Dagur


Dagur - 30.03.1984, Qupperneq 9

Dagur - 30.03.1984, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 30. mars 1984 30. mars 1984 - DAGUR - 9 Það er betra að veia handfljótur við aðgerðina. senda Sigurði smá „pillu“. Síðan bætti hann við: En guðsmaðurinn tekur okkur ef til vill til altaris á eftir, það ætti að duga. Var hann með nokkuð með sér? - Ekki svo ég viti, en hann var með stóra tösku, svarar Andri. - Gutlaði nokkuð í henni? spurði Haraldur. Þessari spurningu létum við Andri ósvarað, en spurðum Har- ald þess í stað hvort hann hefði búið alla sína tíð í Grímsey. Hann sagði það láta nærri, að vísu hefði hann verið ein 10 ár í Vestmannaeyjum, en á íslandi hefði hann aldrei búið. t>að væri of stór eyja fyrir sig. Þess vegna vildi hann ætla, að í Grímsey yrði hann áfram. Að vísu sagði hann okkur af konu úr Grímsey og manni frá Vestmannaeyjum, sem stofnuðu hjónaband. Hann vildi búa í Vestmannaeyjum, en hún í Grímsey. Samkomulag tókst um Hrísey. Haraldur sagðist hugsan- lega sætta sig við lendingu þar, ef hann yfirgæfi Grímsey. Merkilegt fyrirtœki Nú kvöddum við Andri Harald og Sigurð og röltum upp í Kaup- félag. Þar hittum við m.a. Haf- liða Guðmundsson, sem hefur umsjón með rellunni margfrægu í Grímsey. Hann var á öndverð- um meiði við Sigurð í „rellumál- inu“, því hann taldi þetta þjóð- þrifafyrirtæki, sem ætti eftir að veita Grímseyingum „birtu og yl“, rétt eins og Krafla ætti ef- laust eftir að gera. Hann sagði að þarna væri um tilraun að ræða, þannig að það væri ekki óeðlilegt þótt við einhverja byrjunarerfið- leika væri að etja. Hann sagðist vonast til þess, að nú væri búið að yfirstíga það versta, þannig að rellan gæti farið að ganga eðli- lega. Ef það verður ættu niður- stöður tilraunarinnar að liggja fyrir eftir ár. Þá fæst úr þvf skorið hvort það getur borgað sig að nýta vindinn í Grímsey til að hita upp hús eyjaskeggja. Hafliði sýndi okkur síðan „relluna“, sem stendur syðst á eynni, þar sem vindar eru mestir á íslandi, að Stórhöfða undanskildum, svo miklir, að undirstöður rellunnar létu undan í fyrra. En þar var líka um að kenna hönnunarmis- tökum verkfræðings, að sögn Hafliða. Vonandi tekst betur til núna, að minnsta kosti var allt í lagi þegar við heimsóttum relluna á miðvikudaginn, því það var blankalogn og spaðarnir rótuðust ekki! Ef ég hef skilið Hafliða rétt, þá vinnur rellan þannig á einföldu máli: Spaðarnir á rell- unni beisla orkuna úr vindinum. Úr þeim lekur hún niður mastrið, sem rellan stendur á, í „bullu- hús“, þar sem orkunni er breytt í varma við núning í vatni. En það er ekki þetta vatn sem fer í húsin. Þess í stað er það notað til að hita upp vatn í geymi, sem síðan á að streyma inn í híbýli Grímsey- inga. Skilið? Rýr afli sem betur fer Jæja, nú voru bátarnir að koma að landi og auðvitað vorum við Andri í móttökunefndinni. Afl- inn var heldur rýr þennan daginn, sem betur fer, sagði einn sjómaðurinn. Ég hváði. - Já, við höfum þá eitthvað við að vera á meðan, því við erum að verða búnir að fylla kvótann, en með þessu móti endist hann okkur að líkindum fram undir páska, út- skýrði sjóarinn. Þetta var mest stór og fallegur fiskur, að því er okkur Andra fannst, en okkur var sagt að hann væri mun minni en verið hefði að undanförnu. Það hefur nefnilega veiðst mjög SJÁ NÆSTU SÍÐU Hann er vænn núna, en hann hefur verið vænni í vetur. Haraldur og Andri ræða niálin. - Sœlt sé fólkið. - Sœll sé presturinn