Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 7
7. mars 1984 - DAGUR - 7 jókst þó um 18,4%, en sú fram- leiðsla var 421,4 tonn á árinu 1983. Lýsisframleiðsla félagsins var 91 tonn og hafði aukist um 43,3% frá árinu 1982. Fiskimjöls- framleiðsla féll hins vegar nánast niður vegna tapreksturs á fiski- mjölsverksmiðjunum og var að- eins 19,4 tonn á árinu 1983. Fé- lagið framleiddi 47 tunnur af þorskhrognum og seldi auk þess 234 tunnur í umboðssölu. Þá seldi félagið 223 tunnur af grá- sleppuhrognum í umboðssölu. Afli togaranna, sem iögðu til þorra hráefnisins fyrir fiskverk- unarstöðvarnar í Hrísey og á Dalvík var sem hér segir: Tonn Björgúlfur EA 312 2.841,6 Björgvin EA 311 2.810,9 Snæfell EA 740 2.154,4 Pá aflaði Sólfellið 517,1 tonn af botnfiski, auk 541,1 tonn síldar. Alls fengu fiskverkunarstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga sem hér segir: hráefni Tonn KEA Dalvík 5.557,9 KEA Hrísey 3.124,2 KEA Grímsey 1.211,2 KEA Akureyri 266,2 Hráefni samtals 10.159,9 Verklegar framkvæmdir og fjárfestingar Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri námu fjárfestingar félagsins á ár- inu 1983 49,3 mkr. Seldar voru eignir fyrir,l,9 mkr. og voru nettó fjárfestingar því 47,4 mkr. Miðað við verðbólguþróun eru þetta minni fjárfestingar að magni til en var á árinu 1982, þegar brúttófjárfestingar voru 37 mkr. Eftir tegundum skiptust fjárfestingarnar 1983 sem hér segir: Kr. Lóðir 1.920.086,17 Húseignir 17.991.328,81 Vélar og tæki 14.991.240,32 Innréttingar, verslunar- og skrifstofuáhöld 7.099.559,03 Flutningatæki 7.306.572,60 49.308.786.93 Kr. Frá dregst: Seldar eignir 1.880.000,00 Stofnkostnaður nettó 47.428.786.93 Til fjárfestinganna fékk félagið á árinu ný lán að fjárhæð 32,1 mkr., greiddi af eldri lánum 17,2 mkr., þannig að fjárfestingalán jukust á árinu um 14,9 mkr. nettó. Innlánsdeild félags hækk- aði á árinu um 36,6 mkr., almennur stofnsjóður hækkaði um 4,4 mkr. og Mjólkursamlags- stofnsjóður hækkaði um 7,9 mkr. Aukning fjárfestingarlána, svo og hækkun innlánsdeildar og stofnsjóða, fjármagnaði því al- gjörlega fjárfestingar á árinu 1983. Þess skal getið, að fjárfest- ingar dóttur- og samstarfsfyrir- tækja, s.s. Sjafnar, eru ekki með- taldar í framangreindum tölum. Áætlaðar fjár- festingar 1984 Þrátt fyrir miklar verklegar fram- kvæmdir og fjárfestingar félags- ins á undanförnum árum bíða mörg verkefni enn óieyst. Ekki er vitað á þessari stundu, hversu langt verður hægt að ná í úrlausn þeirra verkefna á yfirstandandi ári. Þróun efnahagsmála ræður miklu þar um. Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar sl. að heimila kaup- félagsstjóra að vinna að ýmsum verkefnum, eftir því sem aðstæð- ur leyfa, og er áætlað að þau verkefni kosti samtals 54,7 mkr. Af einstökum helstu fram- kvæmdum má nefna nýbyggingu verslunarhúss á Dalvík, sem áætlað er að kosti 10 mkr. með tækjum og búnaði, mölunar- og kögglunarútbúnað fyrir Fóður- vörudeild fyrir 7 mkr., ýmis véla- og bifreiðakaup fyrir Mjólkursamlag fyrir 16 mkr., tækjakaup fyrir Kjötiðnaðarstöð fyrir 3,5 mkr., ýmsan tölvubún- að fyrir 2,5 mkr., kaup á inn- réttingum fyrir Vöruhús að fjár- hæð 1,6 mkr., innréttingar á skrifstofum fyrir 1,3 mkr., inn- réttingu starfsmannasalar í Sunnuhlíð 12 fyrir 1,2 mkr., kaup á flutningabifreiðum fyrir 3 mkr., kaup á ýmsum tækjum og áhöldum fyrir Matvörudeild og matvörubúðir útibúanna við fjörðinn að fjárhæð 3,4 mkr., en auk þess eru fjölmargar smærri upphæðir í ýmis verkefni í hinum ýmsu starfsstöðvum félagsins. Yrði of langt mál að telja það allt saman. Þá bíður enn megin endur- skipulagning matvörudreifingar á Akureyri með byggingu nýrrar markaðsverslunar í stað minni búðanna, sem myndu þá falla niður. Auk þess er svo að geta uppbyggingar Hótels KEA, en hana er áformað að hefjast handa við nú fljótlega á grundvelli sam- starfs fleiri aðila innan Sam- ‘ vinnuhreyfingarinnar. Er áform- að, að sú uppbygging kosti 45 mkr. og dreifist yfir 