Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 7
30. mars 1984 - DAGUR - 7 ,JSópran- söngkonur eruíkippum" Katrín Sigurðardóttir, sópransöngkona, er á „línunni", en hún heldur konsert á Húsavík á sunnudaginn - Katrín Sigurðardóttir? - Já, það er hún. - Sópransöngkona? - Já, það er rétt. - Ætlaðir þú ekki að verða píanóleikari? - Jú, ég byrjaði að læra píanó- leik þegar ég var 8 ára heima á Húsavík og lauk síðan námi sem tónmenntakennari frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. . - Fór þá að hallast yfir í sönginn? - Já, það má segja að þá hafi söngurinn tekið við. Ég fór í Söngskólann í Reykjavík. Að vísu var ég við kennslu heima á Húsavík í millitíðinni, en sótti allt- af tíma suður. Loks flutti ég al- farið þangað og tók söngkennara- próf frá Söngskólanum árið 1980. Síðan hef ég verið um skeið við framhaldsnám, bæði í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. - Þú komst fyrst fram á sviði í Meyjarskemmunni hjá Þjóð- leikhúsinu fyrír tveim árum eða svo, er það ekki rétt munað hjá mér? - Jú, raunar, pg síðan hef ég verið með þrjú hlutverk hjá ís- lensku óperunni, í Töfraflaut- unni, Nikkadó og Miðlinum í vetur. En mitt aðalstarf núna er söngkennsla við Söngskólann og þar er ég einnig undirleikari. - Það er sem sé ekki hægt að Hfa afsóngnum? - Nei, því miður. - En það er draumurínn? - Já, vissulega er það draumur- inn. - Sérðu fram á að hann rætist? - Ja, ég bara vona að hann rætist. - Þá í íslensku óperunni? - Það veit ég ekki, ég er hrædd um að það verði ekki hægt að lifa af söng við íslensku óperuna næstu 10 árin. En kannski verður það síðar, maður vonar það að minnsta kosti og trúir raunar ekki öðru. - Ertu ánægð með þá þróun sem orðið hefur í íslensku söng- lífi undanfarín ár? - Já, því undanfarin ár hafa ís- lendingar sýnt vaxandi áhuga á sönglist, sem má ekki síst þakka tilkomu íslensku óperunnar. Þar opnaðist grundvöllur fyrir því að sýna meira, því áður hafði í mesta lagi verið ein óperusýning á ári í Þjóðleikhúsinu. Nú, það er stans- laust eitthvað um að vera hér í sönglistinni, það er aldrei dauður tími. - Nú er kominn nokkur reynsla á íslensku óperuna, sem nú er á sínu þriðja starfsári. Hefur starf- semin verið eins og þig dreymdi um þegar ýtt var úr vör? - Já, ég held að hún hafi starf- að eins og við var að búast af slíku ungviði. Hún á náttúrlega enn við ýmsa erfiðleika að etja, t.d. er öll aðstaða fyrir söngvara og aðra starfsmenn við sýningar mjög ófullnægjandi. En ég held að hún hafi farið mjög vel af stað. - Nú eigum við marga söngv- ara, ekki síst sópransöngkonur, er hart barist um hituna? - Já, það eru margir um hit- una, það er alveg rétt, og það komast ekki allir að í einu. Og það úir og grúir af sópransöng- konum, þær eru framleiddar í kippum. Auðvitað er samkeppni á milli okkar, en ég vil ekki kalla það harðan bardaga; það væri nær að kalla það skemmtilegan bar- daga, því vissulega er þetta bar- átta. - Ég frétti aðþú værir að koma norður með tónleika? - Já, ég ætla að syngjá í Sam- komuhúsinu á Húsavík á mánu- daginn og að Ýdölum á þriðju- daginn. J?að fer svo eftir því hvernig gengur hvort við förum víðar. Þessir tónleikar verða ekki með hefðbundnu formi, þannig að ég á eftir að sjá í hvaða jarðveg efnisskráin fellur. - Hvernig eru þeir óvenjuleg- ir? - Þeir verða að því leytinu óvenjulegir, að við ætíum að taka þarna atriði úr Miðlinum, eins og það kom fyrir á sviðinu í Gamla bíói og þar nýt ég aðstoðar Viðars Eggertssonar, leikara. Þar að auki verð ég með íslensk og ítölsk lög ásamt óperuaríum. Auk þess mun undirleikarinn