Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-30. mars 1984 „Ég get ekki merkt kreppu í utanlandsferðum landans enn sem komið er, því við höfum þegar tekið við fleiri pöntunum en á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar ekki útilokað, að bakslag komi í seglin þegar líðafer á sumarið, “ sagði Kol- beinn Sigurbjörnsson, framkvœmdastjóri Útsýnar á Akureyri, í samtali við Dag. Það þarf varla að kynna Kol- bein*fyrir Akureyringum. Þó er hann Reykvíkingur, meira að segja Vesturbæingur og gallharð- ur KR-ingur að auki, en hann hefur verið búsettur á Akureyri í 14 ár. Fyrst starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Odda, en síðan tók hann til starfa hjá Flugfélagi ís- lands og sá um söluskrifstofu Flugleiða um árabil. Þaðan flutti hann sig yfir á Ferðaskrifstofu Akureyrar, þegar söluskrifstofan sameinaðist henni, en eftir stutta veru þar fór Kolbeinn til Útsýn- ar, sem þá opnaði söluskrifstofu á Akureyri. Fram að því hafði Aðalsteinn Jósepsson séð um Út- sýnarumboðið á Akureyri með miklum sóma. Nú er Útsýn með skrifstofu í Hafnarstræti 98, þar sem Sigurður Kristinsson starfar með Kolbeini. Kolbeinn var spurður hvað hafi orðið til að vekja áhuga hans fyrir „ferða- bissnesnum“, eða hvað við eigum nú að kalla það? Gestir á Útsýnarkvöldinu fengu lystauka fyrir matinn. þessum ferðum. Ferðin til Egyptalands verður farin í októ- ber og hún stendur í þrjár vikur. Þetta er eftirsótt ferð og þegar hafa margir pantað sæti.“ - Hvernig er verð á utanlands- ferðum í ár? „Það fer nú svolítið eftir því við hvað er miðað, en verð á utanlandsferðum hjá okkur hefur ekki hækkað síðan í ágúst-sept- ember á síðastliðnu ári og í nokkrum tilfellum hefur verðið lækkað. Það á til dæmis við um nokkrar hópferðir.“ - Hvað gefur svigrúm til þess? „Hagstæðir endursamningar erlendis fyrst og fremst." - Hvernig er þá salan? „Hún er góð. Við gerðum t.d. úttekt á sölunni í okkar leigu- ferðir um síðustu helgi. Þá kom í ljós, að við höfum þegar bókað í um helming sætaframboðsins. Og þær bókanir hafa allar verið stað- festar. í heildina erum við með ívið fleiri bókanir heldur en á sama tíma í fyrra. Það á síðan eftir að sjá hvað gerist þegar kemur fram á sumarið, sérstak- lega hér á Norðurlandi, því útlit- ið er nú ekki bjart í atvinnumál- um okkar þessa dagana.“ - Hvaða sólarlandastaður er vinsælastur? „Costa del sol, hann er alltaf á toppnum, þar fá allir eitthvað við sitt hæfi, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga eða fjöl- skyldur og verðlag er hagstætt. Næst kemur Algarve í Portúgal, en það er talsverð aðsókn í þær ferðir, ekki síst héðan frá Akur- eyri. Ef til vill ræður þar golf- áhugi manna einhverju, en ekki síður verðlagið í Portúgal, sem er mjög hagstætt." - Hver er meginmunurinn á þessum stöðum? „Kannski sá, að Portúgal ligg- ur að Atlantshafinu og strend- urnar því dálítið frábrugðnar því sem gerist við Miðjarðarhafið. Sjór er þarna tandurhreinn og Algarve á sólarstundametið í Evrópu.“ • Algarve ódýrasti kosturinn - Hvert er ódýrast að fara ef ein- göngu er sóst eftir sól og afslöpp- un? „Til Portúgal ímynda ég mér, ég reikna með að það sé ódýrasti kosturinn þegar á heildina er litið. Þriggja vikna ferð þangað, miðað við að fjórir séu saman í húsi, kostar 20 þúsund fyrir manninn. Og menn geta valið um hvort þeir eru í húsum, í íbúða- hótelum eða á venjulegu hóteli.