Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 23. mars 1984 23. mars 1984 - DAGUR - 9 „Hef ég einhverjar lífsreglur, já; burtu með aukaídlóin, niður með brennivínið og aldrei bjór, en vinnusemi í þess stað, það eru mínar œr og kýr. Haldi maður þessar þrjár meginreglur, þá er maður fœr í flestan sjó Það er gaman að lifa og mér líður eins og tvítugu ungmenni í dag. Þetta er eins og að byrja nýtt líf. “ Við erum komin í heimsókn til hljómlistarmannsins góðkunna Ingimars Eydal, sem nú er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem hann var fyrir.rúmu ári að minnsta kosti ekki að rúm- máli. Og það var í rauninni tilefni viðtalsins. Ingimar hefur nefnilega losað sig við þriðjung- inn af sjálfum sér. Við sögðum frá því hér í blaðinu í fyrrasumar, að Ingimar Eydal væri tekinn að rýrna; hann væri sem sé í megrun. Hann var orðinn 150 kg um áramótin 1982-83, en þá sá hann að við svo búið mátti ekki standa. Hann strengdi þess því heit, að ná af sér 50 kg á árinu. 13. janúar hófst baráttan og á fyrstu tveim vikunum hurfu 12 kg út í veður og vind. Eftir það þurfti kappinn að hafa meira fyrir hverju kílói sem hvarf, en þetta mjakaðist og fyrir áramót var takmarkinu náð. Þá sýndi vigtin 100 kg og nú er komin tveggja stafa tala á vigtina hjá Marra. En hvers vegna allt þetta puð við að losna við aukakílóin? Til mikils að vinna „Ég get sagt þér það drengur minn, að það er til mikils að vinna. Má ég ef til vill bjóða þér að hengja utan á þig 100 smjör- líkisstykki og burðast með þau með þér hvert sem þú ferð. Ætli þú verðir ekki feginn að kasta þeim af þér. Ég hef alltaf átt við þetta vandamál að stríða, ég hef alltaf verið lystugur og ég get borðað alveg hroðalega mikið. Ég hef því áður þurft að taka mér tak og fara í megrun; ætli ég væri ekki orðin ein sex hundruð pund annars. Mest lagði ég af eftir bíl- slysið forðum, enda sá Gauti Arn- þórsson, yfirlæknir, til þess að ég komst ekki í mat. Offitumaðurinn verður að taka á sínu vandamáli eins og alkóhólisti; hann verður að gera sér ljóst, að hann er „matardópisti". Svör átvaglsins við breyttum aðstæðum í um- hverfinu erú þau sömu; hann fær sér aukabita. Það er sama hvort hann ber kvíða í brjósti eða til- hlökkun, matur er alltaf það meðal sem gripið ef til. En frumskilyrð- ið til þess að verða gott átvagl er að hafa góða meltingu og vera hraustur. Þessa eiginleika hef ég haft og þess vegna get ég borðað svona mikið. Stundum hef ég fengið móralska timburmenn eft- ir stærstu átveislurnar! Og þegar maður er farinn að hafa nautn af því að borða einn þá er þetta að verða alvarlegt vandamál. Þetta er eins og með drykkju- manninn. Á meðan hann er „sósíaldrykkjumaður" þá er hon- um ekki svo mjög hætt, en þegar hann er farinn að sitja einn að sumbli er áfengisneyslan orðin vandamál. Og það er ekki nokk- urt vafamál, að menn fitna ekki af öðru en þeir láta ofan í sig. Hitt er svo annað mál, að fæðu- valið skiptir líka miklu máli og það er nú einu sinni þannig með aukabitamenn, að bestur þykir þeim fitandi matur. Því meira fit- andi sem hann er því betri er hann. Og ef ég borða eins og hugurinn segir mér, þá þyngist ég um V2 kg á mánuði. Það eru 6 kg á ári og 60 kg á 10 árum. Þegar svo er komið kallast þetta upp- safnaður vandi! Og það var í árs- lok 1982 sem ég uppgötvaði að ég var búinn að safna of miklu. Myndin sagði sina sögu - En hvernig gerðir þú þessa uppgötvun? „Það