Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-12. mars 1984 12. mars 1984 - DAGUR - 7 Alfreð Gíslason. Bikarkeppni HSI: KA leikur gegn ÍBK KA dróst gegn liði ÍBK í Bikarkeppninni í handknattleik og verður leikur liðanna í Keflavík nk. flmmtudagskvöld. ÍBK leikur í 3. deild og er miðlungslið þar svo KA-menn ættu að vinna þarna sigur. Liðið skyldi þó varast að vanmcta andstæðing sinn sem leikur á heimavelli, slíkt hefur aldrei geflð góða raun og það er erfltt að leika gegn liði á útivelli í Bik- arkeppninni, jafnvel þótt um miðlungs 3. deildarliö sé að ræða. En að öllu jöfnu ætti KA að hafa góða möguleika á að komast áfram í keppninni. Bikarkeppni í blaki: KA í (indan- úrslitum KA hefur tryggt sér rétt til þess að leika í undanúrslitum í Bikarkeppni Blaksam- bands íslands, eftir að hafa sigrað Skauta- félag Akureyrar og Óðin í fyrri leikjum sínum. Hætt er við að róðurinn verði erflður hjá KA í undanúrslitunum því þá verða það íslandsmeistarar Þróttar sem verða mótherjar KA. Leikurinn verður í íþróttahúsi Glerárskóla og hefst hann kl. 13 á laugardaginn. Enginn skyldi þó afskrifa KA-menn scm leika á heimavelli sínum. Hver veit nema liðið nái toppleik og ef Þróttarar mæta fullir sigurvissu gæti hið óvænta gerst þótt fyrirfram verði auðvitað að telja íslandsmeistarana sigurstranglegri. ÍS vann Ekki tókst Reynivík að leggja ÍS að velli í leik liðanna í 8-liða úrslitum Bikarkeppni Blaksambandsins um helgina en leikið var á Dalvík. ÍS með sitt reynda lið sigraði 3:1) en þurfti þó að hal'a lyrir sigrinum. Úrslitin í ein- staka hrinum 15:13, 15:11 og 15:3 fyrir ÍS. Alfreð með gegn Sovétmönnum - í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið - Allt bendir til þess að Al- freð Gíslason muni leika með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Sovét- mönnum í Iþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Lið Alfreðs verður ekki að leika þann dag, og hafa for- ráðamenn HSÍ sagt að aUt verði gert til þess að fá Al- freð heim, jafnvel þótt hann myndi ekki leika nema þenn- an eina leik hér gegn Sovét- mönnum. Landsleikur íslands og Sovét- ríkjanna í handknattleik hefur verið settur á í íþróttahöllinni kl. 20 á föstudaginn, ef veður leyfir. Verður tekin um það endanleg ákvörðun kl. 13 á föstudag hvort af leiknum verður, og verður það gert í samráði við starfsmenn Flugleiða. Verði gefið grænt ljós mun forsala aðgöngumiða hefjast í Sporthúsinu og Hlíðasporti strax upp úr hádegi þann dag. Gefi hins vegar ekki til flugs á föstudag mun enginn leikur verða við Sovétmenn hér fyrir norðan. Sovétmenn eru heimsmeistarar í handknattleik og eru nú á fullri ferð að undirbúa sig fyrir Olymp- iuleikana í Los Angeles í sumar. Þar hyggjast þeir endurheimta Olympiumeistaratitilinn sem þeir töpuðu óvænt á leikunum í Moskvu 1980. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sovéska liðið. Þar er valinn maður í hverju sæti, og Iiðið er talið vera það sterkasta í heiminum í dag. Liðið er skipað mjög hávöxnum leikmönnum og er meðalhæð þess eins og hjá sæmilegu körfuknattleiksliði. Áhorfendur á Akureyri eiga þess kost að sjá í leik bestu hand- knattleiksmenn heims, og er ekki að efa að þeir munu fjölmenna í Höllina á föstudagskvöld. „Ekki spennt að láta reka Fram úr mótinu“ - en viljum ekki láta þá sleppa þegjandi og hljóðalaust „Það er ekki búið að afgreiða málið hjá stjórninni en það hefur verið rætt,“ sagði Þórdís Kristjánsdóttir formaður Körfuknattleikssambands ís- lands fyrir helgina er rætt var við hana um „Fram-málið“ svokallaða er Framarar mættu ekki til leiks gegn Þór á dögun- um. „Það verður að reyna að finna lausn á þessu leiðindamáli," sagði Þórdís. „Þór mun fá bréf þar sem beðið verður um gögn frá félaginu, og það kannað