Dagur - 26.03.1984, Síða 2

Dagur - 26.03.1984, Síða 2
2 - DAGUR - 26. mars 1984 Tekurðu mark á stjörnuspám? Dagbjartur Bjarnason: Nei, en ég les þær stundum. Gunnar Jóhannsson: Nei. „Þetta kemur mér mjög á óvart,“ sagöi skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir, en hún var um helgina kjörin „Iþrótta- maður Akureyrar“ fyrir árið 1983 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur þennan titil. Kjör Nönnu kemur hins vegar þeim sem fyigjast með íþróttum ekki mjög á óvart, enda var ár- angur hennar á síðasta ári glæsi- legur. Hún varð fjórfaldur ís- landsmeistari á Skíðalandsmót- inu, sigraði í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og var í sigursveit Akureyrar í flokkasvigi kvenna. Þá má ekki gleyma því að Nanna sigraði í Bikarmótum Skíða- sambands íslands. Hún varð Ak- ureyrarmeistari í svigi og stór- svigi og sigraði einnig í KA- og Þórsmótunum í sömu greinum. Það er því óhætt að segja að um samfellda sigurgöngu hennar hafi verið að ræða. „Mér er minnisstæðast frá síð- asta ári Landsmótið á ísafirði þar sem ég vann fjórfalt, og hlaut minn 10. íslandsmeistaratitil. Einnig er mjög minnisstætt er við fórum í aðra keppnisferð til ísa- fjarðar og vorum veðurteppt þar í viku á eftir.“ - Það er greinilegt þegar rætt er við Nönnu að hún vill sem minnst tala um afrek sín í skíða- brekkunum. Því liggur beinast við að spyrja hana aðeins um vet- urinn í vetur og nánustu framtíð. íhrnttsa- 591|JI UlUi maður Akureyrar Nanna á fullri ferð í skíðabrekkunni. „Kemur mjög á óvart“ Inga Vestmann: Ég tek mark á þeim ef þær eru mér í hag, annars ekki. Kristján Halldórsson: Nei, ég tek ekki mark á stjörnuspám. segir Nanna Leifsdóttir „Iþróttamaður Akureyrar 1983“ „Það má segja að það hafi allt miðast við Olympiuleikana í Sarajevo hjá mér frá því í haust og þar til þeir voru haldnir í febrúar. Það komst ekkert annað að, enda var það frábært að vera þarna. Framkvæmdin var stór- kostleg og þetta var mikil reynsla.“ - Engin minnimáttarkennd innan um hinar heimsfrægu stór- stjörnur? „Nei, ég hugsaði ekkert um það, og svo voru þarna nokkrar sem voru lélegri en ég (þessu fylgir hlátur) og það var auðvitað plús.“ - Og mótin hér heima í vetur. Þú misstir af nokkrum bikar- mótum á meðan þú varst erlendis að búa þig undir Olympiuleik- ana? „Já ég held að það hafi verið þrjú bikarmót á meðan, Ég hef hins vegar keppt í þremur, vann í tveimur þeirra en tapaði einu fyrir Guðrúnu H. Kristjánsdótt- ur.“ - Þær eru farnar að sauma að þér aðeins þessar yngri skíðakonur hér á Akureyri? „Já og þær hljóta að fara að vinna mig oftar þessar stelpur eins og Guðrún og Signe Viðars- dóttir svo einhverjar séu nefndar. Annars er leiðinlegt hvað lítið hefur verið með af stelpum frá öðrum stöðum undanfarin ár þótt ég haldi að það sé að lagast núna og fleiri séu að koma inn í þetta. - Og svo er það Landsmótið á Akureyri um páskana, á ekki að gera stóra hluti þar? „Ég hef auðvitað áhuga á því að standa mig vel og reyna að sigra í öllum greinum, en hinar koma auðvitað líka með því hug- arfari. Annars hef ég ekki verið mjög ánægð með mig síðan ég kom heim frá Olympiuleikunum. Það er eins og eitthvað hafi breyst, e.t.v. var það einhver toppur að taka þátt þar en nú ætla ég að æfa og æfa fram að Landsmótinu." - Og þú segir að titillinn „íþróttamaður Akureyrar 1983“ komi þér á óvart? „Já. Ég var í 3. sæti fyrir árið 1981 og fannst það alveg nóg. Síðan var ég mjög hissa þegar ég var efst í þessu kjöri í fyrra og ekki minna núna.“ - Þessi lokaorð Nönnu lýsa henni e.t.v. best, hún vill ekki gera mikið úr afrekum sínum þessi geðþekka skíðadrottning, en afrek hennar í skíðabrekkun- um tala fyrir hana. gk-. Ferðalangur hringdi: Ég er nýkominn til landsins eftir að hafa verið á flakki í Evrópu í nokkra mánuði, og eitt það fyrsta sem mætir mér við heimkomuna er grátur í lesenda- bréfum blaðanna vegna þess að nú á að fara að hætta að sýna bandaríska framhaldsmyndaþátt- inn Dallas í sjónvarpinu hérna. Þvílíkt og annað eins, að vera að væla út af þessu nauðaómerki- lega efni. Ég komst ekki hjá því Þakkir til „Gamall gráskeggur á Eyrinni“ hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég vil þakka bæjarstarfs- mönnum kærlega fyrir það meira af Dallas að sjá nokkuð af þessum þáttum í Evrópu en þar eru sýningar komnar mun lengra en hér á landi. Ég get fullyrt að vitleysan í þáttunum sem þótt hefur ærið nóg til þessa á eftir að aukast að mun í þeim þáttum sem við myndum þurfa að horfa upp á ef sjónvarpið okkar keypti fleiri þætti af Dallas hingað. Ég skora á forráðamenn sjón- varpsins að láta sér ekki detta í hug að eyða almannafé í vitleysu hversu duglegir þeir eru við sín störf, s.s. þrifnað í bænum. Störf þeirra eru vel unnin, og því er full ástæða til þess að hvetja al- menning til þess að taka til við af þessu tagi meira en orðið er. Lágkúran í þessum innihalds- lausu þáttum er algjör og þessir þættir hafa hvorki fræðandi, þroskandi, spennandi né skemmtilegt efni. Ég veit að það eru ekki allir á einu máli, en það er margt þarf- ara hægt að gera með peningana, eins og t.d. að styðja innlenda þáttagerð. Skemmtiþáttur Ladda og fleiri á dögunum var gott hús sín og standa þannig með þeim mönnum sem vinna á veg- um bæjarins við að þrífa og snyrta til í bænum. dæmi um þætti sem ætti að auka að mun. Óþolandi astand „Hjólreiðamaður“ hringdi: Ég ferðast mikið um bæinn á hjólinu mínu og hef haft gaman af því þar til nú upp á síðkastið. Ástandið er nefnilega orðið þannig að það er ógerningur að komast ferða sinna á hjóli vegna glerbrota sem eru um allan bæ og langverst er þetta í miðbænum. Þetta er alveg óþolandi ástand. Þá mætti alveg benda bæjaryf- irvöldum á að á leiðinni fram á flugvöll ekur maður fram á opna skurði þar sem skólp er óvarið. Ekki er þetta heldur til fyrir- myndar. bæjarstarfsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.