var ljósmynd sem kom upp um mig. Ég fékk fjölskyldu- myndir frá sumrinu úr fram- köllun um jólaleytið. Venjulega passa ég mig með það, að taka allar slíkar myndir sjálfur, en síð- an verð ég hinn argasti þegar myndirnar koma úr framköllun og engin mynd af mér! En í þetta sinn hafði þetta brugðist, því ein- hver úr fjölskyldunni hafði smellt af mér mynd við að grilla uppi á fjöllum. Ég hrökk illilega við þegar ég sá myndina. Ég vissi að ég var myndarlegur, þéttur á velli og þéttur í lund, eins og mamma orðar það, en að ég liti út eins og ég væri með þrjár bílslöngur utan um mig og það útblásnar, það hvarflaði ekki að mér. En mynd- in opnaði augu mín. Feitir menn gera sér sjaldan fyllilega grein fyrir ástandi sínu, en þarna voru staðreyndirnar borðliggjandi. - Hvað var til ráða? „Ég fór í Línuna og í votta viðurvist var staðreyndin skjal- fest; ég var 150 kg. Þetta var fyrirhöfn og sveltikúr. Ég fór í það að neyta trefjaríkrar fæðu, sem er holl og hefur auk þess fáar hitaeiningar. „Oldbranið" marg- umtalaða og undanrennan reynd- ust mér vel og hvort tveggja fæst í kaupfélaginu. Það er hægt að taka slíka oldbrankúra samhliða öðrum kúrum, ef maður er ekki ánægður með árangurinn. Hins vegar trúi ég ekki á neina krafta- verkakúra. Með þessu tók ég svo lýsi og synti 500-1000 metra á dag, helst í einni lotu. Þetta nuddar af manni aukakílóunum hægt og sígandi. Besti árangurinn er þegar maður sér svart að sund- inu loknu. Frumur líkamans skilja ekki að þetta eru björgun- araðgerðir og þær bregðast með orkuspamaði við orkukreppunni. Með þessu móti tókst mér að losna við 50 kg og raunar einu betur, því ég er 99 kg í dag. Von- andi tekst mér að halda mig við tveggja stafa tölu. Og þó ég sé ekki nema % hlutar af því sem ég var, þá hef ég uppgötvað það að enginn af mínum kostum hvarf með þessum þriðjungi sem horf- inn er! Það er nú eitthvað annað.“ Sundið er mitt trimm og það er stórkostleg heilsubót. Ég vil nota tækifærið og hvetja fólk til að notfæra sér þessa heilsu- lind. Og sundið tekur ekki mik- inn tíma, því sæmilegur sund- maður er ekki nema fimmtán mínútur með 500 metrana. En hann býr líka að þessum sund- spretti allan daginn. - Og hvernig líður þér þá? „Alveg stórkostlega. Þó ég gerði mér ekki grein fyrir því, þá voru aukakílóin farin að valda mér erfiðleikum á ýmsum sviðum. Þar að auki var blóð- þrýstingurinn smátt og smátt að hækka, þanpig að heimilislæknir- inn minn sá fram á lyfjagjöf til að halda honum niðri. En sem betur fer hef ég alla tíð verið hraustur, þannig að ég hef ekki þurft á pill- um að halda, enda eru lyf fyrir þá sem eru veikir. Það er í mesta lagi að ég taki hálfa magnyltöflu á fimm ára fresti og þá er ég snar- dópaður í marga daga á eftir! ég vorkenni þeim sem fara verst með sig.“ - Hvað finnst þér um bjórinn, eigum við að leyfa sölu og brugg- un á áfengu öli? „Nei, því án bjórs tökum við neðstu rimarnar úr áfengisstigan- um, en þessar rimar kæmu til með að hjálpa unglingunum við að taka fyrstu skrefin í neyslu áfengis. Nóg er nú samt. Það er stundum sagt um okkur templ- ara; þið viljið bara að við drekk- um sterkt vín og förum á grenj- andi fyllirí, þannig að við verðum sjálfum okkur og öðrum til skammar, sem sé gangandi aug- lýsing gegn áfengisneyslu. Það má vera að eitthvert sannleiks- korn sé í þessu, en ég er þó viss um að bjórinn yrði ekki til að bæta vínmenninguna. Neysla sterkra áfengra