Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -12. mars 1984 Hvernig bækur lestu helst? Jóhanna Þorsteinsdóttir: Flestar tegundir, þó ekki ævi- sögur. Sveinbjörn Egilsson: Margs konar, helst ferðabæk- ur og líka reyfara með. Björn Axelsson: Eiginlega er ég alæta á bækur, les allt frá Samúel yfir í Shake- speare. Svava Friðjónsdóttir: Helst ævisögur. Róbert Róbertsson: Helst sjóferðabækur, minningar sjómanna.. endur- „Petta er ekki svona hjá okkur - Spjallað við ungar blaðakonur frá Kópaskeri - Það er ekki á hverjum degi sem stúlkur á aldrinum 9-12 ára skunda hér inn á ritstjórn- ina og fara þess á leit að fá að taka viðtal. Þetta átti sér þó stað í síðustu viku er við feng- um heimsókn þriggja ungra stúlkna frá Kópaskeri, en þær gefa út blaðið „Eitthvað fyrir þig" þar á staðnum ásamt þeirri fjórðu sem ekki var með í Akureyrarferðinni. Blaðakonurnar ungu heita Þórhalla Baldursdóttir og Eva Kristjánsdóttir sem báðar eru 9 ára, Anna Pála Kristjánsdóttir sem er 11 ára og Sólveig Tryggva- dóttir sem er elst þeirra eða 12 ára. „Við byrjuðum að gefa blaðið út í janúar og erum núna að vinna sjötta blaðið," sögðu stúlk- urnar er við vorum búin að hafa hlutverkaskipti og þær sátu fyrir svörum. „Þetta byrjaði þannig að við sáum viðtal í Stundinni okkar í sjónvarpinu við stelpu sem gaf út blað og þá datt okkur þetta í hug í skólanum daginn eftir. Það var bara verst að þótt við værum að herma eftir stelpunni í sjón- varpinu þá fóru allir að herma eftir okkur og nú eru gefin út fimm blöð á Kópaskeri. Það er misjafnt hvað blaðið kemur oft út, fer eftir því hvað er mikið að gera í skólanum og svo- leiðis. Við fáum okkur blöð og handskrifum allt, semjum sögur og brandara og svoleiðis og svo teiknum við líka myndir í blaðið. Þá erum við líka með auglýsingar í blaðið og þær kosta 2 krónur." - Og hvernig eru viðtökurnar? „Þær eru ágætar. Við ljós- prentum blaðið sjálfar í skólan- um og búum til svona 20 eintök. 6 þeirra eru seld í áskrift og kosta þrjú blöð 25 krónur. Hin blöðin seljurn við í lausasölu. Blaðið er 20síður í litlu broti." - Og þið semjið allt efnið, sögur og þess háttar? „Já þetta eru skáldsögur, svo semjum við líka ljóð og svoleiðis. Við höfum líka tekið eitt viðtal." - Og hvað eruð þið að gera á Akureyri, eruð þið í efnissöfnun? „Nei ekki beinlínis. Okkur langaði svo mikið að vera á Ak- ureyri á öskudaginn og fengum frí til þess að fara hingað ef við tækjum viðtal í blaðið okkar." - Þar með voru þær roknar þessar ungu blaðakonur. Þær þurftu að fara víða en áður skoðuðu þær starfsemina á Degi. Fannst þeim greinilega talsvert til koma og ein þeirra hafði á orði: „Þetta er ekki svona hiá okkur." gk- Blaðakonurnar ungu, f.v.: Eva, Sólveig og Aniia. Á myndina vantar Þórhöllu. Mynd: KGA. Vísan eftir Indriða á Fjalli Á lesendasíðunni á mánudaginn var spurst fyrir um höfund að vísu, sem þar var tilgreind. Ekki var blaðið fyrr komið út en einn lesandi.hafði samband og sagði vísuna eftir Indriða frá Fjalli. Og hér reyndist vera um hluta af vísu að ræða, því að í gamalli afmælis- dagabók, sem Guðmundur Finn- bogason sá um. útgáfu á, er vísan þannig: Aldurstakmark í Sjallann Kalli hringdi: Mig langar að beina fyrirspurn til forráðamanna Sjallans. Er nóg að maður verði 18 ára á árinu til þess að fá aðgang að staðnum eða verður maður að vera orðinn 18 ára? Svar: Samkvæmt upplýsingum Sigurðar, veitingamanns í Sjall- anum, þá er það skýrt tekið fram í lögum að miða skuli við afmælisdag. Hér áður fyrr var miðað við afmælisár en þeim reglum var fyrir stuttu breytt. Sigurður sagði að þar sem nokk- uð hefði borið á fyrirspurnum í þessa átt þá hefði hann haft sam- band við fógetaembættið hér og fleiri aðila og öllum hefði borið saman um að aðeins þeir sem orðnir væru 18 ára fengju aðgang að veitingahúsi þar sefn áfengi væri selt. Það kynni hins vegar að hafa ruglað einhverja í ríminu að einstaka skemmtistaðir í Reykjavík praktiseruðu eftir gömlu reglunum en það mætti sem sé ekki. Alltafsvíður undin skafin eðli manna neitt er breytt. Þráin heimtar þrennt ístaðinn þegar henni veitt er eitt. Einum rómi seint mun sungin sæludrápa um þveran heim. Alltaf verður ekka þrungin einstök rödd í hljómnum þeim. Þess má geta til viðbótar, að um- rædd vísa er fyrir 27. maí í um- ræddri afmælisdagabók. Of mikil reisn Margir hafa skrifað um leiksýn- inguna í Sjallanum, Súkkulaði handa Silju, og allir eru sammála um að þetta sé góð sýning, enda er hún það. En tveir þessara manna eru sammála um að eitt sé að. Aðalleikarinn leiki að vísu afskaplega vel - en passi bara alls ekki í hlutverkið! Sunna Borg sé allt of myndarleg og glæsileg og hafi of mikla „reisn" til að geta leikið iðnverkakonu sem Iífið hefur leikið grátt. Ætli Halldór ritstjóri og séra Bolli hafi rannsakað vaxtarlag iðnverkakvenna hjá Sambandinu og súkkulaðiverksmiðjunni Liiidu? Ætli það sé skoðun þeirra að iðnverkakonur eigi að vera lágvaxnar, gráar, grindhoraðar, hrukkóttar og kengbognar í baki? Er þetta kannski pólitísk skoðun á æskilegu útliti stéttar- innar? Annar skrifar í íslending og hinn í Morgunblaðíð. Eða ætli þeir séu rétt vaxnir til að sjáist að annar er ritstjóri og hinn prestur? Ég bara spyr. Einn af þessum Jónösum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.