Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 5
14. mars 1984 - DAGUR - 5 Kýrnar verða tölvustýrðar Á síðustu árum hefur átt sér stað víða erlendis bylting í fóðrun búfjár með aðstoð tölvunnar. Sérstaklega hefur þróunin orðið ör í alifuglaræktuninni, en nú eru kúabændur óðum að taka þessa tækni í sína þjónustu. íslenskir bændur, sem fóru í bændaferð á Smithfield landbún- aðarsýninguna í London í vetur heimsóttu mjólkurframleiðanda nokkuð fyrir utan borgina. Þessi bóndi var með mjög fullkomna stjómun á fóðrun mjólkurkúa, með aðstoð tölvu. Allar kýrnar voru með hálsbönd, á þeim var smátæki þar sem númer kýrinnar var skráð. Þegar kýrnar eru svangar fara þær að opi, en standa jafnframt á vog, þær stinga höfðinu inn í opið og með geisla er númer kýr- innar komið til tölvunnar. M hef- ur boðum um vigt kýrinnar verið komið til skila einnig og um leið er gerð úttekt á því hvað kýrin á að fá ' mikið af fóðurbæti. Skammturinn miðast við þunga og nythæð daginn áður, eða undanfarna daga. Þá er eftir- leikurinn auðveldur, nú skammt- ar tölvar kjarnfóðrið, sem getur verið t.d. þrjár mismunandi teg- undir. Það dettur niður í fóður- trogið 'A af dagskammtinum. Pegar kýrin hefur lokið við að éta þá fær hún ekki næsta skammt fyrr en eftir 3-4 tíma. Bóndinn sem var heimsóttur taldi ekki ávinning af þessari tækni fyrr en fjöldi mjólkurkúa væri kominn nokkuð yfir 100. Jafnframt upplýsti hann að tölvu- Breyting á gjaldi á fóðurbæti Á fundi Framleiðsluráðs land- búnaðarins um miðjan febrúar var samþykkt að innheimta há- marksgjald af innfluttu kjarn- fóðri er nemi 2.000 kr. á tonn. Þessi ákvörðun Framleiðsluráðs verður að hljóta samþykki land- búnaðarráðherra og krefst reglu- gerðarbreytinga, áður en hún tekur gildi. Framleiðsluráð lagði til að breytingin ætti sér stað frá og með 1. mars. Fóðurbætisgjaldið hefur verið mismunandi hátt miðað við krónur, því það hefur verið 33,33% af cif. verði fóðurvöru. í upphafi þessa árs var gjaldið frá 1.200 kr. og upp í 2.800 kr. á tonn. Fóðurbætisgjaldið mun því lækka á dýrustu erlendu fóð- urblöndunum. STEFNULJÓS skaljafnagefa í tæka tíð. sérfræðingar hefðu mestar áhyggjur af eina veika hlekknum í kerfinu, sem væri kýrnar. í fjósinu á Læk í Hraungerðis- hreppi er tölvustýrð fóðrun og hefur gefist vel. Fleiri bændur hér á landi hafa hug á að koma upp slíku kerfi, enda er það nokkuð öruggt að íslenskir bændur koma til með að tileinka sér þessa tækni á næstu árum. handa Silju 9. sýning föstud. 16. mars kl. 20.30 í Sjallanum. Aldurstakmark 18 ára. 10. sýning sunnud. 18. mars kl. 20.30 í Sjallanum. Munið leikhúsmatseðilinn. Miöasala i leikhúsinu alla daga frá kl. 16-19 sýningardaga í Sjallanum kl. 19.15-20.30. Sírtii 24073 (leikhús), 22770 (Sjallinn). Leikfélag Akureyrar. Aðalfundur Iðnráðs Akureyrar verður haldinn í fundasal Trésmiðafélags Akur- eyrar Ráðhústorgi 3, sunnudaginn 18. mars 1984 kl. 14.00. Iðnráð Akureyrar. Félag aldraðra Akureyri Aðalfundur félags aldraðra verður í Húsi aldraðra fimmtudaginn 22. mars og hefst kl. 2 e.h. Fundarefni: Skýrsla stjórnar, byggingamál, fram- tíðarstörf og kosningar. í þættinum önnur mál eru ábendingar og nýjar hugmyndir vel þegnar. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Stjórnin. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum söluskatti mánaðanna október, nóvember og desember 1983, sem á hefur verið lagður á Akur- eyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, svo og fyrir söluskattshækkunum. Ennfremur tekur úrskurður þessi til þinggjaldahækkana á gjaldendur í um- dæminu, launaskatts 1983 og landflutningagjalds 1983. Svo og úrskurðast lögtök fyrir þungaskatti samkvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina október, nóvember, desember og janúar sl.,.þ.e. af bifreiðum með umdæmismerki A. Loks tekur úrskurðurinn til dráttarvaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úr- skurðar þessa. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 13. mars 1984. á skrifstofutækjum og skrifstofuhúsgögnum á Hotel KEA fimmtudaginn 15. mars frá kl. 13-20 Sýnum m.a. IBM PC tölvu ársins 1983 tölvukerfi rafeindaritvélar reiknivélar skrifstofuhúsgögn Ijósritunarvélar FACIT prentaraborö FACIT ritvél tengd vid litla diskstöð FACIT tölvuborö SKRIFSTOFUVAL HF. SVNNVHLÍÐ ¦ SÍMI 9625004

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.