drykkja kæmi til með að aukast um að minnsta kosti 20% og önnur 20% bættust við vegna bjórsins. Ég held að við megum reikna með fast að helmings aukningu í neyslu áfengra drykkja í heild. Það er sjálfsagt að leyfa þjóðinni að taka ákvörðun í þessu máli með þjóð- aratkvæðagreiðslu. En þá mega menn ekki líta fram hjá stað- reyndum. Lítum á reynslu Dana. Þar er áfengisneysla og skorpu- lifur að verða eitt stærsta heil- brigðisvandamálið og því er spáð að þriðjungur þjóðarinnar sigli í að verða alkóhólistar. Þetta eru hrikalegar staðreyndir, sem við megum ekki skella skollaeyrum við.“ - Ingimar, þú hefur reynt að hætta að spila á dans- húsum, en alltaf hefur þú dottið „íða“ aftur. Er þetta eitthvað í blóðinu? „Já, blessaður vertu, það virð- ist vera ómögulegt að bólusetja við þessum sjúkdómi, það er allt- af eitthvað sem togar í mann; stilla upp hljómsveit og velja þau lög sem maður telur að gangi og svo ánægjan ef fólk skemmtir sér. Þetta er eitthvað sem smitar.“ - En hefðir þú viljað hafa hljómlistarferil þinn einhvern veginn öðruvísi? „Já, það verð ég að segja. Fyrsta sprettinn vil ég hvetja alla til að klára það nám sem þeir byrja á, ef þess er nokkur kostur. Ég sé til dæmis alltaf eftir því að hafa ekki klárað tónlistarskóla, því það væri nú gaman að vera tíu sinnum betri píanóleikari en ég er. Ég skammast mín þegar ég heyri í snillingum sem kunna að spila á þetta hljóðfæri. Þá fyrir- verð ég mig fyrir að bera það á borð sem ég kann. En við því er ekkert að gera.“ - Hitti ég þig í Sjallanum á næstu öld? „Það er aldrei að vita. Ég held áfram að spila á meðan ég hef gaman af því sjálfur, ef einhver vill hlusta á mig. Ég hætti strax og ég verð leiður, því um leið verður tónlist mín leiðinleg. Vonandi finn ég það sjálfur þegar sú stund kemur. En hvort ég verð í Sjallanum á næstu öld, það veit ég ekki. Ég reyni að minnsta kosti að vera með á nótunum, hvar sem ég verð.“ - GS. Nú er ég í því besta formi sem ég man eftir að hafa verið í. Blóðþrýstingurinn er eins og í tvítugu ungmenni og mér finnst ég hafa krafta til að vinna myrkr- anna á milli. Mér finnst ég geta byrjað á öllum sköpuðum hlutum upp á nýtt. Þetta er nýtt og betra líf.“ - En hvernig heldur þú að þér gangi að halda í horfinu? „Það er kannski mesta vanda- málið. Sko, nú þegar ég hef náð markmiðinu dugir ekki að slaka á. Hugsaðu þér ef ég hætti að synda, þá nýti ég ekki 250 hita- einingar. Þar með yrði ég að minnka neysluna um sama magn ef ég ætlaði að halda í horfinu. Þetta eru örlög fitubollunnar og freistingarnar eru margar, eins og hjá alkóhólistanum. Ég datt til dæmis „íða“ um daginn og fékk mér súkkulaði með rjóma, af því að ég var að spila undir í „Súkku- laði handa Silju“. Og ég dett í það af og til, blessaður vertu, en ég reyni að vinna það upp aftur með einhverjum hætti. Sem bet- ur ber hef ég nóg að gera og vinn- an er besta meðalið til að halda fitubollunni frá matnum.“ „Heyrðu mig, dokaðu aðeins við, ég ætla að ná í gömlu spari- buxurnar mínar og máta þær snöggvast. Ég hefði gaman af því að sjá hvernig þær fara mér núna,“ segir Ingimar og er þegar rokinn upp á loft. Eftir stutta stund kemur hann aftur með bux- urnar sveipaðar um sig eins og tjald. „Ég trúi þessu bara ekki, var ég orðinn svona rosalega feitur,“ segir Ingimar rasandi á allri þeirri vídd sem hann finnur í gömlu buxunum. Þyrí Eydal, frænka hans er í heimsókn, og Ingimar sýnir henni „tjaldið“. „Þyrí, var ég virkilega orðinn svon feitur?