið fór í alla staði vel fram
og voru umræður líflegar og mál-
efnalegar. Um 60 fulltrúar frá
öllum sambandsfélögum, nema
einu, sátu þingið. Gestir þess
voru þeir Ingólfur A. Steindórs-
son ritstjóri Skinfaxa og Cees van
de Ven sem ráðinn hefur verið
frjálsíþróttaþjálfari sambandsins
í sumar.
Ný stjórn sambandsins var
kjörin á þinginu, en hana skipa:
Sigurgeir Hreinsson formaður,
Klængur Stefánsson varaformað-
ur, Rögnvaldur Ólafsson gjald-
keri, Ingvi Guðmundsson ritari
og Valgeir Anton Þórisson með-
stjórnandi. í varastjórn: Björn
Friðþjófsson, Marinó Þorsteins-
son og Pétur Þórarinsson.
Ur ályktunum þingsins
Þingið hvetur stjórn sambandsins
til að undirbúa sem fyrst herferð
í skólum héraðsins gegn vímu-
gjöfum. Leitað verði til Áfeng-
isvarnaráðs og SÁÁ um aðstoð
við framkvæmd herferðarinnar,
svo og fyrirlesara. Einnig verði
leitað samstarfs við baráttuhópa
gegn vímuefnum. Þingið bendir
á, að nota jafnframt þessa her-
ferð til að kynna ungmennafé-
lagshreyfinguna. Þingið beinir
því til fjölmiðla, og þá sérstak-
lega ríkisfjölmiðla, að þeir stór-
auki fræðslu um skaðsemi vímu-
efna og áróður gegn þeim.
63. þing UMSE átelur harð-
lega linkind þá sem útbreiðend-
um vímugjafa og fíkniefna er
sýnd í dómskerfi landsins og
hvetur til ákveðnari afstöðu til
þeirra.
Þingið beinir því til stjórnar
sambandsins að hún beiti sér fyrir
samvinnu við stjórnir sveitarfé-
laga og skólanefndir á sambands-
svæðinu um að hraða sem mest
uppbyggingu íþróttahúsa og ann-
arra íþróttamannvirkja. Bendir
þingið á nauðsyn þess að leggja
áherslu á að beina fjármagni og
kröftum nú þegar í eitt íþrótta-
hús með löglegum keppnisvöll-
um, í stað þess að dreifa kröftun-
um og láta hreppapólitík ráða.
Þá beinir þingið því til stjórnar
að hún kynni þetta mál rækilega
fyrir þingmönnum kjördæmisins.
Þingið skorar á félagsstjórnir
og sveitarstjórnir að beita sér fyr-
ir að önnur vika í júní verði gerð
að almennri hreinsunarviku á
sambandssvæðinu.
63. þing Ungmennasambands
Eyjafjarðar harmar það slæma
atvinnuástand sem nú er á Eyja-
fjarðarsvæðinu og skorar á yfir-
völd að leita nú þegar leiða til að
bægja frá þeim bölvaldi sem at-
vinnuleysið er. í því sambandi
minnir þingið á að atvinnuleysið
bitnar mest á ungu fólki sem er
að komast á vinnumarkaðinn og
veldur hjá því andlegu og þjóð-
félagslegu óöryggi.
Því vill þingið leggja áherslu á
að nú þegar verði gert átak í að
efla stórlega hvers konar smáiðn-
að svo sem ýmsan framleiðslu-
iðnað úr landbúnaðarafurðum
um leið og tryggt verði að full-
vinnsla þess sjávarafla sem að
landi berst á svæðinu fari fram
heima fyrir.
Samhliða þessu átaki verði
haldið áfram þeim rannsóknum
sem fram hafa farið um áhrif
stóriðju á Eyjafjarðarsvæðið og
leggur þingið þunga áherslu á að
því aðeins kemur til greina að
staðsetja slíkan iðnað hér að
tryggt verði að hann hafi engin
óæskiieg náttúrufræðileg áhrif á
svæðið og að komist verði hjá fé-
lagslegri röskun við tilkomu slíks
iðnaðar.
Hótel Varðborg
Veitingasala
Árshátíðir
Einkasamkvæmi
Köld borð
Heitur veislumatur
Smurt brauð
Snittur
Coktailsnittur
Getum lánað diska
og hnífapör
Útvegum þjónustufólk
Erum farnir að taka
á móti pöntunum
fyrir fermingar.
Sími 22600
Júníus heima 24599
Skákmenn - Skákmenn
Hið árlega minningarskákmót um Búa Guðmundsson
hefst föstudaginn 9. mars nk. kl. 20.30 í Þelamerkur-
skóla.
Öllum heimil þátttaka.
Umf. Skriðuhrepps.
Skíðaáhugafólk
Hafið skíðin og úthaldið ávallt
á réttum stað
Skíða-box til festingar á toppgrindaboga
rúma 4 pör af skíðum, stöfum, skóm
Esso-nestin
Tryggvabraut 14 * Veganesti + Krókeyri.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
Opið alla virka daga frá kl. 15.30-18.30.
Starfsmenn skrifstofunnar verða Tryggvi Svein-
björnsson á mánudögum og miðvikudögum og
Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum
og föstudögum.
Síminn er 21180.
Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678.
Bragi V. Bergmann, 26668.
Hestamenn! u
Látum ekki aka á okkur
í skammdeginu - notum
ENDURSKINSMERKI
HESTAMANNAFElAGIÐ LÉTTIR
Stolnað 5 növ 1928 P O Bo< 348 - 602 Akuieyn
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins
1983 á fasteigninni Lækjargötu 18a, talinni eign Sigurrósar
Steingrímsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., inn-
heimtumanns ríkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni
sjálfri föstudaginn 9. mars 1984 kl. 14.40.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins
1983 á fasteigninni Lerkilundi 15, Akureyri, þingl. eign Grétars
Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og
Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 9. mars
1984 kl. 14.20.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 117., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins
1982 á fasteigninni Glerárgötu 24 n.hl., Akureyri, þingl. eign
Valprents hf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri
föstudaginn 9. mars 1984 kl. 16.20.
Bæjarfógetinn á Akureyri.