Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -12. mars 1984 Alfreð með gegn Sovétmönnum - í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið Alfreð Gíslason. Bikarkeppni HSI: KA leikur gegn ÍBK KA drósl gegn liði ÍBK í Bikarkeppninni í handknalUeik og verður leikur liðanna í Kefluvik nk. fimmtudugskvöid. ÍBK leikur í 3. deild og er miðlungslíð þar svo KA-memi ættu að vinna |>urua sigur. Liðið skyldi þó varast að vanmeta andstæðing sinn sem leikur á heimavelli, slíkt hel'ur aldrei gefið góða ruun og það er erlltt að Ieika gegn liði á útivelli í Bik- arkeppninni, jafnvel þótt um miðlungs 3. deildurlið sé að ræöa. En uð ölln jöfmi ætti KA að hafa góða möguleika á að komust áfrum í keppninni. Bikarkeppni í blaki: lUt I undan- urslitum KA hefnr tryggt sér rétt til þess að leika í undanúrslitum í Bikarkeppni líluksam- bands íslunds, eftir að hafa sigrað Skaula- félag Akureyrar og Óðin í fyrri leikjum siiiuiii. Hætt er við að róðurinn verði erfiður hjá KA í undanúrslitunum því þá verða það íslandsmeistarar Þróttar sem verða mótherjar KA, Leikurinn verður í íþróttahúsi Gierárskóla og hefst hann kl. 13 á laugardaginn. Enginn skyldi þó afskrifu KA-menn sem leiku á heimavelli sínum. Hver veit nema Iiðið nái toppleik og ef Þróttarar mæta fullir sigurvissu gæti hið óvænta gerst þótt fyrirfram verði auðvitað að telja íslandsmeistarana sigurstranglegri. ÍS vann Ekki tókst Reynivík að leggja ÍS að velli í leik liðanna í 8-Iiða úrslitum Bikarkeppní Blaksambandsins um helgina en leikið var á Dalvík. ÍS með sitt reynda lið sigraði 3:0 en þurfti þó að hafa fyrir sigrimim. Úrslitin í ein- staka hrinum 15:13, 15:11 og 15:3 fyrir ÍS. - AUt bendir til þess að AI- freð Gíslason muni leika með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Sovét- mönnum í Iþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Lið Alfreðs verður ekki að leika þann dag, og hafa for- ráðamenn HSÍ sagt að allt verði gert tU þess að fá AI- freð heim, jafnvel þótt hann myndi ekki leika nema þenn- an eina leik hér gegn Sovét- in (iii n ii ni. Landsleikur íslands og Sovét- ríkjanna í handknattleik hefur veriö settur á í íþróttahöllinni kl. 20 á föstudaginn, ef veður leyfir. Verður tekin um það endanleg ákvörðun kl. 13 á föstudag hvort af leiknum verður, og verður það gert í samráði við starfsmenn Flugleiða. Verði gefið grænt ljós mun forsala aðgöngumiða hefjast í Sporthúsinu og Hlíðasporti strax upp úr hádegi þann dag. Gefi hins vegar ekki til flugs á föstudag mun enginn leikur verða við Sovétmenn hér fyrir norðan. Sovétmenn eru heimsmeistarar í handknattleik og eru nú á fullri ferð að undirbúa sig fyrir Olymp- iuleikana í Los Angeles í sumar. Þar hyggjast þeir endurheimta Olympiumeistaratitilinn sem þeir töpuðu óvænt á leikunum í Moskvu 1980. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sovéska liðið. Þar er valinn maður í hverju sæti, og liðið er talið vera það sterkasta í heiminum í dag. Liðið er skipað mjög hávöxnum leikmönnum og er meðalhæð þess eins og hjá sæmilegu körfuknattleiksliði. Áhorfendur á Akureyri eiga þess kost að sjá í leik bestu hand- knattleiksmenn heims, og er ekki að efa að þeir munu fjölmenna í Höllina á föstudagskvöld. reka Fram ur motinu - en viljum ekki láta þá sleppa þegjandi og hljóðalaust „Það er ekki búið að afgreiða málið hjá stjórninni en það liel'ur verið rætt," sagði Þórdís Kristjánsdóttir formaður Körfuknattleikssambands ís- lands i'yrir helgina er rætt var við hana um „Fram-iuálið" svokallaða er Framarar mættu ekki til Ieiks gegn Þór á dögun- um. „Það verður að reyna að finna lausn á þessu leiðindamáli," sagði Þórdís. „Þór mun fá bréf þar sem beðið verður um gögn frá félaginu, og það kannað hvort hægt verður að komast að ein- hverju samkomulagi í málinu. Við erum ekkert ógurlega spennt fyrir því að reka Fram úr mótinu, en við erum heldur ekki spennt fyrir því að láta eins og þetta hafi ekki átt sér stað. Ef á einhvern hátt er hægt að komast að sam- komulagi í málinu eins og t.d. með því að láta Fram greiða allan útlagðan kostnað vegna málsins og sektir þá teljum við það far- sælast. Ef við rekum Fram úr keppn- inni verðum við einnig að reka Borgnesinga úr keppninni því þeir gáfu leik gegn Grindavík án þess að hafa til þess nokkra ástæðu og án þess að tala við nokkurn mann fyrr en daginn