Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐiR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 28. mars 1984 38. tölublað Pollur- inn svartur af loðnu -bls.7 Mjög lágar tekjur í landbúnaðinum eyringar á íslands- meisíara- móti í vaxtarrækt -bls. 8 „Á Akureyri voru tekjur 1982 3% yfir Iandsmeðaltali, því sama landsmeðaltali og notað er í skýrslu Fjórðungssam- bandsins. Meðaltekjur í kjör- dæminu voru 164 þúsund en á sama tíma voru meðaltekjur á Akureyri 177 þúsund og yfir landið 172 þúsund. Tölur liggja ekki fyrir vegna síðasta árs en ég heí' ekki trú á því að Akureyri hafi hrakað í saman- burðinum, heldur þvert á móti," sagði Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar í viðtali við Dag. Jón var spurður að því hvernig stæði á því að Norðurland eystra væri svona lágt í samanburðin- um, þar sem meðaltekjur á Ak- ureyri væru þetta háar: „Skýring- anna er líklega að mestu leyti að leita í mjög lágum tekjum í land- búnaði og hlutfallslega miklum landbúnaði. ¦ Sem dæmi get eg nefnt að meðallaun í landbúnaði á Norðurlandi eystra voru 100 þúsund krónur árið 1982 sam- kvæmt skýrslum. Það er fróðlegt til samanburðar að meðallaun í vefjariðnaði á Akureyri voru 164 þús. kr. Hvort þetta eru réttar tölur um laun í landbúnaði vil ég sem minnst segja en mér þykja þær furðulegar. Ég get ekki verið að efast um þessar tölur en það hlýtur að verða mönnum mikið umhugsunarefni hvort þetta geti verið með þessum hætti. Ef landbúnaði er alveg sleppt í útreikningi meðaltekna blasir við töluvert önnur mynd. Þá eru meðaltekjur yfir allt landið 179 þús. kr., þannig að miðað við það er Akureyri aðeins lægri með 177 þús. Miðað við slíkan samanburð voru tekjur á Akureyri 1982 ívið hærri en í Reykjavík, þar sem þær voru 176 þús. Það sem hleyp- ir meðaltekjunum svona mikið upp eru 187 þús. kr. meðaltekjur á Vestfjörðum og Reykjanesi og 186 þús. á Vesturlandi. A Norðurlandi eystra voru meðal- tekjur að landbúnaði slepptum 175 þús. kr. en aðeins 166 þús. á Norðurlandi vestra, sem var lang lægst hvort sem landbúnaður er meðtalinn eða ekki. Annars held ég að menn þurfi að fara mjög varlega með svona tölur, því þær segja ekki allan sannleikann, og menn verða að varast að einfalda hlutina um of, eins og mér hefur fundist til- hneiging til að undanförnu," sagði Jón Sigurðarson að lokum. -HS. Húsaleiga ogíþrótta- félögin - sjá íþróttir bls.9 Vetur konungur skriðinn úr felum og þá þarf að grípa ril snjósköfunnar. Mynd: KGA. Eyjafjörður: Allt fullt af rauimaga „Það hefur nú heldur lést brúnin á körlunum við þennan neista sem kemur með loðn- iiniii. Þeir hafa vérið að fá svona 100-400 kfló á bát en telja að þetta eigi eftir að lag- ast í aprfl," sagði Jón Ólafs- son, verkstjóri hjá fiskmóttöku KEA á Akureyri. „Þetta er blandaður fiskur, bæði smár og stór, og hann veið- ist mjög innarlega í firðinum, jafnvel á Pollinum þar sem sport- veiðimenn hafa verið að fiska á færi. Atvinnumennirnir eru hins vegar allir á línu. En það sem er jákvæðast núna er það að allt er yfirfullt af rauðmaga og annað eins hefur ekki sést í fjöldamörg ár. Þeir eru að fá hann í tonna- tali. Hann er fremur smár, en ágætur til átu bæði nýr og þá ekki síður reyktur. Mikið. af honum fer í reyk," sagði Jón Ólafsson að lokum. - HS. r Skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu: Ottast að þær komi niður á skólahaldi í dreifbýli „Það verður ekki annað séð en að með þessum skipulags- breytingum í menntamála- ráðuneytinu sé verið að taka skólakostnaðarmál frá fræðsluskrifstofunum og færa þau inn í ráðuneytið með stofnun sérstakrar fjármála- deildar. Fjármál og fagmál skólanna í dreifbýli tengjast órjúfanlegum böndum og dreifbýlismönnum líst illa á þennan aðskilnað, ekki síst vegna þess að þeir hafa ekki allt of góða reynslu af skilningi embættismanna í ráðuneytinu á fjármálum dreifbýlisskól- amia. Okkur sýnist að verið sé að færa vald suður, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu beggja stjórn- arflokkanna um valddreifingu og aukið sjálfstæði. Þess vegna ennii við mjög uggandi," sagði Sturla Kristjánsson, fræðslu- stjóri í Norðurlandi eystra. Eins og kunnugt er á að stofn- setja sérstaka fjármáladeild, í menntamálaráðuneytinu, auk fleiri skipulagsbreytinga. Eins og fram kom í máli Sturlu óttast menn að þetta komi niður á skólahaldi í dreifbýli, sérstaklega hvað varðar fjármál. Á sameigin- legum fundi fræðsluráða í Norðurlandi eystra og vestra var samþykkt ályktun þar sem segir að fræðsluráðin telji eðlilegt að fræðslustjórar ásamt fræðslu- skrifstofum heyri beint undir menntamálaráðherra. í ályktun- inni segir ennfremur: „Fræðsluráðin á Norðurlandi telja vissulega þörf á skipulags- breytingum til hagræðingar og hagkvæmni í menntamálaráðu- neytinu er varða.- rekstrarmál grunnskóla og samskipti ríkis og sveitarfélaga þar um. Fagna ber því Öllum skipulagsbreytingum er hafa það að markmiði að auð- velda greiðari og réttlátari sam- skipti ríkis og sveitarfélaga og auka líkur. fyrir því að dreifbýlið fái á næstu árum notið nauðsyn- legrar þjónustu og jafnréttis í skólamálum. Uppbygging fræðsluskrifstofa á Norðurlandi hefur verið góður áfangi í þessa átt. Fræðsluráðin vænta þess að við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á mennta- máiaráðuneytinu verði fræðslu- ráðum og fræðslustjórum tryggt aukið sjálfræði til ákvörðunar og hagræðingar á málefnum grunn- skóla í kjördæmunum eins og þegar er kveðið á um í grunn- skólaíögum og reglugerðum." -HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.