Dagur - 14.03.1984, Síða 1

Dagur - 14.03.1984, Síða 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS f N 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. mars 1984 32. tölublað átta hundruð tonn í febrúar- mánuði sl. ef miðað er við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir samdráttinn verður þetta að teljast nokkur framför a.m.k. ef borið er saman við janúar- mánuð en þá dróst afli saman um rúm 3000 tonn ef miðað er við sama mánuð, árið á undan. Mesta sök á þessum samdrætti á þorskveiðum á Norðurlandi í febrúar má skrifa á reikning bátaflotans en heil 600 tonn vant- aði upp á að þessu sinni til að ná aflatölu fyrra árs. Almennur samdráttur var hjá bátum yfir ailt landið í febrúar og mestur varð hann um 1660 tonn á Reykjanesi en minnstur varð samdrátturinn um 200 tonn á Vestfjörðum. Ef litið er á þorskafla togar- anna er samdrátturinn um 200 tonn á Norðurlandi en auk þess varð aflasamdráttur hjá togurum á Vesturlandi og Reykjanesi. Annars staðar eykst togaraafli ef miðað er við febrúar 1983 og mest er aukningin á Austfjörðum eða um 500 tonn en um 450 tonn á Vestfjörðum. Samtals er út- koma báta og togara best á Vest- fjörðum en þar hefur orðið aukn- ing frá fyrra ári um ein 250 tonn. Heildarafli sem berst á land er mestur á Austfjörðum í febrúar miðað við upplýsingar frá Fiski- félagi íslands, en samtals bárust þar á Iand 118.987 tonn í febrúar. Munar þar mest um tæplega 113 þúsund tonna loðnuafla. Alls var landað í mánuðinum um 45 þúsund lestum á Norður- landi, þar af tæpum 37 þúsund lestum af loðnu. Heildaraflinn frá áramótum nú er því orðinn tæpar 50 þúsund lestir sem er mikil aukning þar sem engin loðnuveiði var í fyrravetur. ESE. Iðnaðardeild Sambandsins: Mokkaskinn fyrir um 23 milljónir til USA „Við erum nýbúnir að gera samning við bandarískt fyrir- tæki um sölu á fullunnum mokkaskinnum til afhendingar á næstu 18 mánuðum fyrir um 800 þúsund dali, eða sem sam- svarar 23 milljónum króna. Þessi viðskipti byrjuðu í fyrra og þá seldum við um 100 þús- und fet af mokkaskinnum, en þessi samningur er um fjórum sinnum stærri í magni. Með þessum samningum eru að opnast nýir markaðir fyrir mokkaskinn og við gerum okk- ur vonir um að þetta eigi eftir að verða góður og stöðugur markaður,“ sagði Órn Gúst- avsson, inarkaðsstjóri skinna- iðanaðar hjá Iðnaöardeild Sam bandsins í viðtali við Dag. „Það er hugsanlegt að þetta geti orðið til þess að opna Banda- ríkjamarkaðinn fyrir fullunnum mokkaflíkum og það er til mikils að vinna, því þetta er stærsti markaður heims. Þetta er mjög góður samningur fyrir okkur því hér er um að ræða skinn sem ekki eru í hæsta gæðaflokki og því hefur v<*nð fremur erfitt að losna við þau. Hius vcgar henta þessi skinn kaupandanum í Bandaríkj- unum mjög vel. Fyrirtækið sem kaupir skinnin er Excelled Leather Coat Co. í New Jersey en það er stærsti mokkakápu- framleiðandi vestra. Hluti þeirra fer beint í framleiðslu á 10 þús- und kápum fyrir Sears Robuck verslunarkeðjuna í Bandaríkjun- um. Það er verulegur áhugi á því hjá þessum kaupanda að auka viðskiptin og eins og ég gat um áður gæti þetta orðið til þess að í framtíðinni færum við að selja fullunnar mokkaflíkur til Banda- ríkjanna,“ sagði Örn Gústavsson að lokum. - HS. Höfrungahlaup. Mynd: KGA. Ný innisundlaug á Raufarhöfn: Nærri 200 manns í sund fyrsta daginn „Við opnuðum laugina kl. 2 á miðvikudaginn og nokkrum mínútum síðar voru taldir 82 krakkar, sem komnir voru út í. Samtals komu nærri 200 manns í sund þennan fyrsta dag,“ sagði Gunnar Hilmars- son, sveitarstjóri á Raufar- höfn, en ný innisundlaug var opnuð á staðnum um. miðja síðustu viku. Laugin verður opin fram yfir næstu helgi, en þá verður henni lokað aftur þar sem enn er eftir ýmiss kon- ar frágangur. „Sundlaugin er fullbúin að inn- an en eftir er ýmiss konar frá- gangur, einkum utanhúss. Það á eftir að lagfæra innganginn í hús- ið og steypa tröppur, svo eitthvað sé nefnt. Við gerum ráð fyrir að geta vígt laugina formlega í maí- júní í sumar og þá býrja strax sundnámskeið. Hingað til hafa börnin þurft að fara á sundnám- skeið að Lundi og þar hafa þau dvalið í heimavistinni í um viku tíma, meðan námskeiðin hafa staðið. Það gefur auga leið að sundlaugin breytir miklu fyrir okkur. I kjallaranum undir bún- ingsklefunum er fullkomin heilsurækt, sem hefur verið opin síðan í desember. Þar er gufu- bað, þrekþjálfunartæki og ljósa- böð, og fólk hefur kunnað vel að meta,“ sagði Gunnar Hilmars- son. Framkvæmdir við sundlaugina hófust 1976 og þegar laugin var orðin fokheld varð nokkurt hlé á framkvæmdum. í fyrra og árið þar áður var hins vegar unnið fyr- ir um 7 milljónir króna og gert er ráð fyrir að það sem eftir er að framkvæma kosti um eina millj- ón króna. Þessi nýja sundlaug Raufarhafnarbúa er tæplega 19 m löng og 8 m breið. HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.