Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 11
30. mars 1984 - DAGUR - 11 Þannig geta sæluhúsin litið út á hálendinu. œvinvyn en margt ber að varasf ‘ segir Porsteinn Pétursson um vetrar- ferðir um óbyggðir á vélsleðum „Það er stórkostlegt ævintýri að geta ferðast um landið með þessum hætti. Það er hægt að fara ótrúlega langt á ör- skömmum tíma og komast til staða sem ekki eru eins að- gengilegir með öðrum hætti. Þó að landið sé oftast alhvítt yfir að líta á þessum tíma árs getur það verið aiveg ótrúlega fallegt og fjölbreytilegt,“ sagði Þorsteinn Pétursson, lögreglu- maður og vélsleðakappi, í við- tali við Helgardag, þegar hann var spurður að því hvað væri svona merkilegt við það að þvælast um hálendið á urrandi vélsleða um hávetur. Þeir verða margir urrandi vél- sleðarnir á ferðinni um aðra helgi ef að líkum lætur og veðurguð- irnir lofa, því þá á að stofna Fé- lag vélsleðaeigenda og fundar- staðurinn ekki af lakari endan- um. Ef allt fer að óskum og veður verður milt og gott má búast við nokkur hundruð vélsleða- eigendum og öðrum áhuga- mönnum á mótsstaðinn sem verður í Nýjadal, sem sumir kalla Jökuldal, og aðrir hafa því nefnt Nýja-Jökuldal. Þetta er á Sprengi- sandsleið skammt frá Tómasar- haga vestan við Tungnafells- jökul. Þarna eru tvö stór sæluhús sem hvort um sig tekur 80-100 manns og eitthvað af smærri byggingum, „ansi myndarleg byggð" eins og Þorsteinn komst að orði. „Það er margt að varast þegar ferðast er um óbyggðir á vélsleð- um. Menn geta lent í ýmiss konar hvörfum ef ekki er farið gætilega, sleðarnir geta bilað, óveður getur brostið á fyrirvaralítið og svo mætti lengi telja. Menn verða að vera undir það búnir að komast ekki til byggða þegar þeir ætla sér og þá ríður á að vera vel útbúinn. Helst þurfa menn að vera með þannig útbúnað að þeir geti lifað í snjóskafli í nokkra daga og þannig ættu menn að vera útbún- ir í hvert einasta sinn sem þeir fara úr byggð á vélsleðunum, því fljótt skipast veður í lofti, eins og máltækið segir. Þá er mjög slæmt ef menn eru einir á ferð, fara án þess að hafa skipulagt ferðina áður og látið vita um það hvert ferðinni var heitið,“ sagði Þor- steinn. Dagskrá mótsins í Nýjadal verður mjög fjölbreytt og að verulegu leyti verður byggt á því að kenna mönnum öryggisatriði og hvernig eigi að bera sig að í vetrarferðum. í bréfi sem undir- búningsnefnd mótsins sendi frá sér segir m.a.: „Undirbúningsnefnd þessa móts vonast til að þessi hugmynd um sameiginlegt mót allra áhuga- manna um vetrarferðir hljóti góðan hljómgrunn þátttakenda. Mót þetta geti orðið upphaf að árlegum viðburði. Sjónarmið okkar er að ferðirnar til og frá mótsstað séu hin besta skemmtun og æfing fyrir alla. Ferðalög um öræfi íslands eru að okkar áliti óviðjafnanleg. Munum svo eftir því að fara öll varlega og undir- búa okkur vel.“ Gert er ráð fyrir að allir til- kynni um þátttöku sína í mótinu og tilgreini helst fyrirhugaða leið, brottfararstað og tíma. Mótið hefst kl. 15 á laugardag, en mönnum er velkomið að koma fyrr. Þátttakendum er bent á að taka vel eftir veðurspá næsta miðvikudagskvöld í sjónvarpi og eftir auglýsingum mótsstjórnar á fimmtudag í útvarpinu. Ef veður- útlit verður mjög vont verður mótinu frestað um viku. í undirbúningsnefnd mótsins eru eftirtaldir: Vilhelm Ágústs- son, Þorsteinn Pétursson, Sigurð- ur Baldursson, Kristján Grant, Karl Grant og Jóhannes Kára- son. Þessa menn er alla hægt að finna í símaskrá á Akureyri nema Karl Grant í Reykjavík. Til þeirra eiga þátttökutilkynningar að berast. - HS. Vélsleðamenn við skála Jöklarannsóknarfélagsins á Langjökli. 'CfjX. Hinar viðurkenndu babyejörn barnavörur Baðborð ★ Burðarpokar Skiptitöskur Vagnhengi Rúmhengi ★ Skammel Ömmustolar Koppar ★ Stólkoppar Smekkir ★ Dotakassar Burðarrúm sem getur verið kerrupoki og m.fl. Opið laugardaga kl. 10-12. Kartöflubændur Fræðslufundur um kartöflurækt verður haldinn að Freyvangi miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 13.00. Framsögumenn verða: Ólafur Guðmundsson deildarstjóri bútæknideildar, Hvanneyri. Sigurgeir Ólafsson sérfræðingur í jurtasjúkdómum, Keldnaholti. Magnús Sigsteinsson bygginga- og bútækniráðunautur Búnaðarfélags íslands. Kjartan Ólafsson, ráðunautur Selfossi. Félag kartöflubænda við Eyjafjörð. IGNIS kæli- og frystiskápar 310 I Tilboðsverð 16.980 kr. Einnig (Ignis) eldavélar 4ra hellu Tilboðsverð 11.350 kr. Oseyri 6, Akureyri . Pósthólf432 . Sfmi 24223

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.