Dagur - 12.03.1984, Page 12

Dagur - 12.03.1984, Page 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR „Rauðka“ bíður nú viðgerðar „Rauðka“, Chieftain flugvél Fluglelags Norðurlands sem hlekktist á í Ólafsfirði í lok janúar bíður nú í flugskýli fé- lagsins á Akureyrarflugvelli eftir því að hafist verði handa við viðgerð. „Við erum að vinna að því núna að fá greiddan út áætlaðan viðgerðarkostnað frá tryggingar- félaginu,“ sagði Sigurður Aðal- steinsson hjá FN er Dagur ræddi við hann. „Tryggingarfélagið hefur gert áætlun um viðgerðarkostnað eins og hann kemur þeim fyrir sjónir, en í stað þess að Iáta gera við vél- ina á reikning tryggingarfélagsins viljum við gjarnan fá þennan áætlaða viðgerðarkostnað greiddan og sjá um viðgerðina sjálfir. Ég held að það verði eng- in fyrirstaða með þetta en það tekur tíma að ganga frá málinu.“ - En hvað líður kaupum á annarri sams konar vél eins og skýrt hefur verið frá að þið hygg- ist ætla út í? „Við erum að leita að vél. Það er býsna mikið framboð á þessum vélum en við ætlum að reyna að gera góð kaup- og förum okkur rólega í því máli.“ gk-. Annríki hjá lögreglu Bílnum A-4639, Ijósbrúnni Citroen-bifreið var stolið frá Norðurgötu aðfaranótt sunnudags, en bíllinn fannst síðan óskemmdur við blokk í Skarðshlíö. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. Aðfaranótt laugardags voru tveir menri fjarlægðir frá slysa- deild FSA eftir að hafa verið með óspektir. Báðir mennirnir voru drukknir. Sömu nótt var svo brotist inn í útibú KEA við Hafn- arstræti en þaðan var litlu stolið. Talsvert hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu og er aðeins hluti þeirra upplýstur. - ESE. Tæki til slógmeltu- vinnslu íHarðbak Nú er verið að hanna búnað til að nýta slóg um borð í togur- um Útgerðarfélags Akureyr- inga, en það hefur verið mörg- um þyrnir í auga að sjá slóginu hent fyrir borð þar sem í því eru mörg nýtanleg efni. Tækin sem verið er að hanna fara um borð í Harðbak, að sögn Gísla Konráðssonar, framkvæmda- stjóra. Gísli sagði að nú væri verið að hanna tækin og einhver bið gæti orðið á því að þau yrðu tekin í notkun. Hann gat þess að nú væri verið að gera tilraunir með lifrar- og slógmeltu um borð í togaran- um Kambaröst frá Stöðvarfirði. Tækin sem þar eru um borð eru hakkavél og tankur í lest og til- heyrandi búnaður. í slóginu eru efni sem valda því að það meltist af sjálfu sér, auk þess sem bland- að er maurasýru í það. Hægt er að skilja lýsið frá slógmeltunni, sem síðan er hægt að nota sem fóður eða vinna úr mjöl. í blaðinu Fiskifréttum kom nýlega fram, 'að áhöfnin á Kambaröst fengi sem svaraði loðnuverði fyrir slógmeltuna, sem væri þá um 2 þúsund krónur fyrir hverja veiðiferð, en að vísu nokkuð breytilegt. Geta má þess að í fiskslógi er að finna mörg mjög verðmæt efni til notkunar í lífefnaiðnaði. Má nefna hormóna, ýmiss konar ens- ým eða lífhvata. Verð á trypsíni, sem er meltingarensým unnið úr skúflöngum og briskirtlum er á bilinu 25-200 þúsund krónur fyrir hvert kíló og fer verðið eftir hreinleika. HS. Lélegt geymsluþol matvæla: „Kæli- keðjan nrfnar alltof oft - Eg tel að höfuðorsökina fyr- ir lélegu