Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 3
#14. mars 1984- DAGUR - 3 HITACHI ferðatæki í miklu úrvali Fjórðungsþing hvatti til svæðis- i bundins samstarfs „Það er ekki óeðlilegt að sveit- arfélög í fjórðungnum vilji efla með sér svæðisbundið samstarf um lausn á stærri verkefnum í framkvæmdum sveitarfélaga og vegna sameiginlegra at- vinnu- og byggðahagsmuna. Eg minni á að á Fjórðungs- þingi í ágúst 1982 var gerð samþykkt í þessa veru og þar kom fram það álit að svona samtök geti styrkt sambandið sem heildarsamtök Norðlend- inga. Því beindi þingið því til fjórðungsstjórnar og fjórð- ungsráðs að stuðlað verði að slíku samstarfi um lausn verk- efna á afmörkuðum svæðum innan fjórðungsins.“ Þetta sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga, í viðtali við Dag í tilefni fréttar á mánu- dag þess efnis að stærri sveitarfé- lögin á Norðurlandi vestra væru Sögusnælda fyrir börn Út er komin ný sögusnælda fyrir börn: „Sagan af vaskafatinu og fleiri sögur fyrir börn“, eftir Þórhall Þórhallsson. Tónlist samdi Sigurður Rúnar Jónsson. Hér eru á ferðinni líflegar og hressilegar sögur sem höfundúr les sjálfur. Sögurnar voru hljóð- ritaðar í Stúdíó Stemmu. Snældan fæst í plötu- og bóka- búðum og kostar aðeins kr. 330. Söngtónleikar í Borgarbíói Laugardaginn 17. mars nk. verða þriðju tónleikar Tónlist- arfélagsins á Akureyri á þessu starfsári. Á þessum tónleikum koma fram einsöngvararnir Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir og flytja lög eftir Arne, Brahms, Britten, Dvorák, Fauré, Purcell og Schumann, við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar og Soffíu Guðmundsdóttur. Rækjupillunar- vélinni seinkaði Nokkrar tafir hafa orðið á af- hendingu rækjupillunarvéla til Sigló hf. á Siglufirði en búist er við vélunum í þessari viku. - Þetta hefur verið hálf erfið fæðing en við erum bjartsýnir þrátt fyrir tafirnar, sagði Sæ- mundur Árelíusson, fram- kvæmdastjóri Sigló er við rædd- um við hann. Að sögn Sæmundar varð af- greiðslufrestur á vélunum lengri en við var búist í upphafi en vél- arnar ættu þó að öllu forfalla- lausu að koma til Siglufjarðar í þessari viku. Verksmiðjan kæm- ist því vonandi í gagnið í þessum mánuði. - ESE. Borgarbíó: Islenskar myndir í röðum! Mikill kraftur hefur nú færst í sýningar á íslenskum myndum í Borgarbíói. Atómstöðin hef- ur verið sýnd þar við góða að- sókn að undanförnu og nýbúið er að sýna þar Skilaboð til Söndru og tvær íslenskar myndir eru á leiðinni. Þær myndir sem sýndar verða á næstunni eru mynd Kristínar Jóhannesdóttur, Á hjara verald- ar sem frumsýnd var í fyrra og að hefja með sér formlegt samstarf. Áskell sagði að með tillögun- um um svæðisbundið og verk- efnabundið samstarf sveitarfé- laga hefði verið brotið blað í sögu sambandsins. Menn hefðu vænst þess að giftusamlega tækist til, þannig að komið yrði á sem virk- ustu samstarfi sveitarfélaga, án þess að veikja kosti heildarsam- takanna og styrk þeirra. Eins og fram kom í fréttinni á mánudag hefur verið rætt um það milli manna hvort að því gæti komið að sveitarfélög á Norður- landi vestra segðu sig úr Fjórð- ungssambandinu. Á fundi full- trúa þéttbýlissveitarfélaganna á Nl. vestra var þetta ekki sérstak- lega til umræðu, en hjá einum fulltrúanna, Hilmari Kristjáns- syni, oddvita á Blönduósi, kom fram að „ekki væri tímabært að segja sig úr Fjórðungssamband- inu“, eins og það var orðað í fundargerð. Þetta var ekki um- ræðuefni fundarins, heldur má segja að það hafi aðeins borið á góma, sem bendir til þess að hug- myndir um úrsögn úr Fjórðungs- sambandinu eru á kreiki meðal einhverra sveitarstjórnarmanna. Dagur hefur heimildir fyrir því að líklega séu þeir þó færri sem séu þessarar skoðunar. - HS. I : rííimímyíffirmínjM^í^^. ^ ••• • » TRK 5341E kr. 3.780,- TRK 2200E kr. 9.600,- TRK 9100E kr. 14.800,- TRK 6801E kr. 6.030,- Kassettur. LN C60 Normal kr. 79,- EX C60 Chrome kr. 133,- Videospólur VHS LN C90 Normal kr. 98,- EX C90 Chrome kr. 182,- 2ja tíma kr. 520,- ER C60 Normal kr. 128,- SX C60 Chrome kr. 172,- 3ja tíma kr. 620,- ER C90 Normal kr. 160,- SX C90 Chrome kr. 210,- ÍUÍmBUÐIN » 22111 Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Ný námskeið hefjast á hverjum mánudegi. Innritun og upplýsingar í Skíðastöðum símar 22280 og 22930. Allir hafa þessir listamenn lagt sitt af mörkum við uppbyggingu tónlistarlífs á Akureyri á undan- förnum árum, bæði sem leiðbein- endur og þá ekki síður sem flytj- endur sígildrar tónlistar. Sem fyrr segir, verða tón- leikarnir laugardaginn 17. mars og hefjast kl. 17.00 í Borgarbíói á Akureyri. Miðasala verður í Bókabúð- inni Huld og við innganginn. Tónlistarfélagið á Akureyri. nun að taka upp mikið af gólfteppum á mjög hagstæðu verði til dæmis nælonteppi frá kr. 235 og • i pr. m, \V pr m: vakti þá mikla athygli. Vegna ágreinings hefur þessi mynd ekki verið sýnd hér fyrr en nú en sýn- ingar hefjast um aðra helgi. Þá mun þess skammt að bíða að Hrafninn flýgur, hin umtalaða mynd Hrafns Gunnlaugssonar verði sýnd í Borgarbíói og miðað við þessa þróun má segja að „vorið í íslenskri kvikmynda- gerð“ hafi loksins náð til Akur- eyrar. - ESE. Nú er rétti tíminn til að teppaleggja fyrir fermingarnar Teppadeild HAFNAHSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.