Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 28. mars 1984 Nyi Golfinn er kominn. Leitið upplýsinga Fjárhagsáætlun Hitaveitu Akureyrar 1984: „Vissulega hefur fjárhagur Hitaveitu Akureyrar vænkast, en hann er þó hvergi nærri góður. Það er því Ijóst, að það þarf að grípa til einhverra að- gerða, því það er ekki hægt að reka veituna með tapi ár eftir ár. Hún verður að geta staðið undir sínum rekstri, þannig að hægt sé að grciða niður skuldir vegna stofnkostnaðar með eðlilegum hætti.“ Þetta sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Dag, aðspurður um fjárhag Hitaveitu Akureyrar. Fjárhagsáætlun fyrir Hitaveitu Akureyrar var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. í áætl- uninni kemur fram, að skulda- aukning veitunnar á árinu kemur til með að nema hátt í 50 m. kr. Þar af fara um 20 m. kr. til ný- framkvæmda, en mismunurinn í rekstrartap. Til að fylla upp í þetta gap þyrfti grunnverð veit- unnar að hækka um nær 30%. Vextir af erlendum lánum veit- unnar á árinu verða 136.8 m. kr., en til samanburðar má geta þess að reiknað er með að heildartekj- ur veitunnar nemi 157.8 m. kr. Til afskrifta og fjármagnskostn- aðar er reiknað með 121.2 m.kr. Nánar er fjallað um málefni Hitaveitu Akureyrar, í samtölum við Helga M. Bergs, Sigurð J. Sigurðsson og Hákon Hákonar- son, á bls. 3 í blaðinu í dag. - GS. Nýja útvarpshúsið á Akureyri: Hefjast útsend- ingar á tveggja ára afmælinu? Það verður merkisdagur hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri 1. maí nk. Þá er nefnilega fyrir- hugað að afhenda þann hluta hins nýja útvarpshúss sem taka á í notkun í haust og ef allt gengur að óskum þá ættu út- sendingar úr húsinu jafnvel að geta hafist 14. ágúst nk. á tveggja ára afmæli RÚVAK. Að sögn Jónasar Jónassonar, útvarpsstjóra á Akureyri þá er ekki hægt með neinni vissu að segja til um hvort allar dagsétn- ingar varðandi afhendingu húss- ins standast. Erfitt væri einnig að segja til um hve langan tíma tæki að koma tækjabúnaði fyrir en fyrirhugað er að gera hlé á sumardagskrá RÚVAK á meðan á því verki stendur, en fréttir og annað fréttatengt efni verður sent út í allt sumar eftir sem áður. I þeim áfanga útvarpshússins sem fyrst verður tekinn í notkun verður stúdíó, stjórnherbergi og aðstaða fyrir dagskrárgerðar- fólk. - ESE. Svæðisfundir Um helgina verða haldnir tveir svæðisfundir sem kaupfélögin á Norðausturlandi halda með stjórnarformanni og forstjóra Sambandsins. Fundirnir verða á Hótel KEA Akureyri, laugardaginn 31. mars, fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar og í Félagsheimilinu á Húsavík, sunnudaginn 1. apríl, fyrir Kaup- félag Þingeyinga og Kaupfélag Norður-Þingeyinga. Báðir fund- irnir hefjast kl. 13.30 Á dagskrá fundanna verður ávarp stjórnarformanns Sam- bandsins, Vals Arnþórssonar, fjallað verður um viðfangsefni Sambandsins og frummælandi verður Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins. Þá verður rætt um samvinnustarf á svæðinu og frummælendur um það mál verða Valgerður Sverrisdóttir á fundinum á Akureyri og Björn Benediktsson á fundinum á Húsavík. Að loknum framsögum verða önnur mál á dagskrá og al- mennar umræður og eru félags- menn kaupfélaganna og annað áhugafólk um samvinnustarf hvatt til að koma á fundina,- HS Sumarið var gott - en stutt. Sjá mynd á forsíðu Samið við Norður- verk________________ „Það bendir allt tíl þess í dag að við fáum þetta verk,“ sagði Franz Árnason hjá Norður- verki h.f. er við ræddum við hann um tilboð þau er bárust í styrkingu og