“ „Já Ingimar, þú varst orðinn ansi feitur,“ svarar Þyrí. „Ég trúi þessu bara ekki, var það áberandi,“ spyr Ingimar í undrun sinni. „Já, það var orðið dálítið áber- andi Ingimar minn,“ sagði Þyrí og hlær dátt. Margföld vinna - Já, Ingimar hefur nóg að gera, það kom í ljós þegar gengið var á hann. Hann vinnur fullan vinnudag við kennslu - raunar fjárhagslega, því það þurfti ekki að greiða okkur fyrir uppákom- una. Við þóttum ákaflega lélegir, þannig að annað hvert lag var klappað niður, ef ég man rétt. Þar kom að því að við settum hnefann í borðið, þó við stæðum varla upp úr stígvélunum, og sögðumst hættir þessu; við vild- um ekki eyða frítíma okkar í að leika fyrir dansi, við takmarkað- an fögnuð, og þar að auki kaup- laust. En Þorsteinn M. Jónsson, þáverandi skólastjóri, sagðist kippa málinu í lag. Hann kaliaði á sal og sagði sem svo: Er einhver hér inni sem hefur eitthvað út á hljómsveitina okkar að setja? Ef svo er þá bið ég hann vinsamlega að koma hér upp og færa rök fyr- ir máli sínu. Auðvitað þorði það enginn, en þess í stað fengum við mikið klapp. Það varð til þess að við héldum áfram og þessi aðferð Þorsteins varð til þess að við fengum vinnufrið. Áð vísu var ekki mikið klappað fyrir okkur, en við vorum að minnsta kosti ekki klappaðir niður. Veturinn 1949 komst ég síðan í hljómsveit á Hótel Norðurlandi 13 ára gamall og þóttist þá heldur betur maður með mönnum. Ég komst í hljómsveitina mikið til vegna þess, að ég kunni að lesa nótur, þó ekki væri ég hraðlæs. Það kom sér vel, því það kom fyrir að stórhljómsveitir frá Keflavíkurflugvelli kæmu á „Landið“ á þessum árum. Þá þurfti hljómsveit hússins að geta verið með á nótunum." - Svo var það Allinn, ekki satt? „Jú, Góðtemplarareglan keypti „Landið“ og breytti því í kvikmyndahús, sem nú er Borg- arbíó. Um svipað leyti brann gamalt þvottahús við Gránufé- lagsgötu. Verkalýðsfélögin keyptu rústirnar og gerðu þar danshús. Þangað flutti ég mig og þar var ég með hljómsveit í ein 11 eða 12 ár. Ætli sú þekktasta hafi ekki verið Atlantic-kvartett- inn.“ - Ingimár kom víðar við. Hann lék m.a. á Hótel KEA, á Borginni var hann um tíma og hann var meðal innréttinga í gamla góða Sjallanum, sem var opnaður 1963. Bílslys varð til þess að hann var tekinn út úr innrétting- unni 1976. Þá ætlaði Ingimar að hætta í hljómsveitarbransanum, en ekki leið á löngu þar til hann var kominn með band á KEA. Og þegar Sjallinn var endumýj- aður eftir brunann var gert ráð fyrir Ingimar við hönnunina. Og þar er hann nú. Menningaratriði að hafa góðan skemmtistað „Ég sagði víst einhvem tímann að rekstur veitingastaðar á borð við gamla Sjallann væri menningar- legt atriði fyrir bæjarfélagið. Ég vil segja það sama um nýja Sjallann, sem ég fullyrði að er flottasti skemmtistaður á land- inu. Ég held að það sé menning- arlegt atriði, að skemmtanir fari fram í vistlegu umhverfi, það spornar á móti taumlausri drykkju og óreglu. Hins vegar hefði ég viljað koma víninu út, ef ég fengi einn ráðið, en ég verð þess víst aldrei umkominn að stjórna þeim hlutum.“ - Það eru um 20 ár síðan þú byrjaðir í gamla Sjallanum, ekki satt? „Jú, raunar bráðum 21 ár, svakalega er þetta fljótt að líða. Bíddu nú við, ég byrjaði á „Landinu" 1949, ég á þá 35 ára afmæli sem hljómlistarmaður í ár. Blessaður vertu, þetta máttu ekki láta sjást á prenti alla vega máttu ekki segja konunni minni frá þessu. Það eru nefnilega ein 20 ár síðan ég lofaði henni að hætta í þessum bransa.