Dagur - 12.03.1984, Page 9

Dagur - 12.03.1984, Page 9
12. mars 1984 - DAGUR - 9 Er listverkamaöurinn verður launa sinna? Það er vægast • sagt furðulegt hvaða sjónarmið eru ríkjandi gagnvart listum og þeim sem þær stunda hér á Akureyri, (og víðar). Maður verður þess var í samtölum við ýmsa borgara bæjarins, að þeir líta á listamenn sem bagga á þjóðinni, ærast ef þeim er launað fyrir vinnu sína, eða þeir eru aðstoðaðir til að geta sinnt henni. Fyrir nokkrum dögum, (að lokinni úthlutun listamannalauna og starfslauna rithöfunda), átti ég tal við einn af góðborgurum bæjarins. Hann fáraðist mjög yfir úthlutuninni og ölmusum til lista- manna, eins og hann kallaði það. Þar kom hann máli sínu að hann býsnaðist yfir tilvist myndlista- skólans og taldi hann öldungis óþarfan bagga á bæjarfélaginu, enda væri hann útungunarstöð listamanna. Á manninum var það að heyra, að myndlistaskólann sækti eingöngu fólk sem gengi með listamannagrillur. Glöggt mátti heyra á þessum ágæta manni að orðið listamaður fór fyrir hjartað í honum, eins og svo mörgum öðrum, en listamað- ur virðist vera annars- eða þriðja- flokks persóna í hugum margra. Listamaður hljóti að vera sníkju- dýr á þjóðfélaginu sem geri sí- felldar kröfur til annarra, en eng- ar til sjálfs sín. Hannaðar nærbuxur Ég reyndi að benda manninum á það, að myndlistarnám væri undirstaða fyrir svo margt annað. Til dæmis þyrfti hann ekki að líta lengra en á borðið fyrir framan sig. Á því væru kaffibollar, diskar, öskubakkar, teskeiðar, sígarettupakkar og eldspýtu- stokkar og allt væri þetta hannað af fólki sem væntanlega hefði numið myndlist. Borðið sjálft hefði verið teiknað áður en það var smíðað og sama væri að segja um stólinn sem hann sæti á. Já, jafnvel væru nærbuxurnar hans hannaðar af manni sem numið hefði myndlist, svo tekið væri nærtækt dæmi. Út um gluggann gæti hann séð hinar ýmsu tegund- ir bifreiða og þær hefðu að sjálf- sögðu verið teiknaðar áður en þær hefðu verið smíðaðar. Þess má geta, að færustu bifreiða- teiknarar eru mikilsvirtir lista- menn meðal samborgara sinna. Ég benti þessum ágæta manni á það, að sumar þjóðir, t.a.m. Finnar hefðu ómældar tekjur af útflutningi vel hannaðra hluta, enda væru þeir frægir á hönnun- arsviðinu. Slíkur árangur næðist ekki nema með almennri menntun á því sviði. Sömu sögu væri að segja um ýmsar aðrar þjóðir, ekki síst „frændþjóðir“ okkar á hinum Norðurlöndun- um. Nú er mér vel kunnugt um það, að umræddur maður hefur yndi af fallegum myndum og munum og skreytir heimili sitt með málverkum, eins og flestir aðrir. Ég býst við því að honum finnist, að vinnudegi loknum, notalegt að fara í vel hannaða inniskóná sína þegar heim kemur, setja sig niður í vel hann- aðan húsbóndastólinn, taka sér vel hannaða bók í hendur, eða njóta þess að horfa á vel hannað- ar myndirnar á veggjunum og fá sér góðan kaffisopa úr vel hönn- uðum kaffibolla. Það má rétt vera hjá umræddum ágætismanni að enginn geti lært að verða lista- maður, en það er því miður ríkj- andi misskilningur, að mynd- listaskólar séu til þess stofnaðir að framleiða listamenn. Tónlist- arskólar eru ekki heldur stofnað- ir til að framleiða einleikara, svo tekið sé hliðstætt