Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 12
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Hofsós: Hörpudiskvinnslan gengur mjög vel „Það er heldur gott hljóðið í mönnum hér. Atvinnulífið hef- ur verið nokkuð þokkalegt, en það er einhæft. Flestir starfa í frystihúsinu og rekstur þess hefur gengið mjög vel,“ sagði Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri á Hofsósi, í spjalli við Dag. „Fyrirtækið Skagaskel sem stofnað var sl. haust hefur hafið vinnslu á hörpudiski og búið er að landa um 100 tonnum frá því fyrir miðjan febrúar. Heimilt er að veiða 400 tonn en menn eru að reikna með að leyft verði að veiða meira, þar sem meira virð- ist vera af hörpudiski en gert hafði verið ráð fyrir og miðin ekki fullrannsökuð ennþá. Um 10 manns vinna við verkunina og aflinn kemur af einum bát frá Hofsósi og tveimur frá Sauðár- króki. Þetta hefur gengið skín- andi vel og lítur mjög vel út. Búið er að sækja um rækju- vinnsluleyfi hér á staðnum en afstaða hefur ekki verið tekin til þess ennþá. Við vonumst hins vegar til að fá leyfið. Miklar endurbætur er nú verið að gera á höfninni og er stefnt að því að gera hér góða bátahöfn, en í áætlun sem Framkvæmdastofnun hefur gert varðandi Hofsós er lagt til að áhersla verði lögð á bátaútgerð. Til þess að svo megi verða þarf góða höfn. Mikið var unnið í henni í fyrra og verður svo aftur á þessu ári, en nú fara fjórar og hálf milljón króna í framkvæmdirnar. Almennt má segja að hljóðið í fólki sé gott, þrátt fyrir að ýmsar blikur séu á lofti í þjóðfélaginu. íbúum hér fækkaði í fyrra og hitt- eðfyrra en hefur fjölgað aftur og íbúar eru nú um 300 talsins,“ sagði Ófeigur Gestsson sveitar- stjóri á Hofsósi. HS Akureyri: Beiðni Iþrótta- ráðs var hafnað Akureyri: Verður leigu- bílum fækkað? ,rJá, ég hef heyrt að það hafi ein- hverjar umræður átt sér stað varð- andi þetta mál,“ sagði Svein- bjöm Jónsson framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Oddeyrar - BSO - er við spurðum hann hvort til stæði að fækka leigubifreiðum í bænum á næstunni. Nú er talið að einn leigubfll sé á Akureyri fyrir hverja 500 íbúa, en rætt hefur verið um að eftir fækkun- ina yrði einn bfll fyrir hverja 600 íbúa. „Petta er nokkuð erfítt mál. Það er sáralítið að gera mestan hluta vikunnar og reyndar vinnum við á þrískiptum vöktum frá mánudegi til föstudags þannig að það er alltaf einhver hópur manna á frívakt. Svo koma tamir, sérstaklega um helgar þar sem við erum í vandræðum með að anna eftirspuminni en bíl- amir hér á stöðinni em 26 talsins,“ sagði Sveinbjöm. gk-. Varmadælurnar sem Hitaveita Akureyrar festi kaup á í Dan- mörku komu til Akureyrar um helgina. í gær var unnið að því að koma dælunum fyrir í dælustöð hitaveitunnar og gekk það verk fljótt og vel, sérstaklega ef miðað er við að hvor dælan um sig vegur 13.2 tonn. Enn er ekki Ijóst hvenær verður hægt að taka varmadælurnar í notkun en búist er við að það taki um þrjár til fjórar vikur að tengja þær og ganga úr skugga um að þær virki eðlilega. Hlutverk dælanna er áð nýta betur það vatn sem hita- veitan hefur og er það gert með því að nýta varma frá affallsvatni til viðbótarhitunar heita vatnsins frá Glerárdal. Mynd: ESE. Á fundi í íþróttaráði Akureyr- ar 29. febrúar sl. voru gerðar samþykktir í ráðinu þar sem þess vas farið á leit við bæjar- yfirvöld að nokkrir liðir á fjár- hagsáætlun yrðu teknir til endurskoðunar. íþróttaráð gerði tillögu um að fá kr. 275 þúsund til byggingar húss fyrir sælgætissölu á íþrótta- vellinum og til þess að byggja skýli fyrir blaðamenn. Var þessi beiðni rökstudd með því að í sumar yrðu tvö lið í 1. deild og því fleiri leikir sem fjölmennt yrði á. Um leið var bent á að eng- in aðstaða væri fyrir blaðamenn á vellinum og að Ícofi sá sem sæl- gætissalan hefur verið í væri ónothæfur og yrði rifinn í vor. