Dagur - 30.03.1984, Side 4

Dagur - 30.03.1984, Side 4
4 - DAGUR - 30. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Tengsl frœðslu- kerfis og atvinnulífs Fram er komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar um tengsl fræðslukerfis og at- vinnulífs og eru flutnings- menn sjö þingmenn Fram- sóknarflokksins. í ályktuninni er gert ráð fyrir að athugað verði hvernig unnt sé að tengja fræðslukerfið, einkum Háskóla íslands, við atvinnu- líf landsmanna framar því sem nú er. í greinargerð með tillög- unni segir m.a. að á síðustu áratugum hafi helstu at- vinnuvegir þjóðarinnar, svo sem sjávarútvegur, landbún- aður, iðnaður, verslun og þjónusta, tekið flókna vél- tækni í þjónustu sína, þ.á m. margbrotnar og vandmeð- farnar tölvur, og ekki sé séð fyrir endann á þeirri þróun. „Því er augljóst að atvinnulíf- ið kallar í vaxandi mæli á aukna starfskunnáttu og þekkingu á því er varðar meðferð, gæslu og viðhald hinna flóknustu véla og vél- búnaðar af ýmsu tagi. Því er eðlilegt að spurt sé: Er þjóðin nægilega vel að sér í þessum greinum? Hefur fræðslukerfið fylgt þróuninni nægilega vel eftir? Eða er ástæða til að endurskoða tengslin milli fræðslukerfisins og þarfa at- vinnulífsins? Er fræðslukerfið nægilega aðlagað brýnustu þjóðfélagsþörfum? Þessum spurningum og mörgum fleiri þarf að svara. Reyndar er þörf á því að efla verkmenntun og starfs- kunnáttu á fleiri sviðum en þeim sem sérstaklega snerta vélbúnað og tækni. Margs konar önnur menntun og starfsþjálfun getur komið at- vinnulífinu að gagni. Þar á meðal er brýnt að efla hönn- unarmenningu þjóðarinnar, þjálfa sölumenn, kenna stjórnunarfræði og fleiri greinar hagnýtrar verk- menningar. Og síst ber að vanmeta nauðsyn skipulegr- ar þjálfunar starfsmanna í fyrirtækjum, enda nauðsyn- legt að efla verkmenntun þjóðarinnar á öllum stigum atvinnulífsins, en ekki á hin- um hærri þrepum einum saman. Slík rækt við almenna verkmenntun mun leiða af sér trausta verkmenningu þjóðarinnar og gera hana hæfari til stórra átaka í arð- bærri framleiðslu af ýmsu tagi. “ I greinargerðinni er viður- kennt að fræðslukerfið hafi um margt leitast við að fylgj- ast með tímanum og að ýmis- legt hafi verið vel gert í þess- um efnum, en í lokaorðum segir: „Eigi að síður er nauðsyn- legt að einbeita sér að því að kanna gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að tengja fræðslukerfið enn nánar bein- um þörfum atvinnulífsins og stuðla sem verða má að því að skólanemendur undirbúi sig beint til starfa hjá aðalat- vinnuvegum þjóðarinnar, en fjarlægist þá ekki. Víðtæk verkmenntun er grundvöllur að efnalegri velferð þjóðar- innar og mikilvægt atriði í menningu hennar yfirleitt. Alkunna er að traust atvinnu- líf er forsenda „gróandi þjóðlífs" og öflugrar menn- ingarstarfsemi. “ Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, er höfundur Eyðibýlisins. Já, hér er þessi bújörð frá beitarhúsadögum og búin hennar saga, sem aldrei verður skráð. Af fólkinu sem lifði hér fer litlum afrekssögum, að lágum rústum undanskildum, flest er burtu máð. Með endilöngum norðurmerkjum syngur Bróká söngva, að sunnan þrumir dökkt og leirugt Mannabeinaholt, og jafnvel þó að nýja von hún eygi nánast öngva, upp úr grónu landinu rís Bogaklöppin stolt. En hingað lágu sporin; við hlupum, ég og Fjára, og hingað barst með lögmálinu tímans mikla kall, og hér var stundum erfiði og hér var Stjáni Kára, og hér er best að enda þetta óumbeðna spjall. Brynjólfur Ingvarsson. Geislar tytta túnum á úrida vesturjjalla Þau urðu ævilok Andrésar Björnssonar skálds, að hann varð úti og fannst sitjandi upp við stein. Þá varð þessi vísa til og er talin vera eftir Hallgrím Jónasson: Hulið mein í hjartans leynum hýran sveininn skiidi seinast eftir einan upp við steininn. Gestur Ólafsson kennari kvað undir sviplíkum bragarhætti, er hann hafði látið af störfum: A ð lifa þykir mér ljómandi gaman, laus við vandann og dunda við það dögum saman að draga andann. Skúli Guðjónsson prófessor stundaði laxveiðar. Hann kvað: Bláum unnum fögrum frá fiskur runninn biikar. Lágum, þunnum uggum á eifur grunnar stikar. Sigtryggur Símonarson gekk sömu erinda til Eyjafjarðarár er hann kvað: Gióey háum himni frá hjartans fágar drauma, geislum stráir örlát á elfar biáa strauma. Sigtryggur kvað þessa vísu á fögrum sumarmorgni: Ársól gyiiir austrið, þá yndi fiest má kalia. Geislar tylla tánum á tinda vesturfjalla. Steingrímur Baldvinsson orti til ungrar stúlku: Varalita blómgrund blíð, bros þín hita stafa, átt og nytjar alla tíð ástar Vitaðsgjafa. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka kvað: Margur hælir ást um of, ýmsum varð hún byrði. Nái hún aðeins upp í klof er hún lítils virði. Karl Sigtryggsson var að mfnu áliti skáld, þótt duga léti hann sér hagyrðingsnafnbótina. Ein- hverju sinni var hann að grafa fyrir húsgrunni ásamt fleiri verkamönnum á Húsavík. Verkstjórinn stóð ofar og fjær og kastaði Karl að honum þess- ari hógværu vísu: Þegar hinsta fjöðrin fer og fjóshaugurinn hrynur og hvergi er hægt að hreykja sér, hugsa ég til þín vinur. Næsta vísa er einnig kveðin af Karli Sigtryggssyni. Töfrar lífsins ymja enn undur þýtt í blóði þegar guð og mold og menn mæla einu hljóði. í spurningaþætti var Karl inntur eftir hvort hann kysi að vera grafinn eða brenndur, þegar þar að kæmi. Svarið var þetta: Minni ríku moldar þrá myndi bálið ama, en þeim sem vísan eldinn á ætti að vera sama. Halldór Helgason kvað næstu vísurnar tvær: Hlýnar blóð við hæga glóð hversdags Ijóðagreina, enda þjóðin þéttast stóð þar við hlóðasteina. Lán og gæfa gæðamanns gengur völtum fótum, en djöfullinn og herlið hans hjálpa sínum nótum. Þættinum lýkur með tveim nýj- um vísum er Jón A. Jónasson, Hrauni kvað eftir lestur dag- blaða. Þetta er þarflaust að kynna. Það getur hnekkt öllu fári þrekvirki þeirra sem vinna þrjátíu mánuði á ári. Verðbólgan tekin er taki, traustur þar móðurinn svellur. En ber er illa að baki Berti, ef tíkin fellur. Jón Bjarnason.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.