Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -14. mars 1984 Ertu búinn að sjá Atómstöðina? Óli Magnússon: Nei, ég hef ekki áhuga á að sjá hana. Geir Magnússon: Nei, og ég hef ekki hugsað mér að sjá hana. Ásgeir Halldórsson: Nei, mig langar ekkert til þess. Bragi Stefánsson: Nei. Valgarður Stefánsson: Já, hún er ofsalega góð og það ættu allir að sjá hana. „SKAKIN ER HJÁKONA MÍN fií - því ég er giftur lyftingastöng- inni Ef einhver væri beðinn um að nefna ólíkustu íþróttagreinar sem til eru, þá er ekki ótrúlegt að sá hinn sami nefndi lyfting- ar og skák. Almenningsálitið hefur nefnilega fyrir löngu dæmt lyftingamenn sem heila- laus vöðvabúnt en skákin nýt- ur virðingar sem mikil andans íþrótt. En er munurinn á þessu tvennu í raun svo mikill og skyldi almenningsálitið hafa hlaupið á sig? Það skýtur a.m.k. nokkuð skökku við að einn besti kraftlyftingamaður landsins, margfaldur íslands- meistari og Norðurlandameist- ari, varð á dögunum Akureyr- armeistari í skák í annað sinn og að því er best er vitað voru andstæðingarnir með harð- snúnara móti að þessu sinni og flestir sæmilega greindir. Sá sem hér um ræðir er Kári Elí- son en þessi „tvöfaldi“ pers- ónuleiki er í Viðtali Dags-ins í dag. - Ég lærði snemma mann- ganginn af karli föður mínum, ætli ég hafi ekki verið sex eða sjö ára en framan af tefldi ég þó lítið. Það hefur svo verið 1974 að ég tók fyrst þátt í skákmóti, líklega Islandsmóti í opnum flokki og þá stóð ég mig það vel að ég varð í þriðja sæti. - Það hefur verið uppörvun fyrir þig? - Já en ég tefldi þó aldrei mik- ið á þessum árum. Ég byrjaði ungur í lyftingunum og varði mestum tíma mínum í þá íþrótt en tefldi þó alltaf við vini og kunningja á milli þess sem ég greip í lóðin. - Hvenær byrjaðir þú að tefla fyrir alvöru? - Ég flutti hingað norður vet- urinn ’78 og þá æxlaðist það þannig að ég fékk fyrir náð og miskunn að vera með í A-flokki á Skákþingi Akureyrar. Ég var al- gjörlega stigalaus skákmaður en það vantaði menn til að fylla í flokkinn og ég fékk að vera með. Þetta mót varð mér eftirminni- legt því allt gekk mér í haginn og í mótslok vorum við efstir og jafnir ég og Gylfi Þórhallsson. Hann vann svo titilinn eftir ein- vígi við mig. Eftir þetta fór ég að taka virkari þátt í skáklífinu og síðan þá hefur skákin verið hjá- kona mín, þar sem ég er eigin- lega giftur lyftingastönginni. - Er ekki gífurlegur munur á þessum tveim greinum? - Það er mikill munur en það er líka margt sem er ótrúlega líkt. Til að ná árangri í báðum greinum, þá þurfa menn að leggja á sig miída vinnu. Báðar greinar byggja á þrautseigju og sá harði agi sem ég hef verið und- ir í lyftingunum hefur hjálpað mér í skákinni. Hins vegar hefur skákin eða sú þolinmæði sem maður verður að temja sér þar, hjálpað mér í lyftingunum. Ég er óþolinmóður að eðlisfari en skákin hefur kennt mér að bíða færis o£ sæta lagi ef þannig má að orði komast. - Er mikið um liðtæka skák- menn í hópi lyftingamanna? - Það eru talsvert margir sleip- ir skákmenn meðal lyftinga- manna og ég tel mig liðtækan í þeim hópi. Það má kannski geta þess til gamans að tveir af bestu Íyftingamönnum Akureyrar, Haraldur Ólafsson og Freyr Aðalsteinsson byrjuðu báðir í skákinni. Hjá þeim og mörgum öðrum hefur skákin verið liður í jákvæðri þróun og við höfum allir komist að því að framfarabrautin liggur í gegnum hugann. - Hvernig gengur að samræma kraftlyftingarnar sem þú ert í núna og skákina? - Það gengur ekki að vera á toppi í báðum greinum samtímis. Þegar ég er á toppi í lyftingunum þá þýðir ekkert fyrir mig að tefla. Þá hvíli ég mig á skákinni, nema hvað ég nota hana mér til and- legrar upplyftingar. - Hvað finnst þér um stöðu skákarinnar á Akureyri nú? - Það hafa orðið miklar fram- Rætt við Kára Elíson nýbakaðan skák- meistara Akureyrar farir hjá skákmönnum á Akur- eyri að undanförnu. Það er að koma upp hópur af ungum og efnilegum skákmönnum með Pálma Pétursson í broddi fylking- ar og árangur hans á Reykjavík- urskákmótinu þar sem hann skaut mörgum skákmeisturum ref fyrir rass var mjög ánægju- legur. Það eina sem vantar hér eru fleiri tækifæri. Fleiri tækifæri til að tefla við skákmenn á al- þjóðamælikvarða en vonandi gef- ast þau á komandi árum. - Hvernig hyggst þú haga skákinni í framtíðinni? - Ég er á leiðinni í lægð nú enda lyftingamót framundan en hugsanlega fer ég í skákendur- hæfingu nú um páskana. í fram- tíðinni reikna ég svo með að halda mínu striki og tefla og lyfta til skiptis. Hvort það færir mér fleiri titla verður bara að koma í Ijós. - ESE. Gott hjá Borgarbíói Ánægður skrifar: Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju rninni með það hve fljótt Atóm- stöðin var tekin til sýninga hér á Akureyri. Ég fór á myndina ásamt fjölskyldu minni og ég get tekið undir það með mörgum öðrum að þetta er einkar falleg og skemmtileg mynd. Nú vona ég bara að það styttist í að myndin hans Hrafns komi hingað í Borgarbíó. Uppákomur? Vorboði hringdi: Það hefur ekki farið framhjá neinum að það hefur verið vor í lofti að undanförnu og því vil ég koma með þær ábendingar til verslanaeigenda við Hafnarstræti að þeir beiti sér fyrir uppákom- um í göngugötunni þegar spá er hagstæð. Sigbjörn í Sporthúsinu á þakk- ir skyldar fyrir framlag sitt í fyrrasumar og vonandi heldur hann áfram á sömu braut. Ég veit auðvitað að það er ekki komið sumar en samt væri gaman ef hægt væri að gera eitthvað til til- breytingar í göngugötunni nú þegar veðrið er svo gott dag eftir dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.