Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR 4 PÉTUR ' AKUREYRI 67.árgangur Akurcyri, mánudagur 12. mars 1984 31.tölublað Ungar blaða- konur frá Kópa- skeri -bls. 2 Samningur um sölu á 250 þúsund peysum - til Sovéska samvimuisambandsins fyrir rúmlega 100 millj. kr. Alfreð með gegn Rússunum -Sjábls. 6-7 Stærsti peysusölusamningur Iðnaðardeildar Sambandsins til Sovéska samvinnusam- bandsins til þessa var undirrit- aður í lok síðustu viku. Um er að ræða sölu á 250 þúsund peysum og áður hafði verið samið um sölu á 24 þúsund peysum. Samningurinn hljóðar upp á ríflega 100 milljónir króna. Þá er auk þess í far- vatninu samningur um sölu á 100 þúsund treflum fyrir um 7,5 milljónir. Einnig var ný- lega skrifað undir samning um söiu á vefnaði í 10-15 þúsund kápur til Bandaríkjanna fyrir um 4 milljónir króna. Hugsan- legt er að eitthvað af kápunum verði saumaðar hér, og ef vel gengur jafnvel allar kápurnar. „Þetta er mesta magn sem við semjum um sölu á til samvinnu- sambandsins til þessa, en þeir hafa keypt af okkur til fjölda ára Svona stór samningur gerir það að verkum að við náum mikilli hagkvæmni í framleiðslu og með tilliti til þess og styrkrar stöðu dollarans eru þetta mjög hag- kvæmir samningar," sagði Sig- urður Arnórsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Iðnaðardeild. „Vegna samninga við Sov- éska samvinnusambandið höfum við sérhæft okkur í peysu- framleiðslu í stórum stíl og höfum náð upp hagkvæmustu samsetningareiningum í land- inu. Það tekur innan við 6 mínút- ur að setja flíkina saman og af- köstin geta verið á bilinu 1500- 1700 peysur á dag. Við fram- Ieiðum upp í 30 þúsund einingar af sömu tegund. Vegna þessa hefur vinnutími þegar verið lengdur og nú er unn- ið við prjónaskap allan sólar- hringinn og í 16 tíma á sólarhring við samsetningu. Þetta þýðir geysilega aukningu í umsvifum prjóna- og saumadeildar, en til kemur líka það, að veruleg sölu- aukning hefur orðið á vestrænum mörkuðum, auk þess sem prjóna- vörurnar eru farnar að seljast mjög vel hér innanlands eða tvö- falt til þrefalt á við það sem áður var. Innlendi markaðurinn verð- ur í ár verulegt.hlutfall af fram- leiðslunni með einhverja tugi þúsunda eininga," sagði Sigurður Arnórsson að lokum. - HS. Er listverka- maðurinn verður launa sinna? - bls. 9 Sovésk rækjuskip hafa verið nokkuð tíðir gestir að undanförnu og fyrir helgina var verið að skipa upp úr einu þeirra, rækju til vinuslu hjá K. Jónsson h.f. Mynd: ESE. Tilboð ítog ara fljót- lega „Við eruni að afla okknr nýrra verðtilboða í vélar og tæki, en vonandi verður hægt að gera nýtt tilboð á næstunni," sagði Stefán Reykjalín, formaður stjórnar Slippstöðvarinnar um hugsanlega smíði á togara fyrir ÚA. Stjórnir beggja fyrirtækjanna samþykktu fyrir nokkru að hefja viðræður um þessa smíði togara, en eins og er er það mál nú í at- hugun af hálfu Slippstöðvarinn- ar. Einnig kom til tals að ÚA. keypti raðsmíðaskipin og einnig er verið að skoða það mál, að sögn Stefáns. HS Klofnar Fjórðungssambandið? - Þéttbýlissveitarfélög á Norðurlandi vestra hefja með sér formlegt samstarf „Það er gert ráð fyrir því að í marslok verði haldinn fiindur á Skagaströnd með fulltrúum þéttbýlisstaðanna hér á Norðuriandi vestra og þar verður lagt fram uppkast að samstarfssamningi. Hvort formlega verður gengið frá þessum samningi á þeim i'undi er ekki fullljóst ennþá, en þetta hcl'ur verið talsvert til umræðu á liðnum árum," sagði Ófeigur Gestsson, sveit- arstjóri á Hofsósi í viðtali við Dag. Á þessu stigi hefur aðeins verið rætt um samstarf þéttbýlissveitar- félaganna, hvað sem síðar kann að verða. Þá hefur verið rætt um það hvort sveitarfélög á Norður- landi vestra segi sig úr Fjórðungs- sambandi Norðlendinga og stofni sitt eigið samband, en um það atriði eru þó mjög skiptar skoðanir. Áhugi fyrir samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er hins vegar mikill. „Menn telja að með náinni samvinnu náist ýmislegt fram, sem ella væri torsóttara. Með lögum er ýmislegt lagt sameigin- lega á sveitarfélögin á Norður- landi vestra, s.s. heilbrigðiseftir- lit o.fl. Sameiginleg upplýsinga- miðlun og hugsanleg samvinna varðandi framkvæmdir gætu komið öllum hér á svæðinu mjög vel. Menn telja að Fjórðungs- sambandið sé of stórt til að ann- ast þau mál sem aðeins snerta kjördæmið hér í Norðurlandi vestra. Það hefur komið fram hjá mörgum að Fjórðungssambandið þjóni tæpast því hlutverki að vera í forsvari fyrir sveitarfélögin á þessu svæði. Um þetta eru þó skiptar skoðanir og ég á ekki von á því að neitt gerist í þessu máli alveg á næstunni. Höfuðstöðvar Fjórðungssambandsins eru á Ak- ureyri og þar hefur hlaðist utan um starfsemina, en svo líta menn til þess að sú upphæð sem t.d. Sauðárkrókur greiðir til sam- bandsins dugir til að hafa þar mann í hálfu starfi. Sumir telja að baráttan geti orðið hnitmið- aðri og auðveldara sé að stilla sig saman, þegar einingarnar eru smærri, en á móti kemur að því stærra sem sambandið er því öflugra ætti það að geta orðið. Petta er allt umdeilanlegt," sagði Ófeigur Gestsson að lokum. Þær upplýsingar fengust hjá Fjórðungssambandinu að fram- lag sveitarfélaga á Norðurlandi vestra næmi rúmlega fjórðungi af árgjöldum sambandsins, eða 27,8%, og að framlag Sauðár- krókskaupstaðar hafi verið 170 þús. á síðasta ári. - HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.