Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hægt verði að segja nei Fimmtudaginn 1. mars sl. boðaði Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni til fundar um atvinnumál. Frummælendur voru forsvarsmenn í bæjarmálum á Akureyri svo og samtaka sem láta sig atvinnumál á Norðurlandi sérstaklega varða. Urðu miklar umræður á fundinum um ástand atvinnu- mála, einkum í Eyjafirði, og beindist athygli fundarmanna sérstaklega að hugmyndum um byggingu álvers í firðinum. Eins og ástandið á vinnumarkaðinum í Eyjafirði er um þessar mundir vega rök með smíði álvers í Eyjafirði ákaflega þungt í vit- und almennings þó ljóst sé að slíkt fyrirtæki leysi ekki vandamál næstu missera í atvinnu- málum en sé fyrst og fremt hugsað sem lang- tímalausn. Helstu rök gegn uppbyggingu ál- vers í Eyjafirði lúta að mengunarmálum og félagslegri röskun. Vart er við því að búast að hin mannmarga byggð sem nú er í Eyjafirði raskist félagslega þó hér yrði reist 300 manna verksmiðja þar sem nú þegar hafa verið reist hér fyrirtæki af þeirri stærðargráðu og jafnvel mun stærri. Hins vegar er vert að gaumgæfa vandlega þá hlið málsins sem snýr að meng- unarvörnum vegna reksturs af þessu tagi. Mistök á því sviði, í því lífríki sem í Eyjafirði er, verða aldrei aftur tekin. Hins vegar er nauðsynlegt að kanna þessi mál til hlítar og flýta rannsóknum sem mest því það er stað- reynd að dragist deilur um álver á langinn lengist sá tími sem menn hugsa of lítið um aðra möguleika til atvinnuuppbyggingar. Ýmsir hafa fært að því rök að í kjölfar um- fangsmikilla rannsókna á möguleikum á ál- versbyggingu í Eyjafirði fylgi öflugur þrýst- ingur fjársterkra aðila á að hafist verði handa við byggingaframkvæmdir þó einhver meng- un yrði fyrirsjáanleg vegna reksturs fyrir- tækisins. Þessi rök ber að hafa í huga og tryggja þarf nú þegar að hægt verði að segja nei þegar þar að kemur ef mengunarhætta reynist veruleg. Hins vegar ber það vott um ótrúlega íhaldssemi og kjarkleysi að vilja ekki láta kanna þessi mál frekar af ótta við að missa ákvörðunarvaldið úr eigin höndum á síðari stigum málsins. Álver er í raun og veru ekki heppileg lausn fyrir íslenskt efnahagslíf sem nú þegar býr við allt of miklar sveiflur í stærsta atvinnuvegi sínum. Smærri einingar sem dreifa áhættunni í atvinnulífi þessarar mannfáu þjóðar eru mun heppilegri. En orkulindir þessarar þjóðar verður að nýta fyrir afkomendur þeirra sem nú lifa í þessu þjóðfélagi og enn sem komið er hefur ekki verið bent á haldbetri og raunhæf- ari framtíðarlausn til orkunýtingar en bygg- ingu álvers hér í Eyjafirði. h.h. Úr skýrslu Fjórðungssambands r Norðlendinga um atvinnumál: Aframhald búsetu- röskunar 1981 1982 1983*' AIIs 128 161 112 401 (92) (47) (-71) (68) -36 -114 -183 -333 308 388 271 967 (186) (201) (73) (460) -122 -187 -198 -507 Eins og taflan ber með sér vant- aði Norðurland vestra 36 íbúa í landsmeðaltal 1981, 114 íbúa 1982 og 183 íbúa árið 1983. Norðurland eystra vantaði 122 íbúa í meðaltalið 1981, 187 íbúa 1982 og 198 íbúa árið 1983. Alls vantar Norðurland vestra því 333 íbúa í landsmeðaltalið á þremur síðustu árum sem er, svo dæmi sé tekið, vel yfir núverandi íbúa- fjölda á Hofsósi. Samsvarandi tölur fyrir Norðurland eystra eru 507 íbúar sem er t.d. tæpur helm- ingur