Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 7
9. mars 1984 - DAGLIR - 7 í'-?? I ,J\dérhefur verið bfað góðu sumri“ - Gurmar Oddur Sigurðsson, svœðisstjóri Flugleiða, - Hver er á línunni? - Gunnar Oddur Sigurðsson. - Svæðisstjóri Flugleiða á Norðurlandi og stöðvarstjóri á Akureyri? - Já, sá er maðurinn. - Nú ert þú búinn að búa hér í heilan mánuð, hvernig var að koma frá Keflavík til Akureyrar? - Ég finn nú ekki mikinn mun á þessum stöðum, þetta eru ósköp hliðstæð bæjarfélög. Og þó Kefla- vík sé nær höfuðborginni, þá var ég 45 mínutur þaðan til borgar- innar og ég er jafrilengi frá Akur- eyri. Breytingin er því ekki mikil, það er þá helst veðurfarið. Hér er veðrið stöðugra, en ekki tvö til þrjú veðursýnishorn á dag, eins og algengt er í Keflavík. Þar að auki er búið að lofa mér góðu sumri og ég trúi ekki öðru en það standist. - Eru Akureyringar eins leiðinlegir og seinteknir og af er látið? - Nei, þá þjóðsögu rek ég til baka, því hingað til hefur mér verið tekið mjög vel af öllum. Ég var svo sem búinn að heyra þá sögu, að það tæki sinn tíma að kynnast ykkur Akureyringum, en mín reynsla er sem sé önnur. - Pú varst á árshátíð flugvallar- starfsmanna um síðustu helgi; gátu þeir skemmt sér skikkanlega blessaðir? - Já, já, það var fyrirmyndar- skemmtun og greinilegt að Akur- eyringar, að minnsta kosti flug- vallarstarfsmennirnir, kunna ágætlega að skemmta sér og sam- komulagið var gott. - Hvað gerir svæðisstjóri Flug- leiða? - Hann fylgist með daglegum rekstri hér í stöðinni á Akureyri, auk þess sem hann hefur tengsl við alla umboðsmenn Flugleiða á Norðurlandi, allt frá Húnaþingi til Vopnafjarðar. Auk þess sér hann um starfsmannahald og að vaktir gangi eðlilega fyrir sig, sem er talsvert stúss, því vaktavinnufólk þarf að fá sín frí vetur sem sumar, og hefur líka unnið til þeirra. Auk þess sinnir svæðisstjóri farþegum Flugleiða sem hingað koma, inn- lendum sem erlendum, og þurfa á aðstoð að halda. Þetta er svona það helsta. - Færðu margar kvartanir frá farþegum ? - Nei, þann mánuð sem ég hef verið hér hafa aðeins tveir farþeg- ar snúið sér til mín með kvartanir. í báðum tilfellum hafði farangur skemmst, en það virðist vera ólæknandi sjúkómur á fluginu. En þó að flug falli niður vegna veðurs kvarta farþegar yfirleitt ekki. Þeir skilja aðstæður og taka slíku með mikilli þolinmæði. á símalínunm - Eitthvað nýtt á.döfinni, sem snertir okkur norðanmenn sér- staklega? - Það er alltaf eitthvað nýtt á döfinni hjá Flugleiðum; þar eru alltaf til umræðu leiðir til að bæta reksturinn til hagsbóta fyrir við- skiptavini okkar. - Hvað með Kaupmannahafn- arflugið, sem var fyrst reynt frá Akureyri á sl. ári? - Því miður tókst það nú ekki sem skyldi í fyrra, en það er ekki þar með sagt að búið sé að gefa það upp á bátinn. Það er þó ekki inni í áætlun í sumar, en þó er ekki útilokað að einhver tilraun verði gerð með slíkt flug,'þó það verði ekki í sama formi og í fyrra. Það er í athugun. En strax og grundvöllur verður fyrir hendi verður þetta flug sett í gang aftur. Vonandi verður það með batn- andi efnahag. - Er mikil aðsókn í helgar- pakkana? - Já, þeir eru mjög vinsælir, en helgarferðirnar hafa því miður gengið dálítið brösótt út af veðr- inu síðan ég kom. Fyrir einhverja undarlega óheppni hefur einmitt flugið um helgar gengið verr en endranær. Ef það hefur ekki verið ófært vegna veðurs hér, þá hefur verið ófært fyrir sunnan. Þetta hefur því gengið svolítið brösótt, en þrátt fyrir það njóta helgar- pakkarnir vaxandi vinsælda. - Þið voruð að liðka til fyrir þá farþega búsetta utan Reykjavík- ur, sem