Dagur - 28.03.1984, Page 9

Dagur - 28.03.1984, Page 9
28. mars 1984 - DAGUR - 9 Landsmót skíðamanna í Hlíðarfjalli: Undirbúningur er í fullum gangi „Undirbúningur fyrir Lands- mótið er í fullum gangi og hef- ur reyndar staðið yfir í allan vetur,“ sagði Þröstur Guð- jónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar er við ræddum við Frá þingi Í.B.A. um helgina. Mynd: KGA. 99 Húsaleigan er að drepa - segir Knútur Otterstedt formaður ÍBA „Það var samþykkt á þessu þingi að beina þeirri áskorun til bæjaryfirvalda að fram- kvæmdum í Hlíðarfjalli yrði haldið áfram. Reyndar hafa engar fjárveitingar verið til nýframkvæmda þar undanfar- in ár ef undan er skilin bygging verkstæðishúss. Það hefur ekkert gerst í því að halda áfram uppbyggingu í Hlíðar- fjalli.“ - Þetta sagði Knútur Otter- stedt formaður íþróttabandalags Akureyrar er við ræddum við hann, en ársþing bandalagsins var haldið um helgina og var Knútur endurkjörinn formaður þess. „Málum er nú þannig komið því miður að aðstöðuleysið í Hlíðarfjalli er farið að hafa þau áhrif að aðsókn hefur minnkað og við erum auðvitað ekki ánægðir með þá þróun mála,“ sagði Knútur. Þing ÍBA gerði einnig tvær aðrar samþykktir og Allt á fullri ferð 99 i QQ „Það er allt á fullri ferð hjá okkur og æft af krafti þrisvar í viku,“ sagði Guðmundur Svansson er við ræddum við hann, en Guðmundur þjálfar 1. deildar lið Þórs í knatt- spyrnu kvenna. „Við byrjuðum að æfa 25. febrúar í snjónum og eftir að þær stelpur í liðinu sem voru einnig í handboltanum voru búnar þar höfum við æft þrisvar í viku. Tvær æfinganna eru útiæfingar en ein æfingin er tekin í lyftingar. Mæting hefur verið mjög góð, þetta 19-27 stelpur á æfingum og mikill hugur að standa sig vel í sumar.“ Þór sigraði í 2. deild kvenna í fyrra og leikur nú í Norður-Aust- urlandsriðli 1. deildar. Guð- mundur sagðist vera mjög óhress með þessa riðlaskiptingu sem nú var tekin upp í 1. deildinni, enda er hún eingöngu til komin svo félögin á S.-Vesturlandi þurfi ekki að leggja út í ferðakostnað. Þess má geta að æfingarnar hjá Þór eru á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum og hefjást kl. 18.30 alla dagana. hann, en Landsmót skíða- manna verður háð í Hlíðar- fjalli um páskana. „Það er geysimikið verk að halda svona mót, og undirbún- ingurinn er tímafrekur,“ sagði Þröstur. „Það má segja að við höfum byrjað að huga að þessu strax í haust, og þegar kemur að mótinu sjálfu verða 50-60 manns sem taka þátt í framkvæmdinni." - Er þetta dýrt fyrirtæki? „Já. Beinn kostnaður verður um 100 þúsund krónur og á ég þá við verðlaunapeninga og þess háttar, en framkvæmdin í heild er mun dýrari. Þetta er stórt verkefni en það er akkur fyrir okkur að fá þetta mót og standa myndarlega að framkvæmd þess. Keppendur verða 70-80 en ég reikna með að þeir sem koma til Akureyrar um páskana vegna mótsins muni skipta hundr- uðum.“ - Er nægur snjór í Hlíðar- fjalli? „Já það vantar ekkert á það. Á svæðinu þar sem mótið fer fram er kappnógur snjór svo við erum ekkert áhyggjufullir þess vegna. Við vinnum bara af full- um krafti við undirbúninginn og stefnum að því að halda hér gott mót um páskana," sagði Þröstur. fjallaði önnur þeirra um málefni Skautafélags Ákureyrar en hin um húsaleigumál íþróttafélag- anna. „Við viljum að það verði tekin ákvörðun um framtíðarsvæði Skautafélagsins. Það hefur verið talað um að félagið fái svæði við syðri enda tjarnarinnar en málið er ekki frágengið. Þessi óvissa hefur háð félaginu, og er jafnvel talað um að ef félagið á að vera á núverandi svæði 3-5 ár í viðbót verði farið í það að setja þar upp vélfryst svell. Það var