Dagur - 26.03.1984, Síða 8

Dagur - 26.03.1984, Síða 8
8 - DAGUR - 26. mars 1984 BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE - BRIDGE Afmælismót Bridgefélags Akureyrar: Jón og Hörður unnu „Þctta var mjög vel heppnaö mót og allir keppendur róm- uðu fyrirkomulag þess og framkvæmd,“ sagði Frí- mann Frímannsson formað- ur Bridgefélags Akureyrar, en félagið hélt um helgina veglegt mót í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Um var að ræða tví- menningskeppni og mættu 56 pör til leiks og komu þau víðs vegar af landinu. Eftir forkeppni sem fram fór í 4 riðlum mættu 20 efstu pörin til leiks á sunnudag og léku þá eftir „Barómeter" keppnisfyrirkomu- lagi. Var mikil keppni um efstu sætin, enda glæsileg verðlaun í boði og mikið í húfi. Úrslit urðu sem hér segír: 1. Jón Baldursson - Hörður Blöndal R. 76 2. Bogi Sigurbjörnsson - Anton Sigurbjörnsson S. 59 3. Páll Jónsson - Pórarinn B. Jónsson A. 42 4. Magnús Aðalbjörnsson - Gunnlaugur Guðmundsson A.41 5. Ármann Helgason - Jóhann Helgason A. 40 6. Valgarð Blöndal - Ragnar Magnússon R. 26 Dánarkveðja Gunnur Júlíusdótlir F. 27.2. 1927 - D. 19.3. 1984 Það voru víst sólríkir og bjartir dagar núna í mars, en í mínum huga hafa þeir verið myrkir, því mín kæra vinkona, Gunnur Júl- íusdóttir, háði þá sitt dauðastríð. Sem betur fer varð það ekki langt og því lauk mánudaginn 19. mars. Það er erfitt að sætta sig við þann örlagadóm, sem allir verða þó að hlíta og sem við vit- um að ekki verður hnekkt. Þar ræður sá æðsti dómari sem við trúum að dæmi ávallt rétt, þó sárt sé. Ekki ætla ég að rekja ævisögu Gunnar, né ausa hana lofi, því að síst væri það henni að skapi. Ég veit að hún kærði sig ekki um hól um sjálfa sig hvorki lífs né liðna. Það var ekki hennar lífsmáti. Hún vann öll sín verk af skyldu- rækni og æðruleysi, þó oft væri hún ekki heil heilsu og hver greiði af hennar hendi var svo sjálfsagður og eðlilegur, að það var, að hennar mati ekki umtals- vert, hvað þá lofsvert. Mig iangaði aðeins að minnast hennar og þakka henni með nokkrum fátæklegum orðum og ég veit að hún Gunnur mín fyrir- gefur mér það. Eitt það dýrmæt- asta sem lífið gefur okkur eru góðir og traustir vinir og það var Gunnur mér í þess orðs fyllstu merkingu, því betri vin hef ég ekki átt. Vinátta okkar hefur nú varað í 25 ár og varð sífellt dýpri og nánari, svo að gagnkvæmt traust ríkti okkar í milli og sjald- an liðu margir dagar milli okkar funda. Þess vegna er söknuður minn svo sár. Gunnur var vel gefin, hug- kvæm og skörp að eðlisfari og hafði áhuga á lífinu í kringum sig. Hún var ekki allra viðhlægj- andi en hrókur alls fagnaðar í sínum hópi, og gat fundið upp á ýmsu skoplegu til að vekja gleði og gaman. Orðheppin var hún með afbrigðum og skjót til svars, bæði í gamni og alvöru og munu mörg hnyttin tilsvör hennar geymast í minni. Hún var vinsæl mjög bæði meðal ættingja og vina og var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum og bar þá margt á góma. Mörg ánægjuleg sumarferðalögin höfum við hjónin tvenn farið saman og var þá hlutur Gunnar drýgstur í skemmtilegheitunum. Við vorum einmitt að ráðgera eitt slíkt nú í sumar, en sú ferð verður ekki farin og þýðir ekki um að fást. Fremur ber að þakka fyrir allar hinar sem farnar voru og ylja sér við minningarnar um þær og allar aðrar ánægjustundir, sem við áttum saman. Við Hreið- ar þökkum Gunni fyrir samfylgd- ina í lífinu og hörmum að hún varð ekki lengri. Við vottum Árna og öðrum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð, og þá ekki síst litlu sonar- dætrunum, sem hún unni svo heitt, og biðjum Guð að blessa framtíð þeirra. Þær hafa misst mikið, en ég veit að hún lifir í minningu þeirra þó að ungar séu. Að lokum vil ég gera orð úr Spámanninum eftir Kahil Gibran, um vináttuna, að mínum. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskor- in. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar þá and- mælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Hermína Stefánsdóttir. Þórir Leifsson hugsar mikið. Keppnisstjórarnir. Guðmundur Kr. Sigurðsson og Albert Sigurðsson. 7. Páll Pálsson - Frímann Frímannsson A. 25 8. Valur Sigurðsson - Símon Símonarson R. 17 9. Alfreð Pálsson - Júlíus Thorarensen A. 4 Meðalárangur var 0 stig. Eins og fyrr sagði voru vegleg verðlaun veitt á mótinu. Fyrstu verðlaun voru 15 þúsund krónur og verðlaunabikarar, önnur verð- laun 12 þúsund og bikarar, þriðju verðlaun 8 þúsund og bikarar, fjórðu verðlaun voru helgarferð til Reykjavíkur fyrir tvo og verð- launapeningar, fimmtu verðlaun svefnpoki og verðlaunapeningar og sjöttu verðlaun myndataka hjá Norðurmynd auk verðlauna- peninga. Við upphaf mótsins á föstu- dagskvöld flutti Þórarinn B. Jónsson formaður afmælismóts- nefndar ávarp og setti mótið og Frímann Frímannsson formaður B.A. bauð keppendur og aðra gesti velkomna. Keppnisstjórar voru Guðmundur Kr. Sigurðsson og Albert Sigurðsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.