Dagur


Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 3

Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 3
28. mars 1984 - DAGUR - 3 Hvaða leiðir á að fara til að leysa fjárhagsvanda Hitaveitu Akureyrar? „Grunnverðshækkun er neyðarúrræði" - segir Hákon Hákonarson, stjórnarformaður Hitaveitunnar og Sigurður J. Sigurðsson tekur í sama streng „Þetta er ekki spurning um hvað stjómin vill, heldur hvað hún verður að gera, því það er ekki hægt að reka hitaveitu með tapi ár eftir ár. Hún verður að standa undir sér eins og önnur fyrirtæki,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, aðspurður um hugs- anlegar hækkanir á gjaldskrá Hitaveitunnar. Fjárhagsáætlun Hitaveitu Akur- eyrar fyrir yfirstandandi ár liggur nú fyrir. Þar er áætlað að taka ný lán að upphæð rúmlega 95 m. kr. vegna Hitaveitunnar. Af því fara 46.4 m.kr. til afborgana á eldri lánum er- lendum, en af erlendum lánum veit- unnar er reiknað með að greiða 136.8 m. kr. fvexti. Þarvið bætist 3.1 m. kr. í vexti af innlendum lánum og af þeim á að greiða 2.9 m. kr. Reikn- að er með að rekstrarafgangur veit- unnar fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað verði 121,1 m.kr., sem dugir ekki einu sinni fyrir vöxtum af er- lendum lánum. Samkvæmt þessu aukast skuldir Hitaveitu Akureyrar á árinu um nær 50 m.kr. Þar af má rekja 20 m.kr. til nýframkvæmda. f heild nema skuldir veitunnar rúm- lega milljarði. Gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar hefur ekki hækkað í nær ár, en á næstunni má búast við rúmlega 10% hækkun vegna þeirrar hækkunar sem orðið hefur á byggingarvísitölu. Einnig hefur komið til tals að hækka grunnverð veitunnar um 12.5% til að rétta reksturinn við. Ekki réttlætanlegt að hækka grunnverðið „Fjárhagur Hitaveitunnar er heldur skárri en hann hefur verið, en hann er hvergi nærri nógu góður þrátt fyrir það, eins og áætlunin ber með sér,“ sagði Helgi M. Bergs. „Það er því ljóst að það verður að grípa til ein- hverra ráðstafana til að afla veitunni aukinna tekna. En það eru hugsan- lega fleiri leiðir til þess en að hækka orkuverðið. Það má til dæmis hugsa sér vatnssölu samkvæmt mælum, í stað hemla. Slíkt sölufyrirkomulag mun gefa veitunni auknar tekjur," sagði Helgi. „Ég held að það sé vart réttlætan- leg aðgerð að hækka grunnverð Hita- veitunnar meira en orðið er“, sagði Sigurður J. Sigurðsson, einn af stjórnarmönnum Hitaveitunnar, í samtali við Dag. Hann sagði breytt sölufyrirkomulag hafa komið til tals til að veita réttari tekjur af því sem Hitaveitan er að selja. „En ég er á móti slíkri breytingu ef hún er ekki annað en dulbúin grunnverðshækk- un, því þá er eins gott að ganga hreint til verks og hækka grunnverð- ið og halda óbreyttu sölufyrirkomu- lagi,“ sagði Sigurður. - En hvað á þá að gera til að fylla í „gatið“? „Það hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Það hefur t.d. verið rætt um að fella niður söluskatt af raforku til hitaveitna, sem þýddi nærri 5 m.kr. útgjaldasparnað fyrir okkar veitu. Fjörutíu ára afmæli Þórshamars í dag, 28. mars, eru 40 ár liðin síðan fyrirtækið Þórshamar h.f. var stofnsett. Stofnendur voru 10 talsins og þeir voru Karl Friðriksson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Bene- diktsson, Lúðvík Jónsson, Gísli Ólafsson, Björn Guð- mundsson, Albert Sölvason, Ólafur Ágústsson, Indriði Jak- obsson og Sveinn Brynjólfs- son. í fyrstu fór starfsemin fram að Strandgötu 59 og gekk hún strax vel og fljótlega var farið að huga að því að stækka verkstæði fyrir- tækisins. í desember 1946 keypti Þórshamar h.f. bifreiðaverkstæð- ið Mjölni h.f. og Smurstöðina h.f. og flutti starfsemi sína að Gleráreyrum. í október 1951 brann verkstæði Þórshamars og var fljótlega hafist handa um endurbyggingu, sem var lokið í júlí 1952 og var starfsemin þá flutt að nýju í húsakynni Þórs- hamars. Á árinu 1969 var hafist handa um byggingu núverandi húsnæðis undir starfsemi fyrirtækisins við Tryggvabraut. Þangað var flutt um mánaðamótin mars-apríl 