Dagur


Dagur - 30.03.1984, Qupperneq 13

Dagur - 30.03.1984, Qupperneq 13
30. mars 1984 - DAGUR -13 Útvarp í kvöld kl. 20.40: Kvöldgestir í útvarpi föstudag kl. 23.20 Útvarp næsta föstudag: Mókolanámur Erlingur Davíðsson segir frá námugreftri á Tjörnesi Á kvöldvökunni í kvöld flytur Erlingur Davíðsson fyrri hluta frásöguþáttar um mókolanám- ur á Tjörnesi en síðari hlutinn verður á kvöldvökunni á mánudagskvöldið. Við slógum á þráðinn til Erlings til að fræðast um innihald þáttarins og fengum eftirfarandi upplýs- ingar: „Á árunum 1914-1918 þ.e. á tíma fyrri heimsstyrjaldarinn- ar voru unnin kol í landi Ytri- Tungu á Tjörnesi því ísland var kolalaust. Þessi þáttur er byggður á frásögn tveggja bræðra sem ólust upp svo til við námuna. Þeir eru Jóhannes Jónsson fyrrverandi bóndi á Tungu- völlum og Jakob Jónsson skip- stjóri hér á Akureyri. Sá síðar- nefndi vann öll árin við mó- kolanámið. Þeir segja frá líf- inu þarna og hvernig þetta var gert. Það eru fáir orðnir til frásagnar sem þarna þekktu til. Að sögn þeirra bræðra er Erlingur Davíðsson. hrunið úr bökkunum fyrir námuopin en þeir telja að það mætti opna þau aftur með jarðýtum og hafa göngin til sýnis, en þau náðu fleiri hundruð metra inn í bergið. Á þennan stað koma þús- undir manna á hverju sumri, þarna hefur verið gerður ak- vegur niður í fjöru vegna þess að fólk kemur til að skoða steingervinga í Hallbjarnar- staðakambi. í mókolunum sjást oft mót ekki aðeins eftir tré og greinar heldur jafnvel eftir laufblöð, svo þetta hefur fegurðargildi ekki síður en sögulegt," sagði Erlingur Davíðsson að lokum. Kvöldvakan hefst kl. 20.40 í kvöld, en auk frásöguþáttar Erlings eru lesnar úr bókinni „Sópdyngju" sagnir af Þór- unni galdrakonu. - Á.M. Síld og heimsmenning „Kvöldgestir mínir að þessu sinni eru þau Björn Dúason frá Ólafsfirði og Hrafnhildur Jónsdóttir, dagskrárgerðar- maður hér á Akureyri, “ sagði Jónas Jónasson þegar forvitn- ast var um kvöldgesti hans í kvöld. Þátturinn hefst kl. 23.20 en sjáum hvað Jónas hafði meira að segja um gest- ina sína: „Björn Dúason fæddist í Ólafsfirði en er alinn upp á Siglufirði. Hann man upphaf Siglufjarðar sem sxldarbæjar og kann og hefur safnað ýms- um gamankvæðum frá þessum tíma. Hann er áhugasamur leikari og hefur leikið talsvert. Hrafnhildur Jónsdóttir er dagskrárgerðarmaður hjá út- varpinu, hún er Akureyringur, vel menntuð kona og hefur drukkið í sig heimsmenning- una t.d. verið í Frakklandi og Svíþjóð. Hún var yfirþýðari sjónvarpsins um tíma og nú er hún fulltrúi RÚVAK í þætt- inum Á virkum degi í hljóð- varpinu á morgnana." Jónas sagði að lokum að næstu gestir sínir yrðu „ef guð lofaði“ einnig að norðan en það verður leyndarmál enn um sinn hverjir það verða. - Á.M. Ástomcd Baldvins Á föstudagsmorgun, eftirrétta viku, verður Einar Kristjáns- son með þátt sinn, „Mér eru fornu minnin kær“, í útvarp- inu. Lesari með Einari er Steinunn S. Sigurðardóttir. í þættinum verður fjallað um ástir Baldvins Einarssonar Fjölnismanns. Baldvin stóð í ástarsambandi við Kristínu Jónsdóttur Jónssonar prests á Grenjaðarstað og Einar Krist- jánsson var ekki frá því að hann hefði komið víðar við. En í Kaupmannahöfn komst Baldvin í kynni við Jóhanne Hansen, sem ól honum barn. Þar með var Baldvin neyddur til að giftast konunni, því ann- ars hefði hann misst garðs- styrkinn, að sögn Einars. En um þetta verður fjállað í þætt- inum, þar sem lesin verður frásögn Sverris Kristjánssonar um ástamál Baldvins. Baldvin Einarsson brann inni í Kaupmannahöfn 1833, þá kornungur að árum. Þá orti Bjarni Thorarensen: íslands óhamingju verður allt að vopni. - GS. Steinunn S. Sigurðardóttir og Einar Kristjánsson við upptöku á þætti sínum Mynd: GS. Free Style Disco keppni verður haldin í H-100 í apríl. Fyrsti riðill verður laugardaginn 7. apríl Skráning og allar nánari upplýsingar í diskóinu öll kvöld og í síma 25500 milli kl. 16 og 17. Föstudagur 30. mars Hörkudisco, H-100 top 10 listinn valinn. Tommi í búrinu. Laugardagur 31. mars Mega boogie disco, top 10 listinn kynntur. Sigurhljómsveitin frá Viðarstauk, Sigurður Lárusson kýlir á nokkur lög. Balli snýr skífunum. Hlutverk í kvikmynd Framieiðendur kvikmyndarinnar „Enemy Mine“ óska eftir karl- mönnum 190 cm eða hærri til að leika í myndinni. Viðkomandi mega ekki vera sverari um brjóst en ca. 108 cm. Stefnt er að því að tökur á viðkomandi atriði fari fram 9. maí nk. í nágrenni Mývatnssveitar. Þeir sem áhuga hafa, hringi í síma 96-22234 nk. laugard. og sunnud. kl. 17-19. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Breytt símanúmer: Mánudaginn 2. apríl nk. breytast símanúmer að Óseyri 2, efri hæð. Tekið verður í notkun skiptiborð fyrir alla hæðina. Fyrst um sinn verður það aðeins opið frá kl. 9-12 mánudaga til föstu- daga. Síminn verður 24477 Símnefni: Búgarður Eftir lokun skiptiborðs verða símanúmer sem hér segir: Ráðunautar B.S.E.: Ævarr Hjartarson......................... 24477 Guðmundur Steindórsson................... 24477 Ólafur G. Vagnsson....................... 24035 Guðmundur H. Gunnarsson.................. 24035 Búnaðarfélag íslands: Jón Árnason.............................. 24011 Byggingafulltrúar........................ 24084 Ræktunarfélag Norðurlands: Bjarni Guðleifsson........................ 24733 Þórarinn Lárusson......................... 24866 Rannsóknarstofa........................... 24866 Tilraunastöðin Möðruvöllum: Jóhannes Sigvaldason...................... 24733 Ungmennasamband Eyjafjarðar.............. 24011 Stofnanirnar Óseyri 2, Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.