og velkominn. - Eru ekki allir hressir hér? - Jú, ekki veit ég betur, að minnsta kosti er ég hress, enda veistu það Pálmi minn, að ég er alltaf hress. Þú verður að jarða mig tfégfer í fýlu. Þannig heilsuðust þeir sr. Pálmi Matthíasson og Alfreð Jónsson, flugráðherra og fyrrum „kóngur“ í Grímsey, þegar guðs- maðurinn steig þar á land á mið- vikudaginn var úr áætlunarvél Flugfélags Norðurlands. Þangað var Pálmi kominn til að heilsa upp á sóknarbörn sín í Miðgarða- sókn, nyrstu sókn landsins, sem hann þjónar ásamt Lögmanns- hlíðarsókn. Saman heita þessar sóknir Glerárprestakall. Það var því í raun ekki annað en tilfærsla á prestakalli þegar „Þorparar“ fengu sinn prest. Grímseyingar standa þvf með „Pálmann" í höndunum, að sögn Alfreðs, enda tóku þeir vel á móti presti sírium. Til marks um það var helmingurinn af bílakosti eyjarskeggja mættur til móttöku- athafnarinnar, einn gamall Willys og lúinn Fólksvagn. Auk þessara glæsivagna eru tveir Trabantar í eynni. Með Pálma í för var Ás- rún Atladóttir, orgelleikari. Auk þerra vorum við Andri Páll Sveinsson, húsvörður í Glerár- skóla, í „kurteisisheimsókn“ til eyjarinnar. Og þá er ’ann kominn í saltíð og nær ferðbúinn tíl Spánar. Steinunn Stefánsdóttír leitar onna í sakfiskinum, en það verk kretst mflnnar þol- inmæði og er hundkiðinlegt. Messað í miðri viku Sr. Pálmi hafði ætlað að messa í eynni um sl. helgi, en þá var ekki flugveður, þannig að hann komst ekki út. Það var því ekki um ann- að að ræða en sæta lagi einhvern daginn í vikunni, því það er í mörg horn að líta hjá þjónandi presti í stórri sókn og flestar helg- ar skipulagðar langt fram f tímann. Þess vegna var sr. Pálmi kominn út í eyju til að messa í miðri viku. Um leið ætlaði hann að hafa helgistund með börnun- um í skólanum og húsvitja til að heilsa upp á sóknarbörnin. Hann hafði því í nógu að snúast þá stund sem stoppað var í eynni. Við Andri Páll ákváðum að njóta góða veðursins og ganga frá flugvellinum inn í þorpið. Fyrsta lífsmarkið sem við urðum varir við þegar að byggðinni kom var í díselrafstöðinni, sem malaði jafnt og þétt og sendi frá sér „birtu og yl“ til íbúanna. Það er Bjarni Magnússon, hreppstjóri með meiru, sem sér um að klappa stöðinni af og til, þannig atxvstv' Dags -stund með að hún haldi sínu striki eins og til er ætlast. Auðvitað byrjuðum við Andri á að heimsækja höfnina, enda er þar nafli alls athafnalífs í Gríms- ey. Þar landa bátarnir og þar er fiskurinn verkaður. Og fiskurinn er undirstaða mannlífsins í Grímsey. Þegar við Andri mætt- um á staðinn var þar lítið um að vera, því bátarnir voru ekki komnir úr róðri. En einn þeirra var á þurru landi og um borð var eigandinn, Haraldur Jóhannsson. Hann var að gera klárt, sagðist hafa keypt bátinn frá Hafnar- firði, og ætlar að sjósetja um mánaðamótin. Báturinn hefur fengið nafnið Tjaldur. Þeir Andri og Haraldur fóru óðar að ræða um sjóinn og.fiskinn og bátskelj- arnar, sem ýmist eru á sjó eða þurru landi. Andri er nefnilega gamall sjóari og sækir sjóinn enn á myndarlegum „færeyingi“, sem er „frægasta trillan í Glerár- þorpi“, að sögn sr. Pálma. Talið berst að kvótanum, kostum hans og göllum. - Nú verða allir að fá leyfi, sem ætla sér að draga bein úr sjó, hvernig svo sem þeir ætla að bera sig til við það, segir Haraldur kíminn. - Hvað segir þú maður, þarf ég þá að fá leyfi til að fara á skak á skelinni minn? spurði Andri og rak upp stór augu. - Já, já, það kostar 