áður en leikurinn átti að fara fram. Þessi grein sem Þór bendir á að: Mæti lið ekki til leiks án óvið- ráðanlegra orsaka, þá er því sjálfkrafa vikið úr móti" - var samþykkt á allsherjarnefndar- fundi í haust og var fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri flokka, vegna þess að engum datt í hug að lið í deildakeppni væri ekki í henni í alvöru. Fram hafði enga heimild til þess að spila ekki þeg- ar fimm leikmenn voru mættir norður. Ég sé hins vegar enga ástæðu til þess að drepa körfu- boltann hjá Fram án þess þó að ég vilji að þeir fari þegjandi og hljóðalaust frá þessu máli," sagði Þórdís. - Eins og kunnugt er kærðu Framarar það að leikurinn v'ar flautaður af kl. 22.15 um kvöldið og Þór dæmdur sigur 2:0. Sú kæra hefur ékki verið tekin fyrir hjá dómstól í héraði (á Akureyri) þegar þetta er skrifað. Ekki er vitað hvernig Framarar hyggjast vinna þá kæru því samkvæmt reglum verða 4 leikmenn að hefja leik séu þeir mættir á leikstað eins og Þórdís sagði reyndar fyrr í þessari grein. - Ljóst er að ársþing KKÍ verður í vor að setja reglur um þessi mál sem ekki verða mis- skildar eða togaðar. Framarar mættu ekki á réttum tíma norður vegna þess að landsliðsmaður liðsins, Þorvaldur Geirsson var í vinnu til kl. 19 um kvöldið. Verði niðurstaða þessa máls sú að Fram fái að halda áfram í mótinu er hægt að velta því fyrir sér hvort Þór eigi að fara í frestaða leikinn gegn UMFL á Selfossi. Það hefur lítið í för með sér nema um 35 þúsund króna fjárútlát. „Hóflega bjartsýnn" - segir Árni Stefánsson þjálfari Tindastóls „Við byrjuðum að hreyfa okk- ur í janúar og höfum hlaupið úti og verið í lyftingum að mestu," sagði Árni Stefánsson lyrruin landsliðsmarkvörður og þjálfari Tindastóls sem leikur í fyrsta skipti í 2. deild í sumar. „Það er enginn bolti k'ominn í þetta ennþá, við höfum þó reynt að spila aðeins á laugardögum en áherslan hefur verið lögð á að byggja menn upp," bætti Árni við. - Miklar mannabreytingar? „Já, við höfum misst tvo sterka leikmenn, þá Gústaf Björnsson og Hermann Þórisson og það er reyndar ekki séð fyrir endann á því hvort við missum fleiri menn. í staðinn höfum við fengið Adolf Árnason frá Siglufirði og tvo Austfirðinga, Björn Grétarsson og Árna Olason." - Hvernig leggst keppnistíma- bilið í þig? „Ég er hóflega bjartsýnn á að .við höldum sæti okkar í deildinni en það er það sem við munum stefna að á okkar fyrsta ári í 2. deild. Þetta verður geysilega erfitt en við gefumst ekki upp fyrirfram svo mikið er víst." - Og þú verður væntanlega í fínu formi í sumar? „Já ég vona það. Hins vegar hef ég mikla samkeppni frá Gísla Sigurðssyni, ungum strák sem er mjög mikið efni og á eftir að gera það gott," sagði Árni Stefánsson og Tindastólsmenn eru sam- kvæmt því ekki á flæðiskeri með markverði. Akureyringarnir voru sigu Bikarmót Skíðasambandsins er fram átti að fara á Húsavík dagana 3. og 4. mars var flutt til Akureyrar. Mótið hófst kl. 10 á laugardag og var keppt í svigi í fl. 13-14 ára og 15-16 ára stúlkna og stórsvigi drengja, sömu flokkar. Veður var nokkuð stormasamt og setti nokkurn svip á mótahald- ið, það er að segja að ekki var hægt að fara nema eina ferð í stórsvigi drengja fl. 13-14 ára. Og eftir fyrri ferð var staðan þessi: 1. Valdemar Valdemars- son A. 2. Kristinn Svanbergs- son A. 3. Kristinn Grétarsson I. Úrslit á laugardag voru þessi: Fl. 13-14 ára stúlkur. Svig. Þórdís Hjörleifsdóttir R 85,21 Kristín Jóhannsdóttir A. 86,12 Gerður Guðmundsd. Nesk. 87,30 Fl. 15-16 ára stúlkur. Svig. Guðrún H. Kristjánsd. A. 82,97 Snædís Úlriksdóttir R. 85,21 Bryndís Ýr Viggósdóttir R. 85,84 Fl. 15-16 ára drengir. Stórsvig. Guðmundur Sigurjónss. A. 122,24 Brynjar Bragason A. 122,55 Þór Ómar Jónsson R. 122,83 Á sunnudag var fyrirhuguð keppni í svigi drengja og stórsvigi stúlkna og einnig að klára það sem var frestað á laugardag. en aftur var veðrið óhagstætt og var bara keppni í svigi drengja en stórsvigi frestað. Úrslit sunnu- dags: Fl. 15-16 ára drengir. Svig. Brynjar Bragason A. 86,86 Þór Omar Jónsson R. 88,70 Sigurður Bjarnason H. 90,30 Fl. 13-14 ára drengir. Svig. Jón Ingvi Árnason A. 82,18 Kristinn Svanbergss. A. 82,69 Jón Ragnarsson A.; 84,34 í þessu móti tóku þátt um 120 unglingar, víðs vegar af landinu. Óhætt er að segja að mötahaldið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.