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins var þessi upphæð felld niður. íþróttaráð áætlaði kr. 800 þús- und til viðhalds Skíðastaða vegna þess að húsið er í mikilli niður- níðslu. Sú upphæð var lækkuð í 500 þúsund við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar og gerði íþróttaráð þá tillögu um að upphæðin yrði hækkuð aftur í 800 þúsund. Loks var í tillögu íþróttaráðs gert ráð fyrir að 300 þúsund krónum yrði varið til rekstrar íþróttasvæða KA og Þórs en sú upphæð var lækkuð um 100 þús- und krónur við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar bæjarins. Fór íþróttaráð þess á leit að fyrri upp- hæðin, 300 þúsund myndi standa óbreytt. Á fundi í bæjarráði 8. mars var bréf íþróttaráðs afgreitt á þann veg að ekki væri heimilt að verða við þessum óskum. gk-. Ekkert lát virðist ætla að vera á góða veðrinu. Nú er spáð hæglætisveðri á Norðurlandi næstu sól- arhringa, sunnan- eða suðvestangolu eða hæg- viðri. Yfirleitt björtu veðri og hitastig verður yfir frostmarkinu nema e.t.v. á nóttinni. # Öskudagur á 18 bræður... Draumspakur starfsmaður hér á blaðinu tilkynnti það í hópi samstarfsmanna sinna skömmu upp úr áramótum hvernig veðurfar yrði á Norðurlandi fram yfir miðjan febrúar. Allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók, og því biðu starfsfélagar hans spenntir eftir frekari fregnum af veðrinu framundan. - Eins og menn muna var prýð- isveður á Norðurlandi á öskudaginn, heitt og notalegt vorveður. Þá upplýsti hinn draumspaki starfsmaður það að hann hefði lengi fylgst með þvf að mark væri takandi á öskudagsveðrinu varðandi framhaldið. „Öskudagur á nefnilega 18 bræður á föst- unni“ sagði hann og sam- kvæmt því ætti að vera sæmi- legt framundan. Og nú bíða menn bara spenntir og vona að hlýindin haldist sem lengst. Ekki munu þó allir á einu máli, skíðamenn eru óhressir og vilja snjó og meiri snjó. # Heyrðu þjónn Það eru til margir brandarar um framreiðslumenn, eða öðru nafni þjóna og sam- skipti þeirra við gesti þá er þeir þjóna til borðs. það er til fjöldi brandara um fluguna í súpunni og eru margir þeirra ágætir. En við heyrðum einn nýjan um froskalappirnar: „Heyrðu þjónn, ertu með froskalæri?" - Þau voru til svo þjónninn svaraði og sagði já. Gesturinn var þá fljótur á sér og sagði: „Heyrðu, vilt þú þá ekki hoppa fram í eldhús og sækja hamborgara handa mér.“ # Útvarpið og hundarnir' Hundar, - aðallega höfuð- borgarhundar - hafa verið talsvert í sviðsljósinu að undanförnu. Á Akureyri er einnig talsvert um hunda og nokkrir þeirra eru búsettir í nágrenni höfuðstöðva Út- varpsins við Norðurgötu. Láta þeir í sér heyra af og til þegar þeir fá að fara út í garð að viðra sig eins og hunda er siður. Ekki eru allir hrifnir af því, og í hópi þeirra eru starfsmenn Útvarpsins. Það hefur nefnilega nokkrum sinnum komið fyrir að stöðva hefur þurft upptökur í „hljóð- veri Útvarpsins" vegna „söngs“ hundanna fyrir utan gluggann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.