Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 16
'Bautinn - Smiðjana Getum enn bætt við fermingarveislum 1., 15. og 19. apríl en fullbókað er 8. apríl. Minnum á heita veislumatinn. Loönuævintýri skipa utan af landi senn á enda? „Við erum svartsýnlr á firamhald veiðanna“ segir Hreiðar Valtýsson hjá útgerðarfyrirtækinu sem gerir Pórð Jónasson EA út - Við erum að verða frekar svartsynir á framhaldið. Verð- ið er lágt og svo virðist sem að bátum utan af landi sé fyrir- munað að fá að landa á höfnum á SV-horninu, sagði Hreiðar Valtýsson hjá Valtý Þorsteinssyni hf. en það fyrir- tæki gerir út loðnuveiðiskipið Þórð Jónasson EA. - Þetta ástand hefur skapast eftir að reglugerðinni var breytt í þá átt að menn fengu meira frjálsræði til að ráðstafa plássum. Þetta hefur komið mjög illa við báta af landsbyggðinni og við urðum t.d. núna að sigla frá mið- unum í Breiðafirði á annan sól- arhring til þess að landa í Krossa- nesi, sagði Hreiðar ennfremur. Loðnuafli Þórðar Jónassonar EA frá upphafi loðnuvertíðar er nú orðinn um 8500 tonn en alls nam kvóti skipsins 9900 tonnum. - Ég veit ekki hvað við gerum. Áhöfnin er nú að hvíla sig en það er óvíst að við förum út aftur, sagði Hreiðar Valtýsson. Verðið fyrir tonn af loðnu til bræðslu er nú um 400 kr. en í upphafi vertíðar var það rúmar 1200 kr. Verðið hefur hríðlækk- að að undanförnu. - Súlan er alls komin í um 12200 tonn frá því að vertíð hófst í nóvembermánuði sl., sagði Sverrir Leósson hjá Súlum hf. er blaðamaður Dags ræddi við hann um loðnuveiðarnar. Að sögn Sverris fékk Súlan upphaflega 7500 tonna loðnu- kvóta en þessi kvóti var síðan aukinn í 11400 tonn með aukinni loðnugengd. - Við veiðum nú í samræmi við reglur um 60 þúsund tonna kvótann sem ákveðið var að skipta á milli skipanna en eftir því sem ég veit best þá mun vera búið að veiða um 15000 tonn af þeim kvóta. Nú veiðir því hver sem best hann getur, sagði Sverr- ir Leósson. - ESE. Fram- tíð Hafnar- búðar- innar óljós Hafnarbúðin á Akureyri hefur verið lokuð síðan á mánudag og er óvíst um framtíð verslun- arinnar. - í>að hafa verið miklir rekstr- arerfiðleikar hjá okkur að undan- förnu og alls óvíst hvað við gerum, sagði Guðmundur Stef- ánsson, annar eigandi Hafnar- búðarinnar í samtali við Dag. Guðmundur sagði að verslunin væri nú lokuð á meðan þeir væru að ráða ráðum sínum. Aðal- ástæðan fyrir þessum erfiðleikum væri sú að þeir hefðu undanfarin ár verið með mikil lánaviðskipti en oft hefði reynst mjög erfitt að innheimta útistandandi skuldir. - ESE. AflSIAlt Hættulegur tími fynr gróðurum - Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu og erum raunar alltaf með lífið í lúkun- um þegar svona hlýindakaflar koma þetta snemma árs en enn sem komið er þá er of snemmt að fullyrða nokkuð um fram- haldið. Þetta sagði Árni Steinar Jó- hannsson, garðyrkjustjóri í sam- tali við Dag er hann var spurður hvaða áhrif hlýindin að undan- förnu og hugsanleg hret gætu haft á gróður. Að sögn Árna Steinars þá virð- ist sem að gróður hafi komið mjög vel undan vetri að þessu sinni en ef mikil frost koma það sem eftir lifir vetrar þá gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir gróðurinn. - Það er þó í raun ekki hægt að gera mikið. Að vísu er hægt að breiða yfir viðkvæmasta gróðurinn en það er erfitt að koma því við í stórum görðum. Það hjálpar annars mikið að það er kalt á nóttunni og úr þessu get- um við aðeins vonað tvennt. Að hlýindakaflinn haldi sínu striki fram á sumar eða að honum linni sem fyrst, sagði Árni Steinar Jó- hannsson. - ESE. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi blíðuveðri norðanlands í dag og á morgun. Á sunnudag verður líklega suðvest- anátt og að öllum líkind- um rigning. Hitastig verður rétt við frostmarkið í dag og á morgun, en á að hlýna annað kvöld og reiknað er með 3-4 stiga hita á sunnudaginn. Munið hin heimsfrægu snyrtivörumerki. Estée Lauder, Clinique, Stendhal, Helena Rubinstein, Lancome, Innoxa. Perlufestar hvítar og mislitar. Til fermingargjafa Slæður, Qölbreytt litaval. Hvít og mislit nærföt í miklu úrvali Náttkjólar og náttföt. Sloppar. [ Allir samfestingar I á kr.1.800,-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.