Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -19. mars 1984 Spurt fyrir landsleikinn á föstudag: Hverju spáirðu um úrslit leiksins? (Lokatölur: 22:27). Örlygur ívarsson: Paö veröur ekki mikill munur, eitt til tvö mörk á annan hvorn | Sigurður Þór Sigurðsson: Rússar vinna, 20:21. Guðjón Rúnarsson: Rússar vinna með fimm marka mun, svona 25 gegn 20. Freydís Arngrímsdóttir: Ég hugsa að Rússar vinni. Á ég að nefna markatölu? Skulum segia 20:27. Hrefna Brynjólfsdóttir: Það er alveg pottþétt að Rúss- ar vinna, en ég vil engu spá um markatölur. „Ein dellan tekur við af annarri“ - segir Árni K. Friðriksson Árni K. Friðriksson. „Það má segja að ein dellan taki við af annarri hjá manni, á vcturna er það jazzinn og svo tekur golfið við strax og fært er á golfvöllinn á vorin,“ segir Árni K. Friðriksson sem er í viðtali dagsins í dag. Árni hefur um langt árabil starfað í hljómsveitum á Akureyri og var ekki nema 12 ára er hann var sestur við trommurnar í sinni fyrstu hljómsveit. „Þetta var hljómsveit sem við stofnuðum nokkrir strákar í Gagganum,“ segir Árni. „Hún hét því furðulega nafni „Space- men“ og í henni voru auk mín þeir Sævar Benediktsson, Gunn- ar Ringsted, Kristján Guð- mundsson og Jón Sigurðsson eða „Nonni space“ eins og hann var alltaf kallaður. Við urðum svo frægir að spila opinberlega. Eftir það lá leiðin í fleiri hljómsveitir. Ég spilaði með einni útgáfunni af Geislum en minnisstæðust er veran í þeirri merku hljómsveit sem hét „Flakkarar". Við spiluðum ekki mikið opinberlega, en æfðum þeim mun meira og pældum mik- ið í músíkinni eins og það heitir víst í dag. Með mér þarna voru þeir Egill Eðvaldsson, Grímur Sigurðsson, Freysteinn Sigurðs- son og Gunnar Ringsted. Ætli það minnisstæðasta frá verunni í „Flökkurunum" sé ekki er við spiluðum á balli á Ólafsfirði og Egill kom með þá fríkuðu hug- mynd að við máluðum okkur hvíta í framan með plastmáln- ingu. Þetta þótti víst voðalega sniðugt þá en maður hlær að þessu í dag. Síðan var höfð stutt viðkoma í einhverjum unglingahljómsveit- um sem ekki voru ýkja merkileg- ar, en 17 ára byrjaði ég að spila með Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum og því merka liði Finni Eydal, Bjarka Tryggvasyni, Grími Sigurðssyni, Helenu og Ingimar að sjálfsögðu. Pað er óhætt að segja að það hafi verið mikill skóli fyrir mig þótt kunn- ingjum úr unglingahljómsveitun- um þætti það ekki njög merkilegt að ég væri að fara að spila svona fjölbreytta tónlist eins og Ingimar var með. Pað þótti víst ekki nógu töff. Ég var með Ingimar í rúmlega fjögur ár og það var spilað um hverja einustu helgi, mig minnir að það hafi ekki fallið úr nema ein helgi allan þennan tíma og tvö sumrin var spilað 6 daga vik- unnar í Sjallanum. Pegar ég hætti með Ingimar kom stutt hvíld en síðan fór ég í nýja hljómsveit Gunnars Tryggvasonar sem lék í Sjallanum. Áð því búnu pakkaði ég saman trommusettinu, sendi það suður í Garðabæ og gaf frænda mínum það. Það átti sem sagt að tryggja það að nú væri maður hættur.“ - En þú ert samt ekki hættur? „Nei ekki alveg. Þegar jazz- leikarinn Paul Weeden kom hingað 1982 og hélt hér námskeið og jazzkynningu þá dreif maður sig af stað og útkoman úr því varð sú að jazzinn heltók mann. Síðan hef ég verið virkur í Jazz- klúbbi Akureyrar sem Edward Fredriksen hefur manna mest drifið hér upp og þar hef ég spil- að í „big band“ og með nokkrum öðrum kunningjum. Jazzinn gef- ur manni eitthvað, afslöppun og þess háttar.“ - Og golfbakterían kom svo til sögunnar fyrir tveimur árum? „Já þá villtist maður upp á golfvöll og sér svo sannarlega ekki eftir því. Ég vinn í Slipp- stöðinni og þar er geysilegur áhugi á golfi. Ég reikna með að það séu hátt í 30 manns í Slipp- stöðinni sem leika golf að stað- aldri á sumrin og allan veturinn er talað um golf. Nú telja sumir dagana þar til hægt verður að fara í golfið á fullri ferð, en við nokkrir vinnufélagarnir teljum hins vegar vikurnar þar til við komumst til Portúgals í golf- ferð sem farin verður í maí. Svona er þetta, eitt tekur við af öðru og með hækkandi sól er það golfið sem á hug manns allan. Petta er stórkostleg íþrótt, úti- veran hressandi fyrir menn sem vinna inni og félagsskapurinn stórkostlegur," sagði Árni K. Friðriksson að lokum. gk-. Sinubrennur óvinsælar í Öngulsstaðahreppi Öngulsstaðahreppsbúi skrifar: Þegar fer að vora hér frammi í firði, taka nokkrir bændur sig til, sérstaklega í suðurhluta hrepps- ins og brenna sinu í tíma og ótíma. Veldur þetta mikilli reyk- mengun svo varla sést til sólar. Má segja að ef hér kemur gott veður, sunnangola og sólskin þá sé það umsvifalaust eyðilagt með feikna reykjarmekki. Ég vil eindregið beina þeim til- mælum til þessara ágætu manna að þeir láti af þessum ósið og leyfi okkur hinum sem hér búum að njóta veðurblíðu á vorin í hreinu, reyklausu lofti. Bannað að halda fundi á messutíma Kona hringdi: Hún sagði að sér fyndist það óhæft hve mikið væri gert af því að auglýsa alls kyns fundi á messutíma og bað um að auglýs- endum yrði bent á að það væri viðtekin hefð að auglýsa ekki fundi á messutíma þ.e. kl. 14 eða 14.30 á sunnudögum. í framhaldi af þessu hafði blað- ið samband við Þorleif Pálsson hjá dómsmálaráðuneytinu og fékk hjá honum eftirfarandi upp- lýsingar úr lögum um helgihald þjóðkirkjunnar en þau eru frá ár- inu 1926 og eru í fullu gildi enn þann dag í dag: „Almenna fundi um veraldleg málefni má eigi halda á helgidögum þjóðkirkj- unnar fyrr en um nónbil.“ Enn- fremur sagði hann að í lögunum stæði að ef messað væri síðar en um nónbil (þ.e. eftir kl. 15) þá bæri að halda fundi sem bæri upp á sama tíma og messu það fjarri kirkju að eigi yrði af þeim truflun við guðsþjónustuna. Sem sagt allir þeir sem auglýsa og halda fundi fyrir kl. 15 á sunnudögum eða öðrum helgi- dögum þjóðkirkjunnar eru lög- brjótar samkv. lögum frá 1926!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.