hyggja á utanlandsferðir? - Já, þeir sem ferðast á svo- kölluðum normal fargjöldum frá Gunnar Oddur Sigurðsson. Keflavík til útlanda, þeir fá inni- ■ falið flugið innanlands, frá þeim stöðum sem Flugleiðir fljúga á.1 Þetta gildir hins vegar ekki fyrir þá sem ferðast á „sérfargjöldum“ I enn sem komið er. Þó er verið að kanna möguleika á einhverjum*- afslætti fyrir þá líka á innanlands- ferðunum. - Eitthvað fleira eruð þið að gera fyrir þá sem borga fullt gjald? - Já, með vorinu fá þeir sér- stakt farrými í Evrópufluginu, þar sem þeim verður veitt betri þjón- usta heldur en nú er á almennu farrými. Slíkt „bissnesmannafar- rými“ gengur undir ýmsum nöfnum hjá öðrum flugfélögum erlendis, en Flugleiðir hafa ekki gefið því nafn enn. Hins vegar stendur nú yfir samkeppni meðal starfsmanna félagsins um heppi- legt nafn. - Hvað er á döfinni varðandi endurnýjun á flugvélakosti? - Athugun á heppilegum flug- vélum í innanlandsflugið stendur yfir og nú er helst horft á tvær teg- undir. Annars vegar er þar um að ræða nýja Fokker-vél, F50, sem tekur 46-50 farþega. Þetta er ákaflega aðlaðandi vél, það sem ég þekki hana. Hún er hraðfleyg-1 ari og mun sparneytnari en gömlu Fokkerarnir, auk þess sem hún er : hljóðlátari. Hún er svipuð í útliti og gömlu Fokkerarnir, nema hvað það er gengið inn í hana að framan. Hin vélin sem verið er að skoða er svipuð. Hún er frönsk/ít- ölsk af gerðinni ATR 42. Hún er með ögn breiðari skrokk en Fokk- erinn og tekur 4-6 sætum fleira. Að öðru leyti eru þetta svipaðar vélar og rekstrarkostnaðurinn er álíka. En áður en hægt er að fara í endurnýjun í innanlandsfluginu verður að endurnýja flugvélakost- inn á Atlantshafsleiðinni, þar sem hávaðatakmarkanir taka gildi í Bandaríkjunum um næstu mán- aðamót og DC-8 vélarnar okkar eru yfir þeim mörkum. Það koma því ekki nýjar vélar í innanlands- flugið í ár, en það gæti orðið á næsta ári ef vel gengur. - Einhverjar framkvæmdir á flugvellinum? - Já, við höfum örlitla fjárveit- < ingu til framkvæmda hér og hún kemur til með að renna til að bæta þá aðstöðu sem starfsfólkið hefur. Vonandi verður það til þess að gera þjónustuna enn betri. - Vonandi verður þínu starfs- fólki og viðskiptavinum gott af því, en ég þakka þér fróðlegt spjall Gunnar og vona að norð- lenska loftið fari vel íþig og þína. Lifðu heill. - Sömuleiðis, blessaður. -GS. býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld Kaffi og smurt brauð allan daginn. Minnum sérstaklega á heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. Dansleikur laugardagskvöld 10. mars. Hljómsveitin Casa Blanca leikur fyrir dansi. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir teknar í síma 22200. HOTEL KEA AKUREYRI Útboð Vegagerð ríkisins, f.h. Sýsluvegasjóðs Skaga- fjarðarsýslu og hreppsnefndar Seyluhrepps, ósk- ar eftir tilboðum í jarðvegsskipti í hluta götu vest- an við Lund í Varmahlíðarhverfi. Efnismagn er tæplega 2000 m3. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.r. að Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki og á skrifstofu VST, Glerárgötu 36, Akureyri, frá og með mánudegin- um 12. mars gegn 500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast VST Glerárgötu 36 eigi síðar en 19. mars 1984. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu: „Vegagerð í Varmahlíð" til V.r., Borgarsíðu 8 Sauðárkróki fyrir kl. 14.00 hinn 26. mars 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík mars 1984. Vegamálastjóri. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borö, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.