“ - Það eru sem sé sólarlanda- ferðir og bílaleigubíll um Evrópu, sem njóta mestra vin- sælda í ár? „Já, og með bílnum taka menn gjarnan sumarhús, t.d. í Þýska- landi, sem virðist vera ofarlega á listanum í ár. Við erum hins veg- ar með sumarhús á okkar snær- um í vel flestum Evrópulöndum og verð á þeim er mjög hagstætt. Ég get nefnt þér sem dæmi, að það var sjö manna fjölskylda á okkar vegum í Danmörku. Hús sem nægði þessari fjölskyldu kostaði um 6 þ. kr. á viku.“ - Getur þú útvegað mér fjalla- kofa einhvers staðar? „Já, viltu hafa hann í Noregi, Sviss eða Austurríki, já eða í ein- hverjum öðrum löndum. Komdu bara við hjá mér og kíkkaðu í bæklingana.“ - En sveitaóðal í Bretlandi? „Já, já, ég var einmitt að fá lista yfir slík sveitasetur í Vestur- Þýskalandi og Frakklandi, þann- ig að það er auðvelt mál. Komdu bara.“ - GS. Po nýtw rtúgcd vax andi vins œlda Sigurður Kristinsson starfar á skrif- stofu Útsýnar á Akureyri. • Fjölbreytt starf „Já, Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, vill nú að við köllum þetta ferðaútveg, sem í sjálfu sér er ágætt nafn, en það hefur ekki unnið sér fastan sess í málinu. Ég kynntist þessu starfi fyrst eftir að ég byrjaði hjá Flugfélagi íslands og það vakti strax þann áhuga hjá mér, sem lifir enn, og fer frekar vaxandi. Þetta er fjöl- breytt starf, það er enginn dagur eins; það er alltaf eitthvað nýtt að koma upp á borð okkar sem að þessu störfum. Þetta er engin „rútínuvinna". Þar að auki hefur verið mjög ör þróun í ferðaútveg okkar íslendinga á undanförnum árum; það opnast nýjar leiðir ár- lega.“ - Hvert sækir landinn mest núna? „Það er engin c'istefna, land- inn sækir mun víðar en áður var, þegar flestra leið lá til Spánar í sólina. Að vísu sækir landinn enn í sólina, og kemur til með að gera það um ókomna tíð, en hann hef- ur áttað sig á þeirri staðreynd, að það er víðar sólskin en á Spáni. Að auki hafa ferðalög breyst á Kolbeinn Sigurbjörnsson veitir skrifstofu Útsýnar á Akureyri forstöðu. undanförnum árum. Þannig eru vetrarfrí orðin mun almennari. Á veturna sækja menn til sólar- landa, en ekki síður í snjóinn til að komast á skíði. En leiðir liggja til allra átta, það er ekki óalgengt að sjá á borðinu hjá okkur til- búna farseðla suður til Afríku, austur til Asíu, Suður-Ameríku og Japan, svo eitthvað sé nefnt.“ - Hverjar eru helstu breyting- arnar sem orðið hafa á ferðavenj- um landans á undanförnum árum? „Mesta breytingin er fólgin f því, að iandinn er orðinn sjálf- stæðari á sínum ferðalögum en áður var. Hér áður fyrr fór stærstur hluti utanlandsfara með hópferðum, en nú er allt eins al- gengt að menn taki sér bíla- leigubíl og ferðist sjálfstætt. Ég veit ekki hvað gerðist, ef til vill er það hægri umferðinni að þakka, en það eru ekki mörg ár síðan að það þótti viðburður ef bílaleigu- bíll var pantaður erlendis fyrir ís- lending. Nú er þetta daglegt brauð og menn aka um allar álfur glaðbeittir. Sennilegasta ástæðan er sú, að við erum orðnir „sigld- ari“, við erum orðnir meiri heimsmenn. Eftir sem áður eru hópferðirnar vinsælastar, þegar fólk vill komast í sól og afslöpp- un, því þá er það ódýrasta og fyrirhafnarminnsta leiðin." • Heimsreisurnar okkar stolt - Hvaða „skrautblóm" er Útsýn með í ár? „Ætli það sé ekki heimsreisan okkar til Egyptalands, við erum stoltir af okkar heimsreisum, þar er um að ræða góðar ferðir á virkilega hagstæðu verði. Fólk fær mikið fyrir peninga sína í Hrafnhildur Ingadóttir vann utanlandsferð í ferðabingói á Útsýnarkvöldi í Sjallanum um sl. helgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.