íbúa á Ólafsfirði. Með öðrum orðum: Á síðustu þremur árum vantaði Norðurland vestra 83% í landsmeðaltal fólksfjölg- unar og Norðurland eystra 57,4%. Rétt er að geta þess að allar líkur eru á að bráðabirgðatölur Hagstofu íslands fyrir mannfjöld- ann árið 1983 fari nærri endan- legum tölum og því eru þær not- aðar hér. Þegar bornar eru sam- an bráðabirgða- og endanlegar tölur fyrir árið 1982 kemur í ljós að frávikið var átta íbúar fyrir Norðurland eystra en enginn íbúi fyrir Norðurland vestra. Bráða- birgðatölurnar eru því vel mark- tækar. Jón Bjömsson félagsmálastjóri: í minningu Hafnarbúðarinnar Ég las það í Degi að gjaldþrota- skipti vofðu nú yfir Hafnarbúð- inni og fæ ekki orða bundist. Undanfarin tæp átta ár hef ég vegna starfs míns á Félagsmála- stofnun Akureyrar rekið nefið ofan í basl og búskap hundruða þeirra, sem bágt eiga fjárhags- lega í bænum, því þar er eitt verka að reyna að liðsinna í þeim efnum. Ég hafði ekki verið lengi hér í sveit, þegar ég varð þess áskynja, að inni í Skipagötu var önnur stofnun, sem rækti þetta hlutverk og liðsinnti oft fátæku fólki með viðskiptum, þar sem lítils verslunarhagnaðar var von. Ekki veit ég, hve margir þeir voru, sem áttu vísa úttekt í Hafn- arbúðinni bæði á nauðsynjum sínum og eins þolinmæði, þegar að skuldadögum kom, en þeir voru margir. Nú er ekki hjálpar- stofnun lengur í Skipagötunni og ófáir munu nú standa einni og bjargráðaminni eftir, þegar dreg- ur að mánaðamótum og buddan er létt. Hafnarbúðin er vissulega Öll, en mér er ekki til efs, að hún hef- ur þegar fengið verslunarleyfi og opnað hinumegin við Gullna hliðið, þar sem engir skiptaráð- endur né uppboðshaldarar fá nokkurn tíma stigið fæti. Megi eigendunum ganga allt í haginn hérna megin hliðsins. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrarbæjar. í byrjun febrúar, árið 1982, gekkst Fjórðungssamband Norðlendinga fyrir fjölþættri ráðstefnu um atvinnumál og markaði hún upphaf mark- vissra athugana sambandsins á ástandi atvinnumála á Noröurlandi. Núverandi fyrirkomulag at- hugana Fjórðungssambandsins er með þeim hætti að tvisvar sinnum á ári; 1. maí og 1. nóvember senda forráðamenn 19 þéttbýlis- sveitarfélaga á Norðurlandi sam- bandinu upplýsingar, á þar til gerðum eyðublöðum, um stöðu atvinnumála á viðkomandi stað. Með þessu móti fæst yfirlit yfir ýmsa meginþætti atvinnumála á Norðurlandi öllu á sex mánaða fresti. Upplýsingar af þessu tagi eru ómetanlegar þegar fjallað er um ástand atvinnumála á Norðurlandi; þær eru ferskar og allítarlegar og öflugur bakhjarl í íbúafjölgun Norðurland vestra: Landsmeðaltal (Raunv. fjölgun) Mismunur Norðurland eystra: Landsmeðaltal (Raunv. fjölgun) Mismunur *> Bráðabirgðatölur. hvers konar umfjöllun um at- vinnumál í fjórðungnum. í ljósi nýjustu kannana Fjórð- ungssambandsins á atvinnumál- um fer ekki milli mála að veru- legs samdráttar er tekið að gæta á Norðurlandi. Þetta lýsir sér m.a. í því að hvorugt kjördæm- anna í fjórðungnum náði hlut- fallslegri meðalfólksfjölgun á landinu á árunum 1981 og 1982. Ennfremur gefa bráðabirgða- tölur fyrir árið 1983 til kynna að enn syrti í álinn í þessum efnum. Áskell Einarsson og Hafþór Helgason kynna skýrslu Fjórðungssambands- ins. Mynd: HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.