3.500 krónur fyrir færið, þannig að þetta verða 7.000 krónur hjá þér, ef þið eruð tveir, svaraði Harald- ur. - Hvað eru mennirnir að meina? sagði Andri og undrun hans leyndi sér ekki. Haraldur var kankvís á svipinn, það var þögn stutta stund, síðan sagði hann: - Ég kann ekki við annað en draga í land með þetta, ég var aðeins að ljúga núna, en ég get ekki haldið því áfram þegar ég sé hvað þú ert skelkaður. Þú mátt fara á skak þegar þú vilt, að því er ég best veit. Nú hlæja þeir félagarnir og Andri fer að skoða bátinn. Har- aldur segist ætla á netaveiðar, því hann hafði heyrt að bátar undir 10 tonnum, á þessum af- skekktu stöðum sem lifa á fiski, fengju að veiða þorsk án kvóta- takmarkana. Nú kom Sigurður Bjarnason þeysandi á traktor sínum. Hann er búinn að vera viku á grásleppu ásamt félaga sínum og þeir félagarnir eru þeg- ar búnir að fá í 10 tunnur af hrognum, sem er dágott miðað við að grásleppuvertíðin er ekki byrjuð samkvæmt almanakinu. - Þetta hefur gengið ágætlega það sem af er. Við förum út um áttaleytið á morgnana, þegar við erum búnir að salta hrognin frá deginum áður. Og það er ekki langt að fara, því netin eru hér rétt við hafnargarðinn. Við erum komnir inn um hádegisbil, þann- ig að þetta er eins og föstudags- vinna hjá skrifstofumanni í Reykjavík, segir Sigurður hress að vanda. Getum lífgað ráðherrann við Talið berst aftur að kvótanum, sem greinilega veldur Grímsey- ingum nokkrum áhyggjum, því bátarnir þeirra eru svo gott sem búnir að fylla sinn þorskkvóta. Þeir binda vonir við að trillurnar fái að halda áfram, en Sigurður telur nauðsynlegt að fá sjáv- arútvegsráðherrann til viðræðna út í eyju. Við getum lífgað hann örlítið við, sagði hann sposkur. Nú breytti ég um umræðuefni og spurði um vindrelluna, sem á að veita Grímseyingum yl. - Æi, ekki spyrja mig um hana, segir Haraldur með rauna- svip. - Þeir sögðu að vísu í sjón- varpinu í haust, að hún væri búin að veita tveim húsum í eynni yl í 3 mánuði. En ég held að það séu ekki nema 3 dagar, eða var það ekki Siggi? - Það er nær lagi, annað húsið hafði víst hita í 6 daga og hitt í 7 daga. En það er skandall hvernig staðið er að tilrauninni með þessa vindrellu og hræðilegt til þess að vita hvernig farið er með pening- ana okkar. Og í rauninni skil ég ekki hvers vegna þarf að gera þessa tilraun, því ég veit ekki betur en slíkar vindrellur hafi verið þróaðar víða erlendis. En þessi sjónvarpsfrétt, sem Harald- ur var að tala um, var búin til samkvæmt pöntun, til að slá ryki í augun á fjárveitingavaldinu. Þeir þurftu að fá meiri peninga í þessa tilraun, segir Sigurður sem er greinilega ekki hrifinn af því hvernig staðið er að tilrauninni með vindrelluna. Hvað eruð þið að erinda? - Hvað eruð þið annars að gera hér úti í eyju? spyr Harald- ur. - Við erum í kurteisisheim- sókn, fengum raunar samfylgd prests og erum þar með sjálf- skipaðir lífverðir hans, já, hvað ætli sé eiginlega orðið um prestinn? spyr Andri. - Þið eruð þokkalegir lífverð- ir, standið hér og blaðrið en vitið ekki um prest. Jæja, er Pálmi kominn, það verður þá ef til vill aftansöngur í kvöld, segir Har- aldur eins og annars hugar. - Við ættum ef til vill að fara til messu, segir Sigurður. - Ykkur hefði ekki veitt af því félögunum, áður en þið byrj- uðuð á grásleppunni, segir Har- aldur sposkur, var greinilega að « íllfc Pábni Matthíasson prédikaði af myndugleik.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.