Dagur


Dagur - 26.03.1984, Qupperneq 12

Dagur - 26.03.1984, Qupperneq 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Heildsala Smásala Vöruþróun ræður lífi eða uauða fyrirtækia „Vöruþróun ræöur í dag úr- slitum um líf eða dauða fyrir- tækja. Samfara aukinni tækni- þróun styttist líftími hverrar vörutegundar stöðugt. Mark- viss vöruþróun er því orðin grundvaliarforsenda hverju fyrirtæki, sem vill halda eða styrkja sína stöðu á markaðin- um. Félag íslenskra iðnrek- enda og Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hafa því ákveðið að halda námskeið á Akureyri um gildi vöruþróunar sem stjórn tækis, þar sem m.a. verður fjallað um á hvern hátt stjórn- endur geta nýtt sér nýjustu að- ferðir við framkvæmd og stjórnun vöruþróunarverk- efna,“ sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélagsins í viðtali við Dag. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að finna nýjar framleiðsluhugmynd- ir, skilgreina þarfir og kröfur markaðarins, meta raunhæfar framleiðsluhugmyndir með hlið- sjón af getu fyrirtækisins og hafa umsjón með og stjórna fram- kvæmd vöruþróunarverkefnis. Fjallað verður um skipulagningu vöruþróunar með tilliti til há- marks árangurs og lágmarks kostnaðar og fleira sem viðkemur þessum málum. Námskeiðið er einkum ætlað framkvæmda- stjórum fyrirtækja á Norðurlandi og þeim stjórnendum sem bera ábyrgð á vöruþróun, framleiðslu- stjórnun og markaðsmálum. Leiðbeinendur verða Elías Gunnarsson, ráðgefandi verk- fræðingur og kennari við Tækni- skólann og Háskólann, og Páll Kr. Pálsson, hagverkfræðingur hjá FÍI, sem jafnframt kennir við Háskólann. Námskeiðið verður haldið á Hótel KEA 5.-7. apríl. Pátttöku- tilkynningar eiga að berast til þeirra sem halda námskeiðið fyr- ir föstudag og þátttökufjöldi er takmarkaður við 20 manns. - HS. Leiruvegurinn: Fá Stefnis- menn vinnu? „Það hafa tvö fyrirtæki á Ak- ureyri sýnt því áhuga að fá vinnu við aksturinn við þetta verk, en það hefur ekki verið tekin nein endanleg ákvörðun I því efni,“ sagði Kjartan Ingv- arsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Gunnars og Kjart- ans sf. á Egilsstöðum, en það fyrirtæki mun annast gerð 1. áfanga Leiruvegarins. „Þessi fyrirtæki eru Barð sf. og Bifreiðastöðin Stefnir,“ sagði Kjartan. „Eins og staðan er í dag eru miklar ltkur á því að Stefnir fái þetta verk og kemur það til af því að þeir hafa góðan bílakost og eins hitt að mér finnst þeir eiga nokkurn rétt á þessu verki sem verður unnið á þessu svæði.“ - Hvenær er retKnað með að hefja framkvæmdir? „Pað er ómögulegt að segja nákvæmlega tii um það. Þar geta hlutir eins og þungatakmarkanir á vegum haft sitt að segja, það þarf að koma þungum tækjum héðan að austan til Eyjafjarðar og svo mega ekki vera þunga- takmarkanir á þeim vegum sem keyra þarf uppfyllingarefnið eftir. Ég reikna með að þetta verk taki um einn mánuð ef vel gengur og ég vonast til þess að því verði lokið þegar kemur fram á sumarið og menn huga fremur að öðrum verkefnum." gk-- Slappað af í göngugötu Mynd: KGA. „Samkvæmt áætlun Ríkisút- varpsins og Pósts og síma sem nú liggur fyrir er ætlunin að standa myndarlega að upp- byggingu dreifikerfisins fyrir Rás 2 á þessu ári,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson forstöðu- maður Rásar 2 er við ræddum við hann í vikunni. „Það verða settir upp 10 send- ar f sumar og verða þeir á Grund- arfirði, Ólafsvík', við