Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 3
7. mars 1984 - DAGUR - 3 Mannræktarnámskeið - fyrir fjölskyldur í erfiðleikum — á vegum Félagsmálastofnunar Fjölskyldunámskeið verður haldið á vegum áhugahóps og Félagsmálastofnunar á næst- unni og hefst það 19. mars. Þetta námskeið, sem sumir vilja kalla mannræktarnám- skeið, er einkum ætlað að- standendum alkohólista og þeim sem hafa átt við slík vandamál að stríða, en reynsl- an af fyrri námskeiðum af þessu tagi hefur hins vegar sýnt, að þau nýtast ekki bara þeim sem tengjast á einhvern hátt áfengisneyslu, heldur öllum þeim sem þurfa á því að halda að breyta lífsvenjum sínum til betra horfs - vilja rjúfa hegð- unarmynstur sem komið er á. Að sögn eins aðstandenda Kaupfélag Eyfirðinga: Heimsendinga- þjónusta nú frá einum stað Sú breyting verður gerð á heimsendingaþjónustu frá kjörbúðum KEA, að frá og með mánudeginum 12. mars verða heimsendar vörur aðeins afgreiddar frá einum stað, þ.e. útibúinu í Höfðahlíð 1. Hingað til hefur verið hægt að hringja í allar verslanirnar nema Hrísalund og Sunnuhlíð og fá heimsendar vörur. Að sögn Brjáns Guðjónssonar, deildarstjóra matvörudeildar KEA, á þessi breyting bæði við um heimsendingu innan bæjarins og út í sveitirnar. Sveitapantanir hafa yfirleitt verið afgreiddar frá versluninni í Hafnarstræti 91, en með þessari breytingu eykst vöruvalið, þar sem það er meira í Höfðahlíð. Gagnvart innan- bæjarpöntunum ætti þetta ekki að hafa neinar breytingar í för með sér, nema hvað þetta gæti orðið til hins betra, vegna auk- innar hagræðingar sem þetta hef- ur í för með sér. Þeir sem óska eftir heimsend- ingarþjónustu hringja eftir sem áður í aðalsíma kaupfélagsins, sem er.21400, en verður nú vísað á^ útibúið í Höfðahlíð. Utan verslunartíma er símanúmerið 21384, en það nýtist einkum fyrir sveitapantanir frá kl. 8-9 á morgnana. Þær sveitapantanir sem afgreiða á samdægurs í bögglageymslu KEA þurfa að berast fyrir klukkan 10 á morgn- ana. Pantanir innan Akureyrar sem óskað er eftir að berist samdægurs þurfa að berast fyrir klukkan 2 e.h. Þá má geta þess að skipakostur verður eftirleiðis afgreiddur frá Höfðahlfð 1. Brjánn sagði að pantanir um heimsendingarþjónustu væru að jafnaði um 10 á dag innanbæjar. Sveitasendingar væru mjög mis- miklar, eftir veðri og færð en hefðu minnkað mikið frá því sem áður var. - HS. Dalvík: Sæplast stofnað — Líkur eru á útflutningi Stofnað hefur verið fyrirtæki á Dalvík sem hlaut nafnið Sæplast, og er fyrirhugað að það kaupi fyrirtæki sem starf- að hefur undir sama nafni í Garðabæ. Kosin hefur verið stjórn, og var Valdimar Snorrasyni falið að kalla stjórnina saman til fundar. „Það eru ýmsir aðilar sem standa að Sæplasti á Dalvík, bæði einstaklingar og fyrirtæki, og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar er einnig aðili,“ sagði Valdimar er við ræddum við hann. „Við kom- um til með að framleiða plastkör og bretti undir fiskikassa og ann- an varning og það eru möguleik- ar á fjölbreyttri framleiðslu. Það verða 12 manns sem reikn- að er með að muni starfa við fyrirtækið ef unnið verður á tveimur vöktum, en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikil sala og framleiðsla verður. Það hefur verið nokkur útflutningur frá fyrirtækinu í Garðabæ til Fær- eyja og dálítið til írlands, og við vonumst til að fá sölu erlendis." Valdimar sagði að erfitt væri að segja til um framleiðsluverð- mæti á ársgrundvelli, en talað hefði verið um að æskilegt væri að framleiða fyrir 30-40 milljónir á ári. Valdimar tók fram í lokin að aðeins hefði verið gerður bráðabirgðasamningur við eig- endur Sæplasts í Garðabæ um kaupin, en endanlegur kaup- samningur yrði að öllum líkind- um gerður í vikulokin eða um helgina. gk-. VIÐGERMR ÞJóNusm Bjóðum lullkomna vlðgarðarþjónustu á ajón- varpstaakjum, útvarpstaakjum'sterlomögnur- um, piðtuspilurum, segulbandstaskjum, bfl- taskjum, talstöðvum, flskileitartaakjum og sigl- Ingertaekjum. leetnlng á bfltaekjum. S>m< (96) ?36?6 G>*ftf0Olu 3? ■ Aku'tV' námskeiðsins hefur þrisvar áður verið haldið námskeið af þessu tagi og allt í allt hafa um 50 manns sótt þau. Á námskeiðun- um er fjallað um daglegt líf fjöl- skyldu sem á í erfiðleikum, oftast vegna áfengisneyslu einhvers fjölskyldumeðlims. Fólk er að- stoðað við aó koma auga á það sem aflaga hefur farið og hvernig megi úr bæta, hvað breytingar þurfi að verða á háttum þess til að unnt sé að komast út úr víta- hringnum. Þetta getur átt við um alla þá sem eiga við erfiðleika að etja í sambúð. Oft geta sambúð- arerfiðleikar leitt til ofneyslu áfengis, sem endar svo með því að áfengiö tekur ráðin og fer að stjórna hegðunarmynstrinu, ekki aðeins þess sem neytir þess í óhófi heldur allra sem umgangast hann. Námskeiðin byggjast á fyrir- lestrum, kvikmyndasýningum og hópumræðum, en það form virð- ist hafa gefið hvað besta raun. „Námskeiðin eiga að hjálpa fólki til að brjótast út úr mynstrinu, til að þora að tjá tilfinningar sínar og brjóta niður brynjuna sem komin er. Oft þarf fólk hjálp til að komast út úr þessu hegðun- armynstri, jafnvel þó orsökin sé horfin. Við reynum að hjálpa fólki til að átta sig á aðstæðum sínum og breyta þeim til hins betra,“ sagði viðmælandi blaðsins, sem er einn af þeim sem standa að námskeiðinu ásamt Félagsmálastofnun. Námskeiðið byrjar sem áður sagði 19. mars og tilkynna þarf þátttöku til Félagsmálastofnunar ekki síðar en föstudaginn 16. mars. Það stendur í 4 vikur, þrjú kvöld í viku frá kl. 20-23 á mánu-, þriðju- og miðviku- dögum. HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.