2-3 ár. Má telja, að fjármagn til þeirrar framkvæmdar hafi verið tryggt. Lokaorð Þegar á heildina er litið má segja, að rekstur félagsins á árinu 1983 hafi verið þróttmikill sem á undanförnum árum. Velta og viðskipti jukust með eðlilegum hætti. Viðskiptastaða félags- manna þróaðist einnig á eðlileg- an hátt. Staða útgerðar og fisk- vinnslu veldur hins vegar miklum áhyggjum vegna þess aflasam- dráttar, sem orðinn er, og vegna þeirra horfa, sem framundan eru. Er ekki fyrirsjáanlegt að sú staða batni fyrr en afli eykst verulega frá því sem nú er. Meðan afla- samdrátturinn varir er viðbúið, að hjól efnahagslífsins snúist mun hægar en æskilegt er og verður því að fara með gætni í rekstri og framkvæmdum félags- ins á næstu mánuðum, eða þar til línur skýrast um þróun efnahags- mála. Vissulega er mun auðveld- ara að fást við ýmsa þætti nú en áður var vegna þess mikla árang- urs, sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála í landinu, sem leitt hefur til stórkostlegrar lækkunar verðbólgu og fjármagnskostnað- ar. Nú ætti að vera sæmilegur grundvöllur fyrir traustri áætl- anagerð, sem í raun er rekstri at- vinnufyrirtækja jafn nauðsyn- legur sem áttaviti er skipstjórnar- mönnum. Þarf það nú að verða eitt megin viðfangsefni í stjórnun félagsins að efla mjög og treysta áætlanagerð í hverri og einni rekstrardeild og í félaginu í heild. A það að vera mun auð- veldara nú en áður var vegna þeirrar miklu töivuvæðingar sem orðin er hjá félaginu, svo og frek- ari uppbyggingar á því sviði sem framundan er. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að bera fram bestu þakkir til félagsfólksins, starfsfólksins og stjórnar félagsins fyrir ágæta samstöðu um málefni félagsins á síðasta ári og prýðilegt samstarf. Er ekki að efa aö áfram verður haldið á sömu braut samstarfs og samstöðu um Kaupfélag Eyfirð- inga, sem eins og áður er ein styrkasta stoðin í eyfirskum byggðum. Arni Steinar Jóhannsson: Hin rómaða sam- vinna Norðurlanda - HVER ER HÚN? Frændur okkar Norðmenn, Finnar, Svíar, Danir. Vinir okkar og frændur Færey- ingar, nágrannar okkar og vinir Grænlendingar. Þessi orð heyrum við svo oft, í sambandi við samvinnu Norðurlandanna, þegar menningarviðburðir eru annars vegar. Hver er staða okkar í efnahagslegri sam- vinnu? Nýverið bárust þær fréttir, að Efpahagsbandalag Evrópu og heimastjórn Grænlendinga hefðu gert samning um fiskveiðiréttindi bandalagsins við Grænland næstu fimm árin. Samkvæmt þessum nýja samningi þá mega banda- lagsþjóðirnar veiða rúmlega 138 þúsund tonn í fiskveiðilögsögu Grænlands. Þessum fréttum er slegið upp í fjölmiðlum sem algjöru reiðar- slagi fyrir okkur íslendinga, enda þótt undirbúningur þessara samninga hafi staðið yfir síðast- liðin tvö ár. Jónatan Motzfeldt formaður grænlensku heimastjómarinnar segir um hið nýja samkomulag, að það sé viðunandi fyrir Græn- lendinga, en utanríkisráðherra Danmerkur Uffe Elleman Jensen telur samkomulagið hið besta sem völ var á. Samkvæmt þessu nýja sam- komulagi, þá eru það Vestur- Þjóðverjar sem fá megnið af veiðiheimildunum. Það má því segja að græn- lenska heimastjórnin hafi staðið ein og óstudd frammi fyrir Efna- hagsbandalagi Evrópu. Niðurstaðan varð sú, að versl- að var með það eina sem Græn- lendingar höfðu upp á að bjóða. Fiskveiðiheimildir gegn greiðslu. Veiðisamningur til fimm ára. Hvar stöndum við ✓ Islendingar? Það vekur furðu hve fast hið ís- lenska stjórnkerfi hefur sofið, meðan stórir hlutir gerast við húsgaflinn. Á síðustu mánuðum höfum við eytt allri okkar orku í pex um kvótaskiptingu afla og sparnað á aurum, þegar ef til vill er krónur að hafa handan hafsins. í vímu samdráttar og sparnað- ar, hefur gleymst möguleikinn á sókn og framförum, ekki bara fyrir okkur, heldur einnig fyrir vini okkar Færeyinga og Græn- lendinga. Við höfum sagt upp veiðiheimildum Færeyinga við ls- Yeiðiheimildir Efhahagsbandalagsins samkvæmt hinum nýja samningi. Austur-Grænland Vestur-Grænland Tegund: Kvóti: Kvóti: Porskur 11.500 tonn 12.000 tonn Karfi 67.820 tonn 5.500 tonn Grálúða 3.250 tonn 1.850 tonn Lúða Otonn 200 tonn Rækja 3.050 tonn 1.300 tonn Sæskeggur 0 tonn 2.000 tonn Kolmunni 30.000 tonn Otonn 115.620 tonn 22.850 tonn Samtals 138.470 tonn. (* Heimild: Grdnlandsministeriet Kdbenhavn 29.2. 