Dagur


Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 7

Dagur - 28.03.1984, Qupperneq 7
6 - DAGUR - 28. mars 1984 28. mars 1984 - DAGUR - 7 Stund tuilli stríða - kaiTitími hjá trillukörlunum á Höepfncrsbryggju. Myndir: ESE. ALLT SVART AF LOÐNU VIÐ BÆJARDYRNAR - Það er allt svart af loðnu hér á Pollinum. Það sýður og kraumar alls staðar og ég man ekki eftir öðru eins, sagði einn af trillu- körlunum sem blaðamaður Dags ræddi við um helgina, en karl- arnir hafa gert það gott að undanförnu og mokað upp loðnunni við hæjardyrnar. Loðnuveiðarnar á Pollinum hafa nú staðið rúma viku og aflinn hefur aldrei áður verið eins mikill. Sá háttur er hafður á við veiðarnar að nætur eru lagðar úti á miðjum Polli og síðan er þrengt að loðnunni og hún loks háfuð upp í fjöruborðinu við Höepfners-bryggju. Er blaða- mann Dags bar þar að garði þá var komin hin myndarlegasta stæða af fiskikössum á bryggjuna en tvo kassa þarf til að fylla í eina tunnu. Afl- inn er seldur til Kaldbaks hf. á Grenivík en þar er loðnan pönnufryst og verður síðan væntanlega notuð í beitu. Um 700 krónur fást fyrir tunnuna og því má segja að ómak karlanna hafi borgað sig, þrátt fyrir að á sunnudag og mánudag hafi þeir verið við veiðarnar í hálfgerðu kalsaveðri. - ESE. Loðnunni sturtað í kassa. Tvo kassa af þessari stærð þarf til að fylla tunnuna. Síðustu loðnunni hefur verið landað þennan daginn. VAXTARRÆKT Á BROADWAY - Dagur fylgist með íslandsmeist- aramótinu í vaxtarrækt íslandsmótið í vaxtarrækt 1984 fór fram á Broadway um síðustu helgi og að venju gerðust Akureyringar djarftækir til verðlauna. Uppskera Akureyringanna á mótinu, var tvenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Gísli Rafnsson varð íslandsmeistari í -70 kg flokki og Sigurður Gestsson vann sinn þriðja íslandsmeistaratitil á jafn mörg- um mótum er hann vann -80 kg flokkinn. Auk þess nældu þau Aldís Arnardóttir, Kári Eilertsson, Sævar Símon- arson og Sigurður Pálsson í silfur og Sigmar Knútsson fékk brons í -90 kg flokki. íslandsmeistarar yfir alla flokka urðu þau Jón Páll Sigmarsson og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir. íslandsmótið þótti takast fádæma vel. Talið er að um 1700 manns hafi verið í Broadway og fylgst með keppninni og það er vonandi að undirtektir verði einnig góðar þegar unglingameistaramótið verður haldið á Akureyri nú um næstu helgi. - ESE. Sigurður Gestsson - þrefaldur íslandsmeistari í sínum Kári Ellertsson frá Akureyri - á hraðri uppleið I vaxtar- flokki. ræktinni, líkt og eiginkonan, Aldís Arnardóttir/ Aldís Arnardóttir og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir sem börðust um íslandsmeistaratitilinn, Myndir: Flosi Jónsson, Svali 1 Itr.................. 16,70 kr. Vínarpylsur 18 í pakka .... 128,60 kr. Folaldasnitzel pr. kg ...... 180,00 kr. Karbonaði pr. kg ........... 130,00 kr. Emmess ís 1 Itr.............. 57,00 kr. HAGKAUP Akureyri Fjörutíu ára reynsla tryggir góða þjónustu Við starfrækjum glæsilegt bifreiðaverkstæði sem skipt er i eftirtaldar deildir: ★ Bifreiðaverkstæði ★ Rafmagnsverkstæði ★ Málningarverkstæði ★ Bifreiðastillingar ★ Smurstöð ★ Verslun Á bifreiðaverkstæðinu höfum við tekið í notkun eitt fullkomnasta stillitæki á í slandi. Það er tölva sem segir til um ástand vélarinnar, hvort rafkerfið er i lagi og hvernig bifreiðin nýtir eldsneytið. Ef þú ert að kaupa eða selja bifreið er sjálfsagt að nota sér þessa þjónustu. í verslun okkar fást varahlutir í flestar gerðir bifreiða. Einnig hjólbarðar, rafgeymar, bifreiðavörur ýmiss konar, smurolíur, efnissala og fleira viðkomandi bifreiðum. W I öllum deildum okkar eru starfsmenn með mikla reynslu og sérþekkingu Höfum umboð fyrir VW bifreiðir og N ^itreiðir. Einnig höfum við þjónustuumboð fyrir GM, AMC og Volvo. v/Tryggvabraut, 1 Akureyri, sími 22700.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.