Dagur


Dagur - 07.03.1984, Qupperneq 1

Dagur - 07.03.1984, Qupperneq 1
TRULOFUNAR- HRiNGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI fltloÁs'icJ® 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 7. mars 1984 29. tölublað Eyjafjörður fisklaus! — En nóg er af selnum „Það hefur enginn fiskur sést hér í firðinum síðan um miðjan desember, alveg hreinar línur með það. Hins vegar hefur fjörðurinn verið fullur af sel og a.m.k. hér áður fyrr var talið að samhengi væri þarna á milli,“ sagði Jón V. Ólafsson hjá fískmóttöku KEA í viðtali við Dag. „Fiskurinn flýr undan selnum og það litla sem komið hefur á línuna hjá köllunum hafa verið hausar, því selurinn étur af lín- unni. Það fór að bera talsvert á þessu í fyrra, að selurinn æti af línunni, en nú er því ekki lengur til að dreifa því það er bókstaf- lega enginn fiskur. Nú eru engir að róa vegna fiskleysisins, það er alveg tilgangslaust,“ sagði Jón. Hann sagði að menn myndu ekki annað eins nema e.t.v. frá því fyrir mörgum áratugum. Hann sagðist vita til þess að menn sern haldið hefðu dagbæk- ur frá 1945 könnuðust ekki við annað eins. Milli 10 og 12 trillu- karlar hafa fasta atvinnu af sjó- róðrum frá Akureyri. „Ég frétti það í gær að sama ástandið væri hér utar með firðin- um. Þeir fiskuðu svona sæmilega um daginn í austurkantinum við Grímsey, netabátar frá Hauga- nesi og Árskógssandi, en núna síðustu daga hefur hreinlega ekki verið neitt að fá.“ - Þeir þurfa þá ekki að vera neitt óttaslegnir um að þeir fylli kvótann sinn of fljótt? „Ekki virðist nú neitt benda til þess í augnablikinu. Það þarf mikið að breytast til þess,“ sagði Jón V. Ólafsson að lokum. - HS. Sullur finnst í sjúkl- ■ ■ ingi á FSA Nýlega varð vart við sullaveiki í manni sem var til meðferðar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var sullurinn fjar- lægður úr manninum með skurðaðgerð og heilsast mann- inum nú vel. Maðurinn sem hér um ræðir er 63ja ára og hafði hann ekki hinn minnsta grun um að hann væri haldinn þessum kvilla. Sullaveiki berst með hundum en þá dýra- tegund mun maðurinn hafa haft lítið saman við að sælda síð- an í barnæsku. Ekki er því vitað hvernig maðurinn hefur smitast en sullurinn greindist fyrst þegar maðurinn var í röntgenmynda- töku vegna annarra ástæðna. Furðulegir náungar og undarlegar vcrur sáust á ferli á gölum Akureyr- ar í morgun, Mjólkurícrnur, Irúöar, liófar, Indiánar og lleiri furðufyrir- bæri skondruöu niilli vinnusfaöa og sungu fyrir slarfsfólk, Og fengu gott að launum. Þetta öskudagslið hitti Ijósmyndari Dags á Sambandsverk- smiöjunum, þar scm krakkarnir sungu lullum hálsi, Mynd: KGA. Leiruvegur: Samið við Gunnar og Kjartan? Að undanfömu hafa staðið yfír viðræður milli Vegagerðarinn- ar og Vélsmiðju Gunnars og Kjartans á Egilsstöðum, en það fyrirtæki var með Iægsta tilboðið í 1. áfanga Leiruvegar- ins svokallaða, og skal unnið að uppfyllingu og grjótvörn í þeim áfanga. - Þegar Dagur ræddi við Guðmund Svafarsson umdæmis- verkfræðing Vegagerðarinnar á Akureyri upp úr hádegi sl. mánu- dag gat hann lítið um málið sagt. Vélsmiðja Gunnars og Kjartans hafði þá haft frest til hádegis til að gefa endanlegt svar af eða á með það hvort þeir vildu ganga til samninga, en ekkert hafði heyrst frá þeim. „Það var hringt frá fyrirtækinu síðar þennan sama dag,“ sagði Guðmundur er við ræddum við hann í gær. „Það var Kjartan sem hringdi, og hann sagði að þeir vildu ákveðið standa við tilboð sitt. Það bendir því allt til þess að við hans fyrirtæki verði samið. Hins vegar er Kjartan væntan- legur hingað síðar í vikunni og það verður ekki skrifað undir fyrr en hann er kominn hingað og búinn að ræða við okkur.