1984). í skiptum fyrir veiðiheimildirnar fá Grænlendingar greiðslur frá EBE sem nema um 220 milljónum danskra króna, eða um 660 milljónum ís- lenskra. Úrsögn Græn- lendinga úr EBE Grænlendingar hafa lengi undir- búið úrsögn úr EBE. Síðustu kosningar til heimastjórnarinnar snérust að verulegu leyti um af- stöðuna til bandalagsins. Eins og mörgum er kunnugt, þá voru það greiðslur bandalagsins til þróunar á Grænlandi, sem voru helsta hindrun til úrsagnar. Lætur nærri, að tekjur af væntanlegri sölu veiðiheimilda til bandalags- ins verði þær sömu og Grænland fékk áður í formi styrkja. Þetta hefur verið erfið samn- ingsaðstaða fyrir Grænlendinga. Þegar ljóst varð að meirihluti var fyrir úrsögn úr EBE eftir síðustu heimastjórnarkosningar, lýstu Danir því yfir, að ekki kæmi til greina, að Grænlendingar fengju aukna aðstoð úr ríkiskassa Dana, til þess að vega upp á móti greiðslum bandalagsins. Frá öðrum Norðurlöndum heyrðist lítið. gleyma þeirri vinnu, og þeirri umsetningu sem þetta hráefni gæti skapað í landi. Hér er um stórar fjárfúlgur að ræða. Staða Norður- landanna Eins og drepið er á áður, þá hafa Grænlendingar mikið til staðið einir með sín mál. Hinar Norður- landaþjóðirnar hafa verið áhorf- endur. Þingi Norðuriandaráðs er nú að ljúka í Stokkhólmi, og ef dæma má af fréttum þá hafa stóru málin fyrir Norður-Atlants- hafsþjóðirnar lítið verið til um- ræðu. Þó hefur forsætisráðherra íslands átt viðtöl við ráðamenn á Grænlandi um aukna samvinnu, og er það vel, en ef til vill heldur seint til tekið. Þegar litið er til utanríkisversl- unar okkar íslendinga við hin Norðurlöndin, er ljóst að samn- ingsaðstaða okkar er sterk. Við greiðum í reiðufé um 5 milljarða króna til þessara landa, umfram það sem við flytjum inn. Verslun Mend- inga við hin Norðurlöndin 1983. Þessar staðreyndir, að auki við alla frændsemina sem við erum svo stolt af, hefðu átt að geta orð- ið til þess að Norðurlöndin í sam- einingu hefðu leyst fjárhags- vanda Grænlendinga, og að Norður-Atlantshafsþjóðirnar Færeyingar, Grænlendingar og Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Inn 2.002.029 1.642.559 1.717.205 508.157 Út 288.975 131.801 218.809 193.369 Mismunur Samtals 5.869.950 832.954 5.036.996 Færeyjar 1.337 114.137 Grænland 24 3.172 Samtals land sem á síðasta ári voru 17.000 tonn, þar af 6000 tonn af þorski. Þessar veiðar Færeyinga virðast því lítilvægar, þégar vestan við okkur er samið um rúmlega 138 þúsund tonna veiði. Hvað er bakvið öll orðin um samstöðu og samvinnu Norður-Atlantshafs- þjóðanna sem svo oft er klifað á? Ætlum við endalaust að halda þessari samvinnu við það sem er gaman s.s. íþróttaviðburði, sýn- ingar eða vinabæjaheimsóknir? Það er ljóst, að hefðum við getað gert samning um þessar veiðiheimildir, þá hefði það get- að þýtt heilsársverkefni fyrir 23- 28 togara, auk þess sem hlutur hefði orðið fyrir rækjuveiðibáta og loðnuskip. Ekki skal heldur 5.871.311 950.263 4.921.048 ______ (* Heimild Hagstofa íslands 29.2. 1984). ísiendingar hefðu sameinast um nýtingu hafsvæðanna. En málinu er ekki tapað, þótt á elleftu stundu sé komið. Heimastjórnin grænlenska á eftir að staðfesta samninginn. Skoðanir eru skiptar á Græn- landi, og að mati sumra gæti um- fjöllun um hann leitt til kreppu milli stjórnarflokkanna Ziumut og Inuit. Líkur eru því taldar á því að nýjar heimastjórnarkosn- ingar verði í kjölfar umfjöllunar um samninginn. Vonandi notum við íslending- ar það lag sem nú er, og neytum allra ráða til þess að skoða málið í nýju ljósi. Nýting hafsvæðanna í Norður-Atlantshafi er sam- vinnuverkefni þjóðanna sem við það búa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.