Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 16
BAUTINN - SMIÐJAN— auglýsa Munið að panta borð tímanlega í SMIÐJU. Opið alla daga Bæði í hádeginu og á kvöldin Yindrellan fljótlega í gagnið - Spaðarnir og annað efni í vindrelluna er komið út í eyju en við eignm svo von á mönnum til að setja hana upp um miðjan þennan mánuð, sagði Steinunn Sigurbjörns- dóttir, fréttaritari Dags í Grímsey er við forvitnuðumst um hvernig vindrellumál Grímseyinga stæðu. Vindrellan í Grímsey brotnaði í miklu hvassviðri í fyrravetur og þótti þá ljóst að treysta þyrfti bæði relluna sjálfa og eins undir- stöðurnar. Þetta hefur nú verið gert og hefur Örn Helgason, prófessor við Háskóla íslands séð um alla hönnun verksins en hann er jafnframt hugsuðurinn að baki þessarar vindrellu. - Þetta var mesti munur á meðan rellunnar nauf við. Hún var farin að hita upp hús og menn sáu fram á að olíukostnaðurinn myndi minnka stórlega. En við erum bjartsýn nú í vorblíðunni og vonum bara að þetta takist að þessu sinni, sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir. - ESE. Rússar mála hvítt Úðafoss var á Akureyrl í gær að lesta hvíta málningu til Sovétríkjanna, en skýrt var frá því í Degi nýlega þegar samningar um þessa sölu voru undirritaöir. Og nú er Kússum ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við að mála heiminn hvítan - nema þeir ætli að sletta svolitlu rauðu út í. Mynd: HS. JVlikil hækkun á refa- skinnum .............. . .. Nýlega lauk uppboðum á skinnum í Helsinki í Finnlandi og urðu verulegar hækkanir á bæði blárefa- og minka- skinnum. Uppboðinu lauk um miðja vik- una og er þetta stærsta uppboð á blárefaskinnum í heiminum, en á þessum markaði eru aðallega seld blárefaskinn. Um 30% verð- hækkún varð á skinnum af bláref og 12—18% hækkun á minka- skinnum, frá janúarverði. Sam- keppni var mjög mikil og allt seldist. HS Hugmynd um tveggja sala bíó Ahugamannahópur á Akur- eyri er nú að kanna möguleik- ann ájþví að kaupa Nýja bíó og hefja þar bíórekstur á ný. Er hugmyndin sú að hafa tvo sali í húsinu, annan stærri niðri og hinn minni þar sem nú eru svalirnar. „Við erum sannfærðir um að við getum rckiö þetta og látið það bera sig ef af veröur, en vandamálið er að fjármagna kaupin. Annars er þetta ekkert ákveðið mál ennþá, heldur er hér um að ræða hóp manna, sem er að leika sér að þessari hugmynd. Margir telja að bíómálin hér í bæ séu í miklum ólestri," sagði einn af hópnum í viðtali við Dag. Sú hugmynd mun m.a. vera uppi að reyna að stofna almenningshluta- félag um bíóið. HS Fer hafnarstjóm I mál við bæinn? „Afstaða hafnarstjórnar til þessarar lóðar hefur ekkert breyst. Undanfarin ár höfum við verið að streitast við að halda þessari lóð lausri, hún hefur verið skráð á hafnarsjóð og hann hefur borgað af henni gjöld, allt fram á síðustu ár,“ sagði Stefán Reykjalín, for- maður hafnarstjórnar Akur- eyrar, varðandi umsókn Heild- verslunar Valdemars Baldvins- sonar um lóðina á Sanavellin- um. Málið var á sfnum tíma afgreitt í bæjarráði og samþykkt að veita heildversluninni lóðina, en síðan vísað frá bæjarstjórn til frekari athugunar í bæjarráði, sem Helgi Bergs, bæjarstjóri, sagði að hefði Iíklega hlaupið á sig varðandí þetta mál. Ekki er búist við breyttri afstöðu bæjarráðs en óvíst er hvernig atkvæði falla í bæjarstjórn. Fram kom á bæjarstjórnar- fundi fyrir rúmum hálfum mán- uði að sumir bæjarfulltrúar styðja lóðaúthlutunina á þeirri forsendu einni eða aðallega að fyrirtækið sé búið að bíða svo lengi eftir lóðaúthlutun. Aðrir vílja að fag- leg sjónarmið ráði ferðinni. Þetta á að skýrast á fundi násta þriðju- dag. „Við mótmælum því að þessari lóð verði úthlutað í blóra við hafnarstjórn, sem fékk lóðina á sínum tíma, en það 3iefur ekki verið tekin afstaða tiljþess hvort við förum í mál við bæjnn, ef lóð- inni verður úthlutað,“’sagði Stef- án Reykjalín aðspurður um síð- astnefnda atriðið. Hafnarstjórn vill að heildverslunin fái lóð norðan Nótastöðvarinnar Odda „og það munar þá engu, þessir hundrað metrar sem eru þarna á milli“, eins og Stefán komst að orði. Hólmgeir Valdemarsson, fram- kvæmdastjóri heildverslunarinn- ar sagði að hann hafi ekki átt von á því að afstaða hafnarstjórnar breyttist. Hins vegar sagðist hann nær fullviss um að málið ynnist á næsta bæjarstjórnarfundi. - HS. Búast má við breytingum á veðri næstu dagana. Gert er ráð fyrir sunnanátt á morgun, en á sunnudag suðvestanátt og jafnvel að hann verði kominn meira í vestrið. Áhöld eru um það hvort él nái allt til Norð- austurlands, en éljagangur verður á Vestur- og Norð- vesturlandi. Á mánudag má gera ráð fyrir norðanátt með éljagangi um allt Norðurland. Skyrtur - Bindi - Sokkar - Nærföt Nýkomnar Danskar herrabuxur (stretch) Verð frá kr. 975,- Einnig svartar stretch-buxur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.