geymsluþoli á ýmsum matvælum megi m.a. rekja til lélegra flutninga. Því miður er lítið um það að kælibflar séu notaðir og eins hef ég grun um að varan bíði einnig oft tals- verða stund á afgreiðslum áður en hún er send af stað. Þetta sagði Valdimar Brynj- ólfsson, heilbrigðisfulltrúi Akur- eyrar í samtali við Dag er hann var spurður út í rannsóknir þær sem fram hafa farið á gerlainni- haldi og þar með geymsluþoli matvæla. Fylgst er reglulega með þessum málum af hálfu heilbrigð- isyfirvalda og sagði Valdimar að útkoman á Akureyri væri yfirleitt mjög góð. - Því er þó ekki að neita að við og við verður vart við vörur sem hafa lélegt geymsluþol og ástæðan fyrir því er sú að kæli- keðjan rofnar. Það er mælt með því að kælivörur séu geymdar í 0-4 gráðu hitastigi en þegar að flutningunum kemur þá rofnar þessi keðja því miður allt of oft, með þeim afleiðingum að hitastig hækkar og gerlum fjölgar, sagði Valdimar Brynjólfsson. - ESE. Spáð er hægviðri á Norðurlandi næstu daga. Það verður bjart austan til en gæti þykknað upp á vestanverðu Norðurlandi. Hitastig verður svipað en þó gæti hlýnað aðeins í dag og á morgun en spáð er kólnandi veðri með svip- uðu hitastigi og í morgun. • Hlíðarfjallið freistandi Það var glæsilegt í morgun- sólinni Hlíðarfjallið og freist- andí fyrir skíðaunnendur að taka sér frí í vinnu í dag, en því er nú ekki að heilsa hjá flestum, alla vega. Þrátt fyrir mikinn snjó í vetur hefur lítið verið hægt að stunda skíði. Veðrið hefur því miður verið með eindæmum umhleyp- ingasamt, hvasst og leiðin- legt til skíðaiðkana. Vonandi fer að verða breyting á og stillurnar að færast í vöxt, svo Akureyringar geti not- fært sér þessa bestu skíða- aðstöðu á landinu. Það er ekki alls staðar sem aðeins tekur innan við 10 mínútur að bregða sér úr bænum og i skíðalöndin. # Nanna kennir á skíði Skíðanámskeiðum hjá Skfða- skólanum í Hlíðarfjalli fer nú senn að Ijúka. Ný námskeið hefjast mánudaginn 19. mars og meðal kennara verður Nanna Leifsdóttir. Hún mun fyrst og fremst leiðbeina krökkum á aldrinum 8-12 ára, sem hafa áhuga á að keppa á skíðum í vetur t.d. á Andrés- arleikunum. Að loknu þessu námskeiði mun Nanna velja þau efnilegustu úr og leið- beina þeim í nokkra daga, þeim að kostnaðarlausu. Þeir krakkar sem vilja njóta leið- sagnar Nönnu þurfa að hafa samband við Skíðastaði sem fyrst og láta innrita sig á námskeið. # Göngukeppni og grillveisla Og áfram með skíðin. ívar Sigmundsson, forstöðumað- ur Skíðastaða, hefur sent trimmnefndum Akureyrar og Húsavíkur ábendingu, þar sem hann spyr hvort ekki væri hægt að efna til göngu- keppni milli Akureyrar og Húsavíkur. Gengið verði á skíðum frá báðum stöðunum og síðan munu hóparnir mætast einhvers staðar í skógarrjóðri í Ljósavatns- skarði. Þar verði slegið upp veislu með varðeldi, grillað kjöt, og þar geta menn í anda bróðernis deilt um hver hafi fjölmennara gönguliði á að skipta og þar af leiðandi sig- urvegari í keppninni. Skemmtileg hugmynd hjá ívari og rétt að koma henní á framfæri. Svo er bara að vona að allir taki þessu vel og veðurguðirnir sjái um að snjórinn verði nægur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.