Dagur - 26.03.1984, Page 9

Dagur - 26.03.1984, Page 9
26. mars 1984 - DAGUR - 9 Með eina rúllu af hráefni og pappírslengju sem þegar hefur verið prentað á. Halldór og Ragnar við vélina sem prentar á tölvupappírinn og gatar hann. Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar: Sveit Harðar hafði sigur að lokum Nú er lokið fjögurra kvölda sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar. AHs spiluðu 18 sveitir. Að þessu sinni sigraði sveit Harðar Steinbergssonar eftir harða og spennandi keppni. Auk Harðar eru í sveitinni Friðfinnur Gíslason, Jóhann Andersen, Pétur Ant- onsson, Magnús Aðalbjörns- son og Gunnlaugur Guð- mundsson. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Stig 1. Harðar Steinbergssonar 1285 2. Stefáns Ragnarssonar 1279 3. Páls Pálssonar 1256 4. Jóns Stefánssonar 1251 5. Stefáns Vilhjálmssonar 1203 6. Antons Haraldssonar 1181 7. Júlíusar Thorarensen 1151 8. Arnar Einarssonar 1140 9. Kristjáns Guðjónssonar 1132 Meðalárangur 1152 stig. Keppnisstjóri félagsins er Al- bert Sigurðsson. Næsta keppni félagsins er ein- menningur sem hefst þriðjudag- inn 27. mars. Aðeins eitt kvöld. Þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega í Félagsborg en keppn- in hefst kl. 19.30 stundvíslega. Þriðjudaginn 3. apríl hefst Halldórsmótið sem er sveita- keppni með Board-O-max fyrir- komulagi. 50. skákþing Norðlendinga verður haldið á Blönduósi í marslok. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) er framkvæmdaaðili mótsins sem sett verður á Hótel Blönduós þann 29. mars kl. 13.30. Keppt verður eftir Monradkerfi og hefst 1. um- ferð kl. 14.00 þann 29. mars. Keppt verður í þremur flokkum: Meistara-, kvenna- og unglingaflokki. Sunnudaginn 1. apríl verður haldinn aðalfundur Skáksam- bands Norðurlands og lýkur mót- inu þann dag eftir hraðskákmót um kl. 18.00. Skákstjóri verður Albert Sigurðsson frá Akureyri. Gert er ráð fyrir um 80 keppend- um. Öllum kostnaði er mjög í hóf stillt en keppendum er boðið upp á fæði og gistingu á Hótel Blönduós fyrir aðeins kr. 2.000,00 alla mótsdagana. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast til: Stefáns Haf- steinssonar í síma 95-4409 eftir kl. 18.00 eða Þorleifs Ingvasonar í síma 95-7130 eigi síðar en 24. mars. Listamannalaun til Norðlendinga Nýlega voru birt nöfn þeirra sem hlutu listamannalaun að þessu sinni og einnig þeirra rit- höfunda sem hlutu starfsstyrki. í fréttabréfi Menningarsam- taka Norðlendinga er tekið saman yfirlit um þá Norðlend- inga sem hlutu þessi laun og styrki. Tónleikar Sólveigar Önnu Þriðjudaginn 27. mars nk. heldur Sólveig Anna Jónsdótt- ir píanótónleika í sal Tónlistar- skólans á Akureyri. Sólveig Anna er Akureyringur og fyrrverandi nemandi við Tón- listarskólann á Akureyri, en stundar nú nám hjá Halldóri Haraldssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Lauk hún píanó- kennaraprófi frá skólanum síð- astliðið vor, en hyggst ljúka ein- leikaraprófi þaðan í vor og eru þessir tónleikar liður í undirbún- ingi fyrir það próf. Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Chopin, Messiaen og Schubert. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Listinn lítur þannig út hvað varðar efri flokk listamanna- launa: Bragi Sigurjónsson, Eyþór Stef- ánsson, Guðmundur L. Frið- finnsson, Guðmundur Frímann, Heiðrekur Guðmundsson, Jakobína Sigurðardóttir, Krist- ján frá Djúpalæk. í neðri flokki listamannalauna eru: Einar frá Hermundarfelli, Guð- mundur Halldórsson frá Berg- stöðum, Guðmundur Ármann, Helgi Vilberg, Indriði Úlfsson, Roar Kvam. Starfslaun hlutu: Heiðrekur Guðmundsson í 4 mán., Guðlaugur Arason, Guð- mundur Frímann, Magnea frá Kleifum og Vigfús Björnsson í 3 mán., Indriði Úlfsson og Val- garður Stefánsson í 2 mánuði. á Blönduósi Prentsmiðja Björns Jónssonar: Prentar á eyðu- blöð fyrir tölvur - Fyrsta fyrirtækið utan Reykjavíkur sem veitir þessa þjónustu Prentsmiðja Björns Jónssoar á Akureyri hefur nú hafið nýja þjónustu, en það er prentun á eyðublöð fyrir tölvur. Þessa þjónustu hefur ekki verið hægt að fá hérlendis nema í Reykja- vík fram til þessa en þeir Hall- dór Hauksson og Ragnar Ragnarsson eigendur Prent- smiðju Björns Jónssonar hafa keypt vél sem sér um að prenta á þessi eyðublöð og gata þau. „Við gerum okkur grein fyrir því að markaðurinn hér á Akur- eyri er ekki nógu stór til þess að standa undir þessu hjá okkur. Þetta er hins vegar ört vaxandi markaður því tölvuvæðing fer mjög í vöxt. Okkar stefna er að geta þjónað öllu Norðurlandi hvað þetta varðar og við vonumst til þess að Norðlendingar sýni það í verki að þeir kunni að meta þetta framtak okkar. Við kaupum allan pappír í þetta beint erlendis frá og hér er um að ræða standardblöð eins og þau eru kölluð og nótuform, reikninga og þess háttar fyrir sérpantanir. Við verðum með all- an standardpappír á lager og launaseðla og þess háttar. Við vit- um til þess að fyrirtæki hafa ver- ið að panta stórar birgðir frá Reykjavík, jafnvel til þriggja eða fjögurra mánaða en við stefnum að því að geta afgreitt þetta samdægurs þannig að fyrirtækin geti keypt þetta meira eftir hend- inni.“ Þeir Ragnar og Halldór keyptu Prentsmiðju Björns Jónssonar um síðustu áramót. „Mönnum þótti við vera nokkuð bjartsýnir að ráðast í þetta en hingað til hef- ur gengið vel. Erfiðasti tíminn er að baki og nú sjáum við fram á að þurfa að fjölga starfsfólki og ef vel gengur með þessa nýju fram- leiðslu þýðir það 3 ný störf hjá okkur,“ sögðu þeir félagar að lokum. gk-. 50. skákþing Norðlendinga

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.