Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. mars 1984 Föstudagur 30. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Ádöfinni. 20.55 Danskeppni í Tónabæ. 21.25 Kastljós. 22.25 Sprengjuflugsveitin. (Twelve O'Clock High) Bandarísk bíómynd frá 1949. Leikstjóri: Henry King. Aðalhlutverk: Gregory Peck ásamt Hugh Marlowe, Gary Merrill, Millard Mitchell og Dean Jagger. Myndin gerist í héimsstyrj- öldinni siðari. Sveit banda- riskra sprengjuflugvéla hef- ur aðsetur í Bretlandi og fer þaðan til loftárása á megin- landið. Sveitin verður fyrir miklu tjóni og farið er að bera á stríðsþreytu meðal flugliðanna. Því er skipaður nýr yfirforingi sem hyggst koma á aga og góðum liðs- anda. 00.30 Fréttir í dagskrárlok. 31. mars. 15.00 Sundmeistaramót íslands. Bein útsending frá Sundhöll Reykjavíkur. 16.15 Fólk á förnum vegi. 20. í leikfangaverksmiðju. 16.30 Iþróttir. 18.10 Húsið á sléttunni. Þögul skilaboð. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á taknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Feðginin. Sjöundi þáttur. 21.05 Ferð á heimsenda. (To the Ends of the Earth - The Transglobe Expedition) I. Suðurheimskautið. Bresk kvikmynd í tveimur hlutum um eina mestu ævintýraferð á síðari tímum - fyrstu hnattferðina sem farin hefur verið sem næst hádegisbaug með viðkomu á báðum heimskautum. í fyrri hluta myndarinnar er fylgst með leiðangrinum frá Greenwich til suðurheim- skautsins. 22.00 Áframabraut. (Love Me or Leave Me) Bandarísk bíómynd frá 1955. Leikstjóri: Charles Vidor. Aðalhlutverk: Doris Day, James Cagney og Cameron Mitchell. Rut Etting byrjar söngferil sinn á böllum i Chicago skömmu eftir 1920. Eftii að hún fær harðsnúinn um- boðsmann fer vegur hennar stöðugt vaxandí, allt þar til hennar bíður stjörnufrægð í Hollywood. Sá er þó ljóður á að umboðsmaðurinn vill einnig ráða yfir einkalífi söngkonunnar. 00.05 Dagskrárlok. 1. apríl. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Stundin okkar. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Nikulás Nickleby. Annar þáttur. Leikrit í 9 þáttum gert eftir samnefndri sögu Charles Dickens. 21.50 Ferð á heimsenda. II. Norðurheimskautið. Bresk kvikmynd um ævin- týralega hnattferð. í síðari hluta er fylgst með ferð leið- angursmanna frá Suður- skautslandinu til norður- heimskautsins og heim til Bretlands. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 2. apríl 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 íþróttir. 21.20 Dave Allen. 22.05 Framtíð sem fölnar. Ný dönsk sjónvarpsmynd. Stúdentsprófið er að baki og framtíðin virðist blasa við aðalpersónunni Ingu og vin- konu hennar en í reynd eiga þær fárra kosta völ. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. mr 3. apríl 19.35 Hnáturnar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Skarpsýn skötuhjú. 9. Týnda konan. 21.30 SkU. Kvikmynd þessa lét upplýs- ingadeild Atlantshafsbanda- lagsins gera i tilefni af 35 ára aíraæli samtakanna. 22.00 Er Nató lífakkeri eða stríðshanski? Umræðuþáttur um efni kvik- myndarinnar á undan og hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. 4. apríl 18.00 Söguhornið 18.05 Leydardómur 3. plánet- unnar. Sovésk teiknimynd. 18.55 Fólk á fömum vegi. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Kyrrahafslaxinn. Kanadísk heimildarmynd. 21.35 Synir og elskhugar. 2. þáttur. Framhaldsmynda- flokkur í 7 þáttum frá breska sjónvarpinu sem gerður er eftir samhefndri sögu eftir D.H. Lawrence. 22.30 Úr safni sjónvarpsins. 23.05 Fréttir i dagskrárlok. Föstudagur 30. mars 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar ¦ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn-. ingar. 19.50 Við stokkinn. Stjómandi: Heiðdis Norðfjörð. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a) Sagnir af Þórunni galdra- konu. b) Mókolanámur á Tjörnesi. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Organleikur i Egils- staðakirkju. Breski organleikarinn Jenni- fer Bate leikur orgelverk eft- ir Bach, Wesley, Stanley og Berkeley. 21.40 Störf kvenna við Eyja- fjörð. II. þáttur af fjórum. Komið við á Grenivik. Umsjón: Aðalheiður Stein- grímsdóttir og Maríanna Traustadóttir. 22.15 Veðurfregnir - Fréttir • Dagskrá morgundagsins ¦ Orð kvöldsins ¦ Lestur Fass- íusálma (34). 