Dagur


Dagur - 14.03.1984, Qupperneq 7

Dagur - 14.03.1984, Qupperneq 7
14. mars 1984 - DAGUR - 7 Kcppendur voru 50-60 talsins. iSMOTIÐ þeir hafi unnið frábært starf við undirbúning og framkvæmd mótsins. Þeir unnu sjálfir öll gögn sem þurfti fyrir mótið, brugðu sér svo í hlutverk hinna fjölmörgu dómara sem þarf til þess að reka jafn umfangsmikið mót og hér var um að ræða, en keppt var í boccia, lyftingum, bogfimi og borðtennis. Ollum sem tóku þátt í mótinu bar saman um að framkvæmd þess hefði verið Hængsmönnum til mikils sóma og er óhætt að taka undir þau orð. Keppendur og fararstjórar kunnu líka vel að meta móttökurnar og á þessu móti sat keppnisgleðin í fyrir- rúmi. Keppt var í flokkum þroskaheftra og hreyfihamlaðra. Við sögðum frá úrsiitum í hinum ýmsu keppnisgreinum sl. mánudag en hér fylgja nokkrar myndir með úr keppninni í boccia. gk-. Þakkir - fyrir góða þjónustu Fyrir nokkrum dögum, þegar ég er aftur kominn á heimili mitt, eftir stutta legu á sjúkrahúsinu, get ég ekki látið hjá líða, að lýsa alveg sérstöku þakklæti mínu, fyrir alla þá sérlega góðu þjónustu sem ég, og ég tel víst að, aðrir sjúklingar, sem þar þurfa að dvelja, njóta hjá lækn- unum, hjúkrunarfræðingunum, sjúkraliðum og öðru starfsfólki sem á deildunum vinnur. Að vísu er ég ekki kunnugur þessari starfsemi, nema á handlækningadeildinni, lyf- læknisdeildinni, göngudeildinni og röntgendeildinni, þ.e. þeim deildum sem ég hefi legið og/eða notið starf- semi frá, en mér er tjáð af kunnug- um, sem ég er viss um að, er rétt, að sama góða þjónustan er á öðrum deildum sjúkrahússins, sem sé bækl- unardeildinni, barnadeildinni og kvensjúkdóma- og fæðingardeild- inni. Það er geysilega mikið starf sem allt starfsfólkið leggur á sig, til að lækna og hlynna sem mest og best að öllum þeim er þar dvelja, og í mörgum tilfellum við hin erfiðustu skilyrði. Og vil ég þá taka dæmi, og nefna handlækningadeildina og sjálfsagt líka bæklunardeildina, sem þurfa að talsverðu leyti, að vinna bæði á deildunum í sjúkrahúsinu og svo á göngudeildinni, sem - því mið- ur - er ennþá staðsett niður í bæ, og mér finnst lítt skiljanlegt. En áður en nýja álman við byggingu sjúkra- húsið hófst, varð að taka leigupláss í miðbænum svo að starfsemi þess- arar deildar gæti hafist, sem var knýjandi þar sem ekkert pláss var fyrir hana á sjálfu sjúkrahúsinu, fyrr en hin fyrirhugaða nýbygging kæm- ist upp, en þar var henni að sjálf- sögðu ætlað sérstakt pláss, ásamt slysadeildinni. Þetta er mér vel kunnugt um, því á þeim tíma átti ég sæti í stjórn sjúkrahússins, og áður en ég varð að hætta í henni, skv. boðum þáverandi heilbrigðisráð- herra, að tveir af fimm stjórnar- mönnum skyldu víkja fyrir öðrum tveimur frá starfsfólkinu, var endan- lega gengið frá teikningum af þess- ari nýju álmu við sjúkrahúsið, og j ví er mér kunnugt um, hvar í ný- byggingunni þessi starfsemi skyldi vera - þ.e. göngu- og slysadeildin. Ég varð því ekki lítið undrandi þeg- ar byggingin var vel komin undir þak, og byrjað að innrétta hana, sem að vísu enn er ólokið að fullu, að það fyrsta sem þar var innréttað, var stærðar pláss fyrir skrífstofu sjúkrahússins, sem er þar enn, og satt að segja skil ég ekki slíkar ráð- stafanir, þar sem ekki er nokkur þörf á, að hafa aðalskrifstofu sjúkrahússins þar á staðnum, og það í stóru plássi sem tekið er frá mjög áríðandi starfsemi sjúkrahússins, enda mjög auðvelt að hafa hana hvar sem er í bænum, og nóg af skrifstofuplássi til leigu hér á Akur- eyri. Ef forstjórinn telur sig þurfa að vera staðsettur í sjúkrahúsinu, mætti sjálfsagt finna þar einhvers staðar eitt herbergi handa honum, í húsinu. Það hefur verið og er enn mjög nauðsynlegt að hafa göngu- deildina í sjálfu sjúkrahúsinu, það býst ég við að allir þeir sem eitthvert skynbragð hafa á þessum hlutum, sjái, og það án umhugsunar. Það er alveg víst, að mjög margir þeirra sjúklinga sem liggja á sjúkrahúsinu, þurfa að fara til áríðandi athugunar á göngudeildina, og þurfa þeir þá að klæða sig upp úr rúminu, og síðan