Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 9
14. mars1984-DAGUR-9 Mark Duffield tilKA Skoski leikmaðurinn Mark Oul'ílelíl sem leikið hefur með Siglfirðingum undanfar- in ár hefur tilkynnt félaga- skipti yfir í KA. Mun hann koma til Akureyrar um næstu mánaðamót. KA fær þar mjög sterkan miðvailarspilara, en Mark er mikill harðjaxl sem gcfur aldrei þumlung eftir á vellinum. Fleiri íið vildu fá hann til sín, m.a. Framarar, en Mark hefur sem- sagtákveðið að klæðast hinum gula búningi KA í sumar. Er ekki nokkur vafí á að hann mun styrkja KA-Iiðið mikið. Rússarnir koma! Lcikur íslands og sovésku heimsmeistaranna í handknatt- leik hefst í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19.30 á föstudags- kvöld. Eins og fram kom í Degi sl. mánudag er ekki annað vitað en að Alfreð Gíslason muni leika þennan leik, jafnvel þó það verði eini leikurinn af þremur sem Sov- étmennirnir leika hér á landi sem hann getur mætt í. Er ekki að efa að mörgum mun þykja fengur í því að sjá Alfreð á fjölum Hallar- innar að nýju. Um sigurmöguleika íslenska liðsins er best að hafa sem fæst orð. Heimsmeistarar Sovét- manna eru af flestum taldir bestu Konráð Jóhannsson. Konni hættur Urslitin í 3. deild handknattleiksmenn heims í dag og víst er að þar fara erigir auk- visar. Einn leikmanna sovéska liðsins hefur leikið listir sínar hér á Akureyri, en það er fyrirliði liðsins, Belov, sem kom hingað með sovésku félagsliði árið 1982. Kl. 13 á föstudag verður tekin um það endanleg ákvörðun hvort af þessum leik verður, en það eina sem getur komið í veg fyrir það er að ekki gefi til flugs frá Reykjavík. En ef veðurguðirnir gefa grænt ljós mun forsala að- göngumiða hefjast í Sporthúsinu og Hlíðasporti kl. 14 á föstudag, og er ekki að efa að þar verður þröng á þingi því allir vilja sjá heimsins bestu handknattleiks- menn „að störfum" á Akureyri. „Já það er rétt, ég er hættur keppni í kraftlyftingum og hef flutt mig úr húsnæði lyftinga- manna hér í bænum og æfi nú í íþróttahöllinni með öðrum þar," sagði Konráð Jóhanns- son er Dagur ræddi við hann. Konráð hefur vakið talsverða athygli fyrir skjótan árangur í kraftlyftingum en ekki er ýkja langt síðan hann hóf að æfa og keppa í þeirri íþrótt. Við spurð- um hann hvað hefði valdið því að hann hefur nú hætt keppni þótt hann ætli að æfa áfram. „Ég er ekki tilbúinn að gefa neitt út á það, það væri sennilega best að spyrja aðra um það," sagði hann. Úrslitakeppnin í 3. deild karla hel'st á föstudagskvöld i íþróttahöllinni á Akureyri með viðureign Þórs og Armanns. Reiknað er með að þessi leikur hefjist um kl. 21 en að honum loknum leika svo hin Iiðin Týr og Akranes. Á laugardag hefst keppnin kl. 15 með leik Akraness og Ár- manns og Týr og Þór leika um kl. 16.15. Keppnin hefst kl. 13.30 á sunnudag með leik Týs og Ár- manns en sfðan leika Þór og Akranes. Hin úrslitaumferðin verður í Reykjavík eða að Varmá um aðra helgi. Úrslitakeppni botnliðanna í 1. deild hefst á Akureyri um aðra helgi og verður leikið á föstudag, laugardag og sunnudag. Þar leika Þróttur, KR, KA og Haukar um tvö sæti í 1. deild næsta keppnis- tímabil og standa KR og