“ En áður en „ballið byrjaði" varst þú kominn í tónlistarskóla og ætlaðir þér að verða klassískur píanóleikari. Hvað sneri þér af þeirri braut? „Ætli það hafi ekki verið jazzinn, ég hrasaði út í hann. Það var Benny Goodman sem kveikti í okkur bræðrunum, mér og Finni. Þá var ég að leita að sam- tímaspegli í tónlist. Ég fann hann ekki í tónlistarskólanum gamla. Þar var nútímatónlist, sem höfð- aði ekki til mín. Mér fannst hún of effektakennd og mér fannst hún ekki geta staðið sjálfstætt. Hins vegar fannst mér gamla músíkin góður fulltrúi síns tíma, en hún var bara spegill 17., 18. og 19. aldar. Þá hugsaði ég með mér; er virkilega engin tónlist sem er beinlínis afsprengi tuttug- ustu aldarinnar? Ég fann hana þegar ég uppgötvaði töfra jazzins. Sjáðu þessar flóknu en ákveðnu reglur, sem gilda í jazz- inum. Hvað er þetta annað en dæmi um lífið sem við lifum. Mér finnst jazzinn líka hafa þróast í takt við samfélagið. Það má lesa í honum söguna, ja, mér dettur iðnbyltingin til dæmis í hug. Samhliða henni kom hávaðinn í tónlistina, lúðrarnir og stóru hljómsveitirnar. Já, ég finn sam- tímaspegil í jazzinum og rokk- inu, en ekki í þeirri nútímatónlist sem ég kalla tilraunatónlist. Ég sýni henni þó umburðarlyndi, því minn smekkur á ekki frekar rétt á sér en smekkur annarra. Sumir vilja bara iifa á karamell- ufn og snúðum, en aðrir gæla við bragðlaukana og lifa sig inn í matreiðsluna, tileinka sér sem sé matarmenningu. En tónlistar- smekkur hvers og eins er uppeld- islegt atriði eins og svo margt annað.“ Fyrir fólkið - Þú ert frægur fyrir Alla- stemmninguna, Sjalla-stemmn- inguna, KEA-stemmninguna; hvaða galdur er á bak við góða „stemmningu" á dansleik? „Þetta er bara þjónusta við það fólk sem er í húsinu, til að skemmta sér. Þá dugir ekki ann- að en að finna þá músík sem skemmtir fólki. Það er aldrei spurt; var þetta huggulegt kvöld? Var fjör? spyrja menn. Þegar ég byrjaði að spila fyrir dansi var ég ákveðið þeirrar skoðunar, að hljómsveitin ætti að ákveða hvað væri best fyrir fólkið að hlusta á. Við vorum jú fagmennirnir. En seinna komst ég að þeirri niður- stöðu, að eigi að fara fram kennsla í tónlist, þá eru dansleik- ir ekki rétti skólinn. Þess vegna hef ég beygt mig undir alþýðu- dómstólinn; ég spila það sem fólkið vill hverju sinni. Það er fólkið sem er að skemmta sér, en ekki hljómsveitin. Hún getur notað aðrar stundir til þess. Þetta er sú leið sem ég hef farið og hún hefur reynst mér vel til að ná upp stemmningu.“ - Nú ert þú bindindismaður, en umgengst mikið drukkið fólk. Tekur það ekkert á taugarnar? „Hljóðfæraleikurum og öðru starfsfólki vínveitingastaða er mjög hætt við ofneyslu áfengis. Það sannar reynslan og það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt miðað við aðstæður. Besta tryggingin er að byrja aldrei, taka aldrei fyrsta snafsinn. Ég hef séð allt of marga félaga mína verða áfenginu að bráð og þess vegna ráðlegg ég ungu fólki að taka þessa trygg- ingu. Hún kostar ekkert, en hún gefur mikið. Við eigum að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða - og leggja okkur fram um að njóta þess - en án allra vímu- gjafa. En því miður hef ég ekki krafta til að uppræta vínið. Þess vegna hef ég vanist því að um- gangast þá sem neyta þess og þeir pirra mig ekki. Það er frekar að Ingimar