Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. mars 1984 Hvernig þykir þér bíómenning á Ak- ureyri? ■ Haukur Árnason: Pekki hana ekki og ég held hún sé ekki til. Ifc 'H Bjartmar Sigurjónsson: Upp á síðkastið hafa verið [ ágætar myndir, bíóin hér eru að vísu heldur fá. , ', * , *.*!*-■’ ** - ' ' ' V - Loftur Magnússon: Ég get litlu svarað um það, ég fer afar sjaldan á bíó. Björg Guðjónsdóttir: Mjög léleg, aðeins eitt bíó og það stendur sig illa. í vetur hefur komið ein og ein góð mynd. Það er orðin hefð að öskudag- urinn sem er í dag er árlegur fjáröflunardagur Rauða kross Islands. Þennan dag selja Rauða kross félagar merki til stuðnings starfi deildanna víðs vegar um land og vitaskuld láta félagar Akureyrardcildarinnar ekki sitt eftir liggja. Gott sam- starf er með félaginu og skól- unum í þessu efni en auk merkjanna verða í dag seldir öskupokar. Yerði merkja og poka er mjög í hóf stillt og í ár kostar það aðeins 30 krónur að styrkja þá merku starfsemi sem Rauði kross íslands stend- ur fyrir. Til þess að kynnast lítillega starfi Rauða krossins hér á Akureyri, þá fengum við Matthías Guðmundsson, fyrrum bankastjóra og nú starfsmann Rauða krossins hingað í Viðtal Dags-ins og var Matthías fyrst beðinn að gera grein fyrir starfseminni. - Það má í grófum dráttum skipta starfsemi Rauða krossins hér á Akureyri í fimm megin- þætti. í fyrsta lagi sjáum við um rekstur sjúkrabifreiðanna í bæn- um en sem kunnugt er þá sjá slökkviliðsmenn um akstur bif- reiðanna og laun þeirra eru greidd af bæjarfélaginu. í öðru Matthías Guðmundsson. efni verður ráðist um leið og við höfum fjárhagslegt bolmagn til þess arna. Neyðarvarnastarfíð - Við eigum mjög gott samstarf við Almannavarnir ríkisins varð- andi neyðarvarnastarfið. Það sem við höfum aðallega fengist við í þessu sambandi er skipu- lagning fjöldahjálparstöðva sem verða notaðar ef eitthvað ber út af en þessar stöðvar eru nú þrjár talsins á Akureyri. Það er nú ver- ið að vinna að undirbúningi þess að koma slíkum stöðvum á í ná- grenni Akureyrar en þetta verk- efni hefur mest mætt á Gísla Ól- afssyni, fyrrum yfirlögregluþjóni. Hann hefur unnið mikið og óeig- ingjarnt starf að þessum málum og tekist það vel upp að margt af því sem hann hefur skipulagt hef- ur orðið öðrum fyrirmynd. Oldrunarmátin - Um öldrunarmálin er það að segja að við höfum átt mjög gott samstarf við ýmsa aðila sem unnið hafa að þessum málum, s.s. Félag aldraðra og Félagsmálastofnun, einkum í upphafi en líklega er það merkasta sem við höfum lát- ið af okkur leiða á þessum vett- vangi, gjöf sem við gáfum til Systraseis á sínum tíma. Þetta Fjáröflunardagur Rauða krossins er í dag - Rætt við Matthías Guðmundsson, fyrrum bankastjóra, starfsmann Rauða krossins lagi má nefna sjúkravinastarf- semina sem við erum aðilar að í félagi við Heimahjúkrun Heilsu- verndarstöðvarinnar á Akureyri en auk þess telst skyndihjálpar- kennslan, neyðarvarnastarfið og starf að öldrunarmálum til meginstarfsemi Rauða kross- deildarinnar hér á Akureyri. Sjúkrafíutningar Á síðasta ári voru farnar 1153 ferðir á sjúkrabifreiðum Rauða krossins á Akureyri. Þar af voru 178 ferðir út fyrir Akureyri en bráðatilfelli á árinu voru 160 talsins. Sambærilegar tölur fyrir 1982 eru 1136 ferðir, þar af 213 utanbæjar og 170 bráðatilfelli. - Það er orðið mjög brýnt verkefni að endurnýja annan sjúkrabílinn en kostnaður við það verður eitthvað á aðra millj- ón króna eftir því sem við kom- umst næst, segir Matthías. - Þetta er annað af tveim for- gangsverkefnum hjá okkur og til þess að