Þróttur langbest að vígi í þeirri keppni en liðin taka stigin úr leikjum vetrarins með sér í úrslitin. Engar æf ingar Gunnar Níelsson baðvörður í íþróttahöllinni á Akureyri hafði samband við umsjónarmann íþróttasíðunnar. Kvaðst hann vilja koma því á framfæri að eng- ar æfingar yrðu í Höllinni á laug- ardag og sunnudag, og kvaðst hann harma það mjög. Mikil gróska hjá júdómönnum Síðastliðinn föstudag var haldið fyrsta svokallaða Akureyrar- meistaramót í júdó. Júdóráð Ak- ureyrar gekkst fyrir mótinu og kostaði öll verðlaun. Keppendur voru 31 og var þeim skipt í sex flokka. Mikil keppni var í flest- um flokkum enda öllum brögðum beitt. Glímurnar voru flestar ákaflega skemmtilegar á að horfa enda voru keppendur alls ófeimnir við að reyna að koma bragði á hvorn annan. Ekki skal gengið í grafgötur um að þessir ungu júdómenn munu ná langt ef þeir halda áfram á sömu braut, slík var framganga þeirra á mótinu. Vert er að geta þess hér að júdó hefur nú verið iðkað um árabil á Akureyri og gaman er frá því að segja að hróður íþróttarinnar hefur aldrei verið meiri (hér) ef litið er á tölu æfingafélaga. Röð efstu manna varð þessi: Kvennaflokkur: 1. Þóra Þórarinsdóttir 2. Svala Björnsdóttir 3. Ágústa Malmquist. Opinn flokkur: 1. Þorsteinn Hjaltason 2. Jón Óðinn Oðinsson 3. Arnar Eðvarðsson 4. Benedikt Ingólfsson. Þungavigt: 1. Árni Ólafsson '2. Trausti Harðarson 3. Karl Jónsson. Millivigt: 1. Baldur Stefánsson 2. Ólafur Herbertsson 3. Hjálmar Hauksson 4. Vernharður Þorleifsson. Léttvigt: 1. Tryggvi Heimisson 2. Jón Amason 3. Júlíus Björnsson. Fluguvigt: 1. Kristján Ólafsson 2. Gunnlaugur Sigurjónsson 3. Kristófer Einarsson. Þ.H. i_x_2 1_x-2 Einar Pálmi Árnason hefur nú tekið forustuna í keppninni. Hann skellti sér á 7 leiki rétta um stðustu helgi og hefur því fengið 12 rétta eftir 2 uiiil'eroir sem þýðir 50% árangur. Tryggvi Gíslason og Pálmi Matthíasson voru skammt á eftir með 6 rétta hvor en lestina rak Eiríkur S. Eiríksson sem hafði 5 rétta og var að voiiuiii iiliress. Tryggvi hefur samtals 10 leiki rétta en þeir Pálmi og Eiríkur eru með 9 hvor. En það er löng leið framundan hjá spekingunum. Tryggvi Gíslason. 10 Aston Villa-Nott.Forest Everton-Ipswich Leicester-West Ham Man.Utd.-Arsenal Nonvich-Luton Notts C.-Coventry Southampton-Liverpool Stoke-Birmingham Tottenham-WBA Watford-QPR Wolves-Sunderland Leeds-Grimsby Pálmi Matthíasson. 9 Aston Villa-Nott.Forest Everton-Ipswich Leicester-West Ham Man.Utd.-Arsenal Norwich-Luton Notts C,-Coventry Southampton-Liverpool Stoke-Birmingham Tottenham-WBA Watford-QPR Wolves-Sunderland Leeds-Grimsby 1 1 1 1 1 2 x 1 1 1 2 x Einar Pálmi Árnason. 12 Aston Villa-Nott.Forest Everton-Ipswich Leicester-West Ham Man.Utd.-Arsenal Norwich-Luton Notts C.-Coventry Southampton-Liverpool Stoke-Birmingham Tottenham-WBA Watford-QPR Wolves-Sunderland Leeds-Grimsby Eiríkur Eiríksson. 9 Aston Villa-Nott.Forest Everton-Ipswich Leicester-West Ham Man.Utd.-Arsenal Norwich-Luton Notts C.-Coventry Southampton-Liverpool Stoke-Birmingham Tottenham-WBA Watford-QPR Wolves-Sunderland Leeds-Grimsby

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.