Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 30.03.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 30. mars 1984 BAUTTNN - SMIÐJAN auglýsa' Smiðjan er opin alla daga í hádegínu og á kvöldin. Munið að panta borð tímanlega. Landshlutasamtök kref ja stjórnmálaf lokka svara - um hvernig eigi að „jafna félagslega og efnahags- lega aðstöðu" landsmanna Á sameiginlegum fundi for- manna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfé- laga í síðustu viku var ákveðið að óska eftir því við formenn eða þingflokksformenn stjórn- málaflokkanna sem standa að tillögum um breytingar á kosn- ingalögum og kjördæmaskip- an, að staðfest verði hverjar þær aðgerðir eigi að vera sem jafna eiga „félagsléga og efna- hagslega aðstöðu manna, þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst," eins og segir í yfírlýsingu stjórnmálaflokk- anna. í yfirlýsingunni sem vitnað er til er talað um „að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrr- ar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsfor- ræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna í þeirra eigin málum aukin, óháð búsetu þeirra. Jafn- framt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efna- lega aðstöðu manna, þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst." Forsvarsmenn landshlutasam- takanna líta á yfirlýsinguna sem skilning viðkomandi stjórnmála- flokka á að væntanleg kjördæma- breyting muni geta haft þau áhrif, að nauðsyn verði á sér- stökum aðgerðum til að vega þar á móti. Nú krefja þeir stjórnmála- flokkana svara við því hverjar þessar aðgerðir eigi að vera og hvernig og hvenær eigi að grípa til þeirra, svo koma megi í veg fyrir alvarlegri röskun byggðar en þegar er orðin. - HS. Bændaskog- rækt á bændaklúbbs- fundi Bændaklúbbsfundur verður haldinn á Hótel KEA nk. mánudagskvöld. Frummæl- andi verður Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað. Á fundinum mun Jón fjalla um bændaskógrækt og almenna skógrækt og svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn hefst kl. 21 á Hótel KEA. Hákur í hafnarvinnu Að undanförnu hefur verið unnið við hinn nýja grjótvam- argarð í Bótinni á vegum hafnarstjórnar og að sögn Guðmundar Sigurbjörnssonar er garðurinn nú óðuin að taka á sig endanlega mynd. Af öðrum framkvæmdum á vegum hafnarstjórnar má nefna að dýpkunarskipið Hákur er nú komið til Akureyrar og fljótlega upp úr mánaðamótum verður liaiist handa við að dýpka höfn- ina austan við löndunarkant Út- gerðarfélags , Akureyringa. Starfsliðið er væntanlegt nú í byrjun næstu viku, þannig að framkvæmdir ættu að geta hafist fljótlega. - ESE. Nokkrir forsvarsmanna hins sérkennilega stofnfundar Félags vélsleðaeigenda á undirbúningsfundi. Mynd: HS. Fundað á hálendinu Um aðra helgi verður haldinn stofnfundur Félags vélsleða- eigenda á Sprengisandi eða nánar tiltekið í Nýja-Jökuldal. Búist er við þátttakendum hvaðanæva af Iandinu og þegar hafa hátt á annað hundrað manns tilkynnt þátrtökn og jafnvel má reikna með fleirum. Mikilvægt er að þátttökutil- kynningar berist mótsstjórn á Akureyri, þannig að menn verði ekki einir á ferð, að sögn Þor- steins Péturssonar, lögreglu- þjóns, eins úr undirbúnings- nefndinni. Mótið verður sett klukkan 3 á laugardegi. Kynnt verður ferðatækni o.fl. viðkom- andi vetrarferðum á vélsleðum. Þá verður sviðaveisla og kvöld- vaka og kvöldinu lýkur með flug- eldasýningu. Mótinu verður síð- an fram haldið á sunnudag og þá kynna vélsleðaumboðin m.a. nýj- ungar. Mikil áhersla verður lögð á öryggisatriði í vetrarferðum á fundinum. Hugsanlegt er að fundur af þessu tagi á miðhálend- inu verði árlegur viðburður. HS Sýninga met í Borgar- bíói Nýtt sýnhigarmet var sett í Borgarbíói ér Atómstöðin var sýnd þar fyrir skömmu. Mynd- in var alls sýnd 21 sinni en samtals sáu myndina um 3000 manns eða rúmlega 140 manns að meðaltali á hverri sýningu. Borgarbíó tekur 297 manns í sæti. Að sögn Arnfinns Arnfinns- sonar í Borgarbíói þá veldur það vonbrigðum að ekki skyldu koma fleiri á þessar sýningar, þó heild- araðsóknin verði líklega að telj- ast góð. Hin íslenska myndin sem Borgarbíó sýndi nýlega, Á hjara veraldar gekk mun skemur en hún var sýnd á fimm sýningum. Á næstunni er von á stórmynd- um í Borgarbíó og hefjast þessar stórsýningar með Ghandi nú um helgina. Þá er myndin Reds á leiðinni en báðar þessar myndir verða að teljast sannkallaðar stórmyndir, báðar verðlauna-. myndir og er sýningartími hvorr- ar um sig, hátt á fjórðu klukku- stund. - ESE. Bókamarkaði að Ijúka Ég vil hvetja fólk til að líta hér inn og gera góð bókakaup, því svona stór bókamarkaður verður ekki haldinn hér næstu árin, það er öruggt," sagði Svavar Ottesen hjá bókamarkaði Skjaldborgar, í samtali við Dag. Á bókamarkað- inum, sem er í Hafnarstræti 75, er boðið upp á rúmlega 2000 bókatitla og verðlagið er mjög hagstætt. Svavar sagði, að lífleg sala hefði verið fyrstu dagana sem markaðurinn var opinn, en síðan hefði dregið úr henni þar til nú, að salan er að taka við sér aftur. Mest hefur verið selt af barnabókum og þýddum skáld- sögum. Einnig hefur verið góð sala í ljóðabókum og ýmsum ís- lenskum skáldsögum. „Ætli við getum ekki sagt svona í stórum dráttum að það verði suðlæg átt og hlýnandi veður, yfirleitt skýjað en úrkomulítið á Norðurlandi," sagði veður- fræðingur í morgun um horfur um helgina. En hvað með næstu helgi, spá fyrir hana takk fyrir (vegna vél- sleðamótsins): „Þú ert fyrst- ur til að spyrja og mátt bara velja," og valið var sól og heiðríkja og logn og „Ég skal punkta það niður," var svarið. Fermíngarfötin í ár eru meíra en fermíngarföt. Þægflegur fatnaður við öll tækifæri fyrir stúlkur sem drengi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.