1970 og tív árum seinna var verk- stæðið enn stækkað. „í dag, 40 árum eftir stofnun Þórshamars h.f., er rekin hér um- fangsmikil þjónusta við bifreiðar. Við rekum hér tvö verkstæði, annað fyrir fólksbíla og hitt fyrir vörubíla. Við getum tekið inn 12 bíla á fólksbílaverkstæðið og á vörubílaverkstæðið getum við tekið 10 stóra bíla. Auk þess er sérstakt réttingaverkstæði með fullkomnum verkfærum og þar er rúm fyrir 4 bíla. Þá má geta þess að við höfum hér tölvustillitæki, eitt fullkomnasta sinnar tegundar á landinu. Þá rekum við raf- magnsverkstæði í tengslum við bifreiðaverkstæðin og einnig málningaverkstæði. Nú stendur einmitt fyrir dyrum endurnýjun á því og hafa verið fest kaup á nýjum sprautuklefa og verður hann settur upp nú um næstu mánaðamót. Klefi þessi er fram- leiddur hjá Blikkver í Kópa- vogi,“ sagði Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars í viðtali við Dag. „Við munum í framtíðinni leggja áherslu á að hafa ávallt yfir að ráða þeim fullkomnustu og bestu tækjum sem völ er á hverju sinni og góðum starfsmönnum, þannig að viðskiptavinir okkar geti verið ánægðir. Það er ekki lítils virði að bifreiðaviðgerðir séu eins og best verður á kosið vegna öryggis í umferð, og við reynum að leggja okkar af mörkum til að öryggið verði sem mest,“ sagði Ellert Guðjónsson. Þess má að lokum geta að Þórs- hamar h.f. hefur umboð og þjón- ustu fyrir Volkswagen, Áudi, MAN, Volvo og GM. Þar að auki hefur iðnaðarráðherra lýst því yfir að vandi nýrri hitaveitna sé það stór að það verði að rétta hag þeirra. í því sambandi hefur komið til tals að hluti skulda þeirra verði yfirtekinn. Einnig hefur verið leitað leiða til að útvega okkur hagstæðari lánakjör, því um 70% af okkar skuldum eru dollaralán á mjög háum vöxtum. Þetta skiptir okkur verulegu máli og gæti orðið til þess að koma okkur úr ógöngunum," sagði Sigurð- ur J. Sigurðsson. Grunnverðshækkun neyðarúrræði „Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur markvisst unnið að því að bæta fjár- hag fyrirtækisins, en vissulega hafa ytri aðstæður og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sett okkur ákveðn- ar skorður í þeim efnum,“ sagði Hákon Hákonarson stjórnarformað- ur Hitaveitunnar, í samtali við Dag. „Það hafa ýmsir möguleikar verið ræddir innan stjórnarinnar, en ég vil taka það fram, að hún starfar sem undirnefnd bæjarstjórnar, þannig að endanlegt vald er í höndum bæjar- stjórnarmanna. Vilji þeir hækka grunnverð veitunnar um 30-40% þá þurfum við stjórnarmenn ekki að hafa neinar áhyggjur af fjárhagnum. En ég held að það sé ekki vilji til þess, menn vilja leita að öðrum leiðum og ég lít á grunnverðshækkun sem neyðarúrræði.“ - Hvaða lausnir eru nærtækastar? „Iðnaðarráðherra virðist hafa inn- sýn í þann vanda sem hitaveitur glíma við og hefur lýst yfir vilja sín- um til að létta þeim reksturinn. Von- andi stendur hann við það, t.d. niðurfellingu á söluskatti og verð- jöfnunargjaldi af raforku til hita- veitna. Það munar um minna. Fleira mætti nefna; það er ekki nema sann- gjarnt að hitaveitur sitji við sama borð og aðrar orkusölur í landinu." - Hver er þín aístaða til mæla í stað hemla? „Sá möguleiki hefur vissulega ver- ið til umræðu innan stjórnarinnar. Þar er hins vegar svo viðamikið mál á ferðinni, að ákvörðun í þeim efn- um verður ekki tekin á einni nóttu.“ - Stór hluti af lánum veitunnar er í dollurum og á háum vöxtum. Hvaða möguleikar eru á að breyta þessum lánum í aðra gjaldmiðla? „Það er nú hægara sagt en gert og menn eru heldur ekki vissir um ágæti þeirrar aðgerðar þegar dæmið er gert upp í heild. Það er líka erfitt að spá um þróun mála á lánamörkuðum er- lendis, en það er grannt fylgst með þróun þessara mála hjá stjórn veit- unnar. Ef einhverjir telja sig þess umkomna að spá fyrir um þá þróun næstu árin með einhverjum rökum, þá erum við stjórnarmenn Hitaveitu Akureyrar opnir fyrir öllu slíku,“ sagði Hákon Hákonarson í lok sam- talsins. - GS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.