hvort hægt verður að komast að ein- hverju samkomulagi í málinu. Við erum ekkert ógurlega spennt fyrir því að reka Fram úr mótinu, en við erum heldur ekki spennt fyrir því að láta eins og þetta hafi ekki átt sér stað. Ef á einhvern hátt er hægt að komast að sam- komulagi í málinu eins og t.d. með því að láta Fram greiða ailan útlagðan kostnað vegna málsins og sektir þá teljum við það far- sælast. Ef við rekum Fram úr keppn- inni verðum við einnig að reka Borgnesinga úr keppninni því þeir gáfu leik gegn Grindavík án þess að hafa til þess nokkra ástæðu og án þess að tala við nokkurn mann fyrr en daginn áður en leikurinn átti að fara fram. Þessi grein sem Þór bendir á að: Mæti lið ekki til leiks án óvið- ráðanlegra orsaka, þá er því sjálfkrafa vikið úr móti“ - var samþykkt á allsherjarnefndar- fundi í haust og var fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri flokka, vegna þess að engum datt í hug að lið í deildakeppni væri ekki í henni í alvöru. Fram hafði enga heimild til þess að spila ekki þeg- ar fimm leikmenn voru mættir norður. Ég sé hins vegar enga ástæðu til þess að drepa körfu- boltann hjá Fram án þess þó að ég vilji að þeir fari þegjandi og hljóðalaust frá þessu máli,“ sagði Þórdís. - Eins og kunnugt er kærðu Framarar það að leikurinn var flautaður af kl. 22.15 um kvöldið og Þór dæmdur sigur 2:0. Sú kæra hefur ekki verið tekin fyrir hjá dómstól í héraði (á Akureyri) þegar þetta er skrifað. Ekki er vitað hvernig Framarar hyggjast vinna þá kæru því samkvæmt reglum verða 4 leikmenn að hefja leik séu þeir mættir á leikstað eins og Þórdís sagði reyndar fyrr í þessari grein. - Ljóst er að ársþing KKÍ verður í vor að setja reglur um þessi mál sem ekki verða mis- skildar eða togaðar. Framarar mættu ekki á réttum tíma norður vegna þess að landsliðsmaður liðsins, Þorvaldur Geirsson var í vinnu til kl. 19 um kvöldið. Verði niðurstaða þessa máls sú að Fram fái að halda áfram í mótinu er hægt að velta því fyrir sér hvort Þór eigi að fara í frestaða leikinn gegn UMFL á Selfossi. Það hefur lítið í för með sér nema um 35 þúsund króna fjárútlát. Hóflega bjartsýnn 33 - segir Árni Stefánsson þjálfari Tindastóls „Við byrjuðum að hreyfa okk- ur í janúar og höfum hlaupið úti og verið í lyftingum að mestu,“ sagði Árni Stefánsson fyrrum landsliðsmarkvörður og þjálfari Tindastóls sem Ieikur í fyrsta skipti í 2. deild í sumar. „Það er enginn bolti kominn í þetta ennþá, við höfum þó reynt að spila aðeins á laugardögum en áherslan hefur verið lögð á að byggja menn upp,“ bætti Árni við. - Miklar mannabreytingar? „Já, við höfum misst tvo sterka leikmenn, þá Gústaf Björnsson og Hermann Þórisson og það er reyndar ekki séð fyrir endann á því hvort við missum fleiri menn. í staðinn höfum við fengið Adolf Árnason frá Siglufirði og tvo Austfirðinga, Björn Grétarsson og Árna Ólason." - Hvernig leggst keppnistíma- bilið í þig? „Ég er hóflega bjartsýnn á að . við höldum sæti okkar í deildinni en það er það sem við munum stefna að á okkar fyrsta ári í 2. deild. Þetta verður geysilega erfitt en við gefumst ekki upp fyrirfram svo mikið er víst.“ - Og þú verður væntanlega í fínu formi í sumar? „Já ég vona það. Hins vegar hef ég mikla samkeppni frá Gísla Sigurðssyni, ungum strák sem er mjög mikið efni og á eftir að gera það gott,“ sagði Árni Stefánsson og Tindastólsmenn eru sam- kvæmt því ekki á flæðiskeri með markverði. opnu íþróttamóti fyrir fatlaða MikiU fjöldi keppenda mætti á Hængsmótið um helgina, en það er opið íþróttamót fyrir fatlaða sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri á vegum íþróttafélags fatlaðra á Akureyri og Lionsklúbbsins Hængs. Félagar í Lionsklúbbn- um sjá alveg um framkvæmd Akureyringarnir voru sigursælir Bikarmót