Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 10
— Gluggað í skólalíf í Samvinnuskólanum Bifröst Skóli fyrir þig. Þessi orð eru uppsláttarorð á bæklingi sem forráðamenn Samvinnuskólans á Bifröst hafa nýlega látið prenta. Það er enginn vafi að á Bifröst hafa allir gaman af að dveljast sem áhuga hafa á að auka þekkingu sína og þroska. Mikið félagslíf, samskipti við gott og hresst fólk og gagnlegt nám skilar fljótlega árangri og þar sem námið er strangt, félagslífið mjög blómlegt og allir kröfuharðir í sinn garð og annarra er alltaf nóg að gera. „Sexy boys.“ Samvinnuskólinn er \iðskipta- og félagsmálaskóli á fram- haldsskólastigi og þangað sæk- ir fólk á öllum aldri. En látið ekki meðfvlgjandi mynd af einu af gamaimennum skólans hræða vkkur. Það verður að sinna gamla fólkinu og þess vegna er því leyft að fljóta nieð og tekið inn í skólann okkur unga fólkinu til mikillar ánægju og yndisauka á dimmum síðkvöldum þegar öldungarnir setjast fyrir frarn- an arineldinn og segja sögur frá st'num yngri árum. Þessi gamalmcnni hafa stofnað með sér klúbb sem nefnist Old men Club. Einnig er annar er heitir Club 20 og eru meðlimir hans allir þeir er náð hafa 20. aldursárinu. Aðrir klúbbar hcr eru fjöl- margir og má þar nefna klúbba fyrir m.a. blaða- mennsku, bridge, dans, íþrótt- ir, listir, leiklist, ljósmyndun, skák, tónlist, hljómsveit, kór, útvarp, björgunarsveit, og slökkvilið auk fleiri smáhópa er stofnað hafa samtök um einhverja sameiginlega hags- muni eða áhugamál og má þar nefna neftóbaksklúbbinn, hálf sóðalega þyrpingu fólks með sóðalegt áhugamál. Skólinn okkar er vinsæll skóli að sækja heim og hafa ýmsir skólar verið fastir gestir í gegnum árin. Einnig gefst fólki kostur á að kynnast skólanum á einhverri hátíð- inni sem nemendur standa fyr- ir árlega. Þær sjá nemendur um á allan hátt fyrir utan eit- urbrasið sem kokkurinn okkar ber alla ábyrgð á. Þegar hingað konia gestir er jafnan keppt í ræðumennsku og ýmsum fþróttum og er sleg- ið upp dansjballi að lokum með dúndrandi dansmúsík sem öllum líkar vel. Það sem aðallega er uppi á teningnum hjá flestum Bifrest- ingum þessa dagana er trimm- æöi sem gripið hefur alla helj- artökum. Það má rekja til úti- vistarkeppni milli bekkja og góðrar vcðráttu síðustu daga. Einníg fer Bifróvision að nálg- ast en það er sönglagakeppni sem orðin er árviss viðburður hér á sctri með miklu glensi og gríni og jafnframt tímafrekum undirbúningi. Og þar sem skólanum lýkur 1. maí taka fljötlega við aívar- legir tímar, próflestur og próf. Eftir cru aðeins 3 vikur í kennslu og fólk setur upp undrunarsvip þegar það áttar sig á að veturinn er liðinn cn andar jafnframt léttar. Já, 2. bekkingar anda mjög létt þar sem þeim verður hugs- að til Spánarferðar og skcmmtilegheita frá og með 2. maí. Þá verður haldið upp á útskriftina með 3ja vikna húll- umhæi sem við höfum verið að safna fyrir í vetur. og gengið vel. Við Bifrestingar horfum því björtum augum fram í tímann og sendum Verslunar- deild Gaggans kærar kveöjur svo og þeim sem eiga afmæli í dag. Eg segi því DEÓ fyrir hönd okkar allra. Bifrestingur He, he . . .Jón Sigurðsson, skólastjóri, í starfi í dómnefnd. „Aðalgamalmennið.“ Hann á 17 bamabörn og 22 bamabamaböm. „Hassið hennar mömmu“ gerði mikla lukku. Leikendur fóru á kostum í „Hassinu hennar mömmu“. Þessir herramenn voru báðir krúnurakaðir á Rakarastofu sambandsins. „Old men club“, gömlu karlarnir, með uppákomu sem gerði mikla lukku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.