“ - Hvenær er áætlað að hægt verði að hefjast handa við verkið? „Ég veit það ekki. Fyrirtækið á að leggja fram verkáætlun þeg- ar samningar verða undirritaðir og þeir hafa það nokkuð í hendi sér, við getum engu þar um ráðið umfram það sem stendur í út- boðsgögnum. Verkinu á hins vegar að vera lokið 1. nóvem- ber,“ sagði Guðmundur Svafars- son. gk-. Válkryddað lambakjöt — vekur mikla athygli erlendis „Samkvæmt þeim viðbrögðum sem ég hef fengið erlendis tel ég að nú séu e.t.v. í fyrsta skipti að opnast möguleikar á því að flytja út íslenskt lamba- kjöt þannig að einhver hagn- aður verði af. Viðbrögðin er- lendis við Lado-Iambinu, sem ég hef kynnt nokkuð víða, hafa verið mjög jákvæð og það ætti að vera hægt að fá milli 5 og 7 dollara fyrir kflóið, sem sam- svarar því að vera nær tvöfalt hærra verð en mest fæst fyrir óunnið kjöt sem nú er selt úr Iandi,“ sagði Steindór Har- aldsson, matreiðslumaður á Akureyri, en hann hefur fund- ið aðferð til að vélkrydda kjöt, sem við það líkist einna helst marineruðu kjöti. Framleiðsla er nú hafín á því hjá kjötiðju KÞ á Húsavík. Reiknað er með að kjötið komi á markað innanlands í þessum mánuði. „Ég hef fengið töluvert af fyrir- spumum erlendis frá, en ennþá er ekki að ráði farið að huga að útflutningi, heldur verður kjötið sett á markað hér innanlands fyrst og það gæti gerst einhvern næstu daga. Hægt er að framleiða um 2 tonn á dag,“ sagði Steindór. Hann sagði að Lado-lamb væri vélkryddað lambakjöt. Fyrst er það fituskorið, þannig að alltaf er jafn lítið af fitu í kjötinu. Kjötið er síðan sett í þar til gerðan strokk, ásamt efnunum sem not- uð eru. Eftir um 20 mínútur er kjötið orðið kryddað í gegn á svipaðan hátt og um marineringu væri að ræða, nema hvað það tekur um viku að marinera kjötið með sama árangri. Hann sagði þetta geysilega mikilvægt fyrir geymsluþol kjötsins, sem ekki versnar eins og við marineringu í langan tíma, heldur eykst. „Ég nota í þetta sérvalið aust- urlenskt krydd og efni til að gera kjötið meyrt. Þá eru notuð sér- stök efni sem valda ákveðnum efnabreytingum, kljúfa sig inn í kjötið og bera með sér krydd og olíur. Þetta gengur saman við kjötsafann og kjötið verður mjög bragðgott og safaríkt. Kjötið er síðan pakkað í lofttæmdar um- búðir og þannig fer það á markað hér,“ sagði Steindór og bætti því við að um yrði að ræða 9 vöruteg- undir. Segja má að aðferð Steindórs sé nánast bylting frá því sem áður hefur þekkst við verkun kjöts. Kjötið verður meyrt og mjúkt á mjög skömmum tíma og fitu- bragð finnst ekki lengur, en út- lendingar setja það gjarnan fyrir sig. Þá eykst geymsluþol kjötsins verulega. Dr. Jón Óttar Ragnars- son, dósent, segir um Lado- lambið að það hafi ýmsa æskilega eiginleika sem aðrar unnar kjöt- vörur séu yfirleitt ekki gæddar, þ.á m. lítið salt, hvorki saltpétur né nítrít, enginn reykur eða reyk- efni séu notuð við vinnsluna, fitu- innihald lágt (8-9%) og loks sé það sérlega bragðgóð afurð. HS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.