Skíðasambandsins er fram átti að fara á Húsavík dagana 3. og 4. mars var flutt til Akureyrar. Mótið hófst kl. 10 á laugardag og var keppt í svigi í fl. 13-14 ára og 15-16 ára stúlkna og stórsvigi drengja, sömu flokkar. Veður var nokkuð stormasamt og setti nokkurn svip á mótahald- ið, það er að segja að ekki var hægt að fara nema eina ferð í stórsvigi drengja fl. 13-14 ára. Og eftir fyrri ferð var staðan þessi: 1. Valdemar Valdemars- son A. 2. Kristinn Svanbergs- son A. 3. Kristinn Grétarsson I. Úrslit á laugardag voru þessi: Fl. 13-14 ára stúlkur. Svig. Þórdís Hjörleifsdóttir R 85,21 Kristín Jóhannsdóttir A. 86,12 Gerður Guðmundsd. Nesk. 87,30 Fl. 15-16 ára stúlkur. Svig. Guðrún H. Kristjánsd. A. 82,97 Snædís Úlriksdóttir R. 85,21 Bryndís Ýr Viggósdóttir R. 85,84 FI. 15-16 ára drengir. Stórsvig. Guðmundur Sigurjónss. A. 122,24 Brynjar Bragason A. 122,55 Þór Omar Jónsson R. 122,83 Á sunnudag var fyrirhuguð keppni í svigi drengja og stórsvigi stúlkna og einnig að klára það sem var frestað á laugardag. en aftur var veðrið óhagstætt og var bara keppni í svigi drengja en stórsvigi frestað. Úrslit sunnu- dags: Fl. 15-16 ára drengir. Svig. Brynjar Bragason A. 86,86 Þór Ómar Jónsson R. 88,70 Sigurður Bjamason H. 90,30 Fl. 13-14 ára drengir. Svig. Jón Ingvi Árnason A. 82,18 Kristinn Svanbergss. A. 82,69 Jón Ragnarsson A. 84,34 í þessu móti tóku þátt um 120 unglingar, víðs vegar af landinu. Óhætt er að segja að mótahaldið hafi gengið vel miðað við veður, en íslensk veðrátta er svo duttl- ungafull að enginn gengur örugg- ur til leiks við hana. í öllum flokkum voru verðlaun fleiri en gengur og gerist á skíða- mótum það er að segja að í tveim fjölmennustu flokkunum voru sex verðlaun en í hinum fimm. Svona á heildina litið virðist vera í öllum héruðum talsverð gróska í unglingaflokkum og lofar það góðu. mótsins, og þeim fórst það vel úr hendi. Á mótinu voru keppendur frá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri, Eik, Gný í Biskupstungum og frá Iþróttafélagi fatlaðra í Reykja- vík. Keppt var í fjórum greinum íþrótta, bogfimi, boccia, borð- tennis og í lyftingum. Keppnin í boccia var mjög um- fangsmikil enda keppendur langflestir í þeirri grein sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi á fáum árum. Keppt var í tveimur flokkum og í sveita- keppni. í keppni þroskaheftra sigraði Ólafur Benediktsson Gný, Kristjana Larsen Gný varð önnur, Árni Alexandersson Gný þriðji, fjórði Margeir Vernharðs- son Eik, Pétur Pétursson Eik varð fimmti og Magnús Ás- mundsson Eik varð í sjötta sæti. í sveitakeppni þroskaheftra vann Eik hins vegar tvöfaldan sigur. B-sveit Eikarinnar sigraði en í henni voru Valdimar Sig- urðsson, Aðalsteinn Friðjónsson og Anna Ragnarsdóttir. C-sveit Eikar varð í 2. sæti en hana skipuðu Nanna Haraldsdóttir, Áskell Traustason og Sævar Bergsson. B-sveitin frá Gný varð í 3. sæti. í flokki hreyfihamlaðra í bocc- ia sigraði Sigurrós Karlsdóttir ÍFA, Haukur Gunnarsson ÍFR í 2. sæti, Tryggvi Haraldsson ÍFA þriðji, Helga Bergmann ÍFR fjórða, Þorsteinn Williamsson IFA fimmti og sjötta Hafdís Gunnarsdóttir IFA. - í sveita- keppninni sigraði ÍFR. Hafdís Gunnarsdóttir ÍFA sigraði í borðtennis en þar var keppt í opnum flokki. Guðný Guðnadóttir ÍFR varð önnur og Elsa Stefánsdóttir ÍFR þriðja. í bogfimi voru tveir keppend- ur. Þar sigraði Snæbjörn Þórðar- son ÍFA og Aðalbjörg Sigurðar- dóttir ÍFA varð önnur. Þá var keppt í lyftingum, en fatlaðir keppa í bekkpressu. Reynir Kristófersson ÍFR sem keppir í 90 kg flokki lyfti 112,5 kg og hlaut 77,4 stig, Baldur Guðna- son ÍFR sem keppir í 82,5 kg flokki varð annar með 85 kg og hlaut hann 61,2 stig. Úrsl itakeppn i n í 3. deildinni: Leikið á Akureyri —og í Reykjavík Þegar dregið var um