Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUH -12. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Frá búnaðarþingi: Undirstöður þjóðfélagsins Útflutningur á ullar— og skinnavörum fer nú hraðvaxandi og þar er nú að finna vaxtar- broddinn í útflutningsiðnaði okkar, sagði Ás- geir Bjarnason, forseti Búnaðarþings í blaða- viðtali að því nýloknu. Þetta er svo sannar- lega að koma sífellt betur í ljós. í síðustu viku, svo dæmi sé tekið, voru undirritaðir samningar milli Iðnaðardeildar Sambandsins og Sovéska samvinnusam- bandsins um sölu á 250 þúsund ullarpeysum, en áður hafði verið samið um sölu á 24 þús- und peysum. Þetta er stærsti samningur um sölu á ullarflíkum sem iðnaðardeild hefur gert og er hann að verðmæti um 110 milljónir ís- lenskra króna. Þá hefur orðið stóraukning á útflutningi prjónavara til vestrænna þjóða og íslendingar kunna í auknum mæli að meta þessa fram- leiðslu. Þessi stóraukni útflutningur á ullar- vörum er talandi dæmi um það hvað hægt er að gera í útflutningi landbúnaðarafurða þeg- ar skipulag er gott og hönnun og markaðsmál eins og best verður á kosið. Þó illa hafi árað í landbúnaði á undanförn- um árum er framtíð hans björt, ef rétt er á málum haldið. Stórstígar framfarir hafa orðið í mörgum greinum landbúnaðarins, nýjar greinar hafa skotið upp kollinum og eiga vafalaust eftir að eflast verulega. Iðnaður byggður á afurðum landbúnaðarins hefur verið að eflast og góðar horfur eru á því að svo verði áfram. Enn eru margvíslegir mögu- leikar ónotaðir og þar á meðal er vinnsla mjög verðmætra efna úr sláturúrgangi og slógi með svokallaðri lífefnatækni. Sjávarútvegur og landbúnaður eru undir- stöðugreinarnar í þessu þjóðfélagi, þar eru okkar dýrmætu hráefni og út frá þessum greinum geta þróast atvinnugreinar í mun meira mæli en verið hefur. íslenska þjóðfélag- ið þarf að breytast úr veiðimanna- og hjarð- mannaþjóðfélagi, þar sem meira er hugsað um magn en gæði, yfir í háþróað iðnaðarsam- félag, sem sérhæfir sig í úrvinnslu dýrmætra vara úr þeim náttúruauðæfum sem fyrir hendi eru, með hjálp orkunnar, sem við eigum einn- ig nóg af. „Jónasarnir" sem hvað mest hafa fjargviðr- ast út í landbúnað og sjávarútveg, og einkum þann fyrrnefnda, sjá ekki þessa möguleika eða vilja ekki sjá þá. Samkvæmt þeirra kokka- bókum eiga allar ær að hafa tvær gærur og kýrnar mjólki ekki nema í dagvinnu, fimm daga vikunnar. Þeir skynja ekki þau verðmæti sem lífið í sjónum og moldinni býr yfir. Þessi verðmæti, ásamt þeim auðæfum sem búa í þekkingunni og orkunni, eru og verða undir- stöður íslensks þjóðfélags. Samdráttur krefst skjótra viðbragða og skýrrar stef numörkunar Búnaðarþingi var slitið sunnu daginn 4. mars, en það hófst mánudaginn 20. febrúar, hafði því staðið í 14 daga, það hefur aðeins einu sinni áður staðið þetta stutt. Á fyrsta fundi voru lögð fyrir þingið um 30 mál og áður en þingi var slitið höfðu verið Iögð fyrir búnaðarþing 64 mál, en 57 mál hlutu af- greiðslu. Venjan er að þegar nefndir búnaðarþings hafa tekið mál til meðferðar, þá eru þau rædd í nefndunum og mikill fjöldi manna kallaður til skrafs og ráða- gerðar varðandi einstök mál. Sú nýbreytni var tekin upp í fyrra að ráðunautar Búnaðarfélagsins voru starfsmenn nefnda. Það hef- ur auðveldað afgreiðslu margra mála hjá nefndum þingsins. Öll mál sem lögð eru fyrir búnaðar- þing eru rædd í nefndum en reynt er að sameina afgreiðslu skyldra mála og einstaka mál hljóta ekki afgreiðslu í nefnd og koma því ekki fyrir fundi hjá búnaðarþingi. Mjög mörg mál eru send frá Alþingi eða einstökum nefndum Alþingis til umsagnar búnaðar- þings. Oft eru gerðar verulegar breytingar á þeim málum sem liggja fyrir Alþingi og oftast mun vera tekið tillit til þeirra breyt- inga, sem búnaðarþing leggur til. Hér á eftir verður lítillega minnst á örfá mál, sem afgreidd voru á síðasta búnaðarþingi. Búfjárræktarnefnd afgreiddi ítarlega ályktun um heimaöflun í landbúnaði. Mál þetta var lagt fyrir búnaðarþing af þeim Gísla Pálssyni, Sveini Jónssyni og Gunnari Oddssyni. í ályktuninni segir m.a.: „Það er brýnt mál að leita allra leiða til að draga úr rekstrar- kostnaði og um leið nýta öll þau hlunnindi, sem hver bújörð hefur möguleika á að hagnýta. Gera átak til að bæta aðstöðu til fóður- verkunar. Koma á hagfræðileið- beiningum í vaxandi mæli." Félagsmálanefnd afgreiddi ályktun um heildarstefnumörkun í landbúnaði, en það mál hafði verið sent búnaðarþingi frá Al- þingi. I