Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. mars 1984 99 Við sluppum við bi sttan reykta fiskii - Rætt við tvo nemendur úr Hrafnagilsskóla CC Notarðu öryggisbelti þegar þú ferðast í bfl? Sævar Frímannsson: Ég er nú heldur slappur við það, en þó nota ég þau alltaf þegar ég fer út úr bænum. Sigríður Larsen: Ef ég fer út úr bænum. Hafsteinn Kristinsson: Alltaf, maður er öruggari þannig. Þorsteinn Siglaugsson: Nei, mér finnst ég ekki þurfa ress. Rögnvaldur Jónsson: Ég er ekki bílstjóri og þegar ég er í bíl sit ég venjulega í aftursætinu. - Við teljum að kostirnir við að vera í skóla eiris og Hrafna- gilsskóla séu mun meiri en ef við værum í skóla á Akur- eyri. Fyrir það fyrsta þá eyðum við ekki eins miklum pening- um og svo lærum við örugglega meira. Það er mun nánara og betra samband milli krakk- anna og við kynnumst á allt annan hátt en ef um venjuleg- an skóla væri að ræða. Þetta sögðu þeir Jón Aðal- steinn Brynjólfsson, 15 ára og Heiðar Ingi Svansson, 16 ára nemendur úr níunda bekk í Hrafnagilsskóla í samtali við blaðið, en þeir félagarnir eru í þessari viku í starfskynningu á Degi. Okkur þótti tilvalið að taka smá spjall við þá og forvitnast um skólalífið og meðal þess sem við spurðum þá um var hvernig skóli Hrafnagilsskóli væri. í upphafi sögðu þeir að allir skólar væru að vísu leiðinlegir en þegar að væri gáð þá væri Hrafnagilsskóli alls ekki svo galinn. Á lesendasíðunni mánudaginn 12. mars var upplýst hver væri höfundur að vísu sem spurst hafði verið fyrir um fyrr í þessum mánuði. Samt sem áður tókst ekki betur til en svo að fyrsta hending vísunnar var ekki rétt og hafa ýmsir mætir menn haft sam- band við blaðið og leiðrétt hend- inguna, en rétt er vísan svona: Alltaf svíður undin, skaðinn eðli manna neitt er breytt. Þráin heimtar þrennt í staðinn þegar henni veitt er eitt. Éinum rómi seint mun sungin sæludrápa um þveran heim. Alltaf verður ekka þrungin einstök rödd í hljómnum þeim. - Það versta við skólann er að við fáum alltaf reyktan fisk á mánudögum og við erum því heppnir að vera hér í dag, sögðu þeir hlæjandi en bættu svo við að líkast til væri ekki hægt að gera miklar kröfur til fæðisins þar sem þeir borguðu nú ekki mikið í fæði. Tilbreytingarleysið væri hins vegar leiðinlegt. - Hvernig er félagslífið í skólanum? - Það er ekkert sérstakt og sennilega veldur þar mestu Íeti og áhugaleysi nemenda. Það er þó ýmislegt gert og t.a.m. eru alltaf diskótek á fimmtudögum. Bekkj- arkvöld, bingó og videósýningar eru reglulega í gangi og við erum nýbúin að haida árshátíð. - Videóbyltingin hefur þá náð að teygja anga sína til Hrafnagils- skóla? - Það má segja það. Við sjáum sjálf um að velja spólurnar og það eina sem við þurfum að hafa í huga er að hryllingsmyndir og „biáar“ eru á bannlista, þó Reyndar munu vera til tvær út- gáfur af fyrstu hendingunni, en samkvæmt upplýsingum Krist- Reiður lesandi hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég var að lesa frétt í Degi um að neyðarblysi hefði verið skotið á loft úr partíi hér í bænum og datt þá í hug gamla sagan: Ulfur, úlfur. Vonandi sér þetta fólk að stöku „ljósblá“ slæðist óvart með annað slagið. - Hvað með sniffið? Sniffa einhverjir í Hrafnagilsskóla? - Nei sú vitleysa hefur aldrei gripið um sig í skólanum en hins vegar er talsvert um reykingar. Ætli það sé ekki u.þ.b. þriðji hluti nemendanna sem reykir en þar sem reykingar eru bannaðar í skólanum þá verða nemendur að leita út fyrir skólalóðina og gönguferðir og hvers konar úti- vist er því mjög vinsæl. - Hvað með íþróttalífið innan skólans? - Það er hálf dapurlegt og lík- lega veldur aðstöðuleysið þar mestu. íþróttahúsið hefur verið í byggingu í fleiri ár og á meðan erum við í Ieikfimi í félagsheimil- inu Laugaborg. Það er vægast sagt ógeðslegt þar sem engin búningsaðstaða er í húsinu og engar sturtur. Þá má nefna að við höfum ekki komist í sund á Hrafnagili í vetur þar sem ekkert jáns frá Djúpalæk er vísuna einn- ig að finna í ljóðabókinni Bauga- brotum sem út kom 1939 og þar sér í tíma og gerir ekki slík „prakkarastrik" aftur. Það er nefnilega of seint fyrir partígest- ina að iðrast ef þeir þyrftu á hjálp að halda og enginn ansaði henni, vegna þess að allir væru vissir um að einhverjir væru á ferðinni með leikaraskap. fjármagn hefur fengist til að hita upp laugina. Laugin var loks opnuð nú fyrir u.þ.b. hálfum mánuði en okkur finnst hún frek- ar köld þrátt fyrir „upphitunina". - Hvað tekur við þegar skól- anum lýkur í vor? - Fyrst ætlum við í ferðalag til Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Við í 9. bekk höfum starfrækt sjoppu í vetur til styrktar ferða- sjóðnum og vonandi verður ágóðinn til þess að borga ferðina að miklu leyti, sögðu þeir Jón Aðalsteinn og Heiðar Ingi en báðir höfðu þeir orðið sér úti um sumarvinnu þó staðan á vinnu- markaðinum sé allt annað en góð. Jón Aðalsteinn gat valið á milli byggingarvinnu og vinnu á bæ í sveitinni og Heiðar Ingi var búinn að fá vinnu á Illugastöðum í Fnjóskadal, en þar hefur hann unnið í sumarvinnu við sumar- bústaðahverfið, undanfarin fjögur sumur. - ESE. er fyrsta hendingin svona: Undin síður æ og skaðinn. í framhaldi af þessu langar mig að koma á framfæri þakklæti til allra björgunarsveita, hvar sem er á landinu, fyrir gott og heilla- drjúgt starf í gegnum tíðina. Þar eru menn sem vinna verk sín. af hógværð og lítillæti. Meira um vísu Indriða á Fjalli Úlfur, úlfur!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.