dæmi. Hvorir- tveggja eru þessir skólar stofnaðir til að kenna fólki undirstöðu hinna ýmsu greina. Það kemur svo í ljós hvort einhver einstakl- ingur innan skólanna hefur það til að bera að ganga þá braut sem liggur til skapandi starfa á lista- sviðinu. En fæstir nemendanna leggja fyrir sig svokallaða lista- mennsku, enda er sú leið bæði torsótt og lítt fýsileg, ef litið er til fyrirhafnarinnar eða arðseminn- ar. Sú undirstöðumenntun sem nemendur hljóta í þessum' skólum sem öðrum, verður þeim í flestum tilvikum mikilvæg og þjóðinni til gagns. Listamenn fara ótroðnar slóðir Nú má enginn skilja þessi skrif mín svo, að ég sé að gera hlut listamanna lítinn. Listamenn eru jú einu sinni þeir sem vekja eiga þjóðirnar með skapandi starfi sínu. Sumir kalla þessa vakningu „að vera á undan sinni samtíð". Listamenn fara ótroðnar slóðir og benda samferðamönnum sín- um fram á veginn. Það hefur ver- ið sagt, að íslendingum hafi þótt hraunið ljótt, þar til Kjarval fór að mála af því myndir og sýna þær. Það er eins og sumir álíti að frumherjar okkar á myndlistar- sviðinu, þeir Kjarval, Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson hafi hafist af sjálfum sér. Nei ekki var það svo einfalt. Þeir nutu allir styrkja einstaklinga og hins opin- bera á námsárum sínum og þeir styrkir voru ekki allir skornir við nögl. Langt var frá því, að íslending- ar væru sammála um að styrkja þessa menn, sem þá voru ungir og brennandi í andanum. Þá var Ragnar Lár myndlistarmaður í vinnu stofu sinni í „Digterhjemmet“ í Fanö í Danmörku þar sem hann starfaði sl. sumar. til siðs, að leita til Alþingis um laun eða styrki til náms og náms- ferða. Væru styrkir veittir var það oftast naumur meirihluti sem samþykkti það, gjarnan eftir snarpar umræður. Þær þjóðir sem gert hafa vel við listamenn sína hafa fengið það borgað til baka á svo mörg- um sviðum sem langt mál þyrfti til að tíunda. Ég býst til dæmis ekki við því, að þeir séu margir í dag, sem eru því mótfallnir að þremenningarnir sem minnst er á hér að framan skyldu fá „starfs- laun“ og styrki á sínum tíma. En fyrst ég er nú á annað borð farinn að skrifa um þessi mál og hneykslast á sjónarmiðum náungans, þá langar mig að bæta dálitlu við. Leiga fyrir myndir Á dögunum vár opnað nýtt úti- bú hér í bæ, bankaútibú Alþýðu- bankans. Sú nýbreytni var upp tekin við opnun þessa útibús, að listamönnum skyldi boðið að hengja þar upp myndir sína, hver listamaður tvo mánuði í senn. Reyndar er nýbreytnin ekki fólg- in í boðinu sjálfu, því aðrar stofnanir hafa gert hið sama, t.a.m. Útvegsbankinn hér á Ak- ureyri og er allt gott um það að segja. Nýbreytnin hjá Alþýðu- bankaútibúinu er fólgin í því, að greiða listamanninum leigu fyrir myndirnar á meðan þær hanga uppi og aðstoða einnig fjárhags- lega við uppsetningu myndanna. En hvað gerist? Samgleðjast borgararnir listamanninum? Já sumir, ekki allir því miður. Þeir menn eru til, þótt ótrúlegt sé, sem eru stórhneykslaðir á þessu „athæfi“ bankans. „Að borga mönnum fyrir að fá að hengja upp myndir sínar!