ályktun nefndarinnar er m.a. bent á: „Að samdráttur í hefðhund- inni landbúnaðarframleiðslu, grisjun byggðar í sveitum, land- nýting og röskun á afkomu bænda innbyrðis og héraða í milli kalla á skjót viðbrögð og skýra stefnumörkun." Mikið var rætt um ályktun búfjárræktarnefndar um úrbætur á gæðum íslensku ullarinnar. í lokaorðum ályktunarinnar segir m.a.: „Með tilliti til þess þjóðhags- lega gildis, sem ullarframleiðslan hefur vegna séreiginleika ís- lenskrar ullar, er nauðsynlegt að ullarverð sé svo hátt, að bóndinn telji það skipta verulegu máli fyr- ir sig að hirða ullina og vanda til meðferðarinnar.", Þá urðu miklar umræður um verslun með lambakjöt. í ályktun allsherjarnefndar var lagt til að kosin yrði þriggja manna milli- þinganefnd til að kanna kjötsölu- málin og hvaða úrbætur á því sviði væru líklegastar til að skila auknum árangri. Nefndin var kosin á síðasta degi búnaðarþings og á hún að skila áliti sínu til næsta búnaðarþings. Þá var samþykkt ályktun um að efla votheysverkun í landinu, m.a. var bent á að fella niður tolla og sölugjöld af tækjabúnaði til votheysgeymslna. Félagsmáladeild afgreiddi frá sér ályktun vegna erindis Sveins Jónssonar og Bjarna Guðráðar- sonar um leiðbeiningaþjónust- una. Bent er á nokkrar leiðir til að gera ráðunautastarfíð eftirsókn- arverðara. Þar er m.a. lögð áhersla á að samstarf verði aukið milli búnaðarsambanda. Ráðu- nautar Búnaðarfélags íslands komi meira til starfa á vegum búnaðarsambandanna. Létt verði af ráðunautum ýmsum opinber- um stjórnsýslustörfum. Laun ráðunauta verði metin af því op- inbera, með hliðsjón af menntun, starfsreynslu, ábyrgð og umfangi starfs þeirra. I ályktun um sumardvöl barna og unglinga í sveit stendur m.a.: „Búnaðarþing vill hvetja tii, að börn og unglingar fái notið sumardvalar í sveit. Þingið hvet- ur bændur til að leggja þessu máli lið, vegna þess uppeldisgildis, sem slík sumarvist hefur fyrir börn úr þéttbýli." Eitt þýðingarmesta mál sem af- greitt var að þessu sinni var álykt- un um atvinnuréttindi í landbún- aði. Búnaðarþing fékk til um- sagnar frumvarp til laga um starfs- réttindi í landbúnaði sem samið var af starfshópi á vegum Stéttar- sambands bænda, Búnaðarfélags íslands og landbúnaðarráðuneyt- isins. Búnaðarþing féllst á að stefnt skuli að löggjöf um þetta efni er byggi á þeim meginforsendum, sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Þá var lagt til að stjórn Búnaðarfélags íslands sendi ályktun búnaðarþings ásamt af- greiðslu starfshópsins til umsagna hreppabúnaðarfélaga og búnað- arsambanda. Stórgripaslátrun í slálnrliúsi KEA á Akureyri nýlega. Mynd: HS. Trimmnefnd SKI: I.S.I.gaf 10þúsund Á fundi í Trimmnefnd SKÍ mánudaginn 5. mars var rætt um ýmis atriði sem mættu verða Trimmlandskeppninni til fram- dráttar, en henni lýkur sem kunnugt er 30. apríl. Nú er aftur komið skíðafæri í flestum landshlutum og nauðsyn- legt að minna hressilega á skíða- trimmið. Ákveðið er að óska eft- ir því við fjölmiðlana að þeir vekji athygli á Trimmlands- keppninni og dagblöðin birti skráningarspjaldið svo menn geti klippt út og notað, ef annað er ekki aðgengilegt. Einnig mun trimmnefndin reyna að fá fyrir- tæki til að styrkja fleiri kyrr- myndir í auglýsingatíma sjón- varpsins. Formaður nefndarinnar sagði frá viðtölum, sem hann áttí við allmarga forsvarsmenn trimm- nefnda víða um land fyrir og um síðustu helgi. M.a. átti hann samtal við Jó- hann Tryggvason form. skíða- ráðs ÚÍA, sem uppíýsti að verið væri að undirbúa trimmgöngu- mót á Egilsstöðum, svokallaða „Skógargöngu" og er ráðgert að hún verði 17. eða 18 mars. Skíða- mót þetta verður opið öllum og er fyrirhugað að það verði liður í stórum trimm-mótum SKÍ og skíðaráða á a.m.k. fjórum stöðum á landinu í framtíðinni. Borist hefur bréf frá fram- kvæmdastjórn Í.S.Í. ásamt ávís- un að upphæð kr. 10.000,- sem er styrkur Í.S.Í. til framkvæmda á Trimm-landskeppninni á skíðum 1984. Sótt var um styrk þennan sbr. bókun Trimm- nefndar 19. jan. sl. Styrkur þessi kemur sér afar vel núna þar sem nokkrar skuldir voru farnar að hlaðast upp og nefndarmenn sjálfir hafa til þessa fjármagnað rekstur Trimm-nefndar. Ekki eru farin að berast uppgjör að neinu ráði fyrir trimmmerkjum, sem send voru í héruðin. Trimmnefnd færir fram- kvæmdastjórn Í.S.Í. kærar þakk- ir fyrir þessa styrkveitingu. Sigurður Aðalsteinsson Hallgrímur Indriðason Hermann Sigtryggsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.