er þeim ekið í bæinn á leigubtlum og að meðferð lokinni, ekið aftur upp á sjúkrahúsið. Fyrir utan þau óþæg- indi sem þetta veldur sjúklingunum, svo og læknunum, er það alveg víst að þetta kostar þó nokkuð fé, og sá kostnaður dregur sig saman yfir árið, sem sjúkrahúsið greiðir. Að vísu þurfa fleiri að sækja göngu- deildina, en þeir sjúklingar sem liggja inni á sjúkrahúsinu, því þar koma margir til eftirlits og athugun- ar, sem ekki dvelja á sjúkrahúsinu, en það er síst verra fyrir þá, að þurfa að koma upp á sjúkrahúsið, til þeirrar meðferðar sem þeir þarfnast hverju sinni. Þá er hreint ekki lítið sem lagt er á læknana, sem annast þá starfsemi, sem fram fer á göngu- deildinni, og ekki hægt að líkja því saman við, hvað ntikið betra í alla staði það væri ef þessi deild væri staðsett í sjálfu sjúkrahúsinu. Fyrir því skora ég nú á stjórn sjúkrahúss- ins, að nú þegar verði skrifstofan flutt, úr því plássi sem hún nú er í, og göngudeildin fái strax það pláss, sem henni var ætlað í hinni nýju við- byggingu við sjúkrahúsið. Þá vil ég taka undir það, sem for- stjórinn sagði nýlega í blaðaviðtali, að nauðsynlegt væri að gera við gluggana í gömlu byggingunni. Já, það voru sannarlega orð að sönnu, sem ekki þolir neina bið. En svo að segja öll sjúkraleguplássin eru í þessari byggingu, og verða sjálfsagt á næstu árum, þó ætlunin sé að byggja nýja álmu og þegar búið að teikna hana, en verði sami seina- gangurinn með að koma henni upp sem að koma hinni þegar byggðu nýju álmu í full not, býst ég við að langur tími, jafnvel áratugur eða meira, líði þar til hún verður komin upp. En gluggarnir í gömlu bygging- unni halda hvorki vatni né vindi, og ef svolítil gola er úti og stendur á gluggana, eru það hreinustu vand- ræði, og til að reyna forða því, að stórvandræði hljótist af, hefur það snjallræði verið tekið upp, a.m.k. á nokkrum stofum, að þétta þá með því að setja heftiplástur með rúðun- um, svo að kaldur vindgusturinn blási ekki beint á sjúklingana. Þetta hefur gert þó nokkuð gagn, en varla er það til frambúðar, og hreint ekki til fyrirmyndar á einu af stærstu sjúkrahúsum landsins. Þessir glugg- ar eru líka jafn gamlir og sjúkrahús- ið er, eða um 30 ára, og alla tíð ver- ið mesta ólán, en á þeim tíma sem það var byggt, var mjög svo „móðins" að hafa slíka glugga í öllum stærri byggingum sem byggð- ar voru. Ég tel það ekki útilokað, þar sem nú er nauðsyn á að spara sem allra mest, a.m.k. í öllu því sem tilheyrir rt'kinu, að hægt væri að taka þessa viðgerð á gluggunum í áföngum, en ekki allt á einu og sama árinu, og byrja að sunnan og austanverðu. Það skal viðurkennt sem vel hefur verið gert, og á ég þá við að malbik- uð hafa verið öll bílastæðin og heim- keyrslan frá Þórunnarstræti, þó er það mín skoðun, að meira hefði ver- ið aðkallandi að byrja á viðgerð glugganna. En hver hefur sína skoðun á málunu, og svo er um þetta. Ég hefi heyrt að væntanlegur sé hingað á næstunni forstjóri ríkis- spítalanna, og væri það hreint ekki fráleitt, að sýna honum, hvað orðið hefur að gera í sambandi við glugg- ana, til að reyna að forða vand- ræðum, svo og aðstöðuna með göngudeildina. Að loknum þessum hugleiðing- um, sem að ofan greinir, endurtek 'ég áskorun mína á stjórn sjúkra- hússins, að gera nú þegar ráðstafan- ir til að flytja göngudeildina í sjúkrahúsið og f það pláss sem henni var í upphafi ætlað, svo og athugun og viðgerð á gluggum í gömlu bygg- ingunni, og þar fyrst, þar sem þörfin er mest. Að endingu endurtek ég einlægar þakkir mínar, fyrir alla þá góðu þjónustu, sem ég hefi orðið aðnjót- andi á sjúkrahúsinu, þegar heilsa mín hefur krafist þess, að vera undir handleiðslu lækna og hjúkrunar- fólks, og notið í fyllsta mæli sérlega góðrar meðferðar, og það er mín einlæga ósk, að þessu ágæta fólki sé sköpuð öll þau bestu skilyrði, sem hugsanleg eru, við sín frábæru störf, við að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Akureyri, 28. febrúar 1984 Maríus Helgason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.