Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 3
26. mars 1984 - DAGUR - 3 Mj Aðalfundur Félags aldraðra: ii öf lugt starf Sótt hefur verið um lóð fyrir íbúðabyggingar á vegum aldraðra Aðalfundur Félags aldraðra var haldinn fimmtudaginn 22. mars í húsi félagsins. Fundur- inn hófst kl. 14 og mættir voru 130 manns, sem mun vera óvenjugóð fundarsókn þó mið- að sé við hvaða félag sem er. Formaður félagsins, Jón G. Sólnes setti fundinn og stjórn- aði honum. Frarti kom að félagsmenn í Félagi aldraðra eru 463 talsins. í skýrslu stjórnar kom fram að haldið hefði verið opið hús nær hverja viku allt síðasta ár og hafi aðsókn verið mjög góð. M var ein ágæt skemmtiferð farin á síð- asta ári vestur að Laugum í Sæl- ingsdal í Dalasýslu. Þar var dval- ið í nokkra daga og farnar stuttar dagsferðir. Ráðgerðar eru tvær skemmtiferðir næsta sumar, önnur austur á land og hin vestur. Sem kunnugt er fékk Félag aldraðra Alþýðuhúsið að gjöf frá verkalýðsfélögunum á svæð- inu, ásamt gömlu íbúðarhúsi austan við það. Nú er búið að smíða tengibyggingu milli þess- ara húsa og verið er að innrétta gamla íbúðarhúsið upp á nýtt. Verða þessar byggingar notaðar fyrir námskeiðahald í þágu fé- lagsins og virðist ekki veita af plássinu. Þá hefur Félagsmála- stofnun leigt húsið tvo daga í viku fyrir námskeið og um þessar mundir er starfrækt bókbands- námskeið í tengibyggingunni. Það sem helst er á döfinni hjá Félagi aldraðra eru endurbætur á húsinu, sem er mikið verkefni. Þá má nefna íbúðabyggingar fyrir aldraða, en félagið hefur nú skrif- að bæjarstjórn bréf og óskað eftir lóðaúthlutun og fyrirgreiðslu. Líklegt er að byggingafélag aldr- aðra verði stofnað á þessu ári til að hrinda íbúðabyggingamálun- um í framkvæmd. Á aðalfundinum var fulltrúum verkalýðsfélaganna afhent skrautritað þakkarskjal vegna húsgjafarinnar. Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa: Jón G. Sólnes, formaður, Erlingur Davíðsson, ritari, Ragnar Ólason, gjaldkeri og meðstjórnendur Júdit Jón- björnsdóttir og Stefán Reykjalín. HS Utibú Amtsbókasaf nsins í kjallara Glerárkirkju? í ársskýrslu Amtsbókasafnsins á Akureyri segir m.a. að útibú frá safninu í Glerárhverfi sé eitt brýnasta framtíðarverkefhi safnsins. Safninu stendur nú til boða um 70 fermetra húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð, sem er mjög hent- ugt rými til að byrja með og myndi trúlega nægja í nokkur ár, eins og segir í skýrslu Lár- usar Zophoníassonar, bóka- varðar. Þá kemur fram að einnig hafi verið rætt um húsnæði í hinni væntanlegu Glerárkirkju, en áformað er að hefja byggingu hennar á þessu ári. „Trúlega verður þó nokkur bið eftir því húsnæði og sýnist því mjög ákjós- anlegt að byrja starfsemina í Sunnuhlíð og að nokkrum árum liðnum, þegar það húsnæði verð- ur orðið of lítið, þá mætti reikna með því að húsnæðið í kirkju- kjallaranum væri til reiðu, en það gæti hugsanlega orðið 300-400 fermetrar," segir í skýrslunni. Gerð var lausleg kostnaðar- áætlun fyrir lítið útibú í Sunnu- hlíð, þar sem að stórum hluta er gert ráð fyrir barna- og unglinga- bókasafni. Að sögn Lárusar var þessi áætlun upp á 1.754.000 kr. og þar var gert ráð fyrir kaupum á húsnæðinu, frágangi og vinnu- launum starfsmanns í 5 mánuði ásamt rekstrarkostnaði og lítils- háttar bókakaupum. Þetta var strax strikað út úr fjárhagsáætlun og Lárus sagðist reikna með að þetta yrði þungur róður, en hins vegar væri það ljóst að útibú frá safninu yrði að koma í Glerár- hverfi. ' HS. Stofnun landssam taka áhugafólks um flogaveiki Laugardaginn 31. mars nk. verður haldinn í Domus Medica kl. 14 e.h. stofnfundur lands- samtaka áhugafólks um floga- veiki (LAUF). Tilgangur samtakanna er fræðsla og upplýsingamiðlun um flogaveiki og krampa, að bæta félagslega aðstöðu flogaveikra og að styðja rannsóknir á flogaveiki. Að stofnun landssamtakanna standa flogaveikir víðs vegar að af landinu, aðstandendur þeirra og annað áhugafólk um floga- veiki. Stofnun þessara samtaka hefur verið alllengi í undirbúningi og er hugmyndin að samtökin starfi í svipuðum anda og önnur samtök fólks með langvinna sjúkdóma sem stofnuð hafa verið hér á landi á undanförnum árum. Allt áhugafólk um málefni flogaveikra, flogaveikir og að- standendur þeirra eru hvattir til að hafa samband við undirbún- ingsnefnd sem fyrst í símum: 91- 31239 (Fríða Pálsdóttir), 99-2169 (Gróa Sigurbjörnsdóttir), 91- 43952 (Anna Þ. Bjarnadóttir). Fundarboð Félagsfundur verður haldinn í Trésmiðafélagi Akureyrar þriðjudaginn 27. mars 1984 að Ráð- hústorgi 3 kl. 20.30. Dagskrá: !_Umræður um sölu á eignarhluta félagsins að Skipagötu 14 vegna óska 23ja félaga í Tré- smiðafélagi Akureyrar. 2. Önnur mál. Félagar mætíð vel og stundvislega. Þátttaka þín er félaginu styrkur." Stjórnin. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 26. mars kl. 20.30. Fulltrúar í nefnd- um eru sérstaklega hvattir til að mæta. FRAMSOKNARFELAG AKUREYRAR Barnaleikvellir Störf gæslufólks við bamaleikvelli Akureyrar á komandi sumri eru laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sótt námskeið í uppeldisfræðum eða hafa hald- góða reynslu í barnauppeldi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Ak- ureyrarbæjar. Umsóknir skal senda til leikvalla- nefndar skrifstofu Akureyrarbæjar fyrir 11. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur umsjónar- maðurleikvallaísíma21281 millikl. 10og 12f.h. Leikvallanefnd. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR Stotnaö 5 nóv 1928. P O Bo« 348 - 602 Akureyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.