22.40 Djassþáttur. Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir Jórunn Tómasdóttir. 23.20 Kvöldgestir •• þáttur Jónasar Jónassonar. Gestir Jónasar: Björn Dúa- son frá Ólafsfirði og Hrafn- hildur Jónsdóttir dagskrár- gerðarmaður Akureyri. 00.55 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. JLaugardaguT 31. mars 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn ¦ Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir ¦ 7.25 Leikfimi • Tónleikar. 8.00 Fréttir ¦ Dagskrá ¦ 8.15 Veðurfregnir • Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. ¦ Tón- leikar. 9.00 Fréttir ¦ Tilkynningar ¦ Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir ¦ 10.10 Veður- fregnir) . Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Hrímgrund ¦ Útvarp bamanna. Stjórnandi: Sólveig Halldórs- dóttir. 12.00 Dagskrá ¦ Tilkynningar. 12.20 Fréttir ¦ 12.45 Veður- fregnir ¦ Tilkynningar ¦ Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Hermann Gunnars- son. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.10 Listapopp. - Gurmar Salvarsson. (Þátt- urinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir ¦ Dagskrá ¦ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Jón Hilmar Jónsson sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón: Einar Karl Haralds- son. 17.00 Frá tónleikum íslensku hljómsveitarínnar í Gamla biói 27. þ.m.; fyrrí hluti. 18.00 Ungirþennar. Stjórnandi: Dómhildur Sig- urðardóttir. 18.10 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Heimaslóð • Ábending- ar um ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti Guð- mundsson. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég" eftir Robert Lawson. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (12). 20.40 Norrænir nútímahöf- undar 6. þáttur: Inooraq Olsen. Hjörtur Pálsson sér um þátt- inn og ræðir við höfundinn, sem les brot úr sögu sinni „Gestinum", á grænlensku. Einnig verður lesið úr sömu sögu í íslenskri þýðingu Benediktu Þorsteinsson. 21.15 Á sveitalínunni i Engi- hlíðarhreppi í V.-Hún. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal. 22.00 „Gekk ég niður að ströndinni" Lóa Guðjónsdóttir les ljóð eftir Margréti Jónsdóttur. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins ¦ Lestur Passíusálma (35). 22.40 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- son. 23.10 Létt sigild tónlist. 23.50 Fréttir ¦ Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. 1. apríl 8.00 Morgunandakt. Séra Fjalarr Sigurjónsson á Kálfafellsstað flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir ¦ Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Messa í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. (hljóðrituð 25. mars sl.) Prestur: Séra Jón Einarsson. Organleikari: Kristjana Höskuldsdóttir. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá ¦ Tónleikar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir ¦ Tilkynningar ¦ Tónleikar. 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Rafn Jónsson. 14.15 Vegir ástarínnar. Blönduð dagskrá í umsjá Þórdísar Bachmann. 15.15 í dægurlandí. Svavar Gests kynnir tónlist fyrri ára. í þessum þætti: Einkennislög hljómsveita og söngvara. 16.00 Fréttir ¦ Dagskrá ¦ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. Hrafn Tuliníus prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Tónleikár Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói 29. mars; síðarí hluti. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleirí ís- lendinga. 18.15 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ¦ Dagskrá ¦ kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ¦ Tilkynn- ingar. 19.35 Bókvit. 19.50 „Líka þeir voru börn" Vilborg Dagbjartsdóttir les eigin ljóð. 20.00 Útvarp unga fólksins. 21.00 Hljómplöturabb 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævís og lipur" eftir Jón- as Ámason. Höfundur les (5). 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins ¦ Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjórnandi: Signý Pálsdóttir. 23.05 Tónleikar Islensku hljómsveitarinnar í Gamla bíói 27. f.rh.; síðari hluti. 