Eydal' Hjómlistarmaður með meiru, spjaUar um raurúr fttuboUurmar, gleði mjóa mannsins, spiUrí á dansleikjum í 35 ár og sitthvað fleira Eydal frænku minni og síðan fór ég í Tónlistarskólann. Það var svolítið vandamál fyrir frænku mína, að kenna mér nótnalestur- inn. Hver tími endaði með því að hún lét mig spila einu sinni það sem ég átti að koma með æft í næsta tíma á eftir. Þegar tíman- um lauk hljóp ég heim og settist við píanóið til að rifja æfinguna upp eftir eyranu. Ég komst upp með þetta í ein tvö ár, en þá upp- götvaðist að ég kunni ekki að lesa nótur frekar en byrjandi. Þá var ég hristur duglega til, en enn þann dag í dag er ég seinlæs á nótur. Ég hef stundum sagt í gríni, að ég sé jafn fljótur að skrifa nótur og spila þær.“ - En þú hefur mikið minni, ég hef það stundum á tilfinningunni að það sé nóg að raula fyrir þig lag, þá getir þú óðar spilað það. „Já, he, he, það gengur nú stundum, og oftast get ég orðið við óskum hlustenda minna á skemmtunum. Ég er búinn að vera í þessum bransa svo lengi, að það er dágott safn af lögum í hausnum á mér. Auk þess var ég búinn að hlusta talsvert á dans- músík frá áratugunum fyrir 1950, en þá byrjaði ég að spila með hljómsveit. Mér dettur í þessu sambandi í hug eldri kona, sem kom til mín á Hótel KEA fyrir nokkrum árum. Hún spurði hvort ég gæti spilað þau lög sem beðið væri um, en lét það jafn- framt fylgja, að hún væri viss um að ég gæti ekki spilað lagið sem hún ætlaði að biðja um. Af hverju heldur þú það? spurði ég. Nú, vegna þess að það er samið 1937, svaraði konan. En ég er fæddur 1936, þannig að við skulum að minnsta kosti reyna, sagði ég. Og það var lagið „De var den store store kærlighed" sem konan vildi heyra. Og ég kunni lagið konunni til mikillar gleði. En ég sagði henni ekki ástæðuna. Það vildi nefnilega þannig tii, að einhverju sinni fór ég í útilegu í Vaglaskóg með félaga mínum. í farangrinum var plötuspilari en ekki nema tvær plötur. Á annarri þeirra var þetta lag og það ómaði um Vaglaskóg heila helgi!“ Þá byrjaði ballið - En hvenær byrjaði ballið; hvenær byrjaðir þú að leika með danshljómsveit? „Fyrsta hljómsveitin varð til þegar ég var í fyrsta bekk Gagn- fræðaskólans. Við spiluðum ein- göngu á skóladansleikjum og þetta þótti heilmikil framför. Ekki þó tónlistarlega séð, heldur gott betur - því hann tekur alla leyfilega eftirvinnu líka. Svo er hann með hljómsveit í Sjallan- um, sem er í rauninni meira en fullt starf ef miðað er við 40 stunda vinnuviku. Við þetta bæt- ast svo störf í félagsmálaráði Ak- ureyrarbæjar, félagsráði Tónlist- arskólans í stjórn Akureyrar- deildar KEA og formaður Nor- ræna félagsins hefur Ingimar ver- ið í 6 ár. Þar að auki er hann um- boðsmaður Arnarflugs og ferða- skrifstofunnar Atlantic. Nú, svo er hann með fjóra kóra á sínum snærum, stjórnar tveim og spilar undir hjá jafnmörgum. Ýmislegt fleira fellur til, en dugir honum sólarhringurinn? „Nei, ekki alltaf. Ég komst í 14 tíma samfellda törn í vetur. Þá spilaði ég í kirkjunni, síðan í verslunarmiðstöðinni í Sunnu- hlíð og eftir það tók við slatti af „jólatrjám". Loks var það Sjall- inn um kvöldið og þar stóð törnin til kl. 3 um nóttina. En þetta er minn elexír; vinna og aftur vinna. - Svo við vendum okkar kvæði næstum í kross, hvenær byrjaðir þú að læra píanóleik? „Já, ég byrjaði 7 eða 8 ára gamall og var í tímum hjá Þyrí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.