Dagur


Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 5

Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 5
28. mars 1984 - DAGUR - 5 t Minning Guðmundur Jörundsson varðstjóri f. 8.9.1918 -d. 20.3.1984. Það er ætíð erfitt að skilja þegar dauðinn ber að dyrum. Samt er hann hið eina sem við eigum víst þegar við komum í þennan heim. Spurningar kunna að koma upp en svörin verða fá. Við skiljum ekki tilgang allra hluta, en lærum, að það er æðri máttur, sem stýrir og stjórnar. Enda þótt við vitum að vinur okkar á meðal gangi ekki heill, þá eigum við erfitt með að sætta okkur við, að fáeinir dagar geti orðið til þess að breyta öllu og láta hlýtt og traust handtak heyra minningunni til. Okkur starfsfélögunum í Slökkviliði Akureyrar bárust þau válegu tíðindi, að vinnufélagi okkar og vinur Guðmundur Jör- undsson hefði látist í Borgarspít- alanum 20. mars sl. eftir stutta en erfiða legu. Fyrstu viðbrögð við slíkum fregnum eru ólýsanleg. í gegnum hugann líða á augabragði atburð- ir liðinna ára og samverustunda. Gleymdir atburðir verða allt í einu ljósir og allar hugsanir tengjast þeim sem genginn er. Það var gott að hafa Guðmund sér við hlið, þegar barist var við eldinn, versta óvin slökkviliðs- mannsins. Þar fór saman traust og ósérhlífni. Seint gleymast þær stundir, þegar barist var við stór- elda í „Gamla hótelinu", íbúðar- bragga á Gleráreyrum í grenj- andi stórhríð og ekki hvað síst þegar eldur eyddi verksmiðjum SÍS árið 1969 í vonskuveðri og frosthörku. Þar stóð Guðmundur sem klettur og þrautseigja hans og seigla átti sér fáar hliðstæður. Guðmundur Jörundsson var fæddur á Akureyri 8. september 1918. Foreldrar hans voru hjónin Engilráð Sigurðardóttir og Jör- undur Guðmundsson. Ársgamall flutti hann með foreldrum sínum til Hríseyjar og átti þar sín bernskuár. Um fermingu fluttist Guðmundur aftur til Akureyrar með fjölskyldu sinni og bjó þar alla tíð síðan. Hann stundaði sjómennsku með föður sínum og sótti vertíðir suður. Síðar gerðist hann bif- reiðastjóri hjá Georg Jónssyni, Bifreiðastöð Akureyrar og Brauðgerð KEA. Þann 15. janúar 1953 voru ráðnir fimm menn til þess að ganga vaktir á Slökkvistöð Akur- eyrar og skyldu þeir vera bæjar- búum til taks ef eldsvoða bæri að höndum. Auk þess skyldu þeir annast viðhald á öllum tækjum stöðvarinnar. Guðmundur var einn þessara fimmmenninga, sem völdust til starfans en hann hafði áður starfað lengi í slökkviliðinu. Nýjungar teljast ætíð marka tímamót og svo var einnig í sögu Akureyrar þegar þessir menn voru ráðnir til starfa. Bæjarbúum var annt um að þarna væru traustir menn, vinnusamir og ósérhlífnir. Allir þessir þættir voru Guðmundi Jörundssyni í eðli bornir. Enn var Guðmundur í hlut- verki brautryðjandans, þegar hann og tveir starfsfélagar hans voru gerðir að varðstjórum 1. apríl 1973. Eftirlifandi eiginkonu sinni Vilborgu Guðmundsdóttur giftist Guðmundur 6. maí 1944. Eign- uðust þau fjögur börn, Hönnu Guðrúnu, sem þau misstu þriggja ára, Jörund rakara í Reykjavík, Sveinbjörn lögreglumann á Ak- ureyri og Þórhöllu Laufeyju nema í Myndlistaskólanum. Með Guðmundi Jörundssyni er genginn traustur og heilsteyptur maður. Hann. var sérstakt snyrti- menni, svo orð fór af, óþreytandi í því að laga og fegra í kringum sig. Hann mátti ekki til þess hugsa að ekki væru allir hlutir í lagi og á réttum stað og voru það kostir, sem slökkviliðsmaðurinn nýtur góðs af, þegar tíminn skipt- ir máli. Guðmundur var alvöru- gefinn og hugsaði mikið um innsta eðli hlutanna. Hann var skapríkur og sagði sína skoðun umbúðalaust. Hann var bóngóð- ur og vildi hvers manns vanda leysa ætti hann þess nokkurn kost. Það er höggvið stórt skarð í raðir slökkviliðsmanna á Akur- eyri þegar Guðmundur er ekki lengur okkar á meðal. Þar lifir nú minningin ein, þakklát minn- ing fyrir allar samverustundir. En stærst er skarðið hjá fjölskyldu hans, sem nú horfir á eftir ástrík- um eiginmanni, föður, tengda- föður og afa. Við starfsfélagar hans vottum þeim öllum okkar innilegustu samúð og biðjum al- góðan Guð að styrkja þau og blessa. Starfsfélagar á Slökkvistöö Akureyrar. Bændur athugið Eigum nælon samfestinga, mjög hentuga til búverkanna Stærðir 44-58. Verð frá kr. 1.098.- Póstsendum Útboð Stjórn verkamannabústaða á Dalvík óskar eftir tilboð- um í að byggja átta íbúða fjölbýlishús við Karlsrauða- torg 26 Dalvík. Lokið er við að steypa grunn hússins. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu byggingarfulltrúa Dalvíkur og á Teikni- stofu Hauks Haraldssonar sf., Kaupangi, Akureyri gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjarstjóra Dalvíkur 16. apríl 1984 kl. 11.00. Stjórn verkamannabústaða á Dalvík. Góðir eiginmenn sofa heima Sýning Laugaborg fimmtudag 29. mars kl. 21.00 Sýning Grenivík föstudag 30. mars ki. 21.00. Sýning Ljósvetningabúð laugardag 31. mars kl. 21.00. Ungmennafélag Skriðuhrepps. Manstu í fyrra? Stendur í nokkra daga Sporthú^idhf Fatamarkaður Fatnaður á fínu verði í Brekkugötu 3 (áður Cesar) gengið inn um portið kl. 13-18 alla daga nema laugardaga 10-12 Urvalsvörur + Mikið tyrir lítið

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.