23.50 Fréttir ¦ Dagskrárlok. Undanfarin 10-15 ár hefur mátt fylgjast með mjög óheillavænlegri þróun í vinnu- brögðum og gerð kjarasamn- inga á fslandi. Þróun þessi kemur mér þannig fyrir sjónir, að þeir aðilar sem hafa staðið að samningamálum í landinu, ríki, sveitarfélög og VSI ann- ars vegar og BSRB og ASÍ hins vegar hafi hugsanlega misst stjórn á þróun mála. Flestir þeir sem fylgjast með þjóðmálaumræðu vita, að þjóðarframleiðsla saman- stendur af neyslu vöru og þjónustu, útgjöldum ríkis og fjárfestingum. Gróft má áætla að neyslan sé um 65% af VÞF (vergri þjóðarframleiðslu) en 70% af NÞF (nettó þjóðar- fram|eiðslu). Því er það aug- Ijóst mál, að neyslan sem er háð tekjum/útgjöldum heimil- anna hefur langmest vægið. Því er það eins og hver önnur fásinna að horfa framhjá því að útkoma kjarasamninga á hverjum tíma hefur mjög mik- il áhrif á allt efnáhagsííf. Það er kunnara en frá þurfi að segja að verðbólga var orð- in 3ja stafa tala, er núverandi stjórn tók við völdum. Að margra mati var hér um eftir- spurnarverðbólgu að ræða og stærstan þátt í henni átti hið sjálfvirka vísitölukerfi sem í gildi var. Auk þess vorum við flestum þjóðum duglegri í að taka erlend neyslulán til kaupa á jafn bráðnauðsynlegum hlut- um og hljómflutningstækjum (gyllta línan) og myndsegul- böndum (með snertitökkum). Það sem raunar gerðist var það, að eytt var um efni fram og var okkur líkt farið og hundi sem eltir skottið á sjálf- um sér. Menn komu sér ekki saman um skiptingu kökunnar og tóku ekkert mið af verð- mætasköpun í þjóðfélaginu og þaðan af síður hvort um aukn- ingu þjóðartekna var að ræða. Grundvallarreglan er sú, að sé ekki um aukningu þjóðar- framleiðslu að ræða, er ekki grundvöllur fyrir kjarabótum. Menn sömdu gersamlega ábyrgðarlausa samninga og hleyptu öllu út í verðlagið. Félagsmálapakkar, halar, göt og sérkjarasamningar eru tískuorðin og upp reis ný starfsgrein meðal þjóðarinnar „homo negotiatis" eða hinn dyggðum prýddi samninga- maður, sem gerir sig ómiss- andi á þann hátt, að flækja svo einfalda hluti, að ekki er á færi nema sérfræðinga að fóta sig í kjarasamningamyrkviðinu. Allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að lagfæra lægstu launin, en raunin er ævinlega sú, að þegar samn- inganefndum, sem teljatugi manna á hvort borð, lýstur saman, gleymist oftast nær þetta göfuga markmið og eru fæstir sammála jafnlauna- stefnu í reynd. Menn hafa samið óábyrgt, og kristallast það nú hvað best í síðustu kjarasamningalotu, sem enn er raunar yfirstandandi. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur eru frá því skömmu eftir stríð, og ljóst að þau taka ekkert mið áf nútím- anum og þörfum þeim og kröfum sem nú eru uppi. Þeirri skoðun vex æ meira fylgi að nauðsyn sé á að sníða lögin að nútímaþjóðfélagi og endur- skoða stéttarfélögin og bar- áttuaðferðir þeirra. Hin lá- réttu stéttarfélög sem svo eru nefnd (t.d. Eining, Dags- brún), eru oft alls ófær um að semja og tryggja kjör félags- manna sinna þar sem um ákaf- lega mismunandi aðstæður er að ræða á hinum ýmsu vinnu- stöðum, enda útilokað að gera kjarasamning semtekur mið af öllu því sem skoða þarf. Hin lóðréttu stéttarfélög (t.d. STAK) sem eru félög sem í eru allir starfsmenn ákveðins vinnustaðar, eru mun betur í stakk búin að tryggja það, að hagsmunir einstakra félaga séu ekki fyrir borð bornir. Ástæð- unnar er fyrst og fremst að leita í skipulagi og uppbygg- ingu félaganna sjálfra, en ekki er hægt að saka samninga- nefndarmenn í verkalýðsfé- lögunum um þetta. Það sem gera þarf er að endurskipu- leggja samningamálin og leik- reglurnar. Það er óþolandi að menn sem vinna hlið við hlið sömu störf séu í mismunandi stéttarfélögum og hafi þ.a.l. mismunandi kjör. Enginn túlki orð mín svo að hér sé verið að vega að verkalýðsfé- lögunum sem slíkum, þau eru ekki síður nauðsynleg nú en þegar þau voru stofnuð. Á hinn bóginn sannar reynsla síðustu ára það, að ekkert hefst út úr því að hafa helming þjóðarinnar í samningamakki stærstan hluta ársins. Menn verða að finna raunhæfan mælikvarða til að meta stöðuna hverju sinni og möguleikána á að bæta eða breyta kjörum okkar allra, því raunar er nær öll þjóðin launþegar. Þessu ófremdarástandi verður að linna og mun betra að menn einbeiti sér að einhverju upp- byggjandi í stað þrætubókar- listarinnar. Akureyri, 27. mars 1984. Örn Gústafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.