“ Ég spyr les- andann af þessu tilefni: Af hverju er það ekki sjálfsagður hlutur að borga listamanninum í þessu til- felli? Það er bankinn, (útibúið), sem biður listamanninn um að fá myndir hans til sýningar á veggi sína, væntanlega til augnayndis þeim sem leið sína leggja í bankann. Kannski eiga líka ein- hverjir erindi í bankann ein- göngu til að líta á myndirnar, en það er jú jákvætt fyrir fyrirtæki að fá fólk inn fyrir sfnar dyr, eða hvað? Af hverju þykir þeim, sem hneykslast á umræddum dag- gjöldum til listamanna, ekki sjálfsagt að fá ókeypis inn á bíó? Áf hverju þykir þeim sjálfsagt að borga drjúga peningaupphæð fyr- ir að horfa á íslenskar kvikmynd- ir? Er ekki jafn sjálfsagt að höf- undar þeirra sýni þær án endur- gjalds og þakki bara fyrir að ein- hver vill skoða þær? „Menningarleg“ sjónarmið ritstjórans Fyrir nokkrum árum, tveimur eða þremur, bað einn ritstjór- anna hér í bænum listamann um að gera fyrir sig mynd, sem nota mætti á forsíðu blaðs síns. Kvaðst hann hafa það á stefnu- skrá sinni að fá listamenn til að gera myndir fyrir sig á forsíðuna, til að nota til hátíðabrigða. Um- ræddur listamaður brást vel við og talaði um menningarleg sjón- armið ritstjórans. Hann gerði myndina, fór með hana til rit- stjórans og voru báðir harla glaðir. Myndin birtist síðan á forsíðunni lesendum til ánægju. Seinna fór svo listamaðurinn til ritstjórans og hafði með sér sann- gjarnan reikning fyrir myndina. En hvað skeður? Ritstjórinn verður stórhneykslaður á lista- manninum. Hann á varla orð til að lýsa hneykslan sinni á ósvífni listamannsins. Ætlast hann virki- lega til þess að fá greitt fyrir þá náð sem hann sýndi honum með því að birta myndina hans - og það á forsíðu? Gat hann ekki séð hvað það var mikil auglýsing í því fólgin að fá mynd birta eftir sig á forsíðunni? Áð fá greiðslu fyrir það í þokkabót, ekki nema það þó! Þessi frásögn af viðskiptum listamannsins og ritstjórans lýsir því miður ríkjandi sjónarmiðum. Þó eru þeir sem betur fer nokkrir sem skilja það, að „verður sé verkamaður launa sinna“, hvort heldur hann er „listverkamaður", eða ekki. R. Lár. Ath.s. ritsjóra: Þar sem sá grunur læðist að mér að R. Lár eigi við mig ætla ég að leggja örfá orð í belg. Umræddur listamaður gæti verið hann sjálfur og það eina sem ég minnist varðandi mynd eftir R. Lár á forsíðum Dags var svona svolítið Bogga-leg mynd af Gísla á Upp- sölum, en sú mynd tengdist grein eftir R. Lár inni í blaðinu, sem hann fékk að sjálfsögðu greitt fyrir. R. Lár hefur unnið nokkur verkefni fyrir blaðið og ávallt fengið greitt skv. reikningi, síðast hálf mánaðar- laun verkamanns fyrir að hanna nýj- an Helgar-haus og nokkrar myndir fyrir veðurdálkinn á baksíðu. Það er svo hins vegar rétt að Dagur hefur notið velvildar annarra listamanna í bænum, sem hafa gert heilar for- síðumyndir án greiðslu. Vonandi verður hægt að gera betur við þá næst. - HS. Björn S. Stefánsson: Islenskunám útlend- inga í heimahúsum Erlendur hestamaður, sem hér dvaldist í fyrrasumar, spurði mig, hvort hvergi væri boðið upp á hraðnámskeið í íslensku.