minn, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, leika einleik á píanó. Efnisskráin verður því fjölbreytt. - Þú ert Húsvíkingur, það er ekki rúm fyrír söngkonu þar? - Nei, því miður. - Færðu heimþrá? - Já, mig langar oft heim í vík- ina, því þar á ég rætur. - Þú ert dóttir Sigurðar Hall- marssonar og Herdísar Birgis- dóttur, sem bæði eru kunn fyrir leiklist á Húsavík. Þar að auki áttu Hallmar Sigurðsson fyrír bróður, sem hefur atvinnu af leiklist. Erþetta eitthvað sem erí blóðinu? - Já, ég hugsa það, það er eng- in leið til að losna við þetta; ég held að það sé engin von til að berja þetta niður, enda vona ég bara að áframhald verði á. Það var mikið sungið og spilað á mínu æskuheimili og þegar fjölskyldan hittist er um fátt annað rætt en söng og leiklist. - Hefurþú eftil vill unnið leik- sigra á sviðinu í Samkomuhúsinu á Húsavík? - Nei, það get ég ekki sagt. Ég komst þar einu sinni á svið sem lítið barn og sagði eina setningu. Því til viðbótar lék eg undir á píanó þegar Fiðlarinn á þakinu var sýndur á Húsavík. Par með eru afrek mín með Leikfélagi Húsavíkur upptalin. - Manstu þessa setningu? - Ha, ha, já það held ég, hún var eitthvað á þessa leið: „Við viljum vera kjurr, herra Puntila.". Pað var nú ekki stórkostlegra en það. - Hvernig er að koma heim og syngja? - Ég hef einu sinni áður verið með tónleika á Húsavík og það var afskaplega erfitt; ég held að ég hafi sjaldan verið eins nervus eins og þá. Maður þekkir öll and- litin sem maður sér í salnum; þarna er Gunna og þarna er Jón og þarna er fólkið hinumegin við götuna og handan við hornið. Maður er búinn að alast upp með þessu fólki og maður heldur kannsi að það líti enn á mann sem Kötu litlu. En það er gaman að koma heim og sigrast á þessu og finna hlýhug og þakklæti fólksins í víkinni heima. En konsertar þar eru persónulegri en endranær og þess vegna erfiðari. - Ég vona að ykkur gangi vel á sunnudaginn, þakka þér fyrir spjallið Katrín. Bless. - Þakka þér sömuleiðis. Bless. -GS Blómabúðin Laufas aumsif Tú fermíngargjafa: Meðal annars, skartgripaskrín, gullhringir, men, rúnaletur, lampar, styttur, málsháttaplattar og margt fleira.^ Sænskar trévörur nýkomnar • ^ * Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið úrvals gróðurmold á 16 krónur pokann. - Biðjið um KAMBAMOLD, það tryggir gæðin. Geríð verðsamanbwð. Verslið þar sem er hagstæðast Aukin þjónusta næsta mánuð (fermingarmánuður). Opið í iLiiharstræti laugardaga 9-16 og 9-12 sunnudaga. Næg bílastæði. Blómabúðin Laufás Bantam krani Tilboö óskast í Bantam vírakrana. Kraninn er mikiö yfirfarinn og í góðu lagi. Nánari upplýsingar veitir lagerstjóri í síma 96-21300. Tilboö sendist til: Slippstöðvarinnar hf. c/o f jármálastjóri Pósthólf 437, 602 Akureyri. Ibuöirtil sölu: Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlishúsi við Melasíðu 2. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsréttur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign frágengin. Veröþ. 1. apríl 1984: 2ja herb. kr. 767.700,00 3jaherb. kr. 1.013.750,00 4ra herb. kr. 1.068.925,00 ATH: Lán Húsnæðismálast. ríkisins þ. 1. jan. 1984. Einhleypingar kr. 502.000,00 2-4ra manna fjölskylda kr. 639.000,00 5-6 manna fjölskylda kr. 748.000,00 7 og fleiri kr. 864.000,00 Teaj\ ¦•*'fi 96-2324! Draupnisgötu 7m 'ö 96-23248 - Pósthólf 535 - 602 Akureyri. iti Þökkum öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu GUNNAR JÚLÍUSDÓTTUR Grænugötu 12, Akureyri Árni Stefánsson, Júlíus Kristjánsson, Stefán Árnason, Vaka Jónsdóttir, GunnlaugurÁrnason, Bergþóra Gúðmundsdóttir, Ingibjörg Ösp, Gunnur Ýr og Elva.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.