Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 3
2.apríM984-DAGUR-3 Um 100 manns á stofn- fundi Búseta á Akureyri - Jon Arnþorsson var kosinn formaður Um 100 manns sóttu stofnfund Búseta á Akureyri, sem hald- inn var á Hótel KEA þriðju- dagskvöldið 27. mars. Þar af gerðust 68 stofnfélagar og á miðvikudaginn bættust 13 til viðbótar við stofnfélaga- skrána, en hún verður opin til 15. aprfl nk. Jón Arnþórsson var kosinn formaður húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta Ak- ureyri. Fundarstjóri á stofnfundinum var Valur Arnþórsson og þegar hann hafði sett fundinn með nokkrum orðum skýrðu Sigurður Jóhannesson og Júlíus Thorar- ensen frá störfum undirbúnings- hópsins. Einnig kynnti Reynir Ingibjartsson, 'starfsmaður Bú- Heiðurstónleikar Jakobs Tryggvasonar: Húsfyllir í Akur- eyrarkirkju Húsfyllir var í Akureyrar- kirkju á tónleikum, sem haldn- ir voru 25. mars, til heiðurs Jakob Tryggvasyni, en hann hefur gegnt organistastörfum við kirkjuna nær samfellt frá árinu 1941. Hér var þó ekki um kveðjutón- leika að ræða, því að Jakob gegn- ir enn fullu starfi við kirkjuna eða á meðan væntanlegur eftirmaður hans er að ljúka námi erlendis. Á tónleikum þessum sungu undir stjórn Jakobs: Kirkjukór Akur- eyrarkirkju, Geysiskvartettinn og Söngfélagið Gígjan og voru mörg lögin sem sungin voru eftir hann. Undirleikarar voru við sum laganna en einnig að- stoðaði hljómsveit úr Tónlistar- skóla Akureyrar en Jakob var skólastjóri Tónlistarskólans í nær aldarfjórðung. Þóttu tónleikar þessir takast með ágætum. Mikið hefur verið um að vera í Akureyrarkirkju á liðnum vikum, því að fyrr í mánuðinum var þar haldin kirkjuvika með fjölbreyttu efni og var kirkjan þéttsetin kvöld eftir kvöld en kirkjuvikunni lauk með fjölsóttri guðsþjónustu þar sem Dr. Sigur- björn Einarsson, biskup, prédik- aði. Margir tóku þátt í þessari kirkjuviku, bæði lcikir og lærðir og af mjög góðri þátttöku má ætla að slík tilbreytni í starfi kirkjunnar mælist vel fyrir. - Fermingar hefjast í Akureyrar- kirkju næsta sunnudag, 1. apríl. -ÁE. Búnaðarfélag Hrafnagilshrepps: Byggingu álvers mótmælt harðlega Álversmál voru í brennidepli á aðalfundi Búnaðarfélags Hrafnagilshrepps sem haldinn var fyrir skömmu, en í ályktun fundarins um þessi mál segir m.a.: Fundurinn harmar þann sam- drátt sem orðið hefur í atvinnulífi í Eyjafirði, sem og um allt land. Samt sem áður átelur fundurinn harðlega þann áróður sem rekinn er um þessar mundir í skjóli minnkandi atvinnu, fyrir bygg- ingu álvers við Eyjafjörð, og mótmælir algjörlega byggingu slíks iðjuvers, nema fyrir liggi áður einsýnar og ómótmælanlegar rannsóknarniðurstöður, er sýni að slíkur rekstur sé algjörlega hættulaus fyrir lífríki fjarðarins og landgæði hans. Jafnframt dregur fundurinn í efa, að bygg- ing álvers, sé sá happafengur fyr- ir atvinnulíf í Eyjafirði, sem margir vilja vera láta. Til lausnar vanda atvinnulífsins, bendir fundurinn á hina fjölmörgu möguleika, sem fyrir hendi eru í smærri iðnaði, svo sem rafeinda- iðnaði, endurvinnslu hvers konar, fullvinnslu afurða og fleira. Fái íslenskt hugvit að njóta sín, og sé slíkum greinum sköpuð sömu skilyrði, sem þeirri stóriðju sem fyrir er í landinu. Ályktunin var samþykkt, gegn tveim mótatkvæðum. Skátar selja fermingarskeyti Skátafélögin á Akureyri verða nú um fermingardagana eins og undanfarin ár með sölu á fermingarskey tum. Tilgangur þessarar sölu er ann- ars vegar þjónusta við bæjarbúa og hins vegar er þetta aðal fjár- öflunarleið skátafélaganna í bænum. Útsölustaðir eru við útibú KEA: Hrísalundi, Byggðavegi og Höfðahlíð. Auk þess verður selt í skúr á horni Hlíðarbrautar og Austursíðu svo og í-skátaheimil- inu Hvammi. Opnunartími sölustaða er kl. 13-17 alla fermingardagana. Sérstaklega skal bent á að tek- ið verður á móti skeytapöntunum í síma 21812 alla fermingardag- ana frá kl. 10 til kl. 17. seta í Reykjavík, starfið þar. Mjög líflegar umræður voru á fundinum og mikið spurt. Stofn- samningurinn var samþykktur og einnig ályktanir til alþingis- manna, þar sem skorað var ein- dregið á þá að láta ekki dragast að afgreiða til laga frumvarp fé- lagsmálaráðherra um Húsnæðis- stofnun ríkisins, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að félög eins og húsnæðissamvinnufélög fái heim- ild til lána úr byggingasjóði verkamanna. „Það er mjög brýnt fyrir þær þúsundir fólks sem gengið hafa í húsnæðissamvinnu- félögin að þegar verði sett sér- stök löggjöf um húsnæðissam- vinnufélög og búseturétt," sagði í áskoruninni, sem var samþykkt samhljóða. í stjórn auk Jóns Arnþórsson- ar, formanns, voru kosnir Gylfi Guðmarsson, Björn Snæbjörns- son, Jón Baldvin Pálsson og Hall- dóra Jóhannsdóttir. í varastjórn eru Jónína Pálsdóttir, Jakob Björnsson og Bjarni Reykjalín. -HS. Frá stofnfundi Búseta á Akureyrí. Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Verið velkomin og kynnist því hvernig hægt er að matreiða allan venjulegan mat i Toshiba örbylgjuofninum á ótrúlega stuttum tíma. Hvers vegna margir róttir verða betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhætt að láta börnin baka. Og síðast en ekki síst. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofnínum þfnum höldum við matreiðslunámskeið fyrir eigendur Toshiba ofna. Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna. i Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Tilboðsverð á eldavélum með 2 bakaraofnum með klukku og gufu- gleypi. Staðgreiðslu- verð kr. 18.500. Tótu barnastóllinn nýkominn. Sérstaklega hentugur og þægilegur í flutningi. SIEMENS smá heimilistæki í úrvali, til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu eða afa og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauðristar með híta- grind, eggjasjóðarar, straujárn með og án gufu, hraðgrill og ótal margt f leira. ^^B% m MB NÝLAGNIR wilár sr Kaupangi v/Mýrarveg. sími 26400. Verslið hjá fagmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.