samþykkt tillaga til bæjarstjórnar um að styrkur bæjarins til ÍBA verði framvegis í samræmi við hækkun á húsa- leigu í íþróttahúsum bæjarins en í þeim málum hefur hallað mikið á okkur að undanförnu. Tíma- gjaldið í Skemmunni og Glerár- skóla hefur hækkað um 117% á rúmu ári en styrkurinn til ÍBA hefur ekki hækkað nema um 30,8% á sama tíma. Húsaleigan er að drepa félögin,“ sagði Knút- ur Otterstedt. - Alfreð Þorsteinsson sem á sæti í stjórn ÍSÍ mætti á þingið um helgina. Gerði hann grein fyrir samningaviðræðum ÍSI við Flugleiðir um frekari afslátt fyrir- tækisins til íþróttafélaganna. Þá fjallaði hann einnig um lyfjamál íþróttamanna en Alfreð er for- maður lyfjanefndar ÍSÍ og hafa þau mál er undir nefndina heyra verið nokkuð í sviðsljósi að undanförnu. 1-X-2 1-X-2 l’ kki gerðu spekingarnir neinar stórar rósir í síðustu viku. Eiríkur S. Kiríksson náði hestuni úrangri og var með 6 lciki rétta, Einar Pálmi 5, Tryggvi 4 og Pálmi rak lestina með 3 leiki rétta. - Eirikur S. Eiríksson segist vera koininn á sigurbraut, og nú kynn- ir hann nýtt kerfi fyrir áhuganiönnuin um knattspyrnugetraunir. Kall- ar haun það „leynilögreglukerfið" og byggist það á því að setja 2 við alla leiki seðilsins. Einstaklega einfalt í franikva'nid en við bíðuni í eina viku og sjáuni hvern árangur það gefur. Einar Pálnii heldur forustunni með 24 leiki rétta eftir 4 vikur, en hinir snillingarnir herjast harðri baráttu. Tryggvi Gíslason með 19 rélta og þeir Eiríkur S. Eiríksson og Pálmi Matthíasson eru með 18 lciki livor. Tryggvi Gíslason. Birmingham-A.Villa ..................... 2 Coventry-Arsenal .................... 2 Everton-Southampton ................. 2 Ipswich-Luton........................ 2 Leicester-Norwich ................... x Notts C.-Nott. For................... 2 Stoke-Sundcrland .................... 1 Watford-Liverpool ................... 2 « WBA-Man. Utd................................. 2 West Ham-QPR......................... x Cardiff-Chelsea ..................... 2 Leeds-Sheff.Wed ..................... 2 Birmingham-A.Villa .................. 2 Matthíasson. Coventry-Arsenal ..................... 1 Everton-Southampton ................. 2 lpswich-Luton ....................... 1 Leicester-Norwich ................... 1 Notts C.-Nott. For................... 2 Stoke-Sundcrland .................... x Watford-Liverpool ................... 1 WBA-Man. Utd........................ 2 West Ham-QPR......................... 1 Cardiff-Chelsea ..................... 2 A—k Leeds-Sheff.Wed ...................... 1 Einar Pálmi Birmingham-A.Villa ................... x Árnason. Coventry-Arsenal ..................... 2 Everton-Southampton ................. 1 Ipswich-Luton........................ 1 Leicester-Norwich ................... 1 Notts C.-Nott. For................... 1 Stoke-Sunderland .................... 1 Watford-Liverpool ................... x WBA-Man. Utd....................... 2 West Ham-QPR......................... 1 Cardiff-Chelsea ..................... x Leeds-Sheff.Wed ..................... x Eiríkur Eiríksson. Birmingham-A.Villa ................... 2 Coventry-Arsenal .................... 2 Éverton-Southampton ................. 2 Ipswich-Luton........................ 2 Leicester-Norwich ................... 2 Notts C.-Nott. For................... 2 Stoke-Sunderland .................... 2 Watford-Liverpool.................... 2 WBA-Man. Utd....................... 2 West Ham-QPR.......................... 2 Cardiff-Chelsea ..................... 2 Leeds-Sheff.Wed ...................... 2 1-X-2 1-x-2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.