Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 3
30. mars 1984 - DAGUR - 3 Rétt er að venja rjúpumar við Það eru margar mergjaðar veiði- sögur sagðar, ekki síst af rjúpna- veiðimönnum. Um helgina heyrði ég eina dágóða. Hún er af húnvetnskum bónda, sem fór til berja í tíma og ótíma. Þótti sveit- ungum mannsins þessi hegðun hans undarleg, því berjaferðir hans hófust löngu áður en berja var von. En karl lét háðsglott sveitunga sinna ekki aftra sér frá berjaferðum. Hann var farinn að huga að berjum snemma vors og gerði það með reglulegu millibili allt sumarið fram á haust. Þegar á hann var gengið svaraði hann ætíð því sama: Ég er í berjum. En loks sagði karl sannleikann; ég er einungis að gefa rjúpunum tæki- færi til að venjast mér. Með þessu móti verð ég búinn að temja þær um það leyti sem veiðitímabilið hefst og þá get ég tínt þær upp fyrirhafnarlítið!! Halló, strákar Það bar til hér um árið, þegar jazzsnillingurinn Benny Good- man var í laxi vestur í Húnaþingi. Þá brá hann sér sem oftar í morg- unsund í sundlaugina við heima- vistarskólann á Húnavöllum. Þar voru tveir laxveiðimenn fyrir. Jazzkóngurinn var hinn hressasti, veifaði til íslendinganna um leið og hann sagði eitthvað á þessa leið: Halló strákar, ég er herra Goodman. En landinn hafði nú ekki trú á því að það gæti staðist, að Goodman sjálfur væri að þvæla í sundi uppi á íslandi. Þess vegna héldu þeir að þarna væri á ferðinni einhver gamansamur náungi „að sunnan", þannig að þeir tóku undir kveðjuna að bragði: Halló herra Goodman, ég er Snorri Beiker, sagði annar og hinn bætti við - og ég er Matti lögga... Þœr voru harðar undir tönn Já, margt er skrýtið í kýrhausn- um, segir máltækið, og stundum er margt skrýtið í kartöflupokan- um líka. Það sannfærðist að minnsta kosti einn af lesendum blaðsins um. Hann fjárfesti í 2V2 kg af innfluttum kartöflum, sem hann fékk pakkaðar í snyrtilega neytendapakkningu. En það fór í það verra þegar hann ætlaði að gera sér kartöflurnar að góðu. Margar þeirra reyndust harðar sem grjót undir tönn, - þrátt fyrir mikla suðu -, enda kom í ljós að um grjótharða leirköggla var að ræða. Já, þeir kunna að drýgja uppskeruná sína kartöflubænd- urnir í útlandinu. Myndin hér að ofan er af þessum nýstárlegu kartöflum. Sparið og sparið Nú eru erfiðleikar hjá íslensku þjóðinni, þið þekkið sönginn, herðið sultarólina, gætið aðhalds, étið velling og ekkert múður. Þetta hafa ýmsar ríkisstofnanir mátt reyna, þar á meðal sjúkra- húsin. Á sjúkrahúsinu á Akur- eyri hefur verið gætt ítrasta að- halds í rekstrinum undanfarna mánuði. En nú hefur verið ákveðið að bæta við nýrri stöðu, samkvæmt næstum áreiðanlegum heimildum Dags. í hana á að ráða skurðlækni, sem eingöngu kemur til með að starfa við niður- skurð!! Hvaða land er nú það Ég hitti aldinn Skota á bjórstofu á járnbrautarstöðinni í Glasgow á dögunum. Hann var ræðinn karl- inn og vildi allt um mig vita. En eitthvað gekk honum illa að skilja „Oxford-enskuna" mína, þannig að ég benti á konu mína og sagði manninum, að einkarit- ari minn gæfi allar nánari upplýs- ingar. Samkvæmt frásögn einka- ritarans hafði þessi maður ferðast víða um heiminn, en hann hafði varla heyrt ísland nefnt. ísland, sagði hann, þið þúrfið þá varla yfir lækinn til að ná í ís í viskýið. Síðan spurði hann hvaða mál þar væri talað. Þegar einkaritarinn minn sagði honum, að við töluð- um okkar eigin tungu, þá varð hann fyrst gapandi. Hann sagðist tala þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku, auk síns móðurmáls, en að íslenska væri til, það fannst karli með ólíkindum. Bravó Þessi skemmtilega mynd er að líkindum nærri því að vera 20 ára gömul, en hún sýnir eina fræg- ustu hljómsveit sem Akureyring- ar hafa átt. Það eru Bravó-bítl- arnir, sem einna frægastir urðu fyrir að troða upp með stór- hljómsveitinni Kinks í Austur- bæjarbíói forðum. í hljómsveit- inni voru t.f.v. Helgi Vilberg, nú skólastjóri Myndlistaskólans, Kristján Guðmundsson, kennari, Þorleifur Jóhannsson, smiður og trymbill hjá Ingimar Eydal og Sævar Benediktsson, sem nú er pípulagningamaður á Egils- stöðum. Fatamarkaður Fatnaður á finu verði í Brekkugötu 3 (áður Cesar) gengið inn um portið ,Opið M. 13-18 ^~- . alladaga Stendur í nokkra daga SporthÚMd Urvalsvörur + Mikið fyrir lítið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.