fjármagna þetta starf þá stöndum við m.a. að þessari merkjasölu í dag. Sjúkravinir og skyndi- hjálparkennslan Að sögn Matthíasar þá keypti Rauði krossinn á Akureyri átta sjúkrarúm á árinu 1982 en þessi rúm hafa síðan staðið sjúkum og öldruðum í heimahúsum til boða, endurgjaldslaust. Það er Heima- hjúkrun Heilsuverndarstöðvar- innar sem Hulda Baldursdóttir, veitir forstöðu sem sér um að úthluta rúmunum til þeirra sem með þurfa en síðan sjá Sjúkra- vinir Rauða krossins um það í samvinnu við Heimahjúkrunina að hlynna að fólkinu. - Þessi rúm eru stöðugt í notk- un og mér hefur skilist að sú staða hafi komið upp að það hafi þurft að neita fólki um rúm. Það verður því að teljast brýnt verk- efni að fjölga þessum rúmum en það verkefni er ofarlega á lista hjá okkur, sagði Matthías. - Annað stórt verkefni og mjög vaxandi er svo skyndihjálp- arkennslan. Henni veitir Sigurð- ur Ólafsson forstöðu og á síðasta ári héldum við alls 25 námskeið með 382 nemendum. Til gamans má geta þess að fimm þessara námskeiða eru innan stundaskrár Oddeyrarskólans en Indriði Úlfsson, skólastjóri hefur verið öðrum fyrirmynd í þessum efnum. Það þurfti talsverða fram- sýni til þess að taka þetta upp á sínum tíma en nú koma aðrir á eftir og það hefur farið vaxandi að opinberir aðilar leiti til okkar varðandi námskeiðahald. Reyndar er annað aðalverkefni okkar um þessar mundir tengt skyndihjálparkennslunni. Við höfum lengi verið á hrakhólum varðandi húsnæði en nú er fyrir- hugað að taka í notkun kjallara sem við eigum undir húsnæði okkar í Kaupangi. í þetta verk- voru tæpar 400 þúsund krónur sem komu sér mjög vel. - Hvað olli því Matthías að þú fórst að vinna hjá Rauða krossinum? - Ég var búinn að vinna ára- tugi sem bankamaður og var reyndar kominn ein fimm eða sex ár fram yfir þann tíma sem ég reglum samkvæmt gat leyft mér að hætta á og fara á eftirlaun. En ég vildi ekki hætta fyrr en ég hefði eitthvað fast til að snúa mér að og þe^ar mér bauðst þetta starf þá tók ég því fegins hendi. - Hvernig hefur þú kunnað við þig? - Ég hef kunnað ágætlega við mig í þessu starfi. Þetta er mjög ólíkt því sem ég hef áður fengist við en ég bý að góðri reynslu úr mínu starfi sem bankamaður, reynslu sem ég get alltaf hagnýtt mér, sagði Matthías Guðmunds- son. - ESE. Léttlyndið fer vel með mann Eiður Stefánsson: Léleg. Einn léttlyndur hringdi: Ég rakst á lesendabréf í Degi fyr- ir skömmu, þar sem verið var að setja út á símaþjónustu lækna- miðstöðvarinnar. Ég hef allt aðra sögu að segja af þeirri stofnun, því þegar ég þarf að ná í lækni minn þá næ ég undantekninga- laust sambandi við stöðina strax. Þar hef ég alltaf mætt miklum elskulegheitum hjá símastúlkun- um, sem ætíð hafa gert allt til að þóknast mér. Það hefur t.d. oft á tíðum komið fyrir, að læknir minn hefur verið upptekinn þeg- ar ég hef hringt. Þá hafa þessar elskur alltaf boðist til að hringja til mín þegar læknirinn væri til viðtals. Þetta hafa þær gert óumbeðið - og ekki er um klíku- skap að ræða, því ég þekki síma- stúlkurnar ekki einu sinni með nafni., Ég vildi koma þessu á framfæri, því það er alltaf verið að agnúast út í alla skapaða hluti í þessum lesendadálkum blað- anna. Og það er svo sem ekkert undarlegt þótt fólk sem þannig lætur þurfi oft að leita til læknis. Það fer nefnilega illa með heils- una að sjá skrattann við annað hvert fótmál. Maður eldist illa með slíkum þankagangi. Það fer betur með mann að vera létt- lyndur, enda þjónar það engum tilgangi að súta það sem liðið er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.