Ég gekk úr skugga um, að svo væri ekki. Talsvert mun hafa verið spurst fyrir um slík námskeið í mennta- málaráðuneytinu eftir að forseti íslands var í opinberri heimsókn á Norðurlöndum. Margir útlendingar hafa komið sér í vist í sveit til að læra ís- lensku. Aðrir læra málið í há- skólanum í Reykjavík og er það þá liður í annarri háskóla- menntun og stendur vetrarlangt. Á tveggja ára fresti er haldið sumarnámskeið í háskólanum ætlað norrænum stúdentum sem lesa norræn fræði. Við nám í háskólanum í Reykjavík dregur það mjög úr árangri, að hinir er- lendu stúdentar halda hópinn og tala .sín á milli eitthvert annað tungumál en íslensku. Það spillir enn frekar fyrir námsárangri, að Reykvíkingar vilja helst ekki tala íslensku við útlendinga, heldur babla við þá eitthvert erlent mál. Utlendingar sem hér eru lang- dvölum sækjast að sjálfsögðu eft- ir að þjálfa sig í íslensku með því að tala við ísiendinga á íslensku. íslenska er kennd útlendingum í námsflokkum Reykjavíkur og málaskólanum Mími, en nám- skeiðin standa heilt kennslumiss- eri eða vetrarlangt og.eru miðuð við að fólk sinni öðru starfi eða námi samhliða. í Englandi er boðið upp á sumarnámskeið í ensku og nem- endum útveguð vist á enskum heimilum. Á írlandi er írska (keltneska) kennd á nokkurra vikna námskeiðum. Þau fara fram í héruðum á vesturströnd- inni þar sem írska er móðurmál og heimilismál. Nemendum er komið fyrir á írskumælandi heim- ilum og ekið að morgni í skóla og kennt, en fara svo um miðjan daginn heim og eru samvistum við írskumælandi fólk það sem eftir er dagsins. Það væri þarft að bjóða upp á sams konar námskeið hér á landi. Heppilegasti tíminn væri að sumri og mætti standa þrjár fjór- ar vikur. Eftir þann tíma væru nemendur farnir að bjarga sér svo á íslensku, að þeir gætu vanið íslendinga af að tala við þá út- lensku og þannig fengið tækifæri til sjálfsnáms. Ekki skal spáð hversu mikil að- sókn yrði, en byrja mætti í Reykjavík og á Akureyri. Nem- endur á Akureyri væri best að vista í sveitum út með Eyjafirði að vestanverðu og á Svalbarðs- strönd. Gætu þeir komið inn á Akureyri að morgni, annars veg- ar með Dalvíkurbílnum og hins vegar með Húsavíkurbílnum, en síðan færi sérstakur bíll með þá heim, þegar skólakennslu lýkur, ef ekki fellur önnur ferð. í Reykjavík ætti að mega útvega nægilega mörg heimili fyrir einn bekk þar sem einhver fullorðinn er heima á daginn. Ég geri samt ráð fyrir að vist á sveitaheimili yrði nemendum notadrýgri. Um þóknun til heimilanna má til að byrja með hafa hliðsjón af því sem greitt er á Englandi og ír- landi. Tvennt gæti tafið fyrir fram- kvæmd þessa máls. íslensku- kennarar munu lúnir að vori og ófúsir að taka að sér slíka sumar- vinnu, þótt ekki sé nema mánað- artíma. Fáir eru færir um að kenna útlendingum íslensku. ís- lenskukennarar eru menntaðir til að kenna þeim íslensku, sem kunna rnálið fyrir, nefnilega ís- lendingum. Ékki er heldur víst að fáist nægileg aðsókn, þar sem nám- skeiðið yrði lítt þekkt í upphafi. Þar sýnist mér ráð að heita á ferðamálaráð, sem kæmi kynn- ingu á slíku námskeiði inn í aðra kynningu sína erlendis á íslandi. Menntamálaráðuneytið væri réttur aðili að koma siíkum námskeiðum á. hver sem kæmi til með að halda þau. Kennslugjöld ættu að standa undir kostnaði og nemendur greiddu húsráðendum fyrir vistina. Að þessari starfsemi ætti að vera menningarauki fyrir þjóðina og ofurlítil búbót. Björn S. Stefánsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.