lagningu bundins slitlags á 15 km vegarkafla und- ir Eyjafjöllum. Eins og Dagur skýrði frá sl. föstudag var Norðurverk með lægsta tilboð í verkið, en Norður- verk bauð í það ásamt fyrirtæk- inu „Gunnar og Guðmundur" í Hafnarfirði. Nam tilboðið rúm- lega 10,4 milljónum króna en Hagvirki var með næst lægsta til- boð upp á rúmar 10,6 milljónir. Eitthvað vafðist það fyrir starfsmönnum Vegagerðarinnar að ákveða hvaða tilboði skyldi tekið, enda mun hafa verið fyrir því pólitískur þrýstingur að verk- ið yrði unnið af heimamönnum. En niðurstaðan varð sú að ákveð- ið var að ganga til samninga við Norðurverk og Gunnar og Guðmund í Hafnarfirði. gk-. Híðarfjall: „Léleg aðsókn“ „Aðsóknin hér í Hlíðarfjalli hefur verið alveg hroðalega léleg í vetur, og það hefur oft verið álitamál hvort fleiri gestir en starfsmenn væru á svæð- inu,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli í spjalli við Dag. „Ég er búinn að vera hér síðan 1970 og man ekki annað eins. Mönnum fannst nóg um í fyrra- vetur hvað aðsókn var lítil, en miðað við það sem hefur verið að gerast í vetur var örtröð hér alla daga þá. Hér er nægur snjór og prýðilegt færi. Það er hins vegar þannig að mínu mati að ef snjó tekur upp niður í bæ þá hugsar fólk með sér að ekki sé hægt að fara á skíði.“ - ívar sagði að nú væri hætt við að hafa opið á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Því er opið í Hlíðarfjalli alla virka daga kl. 10-18 og um helgar frá kl. 10- 17.30. gk-. Hæg austlæg átt verður ríkjandi á Norðurlandi næstu sólarhringa. Að sögn veðurfræðings þá verður yfírleitt þurrt og kalt. Hitastig gæti þó farið upp fyrir frost- markið um hádaginn. Spáð er áframhaldandi kuldum a.m.k. fram að helgi. # Erfiðasta íþróttagreinin Menn leggja ýmislegt á sig til þess að ná árangri I íþróttum. Sumir hlaupa fleiri hundruð kílómetra í mánuði hverjum og aðrir lyfta álíka fjölda af tonnum á svipuðum tíma. Ein allra erfiðasta íþróttagreinin sem stunduð er í dag er lik- lega vaxtarrækt en þar fara saman gífurlega erfiðar æfingar og mjög strangt mataræði. En það er fleira erfitt í vaxtarræktinni en bara æfingarnar, það sannar eftir- farandi saga: Œ T t K'm rTTT? Síi Aj/Áj J. li [BS.y 011. # Of þungur Einn af keppendunum frá Ak- ureyri sem þátt tóku í ís- landsmótinu í vaxtarrækt sem haldið var á Broadway ákvað skömmu fyrir mótið að keppa í léttari þyngdarflokki en hann var vanur. Til þess að ná þessu marki þurfti við- komandi að létta sig allt (allt um eín tíu kíló en markmiðið var að komast niður fyrir 70 kg. Það reyndist þó þrautin þyngri að ná af síðustu kíló- unum, því eins og flestir vita þá byggist vaxtarrækt m.a. upp á því að ná f burt allri fitu og óþarfa vökva sem gjarnan heldur sig á milli vöðva. Við- komandi var búinn að „skafa“ sig inn að beini og skömmu fyrir vigtun leit helst út fyrir að léttingin tækist ekki. # Læstur inni í gufu En þá greip Hjalti Úrsus Árnason, kraftlyftingamaður úr KR til sinna ráða og sagan segir að hann hafi dúðað okkar mann í vetrarföt og stungið honum inn í gufu- baðsklefa. Síðan hélt tröllið dyrunum læstum þar til vaxt- arræktarmanninum lá við yfirliði og þá loks var opnað fyrir honum. Ekki var þó öll þjáning úti, því að þegar Ak- ureyringurinn skjögraði út hálf meðvitundarlaus, var hann gripinn og honum stungið undir ískalda sturtu. Þessar nýmóðins megrunar- aðferðir báru svo þann ár- angur að okkar maður komst undir 70 kg og varð hann síð- an íslandsmeistari ( sínum nýja þyngdarflokki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.