Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 3
12. mars 1984 - DAGUR - 3 Laxeldi í ker- um á Dalvík! - Það var hugmyndin að fara af stað með þetta í sumar en hvort af því verður er enn ekki Ijóst, sagði Helgi Ásgrímsson á Dalvik en hann ásamt tveim öðrum aðilum hefur lýst yfir áhuga á að gera tilraunir með laxeldi á Dalvík. - Þetta er allt í deiglunni en okkar hugmynd er sú að kaupa stálpuð seyði og ala þau upp í kerum með blöndu af sjó og vatni. Ala laxinn upp í heppilega stærð og slátra honum þá, sagði Helgi. Atvinnumálanefnd Dalvíkur hefur tekið mjög vel í erindi þeirra félaga og eftir því sem Dagur kemst næst þá er veitu- nefnd og bæjarráð þeim einnig mjög velviljuð. - Við ætlum okkur að fara hægt af stað því það eru mjög margir óvissuþættir í þessu. Dal- vík stendur fyrir opnum sjó og sjórinn er því mjög oft skolaður og það gæti haft áhrif á eldið. Eins er sjálf dælingin visst vanda- mál og því ætlum við að hafa þetta lítið í byrjun. Skellurinn verður þá minni ef eitthvað ber út af, sagði Helgi Ásgrímsson. - ESE. Breyttir samningar á Húsavík Verkalýðsfélagið á Húsavík samþykkti á þriðjudag samn- ing ASI og VSÍ með nokkrum breytingum. Samkvæmt samn- ingnum verða Iágmarkslaun í 13. launaflokki eftir 1 ár með 12% álagi, sem þýðir um 12.800 kr. í mánaðarlaun. Þá mun yfirvinna reiknast ofan á þetta kaup og verða því óskert 40% og 80%. Vaktavinnuálag og bónus- greiðslur munu hins vegar áfram miðast við kauptaxta. Ákvæði um lægri laun fyrir þá sem eru á aldrinum 16-18 ára gilda ekki á samningssvæðinu. Samningurinn svona breyttur var samþykktur með 39 atkvæðum gegn 10, en 11 sátu hjá. Hér er ein síðbúin mynd af öskudeginum á Akureyri. Þessi tvö urðu tunnu- og kattarkóngur og stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarana. Mynd: KGA. Vörubifreiðastjórar: Öll útseld vinna lækkar — vegna vaxtalækkunar Útseld vinna hjá vörubifreiða- stjórum hefur lækkað tvívegis á stuttum tíma. í fyrra skiptið 1. desember og aftur 1. mars. Lækkunin þá nam 10 krónum á tímann hjá bifreiðum sem taka að 6 tonna hlassþunga, 15 krónur á tímann fyrir 6-10 tonn og 52 krónur hjá bifreið- um seiu taka 10-13 tonn. „Þetta er aðallega vegna vaxta- lækkunar sem hefur áhrif til lækkunar á rekstrarkostnaði bílsins," sagði Stefán Árnason framkvæmdastjóri Bifreiðastöðv- arinnar Stefnis á Akureyri er Dagur ræddi við hann. „Það má segja að þetta sé tilfærsla, en vextirnir hafa verið mikill þáttur í þessum rekstri og þegar þeir lækka þá lækkar taxtinn um leið. Við erum í sjálfu sér ekki mjög óhressir með þetta, en hins vegar erum við mjög óhressir með at- vinnuástandið sem er vægast sagt dapurt," sagði Stefán. gk-_ Odýrt - Odýrt Sokkar - Sokkar allar stærðir af sokkum. Verð frá 25-50 krónum. m Eyfjörö ig Hjalteyrargötu 4 sími 22275 Vélsleðakeppni Flugbjörgunarsveitarinnar verður haldin laugardaginn 31. mars í landi Glerár. Þátttaka tilkynnist tit Jóhannesar Kárasonar Seljahlíð 3h sími 25182. Harmonikuunnendur við Eyjafjörð Árshátíð félagsins veðrur haldin í Húsi aldraðra (Alþýðuhúsinu) laugardaginn 17. mars og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða á sama stað, miðvikudaginn 14. mars kl. 18-19. Félagar fjölmennið og takið með ykk- ur gesti. Nánari upplýsingar í símum 21233 og 24305. Höfúm jafnan mikið úrval af dömufatnaði Bjóðum í þessarí viku 15% afslátt af frúarkjólum, stór númer. Svarta Hjerte-Agra og Topsy garnið margeftirspurða komið aftur. Mikið úrval af öðru garni. Lumene snyrtivörurnar vinsælu á mjög góðu verði. ^^ Sendum í póstkröfu. Sunnuhlíð KREDlTKQNT sérverslun ® ^ou meókvenfatnaó Aðalfundur Leikfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 12. mars inu Borgarasal kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Leikhús- OPGL Opel er tákn vestur- þýskrar vandvirkni og kunnáttu. Tækni, sem þú getur treyst. [^^^^ii HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.