Bæi á Vest- fjörðum, Arnarnesi, Hrútafjarð- arhálsi, Blönduósi, Prándarhlíð- arfjalli, Hegranesi í Skagafirði, Vaðlaheiði og Gagnheiði. Sterk- ustu sendarnir í þessu dreifikerfi verða á Gagnheiði 5 kw, 3 kw á Vaðlaheiði og 2 kw á Hegranesi og Blönduósi. Það segir sig sjálft að sumarið og haustið eru sá tími sem best hentar til þess að setja þessa senda upp og strax og fer að vora fara menn að hugsa sér til hreyf- ings við þetta verk. í haust mun því meirihluti Vesturlands, Vest- firðir, Norðurland og hluti Aust- fjarða tengjast inn á kerfið og geta íbúar á þessum svæðum þá farið að hlusta á Rás 2,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson að lokum. Pollurinn: Svart af loðnu Mjög mikið hefur verið af loðnu á Pollinum undanfarna daga. Menn sem stundað hafa þar veiðar um árabil muna ekki eftir öðru eins og ioðn- unni hefur verið mokað upp. - Þetta er mjög góð loðna, sagði einn þeirra sem stunda veiðarnar í samtali við Dag í gær. Karlarnir selja loðnuna til Kaldbaks hf. á Grenivík þar sem hún er fryst í beitu. Um 700 krónur fást fyrir tunnuna. J - ESE. „Það bendir fátt til breytinga og allar horfur eru á því að þetta veður verði út vikuna,“ sagði Knútur Knudsen veður- fræðingur í morgun. „Það verður hæg norðaustanátt fyrir norðan, ekki mikið frost en hér fyrir sunnan verð- ur þetta bjartara,“ sagði veðurfræðingurinn. • Fleiri farar- stjórar? Á íþróttasíðum blaðsins í dag er viðtal við Harald Ólafs- son, lyftingamann um þau fáránlegu lágmörk sem ís- lenska Olympiunefndin hefur sett lyftingamönnum og einn- ig frjálsíþróttamönnum fyrir Olympiuleikana í Los Angel- es. Það virðist vera stefna nefndarinnar að útiloka alla lyftingamenn frá þátttöku og sem flesta frjálsíþróttamenn og svo dæmi séu nefnd þá þurfa akureyrsku tvfburarnir Garðar og Gylfi Gíslasynir að setja Norðurlandamet til þess að eiga möguleika á að vera með. Ekki er Ijóst hvað veldur þessari barnalegu afstöðu Olympiunefndar Islands en það skyldi þó aldrei vera að með þessu móti eigi að rýma fyrir fleiri fararstjórum? # „Kafsund“ Olympiu- nefndarinnar Á sama tíma og Olympiu- nefndin virðist ætla að úti- loka þá íþróttagrein sem fært hefur íslandi stig á síðustu Olympiuleikum, þá hefur ver- ið ákveðið að senda sundmenn, einn eða fleiri á leikana. Allir vita hvernig það sund endar. Viðkomandi þyrftu að hafa utanborðs- mótor til þess að ná í milli- riðla hvað þá meira. Kannski fararstjórahrúgan ætli að svamla með? Hvað sem því líður er Ijóst að þeir hafa ekki þreytt „kafsund“ síðustu daga með Olympiuhugsjón- ina að leiðarljósi. # Litli mað- urinn og.... Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði í sjón- varpi á þriðjudagskvöld að loksins væri litli maðurinn búinn að eignast vin í rfkis- stjórn og vöktu þau ummæli verðskuldaða athygli. - Jón Örn Marinósson sem flutt hefur frábæra kafla úr „Jónsbók“ f morgunútvarpi í vetur gerði þetta að umræðu- efni og sagði frá heimsókn litla mannsins á fund ríkis- stjórnarinnar. Hann var víst búinn að fara fjórum sinnum og banka á dyrnar en aldrei var opnað fyrir honum. Loks þegar hann fór í fimmta skipt- ið ýlfraði hann við dyrnar og þá var strax lokið upp fyrir honuml! - Og umsjónarmenn morgunútvarpsins „börn- uðu“ allt saman með því að leika lagið „Pínulítill karl“ með Þursafiokknum eftir að Jón hafði lokið máli sfnu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.