það hjá HSI hvar leika skyldi úrslita- keppnina í 3. deild karla var nafn Akureyrar dregið fyrst. Það þýðir að fyrri hluti úrslit- anna - ein umferð - verður háð á Akureyri, en sú síðari verður í Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum Dags mun ætlunin að leikið verði á Ak- ureyri um næstu helgi. Liðin fjögur sem leika tvöfalda umferð til úrslita eru Týr frá Vestmannaeyjum, Ármann, Akranes og Þór Akureyri. Liðin taka stigin sem þau fengu í leikj- unum 16 með sér í úrslitakeppn- ina, og er staða þeirra því þessi er keppnin hefst: Ármann 16 13 0 3 460:344 26 Týr 16 11 3 2 389:264 25 Akranes 16 11 2 3 412:306 24 Þór 16 11 1 4 405:304 23 Þórsarar standa því verst að vígi liðanna fjögurra er úrslita- keppnin hefst. í henni leika liðin hins vegar 6 leiki þannig að ýmis- legt getur breyst og staða Þórs er alls ekki vonlaus þrátt fyrir að liðið sé í 4. sæti eins og er. Völsung vantar nú 2 stig - í íslandsmeistaratitilinn „Þetta var auðvitað áfangi að titlinum en þetta er ekki búið,“ sagði Hannes Karlsson þjálfari kvennaliðs Völsungs í blaki eftir að lið hans hafði unnið ÍS með 3:2 í hörkuleik í Hafralækjarskóla um helgina. Þarna mættust þau lið sem berjast um íslandsmestaratitil- inn og var ljóst að hart yrði barist um stigin mikilvægu sem í boði voru. Mikill fjöldi áhorfenda mætti í Hafralækjarskólann og þar var sannkölluð úrslitastemmning á áhorfendapöllunum. í fyrstu hrinunni var ÍS sterkara og sigr- aði með 15 stigum gegn 6, en Völsungur sneri dæminu við í þeirri næstu og vann 15:5. Þá kom önnur hrina sem ÍS vann, nú 15:10 en Völsungur svaraði með að vinna næstu með sömu tölum. Og því þurfti úrslitahrinu. Hún var æsispennandi og lengst af fylgdust liðin að upp töfluna. Jafnt var á flestum tölum og t.d. 13:13 og 14:14. En við geysileg fagnaðarlæti tókst stúlkunum í Völsungi að skora tvö næstu stig og tryggja sér þannig stigin tvö. Völsungur stendur eftir þenn- an sigur best að vígi í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur tapað tveimur stigum minna en ÍS. Hins vegar á Völs- ungur eftir erfiðan útileik gegn Breiðabliki sem verður að vinn- ast til þess að tryggja titilinn. Fari hins vegar svo að Völsungur tapi þeim leik þarf aukaleik á milli IS og Völsungs um titilinn. Stelpurnar í ÍS kepptu einnig gegn KA um helgina og unnu 3:1. Þá urðu úrslitin í einstaka hrinum þau að ÍS vann tvær fyrstu 15:8 og 15:9, KA vann þá þriðju 15:9 en ÍS fjórðu hrinuna 15:6 og leikinn þar með. SÍS sigraði Lið Iðnaðardeildar Sambands- ins sem hefur verið mjög sigur- sælt í innanhússknattspyrnu bætti enn einni fjöður í hatt sinn um helgina er liðið sigraði í Firmakeppni Knattspyrnu- ráðs Akureyrar. í keppninni tóku upphaflega þátt 18 fyrir- tæki en um helgina léku 6 þeirra sérstaka úrslitakeppni í íþróttaskemmunni. Þá léku allir við alla og þegar upp var staðið voru það Þormóð- ur Einarsson og hans menn hjá Iðnaðardeild sem voru sigurveg- arar á markahlutfalli. Liðið í 2. sæti sem var frá Raforku var það lið sem mest kom á óvart í mót- inu en þar lék Bjarni Sv»:- björnsson Þórsari með lítt <v[jnn_ um knattspyrnumönnum. Póstur og sími sem kom inn í úrslitakeppnina fyrir ÚA sem ekki gat mætt til leiks varð í þriðja sæti en starfsmenn Sport- hússins urðu að gera sér 4. sætið að góðu. Þeim háði illilega að hafa ekki skiptimann, en allir starfsmenn fyrirtækisins 4 að tölu þurftu að leika alla leikina án hvíldar og háði það þeim. Slippstöðin varð í 5. sæti og það lið hafði skiptimenn eins og gefur að skilja, en lið lögreglunn- ar hafnaði í 6. og neðsta sæti, þetta létt leikandi og skemmti- lega lið sem talið er að eigi mikla framtíð fyrir sér á knattspyrnu- vellinum undir öruggri stjórn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.